Kafli 3 – Gríman byrjar að falla
DEATHLY HALLOWS SPOILERAR
*****ATH*****
GERIST EFTIR DEATHLY HALLOWS









Tvær vikur liðu. George og Alicia höfðu loksins ákveðið hvert þau myndu fara. Þau höfðu ákveðið að fara hægt í allt þetta stefnumóta dót og byrja á göngu í kringum Hogsmead. Þar gátu þau heimsótt Þrjá kústa, eða kannski Testofu frú Puddifoots? Hver vissi hvað þau myndu enda á að gera.
Það var með brosi sem George Weasley vaknaði einn sólardag snemma í júní, að hann mundi það. Hann átti stefnumót. Hann, George Weasley, var að fara á fyrsta stefnumótið sitt í fimm ár. Hann hafði ekki verið með neinum síðan Katie Bell, og það hafði bara verið smá skot. Þetta var alvaran.
Þegar George stóð upp úr rúminu og gekk inn í eldhús, þá tók hann eftir því að sólin skein skært. ‘Þessi dagur hefði ekki getað verið betri,’ hugsaði hann hamingjusamur.
Móðir hans hafði, án þess að það hafði gengið þó, reynt að fá hann til þess að koma með Aliciu í heimsókn, en hann vissi að hann myndi ekki kynna hana fyrir fjölskyldu sinni fyrr en eftir allaveganna þrjú stefnumót. Já, þrjú stefnumót, því að hann vonaðist til þess að þetta myndi endast. Hann hafði góða tilfinningu fyrir sambandinu, og hann vissi að að allt myndi enda vel.
Á hádegi tilfluttist George til Hogsmead. Um leið og hann opnaði augun þá leið honum eins og hann væri að hitta gamlan vin eftir mjög langan tíma. Hann hafði ekki heimsótt Hogsmead í mörg ár. Það hafði verið of sársaukafullt, því að hann og Fred höfðu vonast til þess að geta keypt Zonkos og honum leið alltaf illa þegar hann sá búðina.
En George var ekki að hugsa um þessa hluti þegar hann flýtti sér upp götuna og að Sætindabaróninum þar sem hann fann Aliciu sem beið þar eftir honum.
“Þú lítur mjög vel út,” sagði hann agndofa. Hún var í gulum sumarkjól sem náði rétt niður fyrir hnén hennar og hún hélt á léttum jakka. Þetta var svo sólríkur dagur að þú hefðir getað verið úti á bikiníinu en samt svitnað.
“Þú lítur nú ekki svo illa út sjálfur,” sagði hún stríðnislega.
“Þakka þér fyrir, madamoiselle,” sagði George, tók hendina hennar í sína og kyssti hana.
“Hvert ættum við að fara fyrst?” spurði Alicia.
“Ég var að hugsa um Zonkos. Ég hef ekki komið þar svo lengi. Kannski þeir séu komnir með einhverjar nýjar vörur?”
“Hljómar vel.”
Þau gengu upp götuna í þögn. Það var Alicia sem braut ísinn.
“Svo, hvernig líður fjölskyldunni?”
“Frábærlega. Mamma er sérstaklega glöð. Veistu, hún og pabbi voru að eignast níunda barnabarnið fyrir tveimur mánuðum?”
“Ég heyrðu það. Hugo, er það ekki? Barn Hermione og Rons?”
“Hið eina sanna. Ég heyrði að þú ætti bróður. Býr hann ekki í Noregi?”
“Jú, hann er tíu árum eldri en ég. Hann er að kenna í Galdraskóla Dominics, sem er galdraskóli fyrir krakka frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð.”
“Er það ekki erfitt? Ég meina, að vera frá sitthvoru landinu, með öll þessi tungumál?”
“Nei, ég held ekki. Sam, bróðir minn, segir að þessi tungumál séu mjög lík. Það eru kannski ekki alveg sömu orðin, en þau geta gert sig skiljanleg.”
“Afhverju ákvað hann að flytja til Noregs?”
“Hann á konu þar, og litla stelpu sem heitir Tova,” sagði Alicia hugsandi á svip. “Ég væri alveg til í að fyrsta stelpan mín hefði norskt nafn.”
“Virkilega? Og hvað myndi það vera?” spurði George.
“Ég held að það yrði Villemo eða Liv,” svaraði Alicia.
“Hvaða nöfn eru það eiginlega?”
“Villemo þýðir eiginlega bara villt, og Liv þýðir Líf.”
“Það er svolítið flott. Ég væri alveg til í að láta barnið mitt heita annaðhvort.”
Alicia roðnaði, en George tók ekki eftir því fyrr en eftir nokkrar sekúndur.
‘Ég er í alvörunni farinn að hugsa um börn,’ hugsaði George með sjálfum sér.
Þegar þau komu nær Zonkos, þá reyndi George að finna eitthvað til að segja, en hann vildi ekki hljóma eins og Górilla í yfirvigt, svo að áður en hann byrjaði umræðuefnið, þá fór hann í gegnum hvert smáatriði í huganum.
“Ég held að ég hafi aldrei spurt þig að þessu áður,” spurði George, “en hvað er uppáhalds Quidditch liðið þitt?”
“Ja,” sagði Alicia, “ég er mjög hrifin af Heilögu Refsinornunum, en mér finnst Hvirfilbylirnir líka mjög gott lið.”
“Hvirfilbylirnir eru frá Þýskalandi, er það ekki?”
“Jú, það er satt. En hvað er þitt uppáhalds Quidditch lið? Ég veit að Ron er aðdáandi Chudley Rakettanna, en hvað með þig?”
