Loðnu leyndarmálin „Hvað er í gangi á milli ykkar Savönnuh? Þið voruð alveg frekar heit við endann á síðasta skólaári,“ sagði James Potter við besta vin sinn, Remus Lupin. Remus gaf Siriusi þýðingarmikið augnaráð áður en hann svaraði.
„Ekki neitt,“ Remus, James, Sirius Black og Peter Pettigrew sátu við Svarta vatnið sem var norðarlega á skólalóðinni. Þetta var fyrsti skóladagurinn þeirra í Hogwarts á nýju skólaári og það var frekar hráslæðarlegt. Hávaxinn, sterkbyggður strákur með mikið svart hár og hringlaga gleraugu á nefinu, James Potter hélt áfram:
„Leiðinglegt, hún er sæt,“ Remus var pirraður út í Sirius. Hann þoldi ekki að vera í svona felulek. James var besti vinur þeirra, hann mundi taka þessu vel, hafði hann ekki gert það þegar hann komst að því að Remus væri varúlfur? Sirius virtist gera sér grein fyrir því hvað Remus hugsaði þar sem hann lá gegnt honum og horfði á hann með augnaráði sem næstum grátbað um skilning. Remus dæsti og datt aftur inn í umræðuna.
„- og þessvegna skil ég ekki af hverju Lily vill ekki svo lítið sem líta á mig,“ James dæsti.
„Moony, getur þú ekki spurt hana? Þið eruð vinir,“ bað James Remus. Moony var gælunafn sem hafði eiginlega fest við Remus undanfarið og vísaði til þess að hann var varúlfur.
„James, þú veist að ég þoli ekki lenda á milli í svona málum,“ sagði Remus mæðulega. James herpti varirnar. Remus vissi hvað allt þetta með að Lily væri að hunsa hann tæki á James þar sem hann hafði aldrei lent í því, venjulega var það vandamál hvað stelpurnar virtust ólmar í að komast í tæri við einn besta leitara Hogwarts – skóla galdra og seiða frá upphafi.
„Þú ert þó ekki hrifinn af henni?“
„James!“ Hrópaði Sirius upp yfir sig, móðgaður fyrir Remusar hönd. Remus sagði ekkert. Hann var ekki hrifinn af Lily og hafði aldrei verið, sem var kannskifrekar undarlegt þar sem Lily var mjög falleg og indæl. Þau höfðu alltaf verið of góðir vinir.
„Æ, fyrirgefðu, ég meinti þetta ekki. Auðvitað ertu ekki hrifinn af henni … ég er bara svo pirraður, ég veit ekki hvað ég er að gera vitlaust,“ James dæsti. Hann var venjulega ekki svona en hann var nýbúinn að hitta Lily eftir jólafríið. Hún hafði heilsað Remusi glaðlega en ekki einusinni litið á James. James skildi hana ekki.
„Ég skal tala við hana,“ lofaði Remus og glotti. Honum þótti undarlegt að sjá James svona, hann var venjulega mjög glaðlegur og eiginlega frekar ótilfinninganæmur og jafnvel stundum sjálfumglaður. Þetta var alveg ný hlið á James sem Remus var að kynnast. En honum þótti það ekki breytingin á James ekki leiðinleg, það var þægilegt að sjá að einhver annar væri í uppnámi vegna ástarlífs síns.
„Peter,“ sagði Remus pirraður „þú heltir bleki yfir alla skikkjuna mína,“ svartur blettur breiddi sér á skógargrænni skikkjunni. Hefðbundnir tímar byrjuðu ekki fyrr en daginn eftir svo strákarnir voru allir klæddir í sínar eigin skikkjur í stað svartra skólaskikkjanna.
„Scourgify,“ sagði einhver með bjartri rödd fyrir aftan Remus, Peter og James.
„Lily?“ James sneri höfðinu til að sjá betur og þarna var hún, Lily Evans. Rautt hárið lá eins og gullfoss niður eftir öxlunum og græn augun leiftruðu athugul í kvöldbirtunni. Remus hugsaði fegin til þess að þeir höfðu verið hættir að tala um hana.
„Lily, þú ættir ekki að vera í muggafötum, þú verður auðvelt skotmark,“ sagði Sirius. Lily var klædd í vínrautt flauelispils og uppháum sokkum, í brúnum bol og röndóttri gollu. Þessir litir létu fallegt, spegilslétt hárið virðast ennþá rauðara.
„Ég skammast mín ekki fyrir að vera muggi, en takk samt Sirius,“ sagði Lily með blíðri röddu því hún vissi að Sirius sagði þetta ekki af illgirni.
„Remus, gæti ég aðeins fengið að tala við þig?“ Spurði Lily. James gaf Remusi olnbogaskot til að minna hann á loforðið.
„Uh, já ekkert mál,“ Remus stendur upp og gengur með Lily í burtu.

