Já, ég valdi bara nokkur og þýddi þetta af http://www.mugglenet.com/
————————————————–
-Búktal
Þegar Lúna setur upp plakat um hlutina sem hún hefur týnt er sýnt “skot” af strigaskónum hennar hangandi í loftinu. Svo er heyrt röddina í henni en varirnar hreyfast ekki.

-Skyrta
Þegar Harry og Seamus eru að öskra á hvorn annan í setustofu Gryffindor , hangir skyrta Seamusar út neðst á treyjunni hans. Svo í næsta skoti er hún hálf brotin inn, en hann hefur ekki snert hana .

- Blek-krukka sem hverfur
Í atriðinu þar sem krakkarnir úr VD eru að skrifa línur fyrir Umbridge er einn af tvíburunum sýndur dýfa fjöðurstafnum sínum í blek-krukku og nokkrum sekúndum síðar er krukkan ekki þar lengur.

-Sjálfsviðgerð
Þegar Harry situr í rólunni í garðinum og Dudley er að stríða honum stekkur Harry upp úr rólunni og rólan brotnar. Í næsta skoti er rólan heil.

-Skeið sem hverfur
Á skrifstofu Umbridge, þegar hún bætir sykri út í teið sitt, setur hún skeiðina á undirskálina. Þegar Harry gengur inn og hún segir: “You're going to be doing some lines today”, er nærmynd af tebollanum en skeiðin er horfin. Hún birtist aftur í næsta skoti.

-Hlutir sem hreyfast
Þegar Seamus biður Harry fyrirgefningar í Stóra-Salnum, breytist staðsetningin hluta á borðinu.

-Hljóð
Í atriðinu þar sem Bellatrix Lestrange kemur fram á bakvið Lucius Malfoy í Leyndarmálastofnuninni heyrist rödd hennar, en varirnar hreyfast ekki.

-Harry hreyfist
Í atriðinu um yfirheyrsluna á Harry situr hann á stól, en þegar Dumbledore er að tala við Fudge fáum við nærmynd af andliti hans, og í bakgrunni er Harry sitjandi á bekkjunum fyrir ofan stólinn, þótt hann hafi aldrei fært sig.