Snjórinn Jæja, þessi spuni er frekar í styttri kantinum, þar sem ég skrifa sögu, og mér finnst hræðilega leiðinlegt að lengja þær. Þessi spuni er akkúrat 1007 orð og þess vegna yfir mörkunum. Og passið ykkur, þetta er dálítið… eh… væmið.

Það var kalt desembers kvöld þegar skuggalegur maður gekk inn í prjónaverslun Frú Geller, hann stóð lengi og starði á litrík ullarsokkapörin. Að endingu valdi hann sér þykka sokka sem voru dökkrauðir að lit.
Skuggalegi maðurinn borgaði hljóðlega og hundsaði algerlega undrun búðarkonunnar þegar hann borgaði, hún sagði einhvern fáránlegan brandara um skikkjuna hans og hann kinkaði kolli, var ekki einu sinni að hlusta. Hann flýtti sér út og gekk inn í húsasund.
Þegar þangað var komið heyrðist smellur og maðurinn hvarf.
Hann birtist aftur skammt hjá litlum bóndabæ. Hann leit upp og fékk fáein stór snjókorn á sitt fræga arnarnef.
Snape hlýnaði strax um hjartarætur þegar hann sá að reykur liðaðist tignarlega úr strompinum. Hann gekk síðustu skrefin að húsinu, hikaði við að banka en beit á jaxlinn og bankaði. Til dyra kom smávaxin kona, með rauðgullið hár en grænblá augu, í dökkgrænni skykkju. Snape roðnaði, þegar hún sá það bauð hún honum inn, hún brosti. Hann hallaði sér fram og kyssti hana á kinnina.
Snape glotti og spurði hana hvort að hann fengi að vera pínu einn, hann langaði að ganga frá svoltiltlu. Hún kinkaði kolli og fór fram í eldhús þaðan sem matarilmurinn streymdi frá. Snape flýtti sér að veifa sprotanum og grænn gjafapappír luktist um sokkana og litla boxið sem hann dró upp úr vasanum, rauð slaufa bast utan um þetta og Snape virtist ánægður með verkið.
Hann kíkti inn í eldhús þar sem hún stóð með sprotann yfir potti. Snape lagði hendur sínar á axlirnar á henni og hvíslaði: “Get ég eitthvað hjálpað þér Lucy?”
Lucy brá og roðnaði, hún kinkaði kolli og hleypti honum að á meðan hún lét stjórnaði hnífunum sem voru að gera salat. Sonur Lucy, Daniel, hjálpaði henni með salatið, hún horfti ástúðlega á hann
Þegar þau höfðu eldað og lokið við að borða (þessi kvöldmatur var fullur af gleði og dularfullum augngotum) settust þau inn í stofu þar sem nokkrir pakkar voru undir tré sem virtist vera að hverfa undir alls kyns jólaskrauti, ætum sykurstöfum, skrautlengjum sem glóðu og jólakúlur sem var hægt að opna og voru fullar af galdranammi. Þau horfðust í augu og glottu, þeyttust að trénu og settust á gólfið. Daniel dró til sín risastóran pakka, á honum var risastór kort sem þurfti að kitla til þess að það segði hver ætti að fá gjöfina; “híhí, Daniel”. Hann reif utan af og faðmaði móður sína í gleði þegar hann sá að það var seiðpottur. Hún hló og bað hann um að færa seiðpottinn inn í seiðaherbergið.
Snape tók til sín einn pakka: “Þessi er frá frænku minni, hún gefur mér alltaf eyrnahlífar og inniskó”, og ekki stóð á því, fagurbleikar eyrnahlífar og inniskór í stíl blöstu við. Þau hlógu. Hún tók til sín einn pakka: “Þessi er frá mömmu, henni finnst ég alltaf vera að horast upp”. Úr pakkanum sprakk stór pakki af alls kyns gotteríi frá Salgætisbaróninum og smákökur.