“Pabbi fór með okkur, Fred og mig, á leik með Karasjok Flugdrekunum á móti Fitchburg Finkunum. Hann átti fría miða, en ég hef verið aðdáandi Drekanna síðan. Þeir koma frá Noregi.”
“Já, ég hef heyrt um þá. Sjöttu í deildinni?”
“Það eru þeir,” sagði George og brosti til Aliciu.
Á því andartaki, þá tók hann eftir svolitlu.
“Ég trúi því ekki,” sagði hann hissa.
“Hvað, er eitthvað að?” spurði Alicia áhyggjufull.
“Nei, það er ekkert að. Ég trúi því bara ekki að ég hafi aldrei tekið eftir þessu áður.”
“Tekið eftir hverju áður?” Alicia var farin að fyllast tortryggni.
“Augun á þér. Þau breyta um lit.”
“Ó,” Aliciu leit út fyrir að vera létt. “Já, þau gera það. Það gerist stundum ef maður er með hamskiptingsblóð í æðum sínum. Amma mín var hamskiptingur,” sagði hún sem svar við spurnarsvipnum á andliti Georges.
Hún hló að svipnum á honum. Hún var eiginlega svolítið undrandi á því að hann, sem kom frá svona gamalli galdrafjölskyldu, skildi ekki vita allt um hamskiptinga.
“Sjáðu til, þegar ég er hamingjusöm, þá eru augun mín blá …” byrjaði hún, en George stöðvaði hana.
“En þá hlýturðu að vera mjög hamingjusöm núna. Augun á þér eru glóandi. Ég vissi ekki að svona blár litur væri til.”
Alicia varð alvarleg, en þó brosti hún.
“Það er afþví að ég er á stefnumóti með manni sem ég hef elskað í næstum því áratug, vitandi það að hann elskar mig líka.”
“Það er satt,” sagði George og brosti hlýlega til Aliciu. “Ég elska þig.”
“Núna ætla ég að halda áfram þessu elskulega samtali um augun á mér, því að einhver, ég nefni engin nöfn, truflaði mig.”
“Fyrirgefðu,” muldraði George.
“Þegar ég er sorgmædd, þá verða augun mín grá, og þegar ég hlæ, þá eru þau venjulega brún. Þegar ég er reið, sem er ekki oft, þá verða þau rauð eða gul í kringjum augasteininn, og þegar ég er feimin eða þegar ég roðna, þá verða þau fjólublá í kringjum augasteininn.”
“Þetta er svolítið flókið, en ég er viss um að ég læri þetta á endanum.”
Alicia hló og George tók eftir því að augun breyttust og urðu brún í staðinn fyrir blá.
“Veistu, það er ekki auðvelt að fela tilfinningar sínar þegar maður hefur þennan hæfileika,” sagði Alicia, “en þetta gerir mig að þeirri manneskju sem ég er, og þessvegna elska ég þetta.”
“Ég elska þennan hæfileika líka,” sagði George og kyssti hana á kinnina. Hann horfði á augun á henni og tók eftir smá breytingu á litnum í kringjum augasteininn; hann hafði breyst í fjólubláan.
“George, núna hefurðu gert mig vandræðalega,” sagði Alicia og ýtti við honum en hló á sama tíma.
“Ég stóðst ekki mátið,” svaraði George. “Ég varð að sjá hvort þetta væri satt.”
Þau gengu í kringum allt Hogsmead. Það var næstum því tveggja tíma ganga, en þau höfðu það gaman og kynntust hvort öðru miklu betur.
Þegar þau gengu að Sætindabaróninum, þar sem að þau höfðu ákveðið að enda stefnumótið, þá varð George sorgmæddari með hverju skrefi. Hann vissi að hann ætti eftir að sakna hennar þangð til á næsta stefnumóti, og honum leið illa því að honum hafði aldrei liðið svona áður.
“Ég býst við að þetta sé kveðjustundin,” sagði Alicia og stoppaði.
“Ég býst við því,” sagði George svolítið þunglega og tók eftir skugga af gráum lit myndast í augum Aliciu. Hún leit líka út fyrir að vera sorgmædd yfir því að stefnumótið væri búið.
Hann hallaði sér fram og gaf henni lítinn koss á munninn.
“George,” sagði hún í stríðnistón. “Við höfum nú átt miklu ástríðufyllri koss en þennan.”
George roðnaði, en sagði ekkert. Alicia hafði heldur ekki búist við því. Hún vissi að hún yrði að taka fyrsta skrefið, svo að hún kyssti hann, og sá koss entist helmingi lengur en fyrsti kossinn þeirra; kossinn í kirkjugarðinum.
“Bless, George,” sagði Alicia þegar hún loksins sleit kossinum.
“Bless, Alicia,” svaraði George.
Og þau fóru í sitthvora áttina, vitandi það að þau myndu hittast aftur. Nýjir tímar voru að koma hjá George. Fortíðin hafði loksins eignast smá frið. Missirinn yfir Fred hafði minnkað því að hann hafði fengið meira að hugsa um. En bestu eiginleikar Freds lifðu innra með George, því að George vissi að enginn ætti að láta góðu eigineika ástvina deyja afþví að heimurinn yrði ekki góður staður með því. Hann var hinsvegar hamingjusamari en hann hafði verið í átta ár. Dagar hans sem syrgjanda voru liðnir, hann var að hefja nýtt líf.

Höfundur: Fyrirgefið hvað þetta tók langan tíma. Endilega segið skoðun ykkar. Ég reyndi að fara eins vel yfir þetta og ég gat, en ég biðst samt afsökunar á öllum stafsetningarvillum sem gætu komið upp.
“One is glad to be of service.”