Sirius Black opnaði augun. Hann starði út í loftið í smá stund áður en hann fór fram úr rúminu. Hann fór í náttbuxunar, þar sem að nágrannanir höfðu kvartað yfir því að sjá hann nakinn í gegnum gluggana á morgnanna, og fór fram. Hann leit á dagatalið þegar hann labbaði fram í eldhúsið á litlu Mugga íbúðinni sinni og kveikti á á sjónvarpinu.
“24 desember” hugsaði hann
"…Og ég hef ekkert að fara á jólunum” sagði hann upphátt.
“Fjölskyldan” mín vill mig ekki, James og Lily eru að fara vera með foreldrum James á morgun, þau buðu mér en ég vil ekki troða á fyrstu jólunum hjá James og Lily með foreldrum hans og Remus er að fara vera með foreldrum sínum þar sem það var fullt tungl jólin í fyrra. Skemmtilegustu jól sem ég hef upplifað í mörg ár."

Hann hellti sér morgunkorni í skál og settist og horfði á sjónvarpið. Hann hafði orðið yfir sig hrifinn af tilhugsuninni um sjónvarp þegar Lily sagði honum frá því. Það hafði verið það fyrsta sem hann keypti sér í sumar þegar hann flutti í sína eigin íbúð, fljótlega eftir útskriftinna frá Hogwarts. Hann hafði búið hjá Potter fjölskyldunni í rúmlega 2 ár og þar sem hann átti nóg af peningum eftir frænda sinn Alphard, ákvað að nota þá og leigja sér sína eigin íbúð í London. Þrátt fyrir hörð mótmæli frá James og foreldrum hans sem vildu endilega hafa hann áfram. Hann hafði keypt sér sjónvarpið sama dag og hann flutti inn og hafði fattað um kvöldið að hann var ekki einu sinni búinn að fá sér rúm. Það hafði hann keypt daginn eftir.

Veðurfréttinar voru að byrja í morgunsjónvarpinu á BBC. Sirius var spenntur að vita hvort að jólin yrðu hvít, en hitabylgja hafði legið yfir Bretlandi seinastliðna viku og hitinn var um 12° C.

“Þetta eru veðurfréttir aðfangadag 24 desember 1978 og draumur margra um hvít jól…” Veðurfréttamaðurinn dró endann á setningunni á langinn til að byggja spennu. Það tókst og Sirius hallaði sér fram.
“…virðist því miður…ekki ætla að rætast. Það er búist við hækkun upp á 2° fram á jóladag og ætti fólk því að geta borðað jólamatinn sinn utandyra ef því svo sýnist…”
Sirius hallaði sér aftur. Hann saknaði Hogwarts. Þar sem skólinn var svo langt fyrir norðan voru hvít jól bókað mál, en hér í London voru þau happa glappa mál og hitabylgjann hafði alveg komið í veg fyrir þau í ár. Sirius ákvað að fyrst hann myndi eyða jólunum einn, væri allavega málið að eyða smá peningi. Hann ætlaði að fara út, kaupa sér góðan jólamat, jólaskraut og gefa sjálfum sér veglega jólagjöf. Jólatréð sem hann hafði keypt og sett upp í gær, en átti eftir að skreyta sem og íbúðina alla, var þegar með pakka undir sér, frá James og Lily, Potterhjónunum og Peter. Hann hafði fengið miða í gær frá fjölskyldunni sinni þar sem á stóð;

Innsti hringur helvítis er frátekinn fyrir svikara og uppreisnarmenn. Hitabylgjan er bara byrjuninn á því sem bíður þín í helvíti. Svik við hið hreina blóð er svik við ættina.
Walburga, Orion og Regulus Black


Þau höfðu greinilega haft fyrir því að fletta í gegnum biblíunna til að finna þessa tilvitnun og þar sem galdramenn með hreint blóð voru ekki mjög kristnir upp til hópa, hafði Sirius hlegið lengi og vel af þessu. Hann hafði sent þeim bréf til baka þar sem stóð;

Þá munum við hittast í helvíti móðir og faðir. Regulus. Gleðileg jól.
Ykkar sonur og bróðir alltaf.
Sirius Black.


