Harry Potter og Myrki herrann Fyrir þá sem vilja ekki vita neitt um leikritið ættu ekki að lesa meira en þetta, þó ég muni ekki mikið fara í söguþráðinn. Og fyrir þá sem finnast ég vera of gagnrýninn þá get ég bara kennt Nostalgia Critic um, en ég hef undanfarið verið mikið að skoða myndböndin hans.

Ég ætla að byrja á því að gagnrýna leikritið sjálft.

Leikararnir sjálfir voru nokkuð góðir, en þeir sem mér fannst standa mest framúr voru:

Ásgrímur Hermannsson(Voldemort/Severus Snape): Get ekki sagt neitt nema hann var mjög góður þó hann var ekki fullkomlega sköllóttur.
Jón Daði Pétursson(Sirius Black/Dean Thomas): Fannst hann mjög góður sem Sirius þó það leit mjög fáranlega út þegar hann var að tala við tríóið í gegnum arineldinn. Mér fannst þetta líta út eins og þau voru að horfa á hann í gegnum sjónvarp og hann var að segja fréttir.
Anna Ósk Stefánsdóttir(Bellatrix Lestrange, Seamus Finnigan): Elskaði hláturinn í henni.
Atli Örn Egilsson(Albus Dumbledore): Kannski ekki eins góður og hin en hann túlkaði Dumbledore miklu betur en Michael Gambon. Reyndar sökkaði skeggið hans.
Þar að auki fannst mér frábært hvernig Fred og George voru. Miklu meiri “player-ar” en í bókunum.

Eitt fór samt mikið í taugarnar á mér en það var hvernig þau léku. Mér fannst þau vera allt of mikið að tala við áhorfendurna, horfðu ekki mikið á þá sem þau voru að tala við. Það var í lagi stöku sinnum en næstum því alltaf fáranlegt. Þetta var mest pirrandi þegar Umbridge var að kenna bekknum sínum. Hún bara stóð til hliðar þegar hún var að kenna þeim.

Það voru margir leikarar í þessu leikriti en samt var meira en helmingurinn með 2 hlutverk eða fleiri. Af 29 leikurum voru 8 með eitt hlutverk(Einn af leikurunum kom samt bara fram á myndbandi, sem átti að vera minningar um fortíð Voldemorts) og ég þekkti aðeins eina manneskju. Reyndar þurftu sumar stelpurnar að leika stráka sem kom reyndar nokkuð vel út. Fenrir og Draco komu til dæmis vel út. Þar að auki var 6 manna hljómsveit(Trommur, 3 gítarar, bassi og hljómborð) og fullt af baksviðsfólki.

Það var ágætur húmor í leikritinu. Slughorn var áreiðanlega sá fyndnasti í leikritinu en hann var pirrandi. Hann var sýndur sem hálfviti, bókstafslega. Lagið hans var verulega fyndið og leikarinn samdi textann sjálfur(Karl Sigurðsson). Hinir leikararnir áttu sín fyndnu moment.

Útlitið á leikurunum var ekki það gott. Til að byrja með var Harry með ferköntuð gleraugu en ekki hringlaga og Neville og Slughorn voru með gleraugu þó það var aldrei sagt í bókunum að þeir voru með glerauru. Það getur allt eins verið að leikararnir þurftu á gleraugunum að halda. Helmingurinn af Weasley-fjölskyldunni voru ekki með rautt hár, Snape var með emoklippingu(no offense), Hagrid var ekki mikið hár og smá brodda minnir mig og Dumbledore var með axlarsítt hár og skegg sem er svipað þessu og var þar að auki hvítt. Samt áreiðanlega það besta sem þau gáta komið með en átti stöku sinnum erfitt með vita hvern þau voru að leika. Það útlit sem mér fannst passa best við hlutverkið voru þau sem léku Fred & George, Sirius, Fleur Delacour, Bellatrix Lestrange og Lavender Brown.

Mér fannst mjög gaman að sjá að það var notað meira en bara aðalsviðið. Þau notuðu hliðarsviðið og miðjusvæðið hjá áhorfendunum frekar mikið og jafnvel þótt þau fóru út á sama stað og maður gengur voru þau alltaf verulega fljót að komast baksviðs til að taka þátt í næsta atriði.

Þó ég hlusta lítið á hljómsveitirnar sem voru spilaðar þarna(Muse, Kings of Lean, Band of Horses, The Editors o.s.frv.) voru lögin góð og vel spiluð og sungin. Mér fannst síðasta lagið fyrir hlé vera öflugt sem var Drunur hjartans sem upprunalega heitir Closer með Kings Of Leon.


