Fyrstu Jólin-George og Angelica


Það var aðfangadagur og dyrabjallan hringdi, DiiingDooong. Angelica fór til dyra þar sem stóðu 4 börn á aldrinum 8-12 ára og 2 unglingar sem spurðu hana hvor þau mættu syngja. “Já takk, bíðið smá stund ég ætla að ná í manninn minn” Svaraði hún. Þegar hún kemur til baka kom á eftir henni rauðhærður maður að nafni George Wesley
sem tók utan um axlir hennar í dyrunum. 5 mínútum seinna voru börnin búin að syngja og George gaf þeim pening og þau fóru.



“George hvenær ættum við að fara borða?” Spurði Angelica þegar klukkan var að ganga 7. “Við getum alveg farið að gera það núna ef þú ert svöng, ég er að verða svangur sko” Segir George þegar Angelica labbar fram hjá honum og slær laust á magann á honum og segir “Ég veit að þú ert svangur elskan, en ég er líka að verða svöng svo við skulum fara að borða.”


Eftir klukkutíma voru þau búin að borða og vaska upp fóru þau inn í stofu og settust niður og fóru að tala saman. “Hei, Angelica pældu í því þetta eru fyrstu jólin okkar saman” Segir George. “Já, hvað heldur þú að við eigum eftir að eyða mörgum jólum saman?” Svarar Angelica “Örugglega öllum þangað til við deyjum Angelica mín” Segir hann og brosir. Allt í einu stekkur hún upp úr sófanum og upp tröppurnar. Efir 5 mínútur segir hún honum að loka augunum áður en hún komi niður. Þegar hann má opna augun stendur hún fyrir framan hann í hnésíðum rauðum silkikjól með svartri slaufu um mittið. Hún réttir honum lítinn pakka og hann opnar hann, inn í pakkanum var úr sem var mjög líkt klukkunni úr Hreysinu með öllum fjölskyldu meðlimum Wesley fjölskyldunnar,nema að það var bara hann og Alicia á úrinu hans.


Skyndilega roðnaði hann það mikið að hann varð næstum jafn rauður og hárið sitt í framan, hann tók andköf og stóð upp úr stólnum sem hann sat í eins og elding. Angelica spurði hann hvað væri að en hann svaraði engu og starði á hana. Efir 2 mínútur sagði hann “Ég gleymdi að kaupa gjöf handa þér” en þetta sagði hann svo hratt að það kom út eins og “glmdkpagjfhndþr.” “Fyrirgefðu, en viltu segja þetta aðeins hægar maður skilur ekki orð af því sem þú segir George minn” Sagði Angelica hneyksluð á svip og fór svo að hlæja að honum. “É-ég gleymdi a-að kaupa gjöf h-handa þér” Sagði hann hægar en hún brosti bara ennþá. “Það er allt í lagi elsku George minn, jólin snúast ekki um einhverjar gjafir, þau snúast um kærleik.ást og frið” Sagði hún og sveiflaði höndum sínum utan um hann og kyssti hann á munninn og hvíslaði í eyrað á honum “Og þú ert búinn að sýna mér nóga ást fyrir mína jólagföf.”



Morguninn eftir vöknuðu þau og fengu sér að borða, “Angelica, þetta sem þú sagðir í gærkvöldi er það satt?” spurði George um leið og hann opnaði Skrumað og Skælt og fór að lesa frétt sem hét: LUNA LOVEGOOD TEKIN VIÐ SKRUMAÐ OG SKÆLT AF FÖÐUR SÍNUM XENOPHILIUS LOVEGOOD. “Já, auðvitað er það satt” sagði Angelica upp úr þurrru eftir 5 mínútur og brosti og fékk sér brauð. George brá svo að það hrökk kornfleks köggull ofan í hann. “Jesús maður, þú spurðir og ég svaraði” Sagði Angelica flissandi. “Já það er satt” Sagði George þegar hann var búinn að ná sér eftir hóstakastið. “Heyrðu, fengum við ekki fleiri jólagjafir?” Spurði Angelica. “Jú ég held það barasta” Svaraði George og stóð upp úr stólnum og labbaði inn í stofu og Angelica kom á eftir. Undir litla jólatréinu þeirra voru u.þ.b. 7 gjafir handa þeim. Frá Wesley fjölskyldunni fengu þau bæði ljós brúnar peysur og húfur. Frá Johnsson Fjölskydunni fengu þau myndaalbúm með myndum af þeim tveim George,Angelica og Fred og myndum úr brúðkaupinu og Quidditch liðunum í Gryffindor, þau fengu líka litlar styttur sem breyttu um stellingu á 10 mínútna fresti.



Eftir hádegi kom öll Wesley fjölskyldan og hennar afkomendur. Þau borðuðu hjá þeim og sum gistu hjá þeim í eina nótt og fóru svo daginn eftir. Um áramótin kom Johnsson Fjölskyldan og þau skemmtu sér vel, Þau sprengdu nokkra flugelda frá Wesley Bræðrum rog svo rann árið 2000 í garð með öllum sínum glæsibrag.




Gleðileg Jól Og Hafið Það Gott Á Nýju Ári ;*

Kv. Cry95