Sirius klæddi sig í svartar gallabuxur og svarta langerma kragapeysu úr kasmír ull sem hann hafði fjárfest í fyrir hinn langa ,”kalda” vetur sem hann hafði talið bíða sín í haust. Jakkann lét hann vera.
Hann fór út úr íbúðinni og snéri sér við og…labbaði beint í fangið á Remus Lupin. Við skellinn hrundu þeir um koll og skullu í gólfið. Sirius ofan á Remus.

“Ái Sirius, geturðu aldrei litið í kringum þig áður en þú æðir á stað.” Remus var hálfpirraður en hálfskemmt um leið.

“Fyrirgefðu Remus. En ég bara virkilega bjóst ekki við neinum og var líka og hugsa um hvað ég ætti að gefa sjálfum mér í jólagjöf þar sem ég er sá eini sem ég á eftir að gefa jólagjöf.” sagði Sirius og reisti sig upp á olnbogana til að geta séð framan í Remus.

Remus brosti út í annað munnvikið en gretti sig síðan þegar hárið á Siriusi féll framan í hann.

“Þú ætti að fjárfesta í klippingu sem jólagjöf til þín og allra sem þú átt eftir að detta um á komandi ári.” Remus teygði upp hendina og tók í hárið á Siriusi, sem hann hafði látið vaxa óáreitt nánast allt árið og var farið að ná langt niður á bak, og setti það á bak við eyrað á Sirius.

Andardrátturinn festist í hálsinum á Siriusi. Hann hafði alltaf vitað það að hann væri samkynhneigður. Alveg síðan að hann vissi hvað samkynhneigð var, það er að segja (sem hafði ekki gerst fyrr en fyrir 3 árum síðan). Síðan hann vissi hvað samkynhneigð var og hann væri hommi, hafði hann líka vitað að þessa skrítna tilfinningin sem hann fann fyrir í hvert sinn sem hann sá Remus eða svo mikið sem hugsaði um Remus var ást. Fyrst hafði það bara verið hrifning en eftir að honum, James og Peter hafði tekist að gerast kvikskiptingar og þeir fóru að upplifa öll þessi ótrúlegu næturævintýri með Remusi þegar hann var í varúlfaforminu sínu, hafði tilfinningin dýpkað og orðið að ást. Óendurgoldinnni ást. Sirius vissi að Remus var ekki hommi, hann hafði kysst stelpu á jólaballinu á lokaárinu þeirra. Sirius hafði séð það. Hann hafði aldrei þorað að segja Remusi frá þessu. Remus vissi að Sirius væri hommi, Sirius hafði komið út úr skápnum um leið og hann hafði áttað sig á tilfinningum sínum, meira að segja sagt fjölskyldu sinni frá því. Móður hans til mikillar gleði. En Sirius þorði ekki að segja Remus frá þessu, hann bara vissi að Remus myndi hata hann fyrir þessa tilfinningu og hætta að tala við hann. Sirius vildi frekar vera bara vinur Remusar en að láta Remus hata sig og ekki tala við sig.

“Sirius?” sagði Remus sem var vanur því að fá eitthvað hnyttið svar þegar hann minntist á hárið á Siriusi.

“Merlín, hvað hann er með falleg augu”
hugsaði Remus.
Hann var ástfanginn af Siriusi, hafði verið það í 3 ár alveg síðan þeim félögum, Siriusi, James og Peter, hafði tekist að gerast kvikskiptingar og næturævintýri þeirra hófust að alvöru. Hann var líka tvíkynhneigður en hafði aldrei sagt neinum frá því. Fólk hafði verið skilningsríkt út í samkynhneigð Siriusar en það myndi sjálfsagt aldrei skilja hvernig hægt var að vera tvíkynhneigður. Því var Remus hálfur inni í skápnum og bar óendurgoldna ást í brjósti til Siriusar. Hinn gullfallegi, glæsilegi og ríki Sirius Black gæti aldrei elskað fátækan, öróttann og ljótan varúlf eins og hann…og…var þetta kasmírull í peysunni hans?

