Loðnu leyndarmálin - þriðji kafli Með magann fullan af karamellubúðingi rölti Remus stressaður í áttina að Ugluturninum. Hann þóttist sjá Sirius sitja á steintröppunum og fékk ágiskun sína staðfesta þegar hann kom alveg að turninum.
„Þú komst,“ sagði Sirius með óræðu brosi.
„Auðvitað,“ Remus endurgalt brosið „við hverju bjóstu?“ Sirius hló og vafði Gryffindor-treflinum sínum betur um hálsinn. Þó að það væri einungis einn af fyrstu dögum septembers var samt orðið hauslegt í veðri. Remus dauðsá eftir því að hafa ekki gripið prjónavettlingana sem Lily hafði prjónað handa honum í jólagjöf. Þeir lágu, nánast alveg ónotaðir, á botninum í koffortinu hans. Remus gekk á eftir Siriusi upp brattar tröppurnar. Þeir stóðu hlið við hlið og virtu fyrir sér útsýnið úr Ugluturninum þegar Sirius rauf skyndilega þögnina.
„Mér þykir það leiðinlegt,“ byrjaði hann „að vera með allt þetta vesen,“ Sirius dæsti. Remus sagði ekkert. Hann vissi að Sirius hefði verið að ganga í gegnum erfiða tíma. Hann hafði flúið frá fjölskyldu sinni í byrjum sumarsins og leitað athvarfs hjá Potter-hjónunum. Black-hjónin höfðu víst gefið Siriusi tvo úrkosti: hætta að umgangast Remus og James (vegna einhverja ástæðna nefndu þau ekki Peter í því samhengi) eða þau mundu afneita honum endanlega. Sirius varð sár – þó að fjölskyldan hans var kannski ekki beint skilningsrík hefði honum aldrei dottið til hugar að þau mundu gefa honum svo erfiða úrkosti. Hann kaus, augljóslega, ekki fjölskyldu sína. Remus hafði samt ekkert spurt Sirius út í allt þetta, að frátöldu örstuttu bréfi frá James vissi hann ekkert nema aðalatriðin. Sirius mundi segja honum frá öllu ef hann kaus svo.
„Ég veit bara ekki hvort ég geti beðið James um að skilja meira,“ Remus leit á Sirius „allavega strax,“ bætti Sirius við í flýti. Sirius greiddi dökkt, liðað hárið frá andlitinu með fingrunum. Remus sagði ekkert, enda vissi ekkert hvernig hann ætti að bregðast við.
„Allt sem gerðist fyrir sumarið, á milli okkar,“ sagði Sirius og brosti ögn „ég er ánægður að það breyttist ekki,“ Sirius leit í grá augu Remusar. Remus tók utan um Sirius, enda hafði alltaf talið sig sem stelpuna í þessu svokallaða sambandi. Remus vissi að hrifning hans á Siriusi var nóg. Remus tók eftir lítilli flugu þjóta framhjá þeim í offorsi, honum þótti það undarlegt þar sem það var orðið mjög kalt í veðri og flugurnar flestar dánar.

Tíminn leið hratt, enda í nógu að snúast. Kennararnir veittu nemendum sínum engan skilning og hlóðu á þá heimanámi hvenær sem færi gafst og Remus og Sirius gátu varla hist nema einstaka sinnum. Þeir notuðu þá tímann vel í þau skipti sem þeir loksins hittust. Peter hafði ekkert minnst á neitt eftir kvöldið sem Lily og James byrjuðu saman. Hvað varðaði James og Lily voru þau oðrin óaðskiljanleg og foreldrar James (sem voru himinlifandi þegar þau fengu að frétta af sambandi þeirra) höfðu meira að segja boðið Lily og Remusi að eyða jólunum með þeim ef þau vildu. Remus var mjög hrifinn af þeirri hugmynd, jólin voru ekki beint gleðilegasti tími árs á Lupin-heimilinu. Foreldrar hans fyrirlíttu hann og beindu allri sinni ást að tíu ára bróður hans, Rufusi. Einnig, þá bjó Sirius hjá Potter-hjónunum svo hann gæti hitt hann oftar, sem var stór kostur. Hvað Lily varðaði var hún á báðum áttum; hún hafði sagt James frá veikindum föður síns (þó að James hafði vitað af því eftir að hafa heyrt Lily játa það fyrir Hestiu í byrjun skólaársinis) og var ekki viss hvort hann mundi lifi neitt mikið lengur. Remus hafði samt talað við Lily og hún virtist samt frekar á þeim skónum að eyða jólunum með James.
„Hvað ætli sé verið að tilkynna okkur?“ Velti James fyrir sér þar sem hann sast við hliðina hjá Lily og Remusi í stóra salnum.
„Er ekki viss, en Alice heyrði hvíslað um að það væri víst einhver ferð, ekki rétt, Alice?“
Alice Greenwood, besta vinkona Lily og Hestiu, sat gegnt Lily við hlið Hestiu og leit út fyrir að vera fjórðársnemi en ekki a sjötta ári.
