Harry Potter and the Half-blood Prince; Gagnrýni Áður en ég byrja vil ég segja nokkra hluti:
Það er útaf Nostalgia Critic að ég er orðinn frekar gagnrýninn.

Þetta er einungis mitt álit. En ef ég kem með alhæfingu/staðhæfingu, endilega leiðréttið mig. Og ég kem stundum með nafn leikarana og stundum ekki, nenni ekki að fara gífurlega yfir þetta.

Ekki fara að væla fyrr en þið eruð búin að lesa hana. Ég kem bæði með góða og slæma hluti. Ég vissi af fullt af breytingum sem voru í myndinni og fór með það í huga þannig að ég er ekki voðalega pirraður á flestum af þeim.

Ég vil líka benda á grein í föstudagsmogganum þar sem er gagnrýnt myndina. Gagnrýndandinn gefur henni 3 stjörnur og talar reyndar einugis jákvætt um hana. Miða við að hann gaf henni bara 3 stjörnur og talaði vel um hana þá finnst mér að hann hefði átt að segja eitthvað slæmt um hana(og ég hef nokkur). Hann hafði líka Ralph Fiennes í aðalhlutverkunum þó hann kom ekki fram í myndinni. Hún hefur líka þessa hálfvitalega línu:
Sakleysislegt kossaflens og unglingaástir að myndast á milli Harrys og Hermione(Watson).
Og já hann kallar Horace Slughorn; Horatios.
Soldið mikið fail.

Þeir sem hafa ekki lesið 7. bókina eða séð 6. myndina ættu ekki að lesa þessa grein.



Ég mun byrja á því að koma með atriði sem mér fannst pirrandi.




Byrjunin: Þó ég var mjög ánægður með það var sýnt að Ollivander var rænt var annað sem ennþá pirrar mig rosalega mikið, og það er að Drápararnir fljúga. Í 7. bókinni var það frekar mikið sjokk þegar hluti af Fönixreglunni sáu að Voldemort gat flogið.

Katie Bell: Hef ekkert á móti leikinn, það var frekar flott þegar hún var uppi. Það var bara ekkert minnst á hana í neinum af myndunum þangað til í þessu atriði(held ég).

Lavender Brown: Slæm túlkun að mínu mati. Mér fannst hún ekkert aðlaðandi, og það er ekki því hún var ljót eða eitthvað þannig. Hún var bara creepy með þetta obsessive fan-girl look og hvernig hún lét með Ron, en þannig átti hún víst að vera. Fannst hún líka bara troðið allt í einu í myndinni. Jessie Cave lék þetta samt alveg ágætlega(engin ýkjun eða neitt þannig). Fannst flott hvernig þau settu sambandsslitið í myndina.

Minningarnar: Miða við að það voru bara 2 minningar hefðu þeir átt að sleppa munaðarleysingjahælnum og hafa atriðið með Hepzibah Smith(þar sem sýnt var nistið og bikarinn),og haft þar Christian Coulson sem Voldemort(það hefði verið snilld) og Dumbledore hefði átt að minnast á Nagini og einn annan sem hann var ekki viss um. Miða við að 7. myndin af bókinni verður skipt í tvennt hlýtur að vera til tími fyrir þessa helkrossa(Horcruxes).
Hann sagði þar að auki að Helkrossar gætu verið hversdagslegir hlutir, sem var einmitt EKKI lýst þannig í bókunum.

Ginny/Harry: Að hluta til var þetta sætt, annað var pirrandi. Það hefðu átt að sleppa því þegar Harry var starandi í Ginny í glugganum(hann gat öskrað að hann elskaði hana og við hefðum vitað það sama hvernig tilfinningar hans til hennar eru). Hin atriðin með hrifningu Harry til Ginny, og straumana á milli þeirra, voru fín og stundum fyndin. En myndin sýndi aðeins einn koss(og ég hefði ekki haft neitt á móti því hefði hann verið heitari, þó hann var góður), lýtið minnst á samband þeirra eftir það(nema þegar hún huggar hann þegar Dumbledore deyr og smávegis í endanum), aldrei sagt eða sýnt að Dean og Ginny eru hætt saman(sem hefði tekið 5 sekúndur, scheize) aðeins hint að þau hafa rifist enn einu sinni, og Harry og Ginny hættu ekki saman(kannski svo endirinn mundi ekki vera of þunglyndislegur). Getur verið að það er beðið þangað til í 7. myndinni þannig að ég pirra mig ekki mikið á því síðasta.
Tek þessu frekar illa, enda languppáhalds sambandið mitt í bókunum með Tonks og Lupin.