“Sirius?” sagði Remus aftur.

Sirius reif sig upp úr hugsunum sínum og brosti til Remusar.

“Ég get ekki staðið upp á meðan þú ert með hendina í hárinu á mér” sagði hann hálfbrosandi.

Remus áttaði sig á því að hann hafði einhverstaðar í hugsanagangi sínum tekið að strjúka hárið á Siriusi og sleppti því skelfingu lostinn. Ef Sirius vissi myndi hann aldrei tala við hann aftur.
Sirius stóð upp og rétti Remusi höndina. Remus tók í hana og hífði sig á fætur með hjálp Siriusar.
Sirius sleppti ekki hendinni á Remusi og starði í augun á honum. Svo teygði hann hendina á sér fram og strauk yfir hárið á Remusi og starði svo fast og lengi á hann að Remus var farinn að fara hjá sér.

“Hvað?” sagði Remus

“Gerum samning.” Sagði Sirius og var grafalvarlegur í framan. “Ég skal fara í klippingu og láta stytta á mér hárið um helming og laga það til. Ef…þú kemur með og heldur í hendina á mér. Og ég meina það bókstaflega. Ekki bara andlegur stuðningur, heldur líkamlegt handatak. Skæri hræða mig óstjórnlega. Bogginn minn í Vörnum gegn myrku öflunum á þriðja ári breytist í skæri þegar hann sá mig.”

Remus hló. Bogginn hann Siriusar hafði breyst í móður hans Walburgu. Ekki skæri.
“Nei það gerði hann ekki, ég var með þér í þessum tíma. Mannstu?”

“Æji, já. En samt þú verður að halda í hendina á mér.” Sagði Sirius og fór líka að hlæja. “Jæja, komum þá, finnum hárgreiðslustofu sem er ekki hryllilega upptekinn.”

“Já, allt í lagi. En fyrst…” og með þeim orðum rétti Remus, Siriusi pakkann sem hann hafði verið að koma með og hafði verið næstum megintilgangur heimsóknarinnar. Hinn hafði verið að koma nógu og snemma með pakkann til að eiga möguleika á því að vekja Sirius og fá hann nakinn til dyra, en sú von hafði brugðist stórlega.

,,Takk Remus.” Sirius faðmaði Remus að sér og setti pakkann inn á borðið sem var við hliðina á útidyrunum og lokaði og læsti hurðinni aftur.

Þeir lögðu af stað í leit að hárgreiðslustofu sem væri ekki hryllilega upptekinn samkvæmt orðum Siriusar, þennan heita aðfangadagsmorgun. Þeir fundu hana fljótlega og fóru inn. Hárgreiðslukonan hálf æpti þegar hún sá lubbann á Siriusi sem hann hafði varla haft fyrir að greiða áður en hann fór út og dró hann að næsta stól. Remus elti dyggilega og þegar Sirius var sestur niður, rétti Remus fram hendina. Sirius tók í hana. Hárgreiðslukonan horfði svo skringilega á þá að það lá við að þeir springdu úr hlátri en rétt tókst að hemja sig.

Klukkutíma síðar birtist nýklipptur Sirius Black út úr hárgreiðslustofunni. Remus kom skellihlæjandi á eftir honum. Sirius hafði dregið upp spegill og starði skelfingu lostinn á hárið á sér.

“Helminginn. Ég sagði helminginn. Sagði ég ekki helminginn? Ekki þrjá fjórðu af hárinu á mér. Sagði ég ekki helminginn?” spurði Sirius aftur og snéri sér að Remusi.

“Jú, þú gerðir það, en ég mútaði hárgreiðslukonunni til að taka svona mikið af hárinu á þér. Þar sem hárið á þér, sem nær svona rétt niður fyrir eyru, fer þér miklu betur.” Remus brosti þegar hakann á Siriusi fór niður á bringu.

“Þú ert svo heppinn að það eru jól og við erum í kringum mugga.” Hvæsti hann á milli tannanna.