„Jú, ég heyrði það frá Frank, en ég veit ekki. Hann er auðvitað umsjónarmaður svo . . .,“
„Frank? Frank Longbottom?“ Spurði Sirius hissa. Remus var líka undrandi, enda hafði hann ekki hugmynd að hún og Frank töluðust við – eða þekktu hvort annað yfir höfuð.
„Ja, já,“ Alice stokkroðnaði og fór öll hjá sér. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Hestia sagði hlæjandi:
„Alice er hrifin af Frank,“
„Þegiðu, Hestia!“ Sagði Alice sár. Lily sendi Hestiu aðvarandi augnaráð. Hestia gerði sér upp sakleysissvip.
„Hvað? Hann er líka hrifinn af þér svo ég sé ekki vandamálið,“
„Því stundum segir maður ekki svona hluti upphátt,“ hávaxinn, svarthærður strákur með góðlátlegt bros stóð fyrir aftan Hestiu.
„Peter?“ Andlit Hestiu var eina sekúnduna stórundrandi en þá næstu hafði það skipst út fyrir tortryggilegan svipinn sem hún bar alltaf „ekki læðast svona aftur að mér,“ hélt hún áfram önug. Remus hafði litið upp úr bókinni sinni, haldandi að Peter Pettigrew væri þarna en svo mundi hann eftir honum þar sem hann sat við hægri hlið Hestiu og þá hlaut hávaxni strákurinn sem stóð fyrir aftan Hestiu að vera umræddur Peter.
„Má maður ekki heilsa upp á systur sína svona við og við?“ Spurði Peter stríðnislega með álíka uppgerðar sakleysissvip og systir hans hafði verið með nokkrum andartökum fyrr.
„Hæ, Lily,“ sagði Peter Jones og brosti til Lily „og Alice,“ bætti hann við og sendi Alice einnig bros. Alice og Lily brostu báðar á móti. Peter veifaði svo bless og sast á hinn endan á Gryffindorborðinu með nokkrum öðrum á sjöunda ári.
„Er Peter Jones bróðir þinn?“ Spurði Sirius undrandi. Líklega hefðu flestir tekið þessu sem móðgun en Hestia herpti varirnar svo þær blánuðu nánast.
„Ég býst við því,“ Sirius hló „gætirðu útvegað mér eiginhandaráritun? Hann á eftir að verða einn fremsti leitari heims einn daginn,“ Hestia gaf honum eitrað augnaráð. En Sirius hló bara.
„Þekkirðu hann það vel að hann heilsar þér?“ Spurði James Lily með afbrýðisemi í röddinni.
„Í guðanna bænum, James. Hann er bara bróðir hennar Hestiu,“ Lily var greinilega orðin þreytt á vökulu auga James á öllum strákum sem svo mikið sem horfðu á Lily. Remus þóttist samt viss að henni leiddist samt það ekki að James væri svona afbrýðisamur, það sýndi hversu hrifinn hann var af henni.
„Ágætu nemendur!“ Hljómaði mild rödd Albus Dumbledores. Líkt og fyrir galdra snarþagnaði í Stóra Salnum og við tók virðingarvert hljóð. Kvöldmaturinn var nýlokið og í stað þess að fara Gryffindorsetustofuna eins og vanalega eftir mat voru sjött- og sjöundaárs Gryffindornemar (og raunar Slytherin-, Ravenclaw- og Hufflepuffnemendur einnig) beðnir um að hinkra í Stóra Salnum.
„Ég er með fréttir sem á eftir að gera flest ykkar ákaflega ánægð,“ heldur skólameistarinn áfram „vegna hversu hart þið hafið lagt á ykkur síðan skólaönnin byrjaði aftur í vor er tími til að umbuna ykkur. Því hér í Hogwarts er dugnaður ávallt ávísun á umbun,“ Dumbledore gerði hlé á máli sínu, að því virtist, til að klóra sér í hægri eyrnasnepplinum.
„Já, og því höfum ég og kennarar sem eru yfir ykkar heimavist,“ Dumbledore horfði á McGonnagall prófessor, prófessor Hazel, Flitwick prófessor (áberandi lágvavaxinn maður í kringum fertugt sem var yfir Ravenclaw og kennir töfrabrögð) og Horace Slughorn (þybbinn en góðlátlegur maður og var einhverja hluta vegna yfir Slytherin og kenndi einnig talnagaldra) áður en hann hélt áfram: „- ákveðið að fara með þá sem eru á sjötta og sjöunda ári ykkar hér til Írlands að skoða fornan galdraskóla þar og galdramenningu,“ kliður fór um salinn. Dubledore gerði aftur hlé á máli sínu til að nemendurnir gætu jafnað sig á fréttunum. „Ég er alveg handviss að þar munuði kynnast vinum fyrir lífstíð! En já, allavega, farið verður tuttugasta og sjötta dag þessarar mánaðar og komið verður aftur hingað til Hogwarts fimmta desember. Fyrir þá sem eruð forvitin um ferðamáta verður tekinn leiðarlykill,“ James hnippti í Remus.