Hún benti á síðasta pakkann sem var vandlega pakkaður með dökkfjólubláum pappír: “Þessi er til þín!” Snape roðnaði, hann opnaði pakkann skjálfandi höndum, hélt inn í sér andanum og fletti frá. Hann andvarpaði af feginleika þegar hann sá að í pakkanum leyndist ekki sjampó (eins og hann hafði óttast) heldur lítil stytta af kraumandi sulli í tilraunaglasi sem slettist mikið til en fór ekkert útfyrir.
Snape kyssti Lucy á kinnina, og í fyrsta skipti í langan tíma roðnaði hann. Hún flissaði.
Hann rétti Lucy pakkan sem var klunnalega innpakkaður í flöskugrænann pappír með rauðri slaufu. Hún byrjaði að taka varlega utan af honum, en leit svo beint í augun á Severusi, sem glotti. Pakkinn var rifinn upp, við henni blöstu þykkir dökkrauðir ullarsokkar. Hún skoðaði þá og velti þeim við, nú sá hún lítið box, hún opnaði það skjálfandi höndum. Hún tók andköf þegar hún sá hálsmenið sem hvíldi á flauelspúða í boxinu. Það var silfrað, eins og tígull í laginu, og í miðjunni var lítil silfruð mynd af rós.
Hún tók utan um hann og kyssti hann, Snape leit í augun á henni, þau gutu augunum að Daniel sem sat á sófanum og var með nefið ofan í bók. Hún færði sig nær, hann leit aftur í augun á henni, þau kysstust. Hún sleit sig frá honum; “klárum þetta á eftir.” Hann kinkaði kolli.
“Komdu! Hjálpum Daniel að setja nýja seiðpottinn sinn inn í seiðherberginu. Snape var virkilega hrifinn af þessum dreng, það var ótrúlegt sem hann gat gerð með seiðum, aðeins tíu ára gamall. Rétt í þessu hafði Daniel rifið upp nýja bók, sem var merkt frá Snape, bókin hét “Einfaldir seiðir”.
Snape fannst ekkert athugavert við að strákurinn lærði að brugga, það voru í rauninni ekki galdrar, ekki fyrir ráðuneytinu. Það kom aldrei viðvörun ef að einhver var að brugga, en ef að einhver sveiflaði sprota, það var allt annað.
Þau skemmtu sér við að setja pottinn saman og hlógu dátt þegar þau komust að því að þau hefðu sett hann vitlaust saman. Daniel geyspaði, móðir hans brosti og bað hann að fara bara að sofa, þau gætu alveg lagað þetta á morgun, nógur væri tíminn.
Lucy hélt í hendina á Snape og þau horfðu á eftir Daniel ganga syfjaður inn í herbergið sitt.Snape glotti. Lucy tók eftir glottinu og potaði í hann. Hann hló og leiddi hana inn í svefnherbergi.
Morguninn eftir vaknaði Lucy með virkilega úfið hár, í inniskónum sem Snape hafði fengið kvöldinu áður og í rauðum náttslopp, og staulaðist fram í eldhús þar sem Snape stóð yfir eldavélinni. Hún hló, “Ég vissi ekki að þú kynnir að elda!”
Hann sneri sér við með pönnuna í hendinni, við Lucy blasti bleika svuntan hennar sem var auðsjáanlega allt of lítil á Snape.
Þau settust í eldhúsinu með pönnukökurnar og heitt kakó. Þau litu út um gluggan þar sem stór snjókorn liðuðust tignarlega niður.
Lucy leit alvarlega á Snape: “Veistu, mig langar virkilega út í snjókast á svona morgnum!” Hann hló, “Ég er hræðilegur í snjókasti!” Þá hló hún með honum.
Þau hlupu út og byrjuðu að kasta snjó í hvort annað og gleymdu sér innan um saklausa hvíta snjóinn.