Hann kom alveg upp að Remusi, nánast snerti hann og hallaði sér að honum og hvíslaði í eyra hans. Svo nálægt að Remus fann andardráttinn berast yfir hálsinn. Sem, ásamt nálægðinni var ótrúlega eggjandi og Remus fann ýmsa parta af sér byrja að bærast til lífsins.

“Annars myndi ég leggja á þig bölvun hér og nú…og refsa þér á óumtalanlegan hátt” hvíslaði hann ógnandi.

Remus kyngdi og áður en hann vissi hvíslaði hann til baka í eyra Siriusar. “Hvað myndirðu gera? Hlekkja mig við rúmið þitt og rasskella mig?” Hann áttaði sig sekúndubroti og seint og starði með skelfingu á Sirius

“Ó helvíti, andskotinn, Morgana*. Nú kemst allt upp og hann talar aldrei aftur við mig” hugsaði Remus og starði. Skelfingin breyttist í undrun þegar að Sirius fór að hlæja, lágum, kynþokkafullum hlátri lengst neðan úr hálsi og hvíslaði til baka rámri rödd.

“Hver veit? Ef þú heldur áfram að haga sér svona illa í dag þá getur vel verið að ég neyðist til að grípa til þessarar refsingar. Komdu, þú ætlar að koma með mér að kaupa inn.”

Við þessi orð hallaði Sirius sér til baka og um leið og hann gerði það hefði Remus geta svarið að höndin á Siriusi, sem Sirius hafði lagt á öxlina á hans, fór niður á við og straukst létt yfir mjöðmina á honum.

Sirius snéri sér við og glotti. Það hafði vaknað grunur þegar að Remus tók allt í einu að strjúka yfir hárið á honum fyrr um morgunninn í stað þess að fá að standa strax upp og sá grunur hafði verið að hálfu staðfestur við orð Remusar.

“Svo virðist” hugsaði hann “sem Remus Lupin sé ekki við eina fjölina feldur í kynhneigðarmálunum. Ætli það geti verið að hann sé tvíkynhneigður OG hrifin af mér… og mig sem grunaði aldrei neitt með minn innbyggða samkynhneigða/tvíkynhneigða mælir. Maður þekkir greinilega aldrei vini sína nógu vel. Kannski er komin tími til að færa vináttu okkar á næsta stig.”

“Hvað áttu eftir að kaupa?” spurði Remus

“Ó, bara jólagjöfina mína, jólagjöfina þína, jólamatinn og skraut á jólatréð og fyrir íbúðina.” Svaraði Sirius kæruleysislega.

“SIRIUS!” hálföskraði Remus. “Þetta á eftir að taka allan daginn og þú ert bjartsýnn á bæði matinn og jólaskrautið daginn fyrir jól.”

“Nú þá verðum við víst að drífa okkur, ég kaupi bara jólagjöfina þína núna og gef þér hana strax, það sparar tíma að þurfa ekki að pakka henni inn. Hvað langar þig í, í jólagjöf Vígtönn?”

“Ég veit það ekki. Þófi” svaraði Remus

“Ég veit!” sagði Sirius og snéri sér við svo snögglega að Remus sem hafði verið að fylgja í humátt á eftir honum fór næstum því í fangið á Siriusi. “Hvað með kasmírpeysu? Ég fann þig strjúka yfir mína þegar við duttum áðan. Þú varst gjörsamlega heillaður.”

“Góði Merlín láttu þetta vera rétta ágiskun hjá mér.” Hálfbað Sirius í huganum. Hann hafði frestað jólagjöfinni hans Remusar út í hið endalausa og síðan alltaf næstum því gleymt henni undanfarinn ár, vegna þess að hann vildi að gjöfin sem hann gæfi Remusi væri alveg fullkominn.