Tonks/Lupin: Tonks hafði eina eða tvær línur í 5. myndinni, bjargaði ekki Harry úr lestinni, og við eigum að kaupa það að hún og Lupin séu saman upp úr engu?
Neibb. Það er eins gott að Tonks verði meira í síðustu myndunum, annars verður dauðinn hennar ekkert sérstaklega sorglegur.

Tom Riddle sem unglingur: Í staðinn fyrir að finna að hann var illur, sá maður það vel, og Slughorn ætti að hafa séð það líka. En samt hélt hann áfram að tala.
Það getur verið að ég sé soldið leiðinlegur um þetta en ég elskaði Christian Coulson í 2. myndinni og líka að hinn stóð útgáfan í myndinni stóð sig vel.

Sleppt atriði/hlutir: Hinar minningarnar, Bill og Fleur, að Harry erfði allt sem Sirius átti og jarðarför Dumbledore var það eina sem var slept sem pirraði mig mjög mikið af þessu stigi. Það var auðvitað fleira sem vantaði en ég átti auðvelt með að horfa framhjá því.

Bók Blendingsprinsins: Ekki nóg með það að þessar bækur voru rosalega litlar miða við margar aðrar sem hafa verið í þessum myndum, þá tók Harry það aðeins og alvarlega þegar hann sá áhrif Sectumsempra(sem var awesome). Hann varði hana ekki neitt, sem hann gerði þangað til hann uppgötvaði að hún var eign Snape.
Btw, var eitthvað sýnt höfuðdjásnið sem Ravenclaw átti? Harry vissi hvar það var í 7. bókinni því hann mundi eftir því.

Og það síðasta:
Burrow árásin: Frekar tilgangslaust. Þar að auki var Mark Williams(sem leikur Arthur) frekar daufur þegar hann uppgötvaði að það var kveikt í húsinu hans og konan hans og 3 börn voru inni(en slupttu samt).
Samt betra en Hogwarts-árásin án Bill Weasley, þannig að þetta er frekar neutral hjá mér.



Og nú það sem mér fannst gott.



Ron Weasley: Rupert Grint var bestur af tríóinu eins og venjulega. Daniel Radcliffe var eins og venjulega og Emma Watson bætti sig vel. Skemmtileg túlkun(sérstaklega á ástarseyðinum), fyndinn og ég hafði mjög gaman af því þegar hann fékk tungu í kokið á sér.

Draco Malfoy: Srsly, hann stóð sig frábærlega í þessari mynd. Áður hafði hann bara verið eins og hver annar bully í krakkamynd, en þarna kom hann með góðan persónuleika á hann, og lék fantavel. Með þessari mynd fannst mér hann vera betri villain í myndunum en Voldemort(hefur aldrei verið neitt sérstakt í myndunum). Props fyrir það Tom Felton. Ekki hata mig fyrir þetta.

Dumbledore: Eftir 4 myndir er Michael Gambon loksins komin með mjög góða túlkun á karakternum sínum, en hún er samt öðruvísi en í fyrri myndum. Hann var alvarlegur en góðviljugur sem var góða blanda fyrir þessa mynd.

Aðrir góðir leikarar: Alan Rickman stóð sig miklu betur í þessari mynd en þeirri 5.(en hann var frekar slakur í henni), miklu myrkari persóna og áhugaverðari.
Jim Broadbent túlkaði Slughorn á mjög sérstakan hátt. Var alltaf með einhverja kippi og lét stundum frekar skringilega. Samt sem áður stóð Broadbent sig samt með prýði, enda góður leikari.
Bonnie Wright lék loksins ágætlega mikið sem Ginny og gerði það miklu betur en í síðustu myndum, stundum aðeins of dauf en annars frekar góð.
Og síðast en ekki síst stóð Helena Bonham Carter sig frábærilega eins og í 5. myndinni sem Bellatrix Lestrange.
Þeir leikarar sem ég minnist ekki á voru hvorki sérstaklega góðir, góðir miða við fyrri myndir, eða verulega slæm(sem ég held að hafi verið enginn í þessari mynd)

