Þetta er fyrsti spuninn minn og ég veit ekkert hvort ykkur líkar hann eða ekki

,,Kate, ætlar þú að vera þarna endalaust?” segir mamma hennar.
,,Ég er að koma, vertu róleg!” svarar Kate.
Kate Winson er 11 ára stúlka, brúnhærð og með fagurbrún augu. Hún er venjuleg stelpa að mestu leiti. Kate fékk inngöngu í Hogwart, skóla galdra og seiða. Mamma hennar er norn en pabbi hennar muggi. Kate býr í London með foreldrum og þrem systrum. Elsta systirin, Alice, er 17 og á síðasta ári í Hogwart, Lisa sem er fjórtán er einnig í Hogwart og svo er það Sarah sem er 9 ára. Mamma þeirra heitir Anne og pabbi þeirra John.
Að morgni 1.septmeber hefst sagan. Kate vaknar snemma til að pakka. Hún er alltaf á síðustu stundu. Eftir að Anne, mamma hennar er búin að hella sér yfir hana leggja þau af stað á lestarstöðina.
,,Kate, mundu að ve…’’ segir Anne.
,,Mamma, þú þarft ekki að segja þetta svona oft!’’ segir Kate sem er orðin óþolinmóð.
,,Þú vinnur. En þú verður að muna eftir að skrifa.’’ segir Anne.
Á slaginu ellefu fer lestin af stað og Kate finnur klefa þar sem tvær stelpur spjalla saman oog hún spyr:
,,Afsakið, má ég sita hér?’’
,,Já já.’’ Segir önnur stelpan. Hún er ljóshærð og með græn augu. Hún er frekar mjó og er með hár niður á mitt bak. Hún er frekar föl og er hávaxin. Hin stelpan er skollithærð og með axlasítt hár. Hún er ekki eins mjó og föl og hin stelpan. Hún er einnig lágvaxnari en Kate og hin.
,, Hvað heitir þú?’’ segir þessi ljóshærða.
,,Ég heiti Kate Winson, en þið?’’ svarar Kate.
,,Ég heiti Claire Mayse og þetta er Salmarinah Zemel,’’ segir hún við Kate. ,,En kallaðu hana Sal.’’ bætti hún við.
Þegar þær nálguðust Hogwart klæddu þær sig í skikkjurnar og náðu í farangurinn. Þegar þær komu inn biðu þær fyrir utan dyrnar að Stóra salnum og töluðu um það á hvaða heimavist þær færu á.
,,Ég væri sátt við hvaða heimavist sem er nema Slytherin.’’ Segir Sal.
,,Hvaða heimavist vildir þú helst lenda á?’’ spyr Kate.
,,Annað hvort Ravenclaw eða Gryffindor.’’svarar hún.
,,Ég myndi aldrei komast inní Gryffindor.’’ segir Claire. ,,Ég er svo mikil skræfa.’’
,,Ég líka.’’ Segir Kate.
Nú opnuðust dyrnar að Stóra salnum og McGonagall gekk gengum dyrnar og benti þeim á að koma inn. Þær gengu inn og horfðu í allar áttir. Það var hátt til lofts og salurinn var langur og breiður. Það voru fjögur borð þarna fyrir heimavistirnar og eitt borð sem prófessorarnir sátu við. Fyrir framan það var hár stóll og hattur. McGonagall gengur að stólnum og segir:
,,Ég mun kalla fram eitt ykkar í einu, ég set flokkunarhattinn á höfuð ykkar og hann segir í hvaða heimavist þið farið í. Anderson, Hannah.’’
Hún fer í Huffelpuff. Eftir dágóða stund segir McGonagall:
,,Mayse, Claire.’’
Claire sest í stólinn og hatturinn setur hana í Ravenclaw. Næst er Kate. Hún lendir líka í Ravenclaw. Eftir 5 mínútur eða svo er kallað á Sal.
,,Ravenclaw.’’ öskrar hatturinn upp.
Hún fer og sest hjá stelpunum.
,,Ég trúi þessu ekki!’’ segir Sal. ‘’Ég bara trúi þessu ekki…’’
,,Sal, róaðu þig.’’ segir Kate og brosir. Hún var loksins í Hogwart.

Takk fyrir að lesa þetta.