“Morgana. Hann fattaði það”
hugsaði Remus “nú jæja það væri rangt að notfæra sér ekki þetta, fyrst hann vill gefa mér kasmírpeysu. Mér langar virkilega í svoleiðis en þær eru rándýrar”

“Allt í lagi. Endilega. Takk Sirius”

Þeir löbbuðu inn í búðina þar sem Sirius hafði keypt sína kasmírpeysu um haustið og fundu dökkbrúna kasmírpeysu sem passaði fullkomlega við augnalitinn í Remusi. Afgreiðslumaðurinn mundi eftir Siriusi og hans geðveiku fatainnkaupum um haustið og var þjónustulundin holdi klædd. Þeir fundu rétta stærð og Remus fór og mátaði hana. Þegar Remus fór fram horfði Sirius á hann aftur með þessu sama furðulega augnaráði. Aftur fór Remus hjá sér.

“Hvað? Sirius?” spurði hann og roðnaði yfir því hvað hann hljómaði asnalega.

Sirius labbaði hægt upp að honum og hélt áfram að horfa á hann með þessu skrítna augnaráði. Þegar að hann kom upp af Remusi tók hann að strjúka yfir peysuna og Remus í leiðinni. Allt í einu var eins og það kviknaði á ljósaperu í hausnum á Remusi.

“Hann veit!!!” Hugsaði Remus “og ef mér skjátlast ekki hrapalega er hann að reyna við mig og leika sér að mér í leiðinni. En tveir geta leikið þennan leik. Ég var ekki Ræningi *( e.Marauder)* að ástæðulausu. Hefjum leikinn.” Um leið og hann hugsaði þetta var önnur rödd sem öskraði í hausunum á honum, “Sirius er líka hrifinn af mér og hann er ekki fullur ógeðs að vita að ég er hrifinn af honum. Já! Já! JÁ!”

“Veistu Remus?” sagði Sirius “ef þú tekur upp á því að klæða þig svona héðan í frá, þá er ekki langt í það að þú getur haft hvaða konu eða mann sem er hlekkjaða/ann við þitt rúm”

“Þú segir það” sagði Remus. “Kannski er það bara einn maður sem ég hef áhuga á að hafa hlekkjaðan við rúmið mitt.”

“Ó Merlín ég var að koma út úr skápnum við besta vin minn og hálfviðurkenna að ég er hrifinn af honum. Merlín, Jesús og Guð. Ég er ekki einu sinni svo trúaður. Guð minn góður. Allt í lagi! Andaðu Remus! Andaðu!”

“Við skulum halda áfram” sagði Sirius “ég á eftir að kaupa jólagjöfina mína, skraut og mat.”

Áfram héldu innkaupinn. Remus og Sirius fóru fyrst í lúxusmatvörubúð þar sem Sirius náði að næla sér í íslenskar rjúpur sem voru ný vara fyrir þessu jól og víst betri en þær skosku sem Sirius hafði orðið svo hrifinn af á jólnum í Hogwarts. Það ásamt meðlæti með rjúpunum, drykkjum og slatta af smákökum og konfekti, kláraði jólamatsinnkaupinn. Næst fóru þeir í búð sem sérhæfði sig í jólaskrauti. Þar fjárfesti Sirius sér í gylltum og rauðum jólakúlum, stjörnu, seríur á tréð og í glugga ásamt ýmsu öðru smálegu til að gera íbúðina hans Siriusar jólalega. Á meðan þessum innkaupum stóð döðruðu þeir stanslaust við hvorn annan með tilheyrandi tvíræðum setningum, augnaráði og snertingum á báða boga. Sirius tók upp á því að hrósa Remusi hástöfum fyrir flottan klæðnað í jólaskrautabúðinni og hvað rassinn á honum liti vel út í dökkbláu gallabuxunum sem hann var í, sérstaklega við brúnu kasmírpeysuna. Fylgdi þessu hrósi tilheyrandi snerting af hálfu Siriusar þar sem hann kom hættulega nálægt því að snerta annað og meira en bara rassinn á Remusi. Sem fór hjá sér en hefndi sín með því að "detta” í fangið á Siriusi og hvísla í eyrað á honum "takk hetjan mín” með hvílíkri svefnaherbergisröddu að Sirius mátti hafa sig allan við til að lenda ekki í vandræðum á norðursvæði líkamans. Á endanum bað afgreiðslukonan þá að kaupa það sem þeir væru komnir með og fara og koma ekki aftur.