Grát-atriðin: Þau voru öll góð, ég meina það, öll 3 grát-atriðin.
Það fyrsta var með Hermione, eftir að Ron komst á 2. höfn. Hún gerði þetta feiknavel, og það fór ekkert í mig að hún vissi að Harry var hrifinn af Ginny, fannst það bara mjög gott, lét þetta vera meira touching moment. Fuglaárásin var samt ekki góð.
Tom Felton var ennþá betri í sínum dramaleik. Því miður truflaði Harry hann.
Daniel Radcliffe var bara sæmilegur í loka, en það var mikið af öðru að gerast þannig að það fór ekki í mig. Þau höfðu allavega smá virðingu yfir að Dumbledore dó, þó þau höfðu ekki jarðaförina(pirraður).
Þið getið sagt að þau voru slæm eða eitthvað svipað, en þau voru MIKLU betri en þau sem voru í 4. myndinni og var ágætur munur á Radcliffe og Watson á þessum myndum til betra.

Weasleys' Wizard Wheezes: Þetta leit hræðilega vel út þó þetta var í stutta stund. Ekki það sem ég átti von á en samt mjög gaman af þessu atriði. Hefði viljað sjá þetta atriði þroskast in person.

Húmorinn: Miða við aðrar myndir þá var húmorinn verulega mikill í þessari mynd. Það komu stundum góðir brandarar en stundum bara bíógrín. Held að mitt uppáhalds var eftir að Ginny og Harry kysstust í Room of Recuirement:
Ron: So did you and Ginny do it?
Harry: What, no we didn't.
Ron: You didn't hide the book?
Harry(embarressed): Ohh yeah, we did.
Átti ekki von á að kynlífsbrandari mundi komast í þessa mynd. Og þetta er ekki alveg rétt sagt, btw.

Tónlistin: Hún var bara frábær í þessari mynd. Hef sjaldan eða aldrei tekið eins vel eftir tónlist í HP mynd. Hreint og sagt, brilliant hjá Nicholas Hooper.

Tæknibrellurnar: Það jákvæðasta sem ég hef að segja um myndina, enda voru þær rosalegar. Allar brellurnar voru frábærar(nema þegar Drápararnir voru fljúgandi því ég er of pirraður út í það). Held að allt hellis-atriðið var mitt uppáhalds. Þetta var líka besti Quidditch-leikurinn úr öllum myndunum vegna brellana þó hann var frekar stuttur, enda þurfti ekkert mikið meira(Harry að ná í eldiguna og ég hefði verið 100% sáttur).

Og það síðasta:
Sagan: Þó hlutum voru sleppt í myndinni(sum hljóta að vera í fyrri hluta 7. bókarinnar og ég get alltaf vonað að önnur verði) þá náði þeir að taka flest atriðin úr bókinni og myndinni tókst vel að setja söguna í mann, ólíkt síðustu myndinni sem hafði sama leikstjóra(David Yates).



Ég vona innilega að í 7. myndini að jarðarförin verði (vona samt ekki að það verður tekið í stað giftingu Bill og Fleur en samkvæmt þessu verða þau allavega í myndinni), að sambandið milli Tonks og Lupin verðir tekið meira alvarlega, og að Charlie Wealsey verði. Bið ekki um mikið hlutverk. Bara að hann verði í byrjuninni í fyrri hlutanum og endanum í síðari hlutanum.
Þannig að maður bara vonar að síðustu 2 myndirnar verða góðar svo þessar myndir standa uppi sem mjög góð afþreyjing(þó ég mæli auðvitað miklu meira með bókunum, og verulega góðum spunum).

Samanburður við hinar myndirnar?

Listinn minn er svona:
1: Chamber of Secrets
2-3: Philosopher's Stone
2-3: Half-blood Prince(Þarf að horfa á hana og 1. aftur til að vita hvor er betri)
4: Goblet Of Fire
5: Order of the Phoenix
6: Prisoner of Azkaban.

Þar með hafið þið mína gagnrýni á 6. Harry Potter myndinni og vona að þetta sé vel sett saman og skiljanlegt.

Half-blood Prince: Góð mynd með nokkrum slæmum göllum en er samt vel þess virði að horfa á.

Vil á endanum benda á gagnrýni á kvikmyndir.is sem mér finnst alveg vera feiknagóð. Hana má sjá hér.
Og líka þessa hér.

sabbath

Æ,já endirinn var ekki það góður, kom allt í einu og skildi mann eftir með nokkrar spurningar(sem hefur aldrei komið fyrir mig eftir Harry Potter mynd).