Myndin:
Jæja, þessi spuni er frekar í styttri kantinum, þar sem ég skrifa sögu, og mér finnst hræðilega leiðinlegt að lengja þær. Þessi spuni er akkúrat 1007 orð og þess vegna yfir mörkunum. Og passið ykkur, þetta er dálítið… eh… væmið.

Það var kalt desembers kvöld þegar skuggalegur maður gekk inn í prjónaverslun Frú Geller, hann stóð lengi og starði á litrík ullarsokkapörin. Að endingu valdi hann sér þykka sokka sem voru dökkrauðir að lit.
Skuggalegi maðurinn borgaði hljóðlega og hundsaði algerlega undrun búðarkonunnar þegar hann borgaði, hún sagði einhvern fáránlegan brandara um skikkjuna hans og hann kinkaði kolli, var ekki einu sinni að hlusta. Hann flýtti sér út og gekk inn í húsasund.
Þegar þangað var komið heyrðist smellur og maðurinn hvarf.
Hann birtist aftur skammt hjá litlum bóndabæ. Hann leit upp og fékk fáein stór snjókorn á sitt fræga arnarnef.
Snape hlýnaði strax um hjartarætur þegar hann sá að reykur liðaðist tignarlega úr strompinum. Hann gekk síðustu skrefin að húsinu, hikaði við að banka en beit á jaxlinn og bankaði. Til dyra kom smávaxin kona, með rauðgullið hár en grænblá augu, í dökkgrænni skykkju. Snape roðnaði, þegar hún sá það bauð hún honum inn, hún brosti. Hann hallaði sér fram og kyssti hana á kinnina.
Snape glotti og spurði hana hvort að hann fengi að vera pínu einn, hann langaði að ganga frá svoltiltlu. Hún kinkaði kolli og fór fram í eldhús þaðan sem matarilmurinn streymdi frá. Snape flýtti sér að veifa sprotanum og grænn gjafapappír luktist um sokkana og litla boxið sem hann dró upp úr vasanum, rauð slaufa bast utan um þetta og Snape virtist ánægður með verkið.
Hann kíkti inn í eldhús þar sem hún stóð með sprotann yfir potti. Snape lagði hendur sínar á axlirnar á henni og hvíslaði: “Get ég eitthvað hjálpað þér Lucy?”
Lucy brá og roðnaði, hún kinkaði kolli og hleypti honum að á meðan hún lét stjórnaði hnífunum sem voru að gera salat. Sonur Lucy, Daniel, hjálpaði henni með salatið, hún horfti ástúðlega á hann
Þegar þau höfðu eldað og lokið við að borða (þessi kvöldmatur var fullur af gleði og dularfullum augngotum) settust þau inn í stofu þar sem nokkrir pakkar voru undir tré sem virtist vera að hverfa undir alls kyns jólaskrauti, ætum sykurstöfum, skrautlengjum sem glóðu og jólakúlur sem var hægt að opna og voru fullar af galdranammi. Þau horfðust í augu og glottu, þeyttust að trénu og settust á gólfið. Daniel dró til sín risastóran pakka, á honum var risastór kort sem þurfti að kitla til þess að það segði hver ætti að fá gjöfina; “híhí, Daniel”. Hann reif utan af og faðmaði móður sína í gleði þegar hann sá að það var seiðpottur. Hún hló og bað hann um að færa seiðpottinn inn í seiðaherbergið.
Snape tók til sín einn pakka: “Þessi er frá frænku minni, hún gefur mér alltaf eyrnahlífar og inniskó”, og ekki stóð á því, fagurbleikar eyrnahlífar og inniskór í stíl blöstu við. Þau hlógu. Hún tók til sín einn pakka: “Þessi er frá mömmu, henni finnst ég alltaf vera að horast upp”. Úr pakkanum sprakk stór pakki af alls kyns gotteríi frá Salgætisbaróninum og smákökur.
