Eftir að hafa séð myndina að leikaranum sem að leikur varúlfinn Fenrir Greyback í The Half-Blood Prince. Sem að kemur út í Nóvember næstkomandi eins og þið vitið eflaust. Fór ég að hugsa að vondu kallanir í Harry Potter myndunum eru oftar en ekki mjög heitir og með svona sex apeal.
Áður en þið farið að mótmæla mér sjáið þetta:
http://www.imdb.com/media/rm663066112/nm0499270
Þessi leikari David Legeno er kannski ekki andlitsfríður en það er eitthvað við hann. Sjáið bara þessa upphandleggsvöðva! Gaurinn er massaður og mjög heitur, þótt að hann sé svolítið loðinn gerir það hann eiginlega bara heitari hann er svona meira karlmannlegur. Hann á eftir að láta allar stelpur sem hafa einhvern áhuga á karlmönnum fá dagdrauma um að verða bitnar að Fenrir Greyback heilköttuðum og mössuðum í rusl. Ég er nú þegar farin að dreyma.
Næst ber að nefna þennan vonda kall:
http://www.imdb.com/media/rm1982568704/ch0000995
Mér finnst Lucius Malfoy leikinn af Jason Isaacs vera mjög heitur. Þetta hár, þetta ,,ég er betri en þú" viðhorf yfirhöfuð sjálfstraustið sem að hann hefur, röddin þegar að hann kemur með oft ekki svo duldnar hótanir við Harry um hvað hann muni gera við hann þegar hann fær tækifærið og nær Harry í einrúmi (sem að maður getur ímyndað sér að þurfi ekki endilega að vera neitt slæmt) og seinast en ekki síst fatnaðurinn og stafurinn (sem hvort um sig krefst mikils sjálfstraust að bera, ég meina margir hafa verið að kalla hann pimp legan út af þessu) Þetta allt kemur saman þannig að maður fer að óska sér að hann eigi eftir að finna mig í dimmu húsasundi.
Fyrst að ég er byrjuð að tala um Malfoy:
http://www.imdb.com/media/rm541103872/ch0000994
Draco Malfoy leikinn af Tom Felton, er með þetta sama viðhorf og “faðir” sinn, hann leggur á sig mikinn tíma og fyrirhöfn að koma Harry og co. í vandræði, hann er alltaf með þetta “bad boy” viðhorf og þessi fyrirlitningar svipur þegar hann sér Harry og co. (tekinn frá föður hans) gerir það að verkum að mér langar til þess að hann fyrirlíti mig líka.
Að lokum vil ég nefna þennan:
http://www.imdb.com/media/rm1496029440/ch0000988
Severus Snape leikinn af Alan Rickman, hann er að vísu orðin svolítið of gamall fyrir mig persónulega. En það er eitthvað við hann og það tengist röddinni í honum. Ó. Guð. Minn. Góður. Þessi. Rödd. Þessi rödd. Þessi rödd… *horfir dreyminn upp í loftið* Það er mikið lagt upp úr því í bókunum að röddin í Snape sé yah… einstök… töfrandi jafnvel og með tiliti til þess hefðu þeir ekki getað fengið betri leikara í hlutverkið en Alan Rickman. Eins og ég las inn á einni aðdáðandasíðu hans þá hefur röddin í honum “gefið fjölda kvenna fullnægingju frá því að hann hóf leiklistarferil sinn” og í Harry Potter einmitt að því að röddin í Snape á að vera eins og hún er…leggur hans sig allan fram í að beita henni. Ég hef horft á ræðuna hans í fyrstu bókinni í fyrsta tíma Harrys í Poitions oft og mörgum sinnum, bara út af röddinni í honum. Hann mætti alveg fara með þessa ræðu fyrir mig oft og mörgum sinnum. Ég myndi hlusta af athygli í hvert skipti.

Já svona er það. Ég er heit fyrir vondu köllunum í Harry Potter ég viðurkenni það. Ég verð að segja eins og er að það er allt leikstjórunum að kenna *Hóst* Þakka* Hóst. Áður en myndinar komu þoldi ég þá ekki. Þetta voru vondir vondir menn sem áttu að deyja. Svo komu myndinar og í þeim þessir heitu leikarar með flottar raddir, hár, viðhorf og voru bara almennt mjög heitir. Það var einmitt einhvern tímann korkur þar sem einhver (mjög nákvæmt hjá mér) var að tala um Jason Isaacs og Tom Felton væru alltof heitir leikarar þeir hefðu í huga allra unglingsstúlkna gert Malfoy feðgunar að þessum heitu gaurum sem þær vildu…í staðinn fyrir að vilja þá dauða. Einmitt út af leikurunum varð ég mjög feginn að þeir dóu hvorugir í loka bókinni og gerði mig mjög sorgmædda yfir dauða Snapes.
Ég er bara hálft í hvoru farinn að vona að leikarinn sem leikur Fenrir verði það vel sminkaður að hann eigi eftir að verða ógeð svo maður eigi eftir að vilja hann dauðann frekar en að vilja hann.
Hvað segið þið? Allavega þið stelpunar? Þið hljótið nú að vera sammála mér að einhverju leiti. Ha?
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.