Að lokum fóru þeir í mótorhjólabúð sem seldi Harley Davidson mótorhjól, varahluti og allt sem þurfti með mótorhjólum.

“Hvað erum við að gera hér?” Spurði Remus.

“Ég er búin að vera að horfa á þetta mótorhjól!” sagði Sirius og benti á svart Harley Davidson FLH mótorhjól árgerð 1969* “síðan í fyrra og nú ætla ég að kaupa mér það og ásamt þessu” við þetta dró hann upp bók sem var greinilega af bókasafninu á Skástræti og fjallaði um hvernig hægt væri að breyta mugga mótorhjólum og bílum til að fljúga, “mun ég geta ferðast hvert sem er. Þetta er ekki nýtt módel en ógeðslega flott og verðið er samkvæmt því eða 41.241,16 pund.”

“Hvernig ætlarðu að borga það og þarftu ekki ökuskrírteini?” spurði Remus

“Ég er með bankareikning í muggabanka þar sem ég geymi talsverða upphæð af peningunum mínum, svo að ég geti nú virkað peningalega séð í muggaheiminum,” svaraði Sirius, “ég tók mótorhjólapróf í sumar svo að ég er ferðafær og svo á ég svona” og við þessi orð rétti hann upp kreditkort.

Hálftíma síðar kom Sirius akandi út úr Harley Davidson búðinni á FLH Harley hjólinu með svartan hjálm og svartan leðurjakka. Á bak við hann sat Remus með hjálm sem Sirus hafði keypt aukalega “því að ekki vil ég slasa farþegana mína” sagði hann grafalvarlegur og benti á farþegahjálminn sem hann vildi við afgreiðsluborðið.

Þeir fóru heim til Siriusar og þar tóku við skreytingar á trénu og íbúðinni sem entist langt fram á eftirmiðdaginn. Þegar líða fór á kvöldmat heyrðist allt í einu samtímis hátt garnagaul bæði frá Remusi og Siriusi, þegar þeir voru í miðjum klíðum að klára tréð. Þeir horfðu hvorn á annan og fóru að skellihlæja.

“Við skulum panta pizzu.” Sagði Sirius og sá andlitið á Remusi verða eitt spurningamerki. “Það er ítalskur muggamatur sem er orðinn mjög vinsæll hér í Bretlandi og þeir eru farnir að senda þær heim ef maður pantar. Ég er orðin háður þeim, þær eru mjög góðar og þú ætlar að borða með mér.” Útskýrði hann fyrir Remusi.

Þeir kláruðu að skreyta tréð, pöntuðu pizzuna og hún kom innan stundar. Þeir fengu sér sæti inn í stofu og Sirius kom með tvær flöskur af hungasöli og rétti Remus. Sirius settist við hliðina á Remus í sófann og Remus rétti upp flöskuna.

“Ég vil skála” sagði hann og horfði á Sirius. “Fyrir frábærum degi í samvistum við besta vin minn, góðum jólum og frábæru komandi ári. Megi vinátta okkar halda áfram að blómstra um ókominn ár og…” Remus hikaði en lítil rödd sagði við hann “svona láttu slag standa. Ef hann skálar ekki við þig veistu að hann er ekki hrifinn af þér en ef hann skálar við þig. Þá gæti draumurinn um hvít jól einnig orðið að veruleika*.” …og" hélt Remus áfram ,,og verða eitthvað meira en vinátta á komandi ári.”

Sirius horfði á Remus með léttri spurn í svip “ég trúi ekki að hann hafi sagt þetta, hann vill taka vináttu okkar á næsta stig. Hann er hrifinn af mér. JÁ!!! Þakka þér guð, þú mátt senda mig til helvítis og innsta hring þess þegar ég dey, vegna þess að ég bið ekki um meir en þetta. Remus er hrifinn af mér.”