Bæklingurinn

Samkvæmt bæklingnum eru hraðskiptingar þar sem leikarar skipta á milli persóna á innan við 35 sekúndum. Ég er ekki hissa á því, enda tók ekki langan tíma fyrir leikara að skipta um perónur.
Þau sem gerðu bæklinginn virtust ekki hafa fyrir því að skrifa full nöfn nokkurra persóna sem eru frekar þekkt fyrir bæði nöfnin(T.d. Angelina Johnson, sem var reyndar skrifað Angela, og Seamus Finnigan) eða hafa nafnið á persónunum yfir höfuð(Gabrielle Delacour er sögð vera litla systir Fleur). Þar að auki er bassaleikarinn ekki nefndur í hljómsveitinni. Soldið skrítið.

2 þýðingar voru rangar. Það var skrifað U.G.L.U.-próf en ekki U.G.L.-upróf og eldbikarinn er samkvæmt bæklingnum verðlaun þrígaldraleikana en ekki þrígaldrabikarinn sjálfur.
Þessi söngleikur er btw gerður án leyfis J.K. Rowling.


Samanborið við myndirnar og bækurnar

Til að byrja með er auga Skröggs Illauga betra en í myndunum, jafnvel þó þetta sé bara eitthvað meik á leikaranum.

Leikritið tók ágætlega mikið af aðalatriðum en sleppti auðvitað miklu úr bókunum. Mér fannst verulega aðdáðunarvert að höfundarnir náðu að þjappa um 1900 blaðsíðna sögu í 2 tíma. Verulega gott.

Maður þurfti reyndar að hafa lesið bækunar eða horft á myndirnar til að geta skilið söngleikinn fullkomlega því þetta gekk verulega hratt fyrir sig.
Sum atriði fannst mér vera mjög góð. Hellisatriðið var eitt af því besta í leikritinu, áreiðanlega eina skiptið í leikritinu sem ég sá ekki þessa sem voru alveg svartir, man ekki hvað þetta heitir. Atriðið þegar Katie Bell snertir hálsmenið var líka mjög eftirminnilegt. Fréttaatriðið var líka verulega flott, gat ekki búist við betra en þessu.

Sumt var samt ekki eins gott. Harry sagði fuckaðu þér, ég gat ekki hatað Umbridge eins mikið og í bókunum, þau notuðu myndaútgáfuna hvernig Varnarlið Dumbledores var fundið af Umbridge(hitt hefði reyndar samt tekið meiri tíma líklegast) og í myndunum og eins og ég sagði fyrir ofan að Slughorn var fáranlegur.
Stöku sinnum var sagt hluti rangt. Dumbledore kallaði Skrögg Moody(Ruglandi fyrir þá sem hafa ekki lesið bækurnar, eða bara íslensku, en hann er nefndur Skröggur Illauga í bæklingnum) og varnarlið Dumbledores var kallað her Dumbledores(beint úr ensku). Getur verið meira en ég man ekki eftir því.

Ég man ekki alveg hvernig þetta var í 5. myndinni en var Sirius drepinn þar af Avada Kedavra? Því hann var drepinn þannig þarna og auðvitað af Bellatrix. Mér var reyndar sama því eftir það kom frábært lag.
Jafnvel þótt fötin hjá Durmstrangnemendunum voru engan veginn lík þeim sem voru í myndinni(sem ég man ekki hvernig voru því eina sem ég man eftir þessu atriði voru þessi hræðilega show hjá báðum skólunum, sem af einhverjum ástæðum voru kynskipt)voru þetta bestu fötin í leikritinu en þetta voru Hensonpeysur. Sá sem lék Viktor hafði þar að auki verulegan austur-evrópskan hreim, næstum því ofleikinn.

Þegar Harry tók Felix Felicis fannst mér hann sýna allt önnur viðbrögð en ég átti von á. Ég bjóst við von, gleði og öryggi, en ekki að vera blindfullur.
Það hefði verið frekar erfitt að sýna það, en ég tók lítið eftir því eftir hlé að Harry var hrifinn af Ginny, en það varð strax sýnilegt þegar hann fór að kyssa hana.
Sum atriði var engan veginn hægt að sýna vel þó þetta var vel gert hjá þeim. Ég er aðalega að tala um 1. þrautina, Priori Incantatem, bardaginn milli Dumbldore og Voldmort og sérstaklega

Harry Potter og Myrki herrann: Þess virði ef þú hefur lesið bækurnar. Mér fannst það vera mjög gott. Ég hefði reyndar skemmt mér betur yfir hefði ekki verið krakkar að hlægja að öllum mistökum, voru frekar pirrandi.

PS: Ég veit að þetta er ekki mjög vel uppsett, en ég hef aldrei verið góður í því. Vill líka afsaka málfræði og stafsetningavillur.
Já og fyrir þá sem vilja taka myndir af þessu, þá er það bannað. Bara svona að láta fólk vita af því.

sabbath

PPS: Ég vil líka auglýsa söngleikinn Stonefree sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi(FVA) mun frumsýna 6. mars. Ég mun leika í því.