„Þú hefur stækkað um ekkert smá marga sentímetra,“ sagði Lily feimin þegar þau voru komin í hóflega fjarlægð frá strákunum.
„Sentrímetra?“ Það kemur fát á Lily.
„Uh, sentímetrar eru svona eins og þumlungar eða -,“ Remus hló.
„Ég er bara að stríða þér, ég er hálfur muggi svo mér er kunnugt um mælingarkerfi mugga,“
„Auðvitað, hvernig gat ég gleymt því, þú og James og Sirius eru allir eins,“ sagði Lily brosand og átti við að þeir gætu aldrei verið alvarlegir. Það var ekki satt, Remus var oftast mjög alvarlegur. Hann var bara frekar utan við sig. Ánægður að vera kominn aftur í Hogwarts og burt frá foreldrum sínum sem skömmuðust sín fyrir hann.
„En þú hefur samt stækkað,“ bætti hún við og senti Remusi blíðlegt bros. Þarna hafði Lily rétt fyrir sér, Remus hafði stækkað. Hann hafði alltaf verið lágvaxinn, fölur og litið út fyrir að vera nývaknaður en núna var hann orðinn mikið hærri en hún sjálf og aðeins stærri en James og Sirius og ábyggilega tveimur höfðum hærri en Peter. Remus leit niður á fæturnar sínar og leit svo upp til himins. Bráðum færi að skína í tunglið, sólin var farin að setjast og Remus var orðinn órólegur.
„Hvað vildirðu ræða við mig?“ Spurði Remus.
„Það er um James,“ Lily horfði á Remus með stórum, grænum augunum og þau minntust bæði kvöldsins fyrir tveimur árum. Lily hafði verið nýbúin að kvarta undan því að hún hefði aldrei kysst strák og í hita augnabliksins höfðu þau kysst. Það merkti ekkert en þau voru bæði ánægð að hafa deilt fyrsta kossinum með einhverjum sem þeim þótti vænt um. Remus hafði aldrei minnst á þetta við strákana og vonaði Lily hefði gert það sama.
„Er allt í lagi?“ Spurði Remus þegar Lily hafði ekki svarað í dálitla stund.
„Já, uhm …“ byrjaði Lily. „Ég vildi vita sko, því ég hérna – uh er kannski … pínu hrifin af hérna …“
„Af James?“ Botnaði Remus. Lily stokkroðnaði og var farin að stórefast um áætlun sína.
„Já, einmitt,“ Remus brosti. Hann samgladdist þeim virkilega.
„Ég vildi eiginlega bara vita hvort hann hérna, liði eins,“ stamaði Lily.
„Er það ekki augljóst?“ Sagði Remus hlæjandi. Lily virtist létta.
„Virkilega?“ Spurði hún brosandi. Remus kinkaði kolli.
„Nú, já,“ Lily var ennþá vandræðaleg.
„Viltu kannski að ég sækji hann?“ Spurði Remus efins.
„Heldurðu að þú ættir að gera það?“
„Ég er að segja þér það, hann á eftir að verða frá sér numinn,“
„Allt í lagi þá.“

„Strákar! Ég er með tilkynningu!“ Sagði James lafmóður, eldrauður í framan og skælbrosandi út að eyrum.
„Hvað?“ Spurði Peter áhugasamur.
„Remus vildi ekki segja okkur neitt svo við höfum bara þurft að bíða á milli heims og helju,“ kvartar Sirius. James hlammaði sér í grasið og Remus glotti.
„Ég og Lily Evans erum á föstu,“ sagði hann og andaði frá sér.
„Ertu ekki að grínast?!“ Sirius virtist samgleðjast James innilega.
„Til hamingju,“ sagði Peter og greiddi músalitað hárið með fingrunum. Remus leit á Sirius, það var eins og hann ætlaði að segja eitthvað en hætti við.