Hún benti á síðasta pakkann sem var vandlega pakkaður með dökkfjólubláum pappír: “Þessi er til þín!” Snape roðnaði, hann opnaði pakkann skjálfandi höndum, hélt inn í sér andanum og fletti frá. Hann andvarpaði af feginleika þegar hann sá að í pakkanum leyndist ekki sjampó (eins og hann hafði óttast) heldur lítil stytta af kraumandi sulli í tilraunaglasi sem slettist mikið til en fór ekkert útfyrir.
Snape kyssti Lucy á kinnina, og í fyrsta skipti í langan tíma roðnaði hann. Hún flissaði.
Hann rétti Lucy pakkan sem var klunnalega innpakkaður í flöskugrænann pappír með rauðri slaufu. Hún byrjaði að taka varlega utan af honum, en leit svo beint í augun á Severusi, sem glotti. Pakkinn var rifinn upp, við henni blöstu þykkir dökkrauðir ullarsokkar. Hún skoðaði þá og velti þeim við, nú sá hún lítið box, hún opnaði það skjálfandi höndum. Hún tók andköf þegar hún sá hálsmenið sem hvíldi á flauelspúða í boxinu. Það var silfrað, eins og tígull í laginu, og í miðjunni var lítil silfruð mynd af rós.
Hún tók utan um hann og kyssti hann, Snape leit í augun á henni, þau gutu augunum að Daniel sem sat á sófanum og var með nefið ofan í bók. Hún færði sig nær, hann leit aftur í augun á henni, þau kysstust. Hún sleit sig frá honum; “klárum þetta á eftir.” Hann kinkaði kolli.
“Komdu! Hjálpum Daniel að setja nýja seiðpottinn sinn inn í seiðherberginu. Snape var virkilega hrifinn af þessum dreng, það var ótrúlegt sem hann gat gerð með seiðum, aðeins tíu ára gamall. Rétt í þessu hafði Daniel rifið upp nýja bók, sem var merkt frá Snape, bókin hét “Einfaldir seiðir”.
Snape fannst ekkert athugavert við að strákurinn lærði að brugga, það voru í rauninni ekki galdrar, ekki fyrir ráðuneytinu. Það kom aldrei viðvörun ef að einhver var að brugga, en ef að einhver sveiflaði sprota, það var allt annað.
Þau skemmtu sér við að setja pottinn saman og hlógu dátt þegar þau komust að því að þau hefðu sett hann vitlaust saman. Daniel geyspaði, móðir hans brosti og bað hann að fara bara að sofa, þau gætu alveg lagað þetta á morgun, nógur væri tíminn.
Lucy hélt í hendina á Snape og þau horfðu á eftir Daniel ganga syfjaður inn í herbergið sitt.Snape glotti. Lucy tók eftir glottinu og potaði í hann. Hann hló og leiddi hana inn í svefnherbergi.
Morguninn eftir vaknaði Lucy með virkilega úfið hár, í inniskónum sem Snape hafði fengið kvöldinu áður og í rauðum náttslopp, og staulaðist fram í eldhús þar sem Snape stóð yfir eldavélinni. Hún hló, “Ég vissi ekki að þú kynnir að elda!”
Hann sneri sér við með pönnuna í hendinni, við Lucy blasti bleika svuntan hennar sem var auðsjáanlega allt of lítil á Snape.
Þau settust í eldhúsinu með pönnukökurnar og heitt kakó. Þau litu út um gluggan þar sem stór snjókorn liðuðust tignarlega niður.
Lucy leit alvarlega á Snape: “Veistu, mig langar virkilega út í snjókast á svona morgnum!” Hann hló, “Ég er hræðilegur í snjókasti!” Þá hló hún með honum.
Þau hlupu út og byrjuðu að kasta snjó í hvort annað og gleymdu sér innan um saklausa hvíta snjóinn.


Myndina fann ég á google, jupiterimages.com
Ég reyndi að setja link, en hann hvarf, gæti komið inn samt.