“Eitthvað meira en vinátta” endurtók Sirius og skálaði við Remus. Þeir drukku og tóku að horfast í augu, leitandi af lokasvarinu við spurningum sínum.
Þeir virtust skyndilega hafa fengið svarið því að báðir lögðu frá sér hungangsölið á sófaborðið og hölluðu sér hvor að öðrum. Og í fyrsta sinn þann dag, þrátt fyrir mörg skipti sem það hefði getað gerst, snertust varir þeirra í einföldum og hálfsakleysislegum kossi, þrátt fyrir tungunar.

Þeir slitu kossinum þegar þeim var báðum farið að sárvanta súrefni og litu djúpt í augun hvor á öðrum, svo sögðu þeir báðir í einu;

“Það var komin tími til. Það tók þig nógu langan tíma að átta þig. Mig? Af hverju sagðir þú ekki neitt. Ég hélt að þú myndir hata mig og aldrei tala við mig aftur.”

Þeir hlógu báðir við þessi orð.

“Í alvörunni Remus? Hélstu að ég væri ekki hrifinn af þér, hvað með skiptið sem að við töluðum í næstum tvo tíma rétt fyrir útskriftina um allt milli himins og jarðar. Mér fannst ég hafa gefið upp tilfinningar mínar allavega 5 sinnum.”

“Ég hélt að þetta væri bara óskhyggja að minni hálfu.” svaraði Remus. “Því að hvernig gæti hinn ríki, gullfallegi og glæsilegi Sirius Black, elskað hinn fátæka, örótta og ljóta varúlf Remus Lupin.” Sagði Remus og orðaði loks hugsanir sínar. Svo áttaði hann sig á því að hann hafi notað orðið ást ekki hrifning og starði á Sirius með skelfingu.

“Ást?” sagði Sirius hissa “elskarðu mig? Síðan hvenær?”

“Síðan eftir fimmta árið þegar ykkur tókst loks að gerast kvikskiptingar og þá bara…gerðist eitthvað og ég fór að elska þig” svaraði Remus sem ákvað að þeir væru komnir á stig sem væri hafið yfir lyga. Hann leit undan, hann vildi ekki sjá svipinn á Siriusi

Sirius tók andlit Remusar á milli handa sinna og neyddi hann til að horfa á sig. “Þú, Remus Lupin er heimskasta gáfaðasta manneskja sem ég þekki. Þú ert fallegur á allan hátt, jafnt að innan sem að utan og ég vil ekki heyra þig kalla sjálfan þig ljótan aftur. Það er líka skondið að þetta var á nákvæmlega sama tímabili og ég tók að elska þig”

“Elska mig???” Remus var svo ringlaður

“Hann elskar mig” hugsaði Remus

“Hann elskar mig” hugsaði Sirius

“Ég ætti að segja honum það” hugsuðu þeir báðir.

Sirius reið á vaðið. Hann leit djúpt í augun á Remusi og sagði “Ég elska þig Remus John* Lupin. Í morgun dreymdi mig um hvít jól en aldrei hélt ég að þessi draumur minn myndi verða að veruleika þegar líða tæki á kvöldið”

Remus svaraði “Ég elska þig Sirius Black. Draumar verða að veruleika ef maður þráir þá nógu heitt.”

Við þessi orð stóð Sirius upp og rétti Remusi höndina. Remus tók hana og Sirius reisti hann upp og tók að teyma hann að svefnaherberginu.

“Hey, hey vá, rólegur” sagði Remus hálf taugaóstyrkur. “Ég hef aldrei… hérna… þú veist.” Hann blóðroðnaði við þessi orð

“Ekki ég heldur” viðurkenndi Sirius. “Orðspor mitt í skólanum var stórlega ýkt. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvort að ég er vel vaxinn miðað við aðra karlmenn. Við skulum bara taka því rólega. En um leið og þú ert tilbúinn í meir, þá er ég komin með ágætis hugmynd að leik, sem felur í sér vissa refsingu sem þú talaðir um fyrr í dag.”

Remus roðnaði upp í hársrætur og viðurkenndi “jahh…hugmyndin um refsingu í dag gerði mig…ehhh…æstan og þessi refsing var sú fyrsta sem mér datt í hug. Ef þú ert til þegar tíminn kemur. Þá er ég það svo sannarlega.”