„Ég bara trúi þessu ekki, eftir allan þennan tíma,“ rödd James var dreymandi þegar hann lá upp í rúminu sínu og hélt fyrir restinni af strákunum vöku.
„Æ, geturðu ekki bara farið að sofa?“ Muldraði sjöttársneminn Frank Longbottom. Flestir voru orðnir þreyttir á sífelldu blaðri James.
„Það mætti halda að þú værir orðinn veikgeðja,“ þorði Oswald Plotts að segja.
„Þegi þú, Ollie Pollie fýlupúki, eða ég nefni ákveðna nokkar Apple Bouplehorn,“ hvæsti James. Remus skildi ekki hvernig Ollie þorði að mótmæla James, sérstaklega ef það tengdist eitthvað smávegis Lily, sem og það gerði. Hvað varðar Apple Bouplehorn þá sáu strákarnir Ollie og hana kysstast á bak við gróðurhúsin. Venjulega væri það allt í lagi og flestir hefðu fengið klapp á bakið fyrir að kyssa Apple en þar sem hún átti annan kærasta í augnablikinu, Trinius Lopafle var það allt annar handleggur.
„Hvað er hann að tala um, Ollie?“ Djúp, ógnandi rödd Triniusar skar loftið sem var þrúgandi.
„Ekkert. James, áttirðu ekki við Alviru?“ Sirius reyndi að bjarga besta vini sínum fyrir horn.
„Jú,“ sagði James áhugalaus og slökkti á lampanum sínum.
„Ég er farinn að sofa,“ bætti hann við og geispaði.
„Ollie, Alvira, ekki slæmt,“ hrósar Van Petterson Ollie með áberandi hreim, fimmtársnemi, skiptinemi frá Noregi.
„Í guðanna bænum, farið að sofa!“ Það var ólíkt Frank að garga svona, en allt hljóðnaði.

„Stundataflan mín er hræðileg! Ég hélt að hún mundi eitthvað breytast þegar maður byrjaði á sjötta árinu,“ kvartaði James.
„Saga Galdranna, Spádómsfræði, Muggafræði og síðast en ekki síst, Talnagaldrar,“ dæsti Remus.
„Gott að vita að þér leiðist ekki, herra Lupin,“ Köld rödd Prófessor McGonnagall yfirgnæfði samræðurnar. Svart hár ungrar nornarinnar var strekt varfærnislega í fullkomin hnút og alveg flekklaust andlitið leit alls ekki út fyrir að vera nógu „Ég bjóst við meiru af þér,“ hreytir hún úr sér og rýkur í burtu.
„Það er eitthvað við hana –,“
„Sem lætur hárin rísa,“ kláraði Sirius setninguna Remusar.
„Eruði farnir að klára setningarnar hjá hvor öðrum núna?“ Spyr James hlæjandi. Undir venjulegum kringumstæðum hefði James orðið afbrýðisamur vegna þess að Remus og Sirius voru orðnir næstum jafn góðir vinir og James og Sirius, en allt Lily – málið virtist raunverulega vera að mýkja hann upp. Sirius hló.
„Flýtum okkur að borða og læðumst svo til stelpnanna,“ James áætlaði að nýta hverja auða stund í samvistum við Lily. Sirius leit brosandi á Remus áður en hann fékk sér stóran bita af ristaða brauðinu með marmelaði sem var á gulldisk fyrir framan hann.

„Ég veit svolítið,“ sagði Peter við Sirius. Sirius tók augun af Lily og James þar sem þau sátu neðar í brekkunni, James með handlegginn utan um Lily.
„Það er þá í fyrsta skiptið. Ropaðu því út úr þér,“ Peter brosti „bíðum eftir Remusi,“ hann horfði í áttina að Remusi þar sem hann kom gangandi með bækur undir annari hendinni.
„Hvert er umræðuefnið?“ Spurði Remus.
„Peter ætlar að deila með okkur vitneskju sinni um eitthvað,“ sagði Sirius hátíðlega. Remus hlammaði sér í döggvott grasið og tók upp fjölbragðabaunir Berta úr pínulitlum poka sem hann hafði utan um hálsinn, gjörsamlega að hunsa orð Siriusar. Pokinn virtist alls ekki nógu stór til að geyma baunirnar. Remus nældi sér í eina ljósbrúna og stakk henni upp í sig.
„Nammi, marmelaði,“ sagði hann alsæll.
„Ég sá ykkur kyssast á bak við bátaskýlið rétt eftir að við komum í gær,“ bunaði Peter út úr sér. Baunin sem Remus hafði verið að borða hrökk ofan í hann svo hann stóð á öndinni.
„Ég var hræddur um það,“ sagði Sirius glottandi. Var Sirius núna tilbúinn að uppljóstra leyndarmálinu? Remus hvessti augun á Sirius en þegar hann sá glettin, stálgrá augu Siriusar mildaðist svipur hans.
„Hvað áttu við?“ Spurði Remus til að kaupa sér tíma. Peter virtist líða óþægilega.
„Þið vitið hvað ég á við …“ sagði hann þurrlega. Peter var oft stórlega vanmetinn, þar sem hann kannski var ekki jafn „vinsæll“ og hinir og féll oft dálítið í skuggan, þess vegna tók hann eftir hlutum sem fólkið í sviðsljósinu var of upptekið til að taka eftir. Það hafði nú eftir allt saman verið Peter sem uppgötvaði „litla loðna leyndarmálið“ hans Remusar. Remus dæsti og Sirius tók því greinilega sem uppgjöf.
„Þú hefur greiniega gert þér grein fyrir því hvað er í gangi,“ sagði Sirius grafalvarlega fyrir utan stríðnina í augunum „það er satt, ég og Remus erum leynilegir elskendur,“ Sirius brosti út í annað, þetta hafði komið svo klisjulega út að hann átti ekki til orð.
„En ég skammast mín ekkert fyrir það,“ bætti hann við og smellti einum stuttum koss á Remus. Remus hló. Loksins. Strákarnir litu á Peter sem greinilega var brugðið.
„Jæja … ég ætla allavega ekki að segja James þetta … þið hérna, sjáið bara um þetta.“ Peter stökk á fætu og snerist á hæli, þetta var greinilega of mikið að höndla í einu.