„Ekki nema ellefu dagar,“ Remus fékk sting í magann. Auðvitað þurfti ferðin að vera á þessum tíma.
„Ég kemst ekki með … þú-veist-hvað gerist þann tuttugasta og níunda og það er ekki fræðilegur að það verði hægt að halda þessu leyndu án Draugakofans,“ muldraði Remus til baka með samanherptar varirnar.
„Oh, ertu ekki að grínast. O jæja, við verðum auðvitað líka eftir,“ sagði James eins og það væri ekkert mál. Remus heyrði samt, vegna hve vel hann þekkti James, að hann var svekktur, og vel það.
„Ekkert bull, þið farið,“ hvíslaði Remus á móti ákveðinn. Hann gæti hæglega bjargað sér sjálfur einu sinni, hann hafði gert það áður en strákarnir höfðu uppgötvað leyndarmálið. Lily hvessti augun á þá og gaf þeim merki um að hlusta.
„-En auðvitað þurfa allir nemendur að koma með skriflegt leyfi foreldra til mín á skrifstofuna fyrir þann tuttugasta. Ef nemendur geta ekki útvegað sér það þá verða þeir því miður að verða eftir.“
„Ég á aldrei eftir að komast með,“ sagði Sirius og bölvaði foreldrum sínum í sand og ösku.
„Þú hlýtur að geta talað við Dumbledore, ég þori að veðja að hann gefi þér undanþágu,“ sagði Lily staðföst.
„Ég kemst heldur ekki með, ég á aldrei eftir að fá leyfi,“ bætti Remus inn í. Hann taldi það best að klára það af að tilkynna það að hann myndi ekki koma með.
„Þú færð pottþétt leyfi –,“ Sirius komst ekki lengra því, að því virtist, hafði James sparkað í sköflunginn á honum undir borðinu. Sirius kyngdi og reyndi að útiloka sársaukann. James horfði á hann með svip sem átti að lesast úr ég-tala-við-þig-á-eftir.
„O jæja, ég og Remus verðum þá bara slakir eftir,“ Remus brosti, þetta átti þá varla eftir að verða svo slæmt?
„Talaðu við Dumbledore,“ sagði Remus ábyggilega í fimmhundruðasta sinn, eða honum fannst það. Sirius leit á hann og lyfti hægri augnabrúninni. Remus hafði skyndilega snerist hugur eftir að hafa útskýrt fyrir Siriusi af hverju James hafði sparkað svo illilega í sköflunginn á honum.
„Ertu að reyna að losna við mig?“ Spurði hann, að því virtist, grafalvarlegur en Remus þóttist sjá glettnisglamp úr stálgráum augum hans.
„Þú veist að ég það er ég alls ekki að gera,“ svaraði Remus og ranghvolfdi augunum.
„-Ó það er frábært, Lily!“ Heyrði Remus frá hægri hönd sinni, þetta var rödd James.
„Já, dásamlegt,“ sagði Lily ögn kaldhæðnislega. James svaraði engu en tók utan um mitti hennar og kyssti hana létt á ennið. James var undarlega skilningsríkur varðandi dapurleika Lily. Remus hafði ekki munað eftir James svona rólegum og óæstum í að hrekkja einhvern í langan tíma. Eða þá yfir höfuð. Remus sneri sér aftur að Siriusi.
„Ég veit að þú getur vel fengið leyfi, af hverju ættirðu að hafna því og verða eftir?“
„Þarf ég að benda þér á hið augljósa, Remus,“ Remus dæsti og gekk úr skugga um að enginn væri að hlusta á hvað þeir væru að segja.
„Sirius, þú veist að það er ekki öruggt fyrir þig að vera nálægt mér þegar . . . æ, þú veist,“
„Það hefur ekki stoppað okkur hingað til,“ svaraði Sirius. Remus þoldi ekki tilhugsunina að Sirius væri að fórna einherju svona fyrir hann sjálfan. Þeir gegnu dálítinn spöl í þögn. Gangarnir virtust hálfpartinn einmanalegir. Enginn var á ferli, flestir úti í snjóbolta eða í rólegheitunum inn í setustofunum.
„Enda er það þið,“ rauf Remus þögnina „hvað ef eitthvað fer úrskeiðis? Ha? Þá eru enginn James eða Peter,“ rödd Remusar var þrjósk, enda ætlaði hann ekki að láta undan.
„Hvað eru þið eiginlega að tala um?“ Spurði Hestia sem hafði birst við hlið Siriusar án þess að Remus tæki eftir því. Hestia virtist undarlega lágvaxin miðað við strákana og blá augun voru jafnvel tortryggislegri en áður. Hvorki Remus né Sirius sögðu orð. Remus velti fyrir sér hvernig í ósköpunum Lily, Alice og Hestia höfðu álpast til þess að verða bestu vinkonur. Þær voru svo ólíkar að Remus gat varla ímyndað sér að þeim færi vel saman. En þegar hann hugsaði út í það þá voru hann, James, Sirius og Peter alls ekki líkir.

Þessi var held ég aðeins styttri en fyrri . . .
Takk fyrir að lesa! :)