Sirius togaði létt í hendina á honum og Remus labbaði af stað, þeir fóru inn í svefnaherbergi og lokuðu hurðinni!


Eftir á lágu þeir móðir og másandi upp í rúmi. Þeir litu hvorn á annan og það var hægt að lesa ástina út úr andlitinu á þeim.

“Remus?” spurði Sirius

“Já.”

“Hvað segirðu um að flytja með mér inn, í húsið sem ég erfði eftir Alphard frænda, í vor. ÉG VEIT…” greip hann fram í þegar Remus opnaði munninn, “ég veit að það er snöggt en mig langar að búa í því, ég vil ekki að húsið hans Alphards rotni niður. Ég vildi bara ekki búa þar einn.”

“Ég ætlaði nú bara að segja…” sagði Remus hálfmóðgaður “…að ég myndi gjarnan vilja það. Það er komin tími til að ég flytji út frá foreldrum mínum. En finnst þér ekki vera orðið kalt hérna inni?”

“Jú, það er orðið kalt, en það var mátulegt í morgun og það átti að hækka hitinn, sagði veðurfréttamaðurinn” Við þessi orð vafði Sirius lakinu um sig miðjan og labbaði út að glugganum og dró frá. Svo stóð hann þarna agndofa og starði út. Remus varð svo forvitinn að hann smeygði sér undan lakinu sem hann var með yfir sér og smeygði sér í nærbrókina sína og labbaði að Siriusi sem stóð enn með hálfopinn munnin við gluggann. Hann vafði höndunum um mittið á Siriusi og lagði höfuðið á öxlina á honum og horfði út.

Það sem blasti við bæði Siriusi og Remusi út um gluggann var hljóðlát og róleg, jólasnjókoma.

“Svo virðist sem að draumur okkar um hvít jól hafi líka ræst” hvíslaði Remus í eyra Siriusar.

“Það er komið miðnætti, Remus.” Hvíslaði Sirius til baka og snéri sér að Remusi. “Gleðileg jól úlfurinn* minn”

“Gleðileg jól stjarnan* mín” svaraði Remus.

Þeir kysstust, standandi þarna í glugganum með jólasnjóinn fallandi í bakgrunninum og með honum draum þeirra um hvít jól.

Þetta er fyrsti spuninn minn til að birtast á netinu. Ég ætla að þýða hann á ensku og setja á reikninginn minn á adultfanficiton.net. Þar mun líka birtast fyrsti spuninn minn sem er ekki one-shot en hann mun heita There is a thin line between hate and love. En það er Drarry (Harry/Draco). Ég heiti Catium á www.adultfanfiction.net. eins og hér.

ÉG ákvað að henda inn fyrirfram svörum við nokkrum hugsanlegum spurningum


*Morgana var galdrakona og hálfsystir Arthúrs konungs í goðsögninni. Hún var ill og var sífellt að reyna að steypa Arthúr af stóli. Ég ákvað að nota nafnið hennar eins og við notum blót. Morgana = andskotinn*


* Myndin af Harley Davidson FLH 1969 módelinu er á þessari slóð http://images.google.is/imgres?imgurl=http://harley-davidson.oldcarandtruckpictures.com/1969Harley-Davidson-FLH-jly9.jpg&imgrefurl=http://harley-davidson.oldcarandtruckpictures.com/&h=350&w=439&sz=32&hl=is&start=4&um=1&tbnid=6yW8YuTmawXZpM:&tbnh=101&tbnw=127&prev=/images%3Fq%3DHarley%2BDavidson%26svnum%3D10%26um%3D1%26hl%3Dis%26client%3Dfirefox-a%26rls%3Dorg.mozilla:en-US:official%26sa%3DN*

*Remus vill líka hafa hvít jól, ég tók það hvergi fram áður en honum var búið að dreyma um það*

*Rowling sagði það sjálf að miðnafn Remusar væri John í viðtali. Fléttið því upp. *

*Remus er náttúrulega varúlfur og Sirius er nafnið á hundaStjörnunni*

Takk kærlega fyrir lesturinn.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.