„Hestia! Gerðu það!“ Svarthærð, lágvaxin stelpa með áberandi blá augu sneri sér við. „Ó, Hestia, mér þykir það svo leitt,“ hélt Lily Evans áfram, klökk. Bláu augun hvesstu á Lily, ef augnaráð gæti drepið væri Lily Evans ekki lengur meðal vor.
„Hvað getur þú hugsanlega sagt þér til varnar?!“ Hreytti hún út úr sér. Margt var Hestia þekkt fyrir en óframhleypni var ekki á meðal þeirra.
„Ekki neitt …“ mudraði Lily aumingjalega. „Mér líður svo illa en ég get ekkert að því gert … ég held, ég held ég elski hann! Hestia gerðu það!“ Svipur Hestiu Opheliu Jones mildaðist örlítið í sekúndubrot áður en hann fór aftur í harkalegt form sitt að nýju.
„Ég hélt að við værum vinkonur,“ sagði hún háðslega.
„Vinkonur gera ekki svona, það get ég sagt þér,“ Lily fór hjá sér. Hún vissi að það sem hún gerði var rangt. En hún gat ekki látið tækifærið fara fram hjá sér fara. Fáir strákar voru jafn góðir við hana og James var. Hestia hlaut að skilja það, hún bara varð.
„Elsku Hestia, ég skal gera hvað sem er, bara ef þú fyrirgefur mér,“ sárbað Lily. Hestia sá smugu á sátt þarna en ákvað að láta Lily þjást aðeins lengur.
„Ég veit ekki hvort ég geti það – aldrei,“ Lily rak upp stór augu. Gat henni verið alvara? James Potter og Remus Lupin þorðu ekki að anda þar sem þeir voru aðeins örfáum skrefum í burtu frá stelpunum, til allrar hamingju undir huliðskikkjunni en Remus hefði getað svarið að hann hefði séð Hestiu stara yggld á hann rétt áðan.
„Meinarðu það, Hestia?“ Stór, græn augu Lily fylltust af tárum. Hestia andaði að sér.
„Hvert orð,“ laug hún. Lily brast í grát. Hún lét sig detta í hægindastól við arininn. Þau voru stödd í setustofu Gryffindors, sem var til allra lukku mannlaus fyrir utan þau fjögur.
„Hestia. Ég veit ekki hvernig ég á eftir að komast af án þín … Tunia hatar mig svo mikið að hún vill ekki tala við mig og svarar aldrei bréfunum mínum … sendir þau bara til baka … pabbi var að veikjast og mamma … ég veit ekki hvernig mamma er … hún er ekki hún lengur … sumarið var hræðilegt … ég var svo ein … og svo var þetta með Sev - …“ Stundi hún upp í gegnum ekkasogin. Svipur Hestiu gaf til kynna að hún sárvorkenndi Lily.
„Er allt í lagi með pabba þinn?“ Sagði hún með eins blíðlegri rödd og henni var unnt.
„Nei,“ Lily saug upp í nefið. Remus var lamaður, hann var í áfalli, greyið Lily að ganga í gegnum allt þetta. James sat svo kjurr að Remus var næstum búin að gleyma því að hann væri þarna. Hann heyrði samt öran hjartsláttinn.
„Það er víst kallað lungnakrabbamein,“
„Æ, elsku Lily mín,“ Hestia sast á stólarminn og tók utan um vinkonu sína.
„Geymum þetta umræðuefni,“ Lily skalf „verum vinkonur.“ Lily tók utan um Hestiu.
„Takk.“ Hvíslaði hún.

Endilega segið ykkar álit, líka skítaköst. Maður lærir víst af mistökunum :)