Afmæli! Neville, Harry og Joanne Kathleen Rowling Til að byrja með:

Jæja! Nú eiga tveir drengir (og ein kona – J.K. Rowling sem var upphafið af þessu öllu) afmæli í dag og á morgunn (30. - 31. júlí). Drengirnir tveir voru þeir einu sem komu til greina um að geta drepið Voldemort (spádómurinn, bók 5) og skipta því miklu máli í bókunum. Þetta eru auðvitað Gryffindor gæjarnir Neville Longbottom og Harry Potter, ásamt höfundi bókanna - sjálfri J.K. Rowling sem eiga afmæli! =)
Ef þeir (Neville og Harry) væru/eru enn á lífi þá yrðu þeir 27 ára! (f. 1980). Það er margt sem þessir gaurar eiga sameiginlegt eins og að spádómurinn fjallaði upphaflega um þá báða og að þeir ólust ekki upp hjá foreldrum sínum (sem var í báðum tilvikum Voldemort að kenna), auk þess voru foreldrar þeirra beggja í fönixreglunni, þeir fóru báðir í Hogwarts skóla og enduðu báðir á Gryffindor heimavistinni. Þeir eru báðir lagðir í einelti hjá Snape, eru saman í herbergi í skólanum, voru saman í Dumbledores Army/Varnarliði Dumbledores og þeir hafa oft hjálpað hvorum öðrum.

Svo er auðvitað líka dálkurinn “Persóna Mánaðarins”! Þar hafa þeir báðir greinilega lent og þar er hægt að finna fleiri upplýsingar um þessa rosalegu kappa.

Neville - Hér

HarryHér

Hins vegar eru líka til fullt af upplýsingum um Rowling hérna á netinu sem má finna á mörgum linkum. Til dæmis má lesa um ævisögu höfundarins fræga á Wikipedia ef þið viljið vita meira um þessa stórmerkilegu konu og upphafið af galdraheiminum og Harry Potter sögunum sem hún samdi.

Endilega gerið eitthvað í tilefni af þessum frábæru dögum, sem að ekki aðeins tvær af mjög algengum persónum úr bókunum ásamt sjálfum höfundi bókanna áttu afmæli, heldur líka nokkrir aðrir atburðir gerðust!

Dæmi um atburði sem gerðust í bókunum eða atburði sem tengdir eru bókunum:

1942: Júlí-Ágúst
Tom Marvolo Riddle (Trevor Delgome á íslensku) fer í bæinn sem faðir hans á heima og drepur bæði föður sinn og foreldra hans (afa sinn og ömmu). Síðan skellir hann skuldinni á frænda sinn Morfin Gaunt. Það var minnir mig fyrstu morðin sem hann framdi.

1965: 31. júlí
Joanne “Jo” Rowling (J. K. Rowling fæddist. Hún er höfundur þessara frábæru bóka og á afmæli á sama degi og Harry Potter í sögunum. Kathleen er nafnið sem stendur fyrir K-ið í millinafninu. Hún heitir samt og var aðeins skírð Joanne Rowling)

1980:
30.júlí: Neville Longbottom er fæddur af Frank Longbottom og Alice Longbottom
31.júlí: Harry Potter er fæddur af James Potter og Lily Potter (Evans)

1991:
30.júlí
Dursley fjölskyldan flýr með Harry frá Privet Drive (Runnaflöt) eftir alla uglupóstana.

31.júlí
Harry fær heimsókn frá Hagrid sem segir Harry að hann sé galdramaður, útskýrir galdraheiminn og Hogwarts skóla fyrir honum og tekur hann síðan með sér frá Dursley fjölskyldunni (Philosopher stone/Viskusteinninn, bók 1)

1992: 31.júlí
Harry fær heimsókn frá Dobby húsálfi og er síðan dæmdur fyrir svifgaldur sem hann framdi ekki einu sinni. (Chamber of Secrets/Leyniklefinn, bók 2)

1993: 31.júlí
Bókin byrjar þá. Hann fær afmælisgjafirnar um nóttina og Marge frænka kemur í heimsókn. (Prisoner of Azkaban/Fanginn frá Azkaban, bók 3)

1996: 31.júlí
Afmælisveisla Harrys (sem var mjög niðurdrepandi) var haldinn í Hreysinu/heimili Weasley fjölskyldunnar. Ástæðan fyrir því að veislan var niðurdrepandi er sú að Lupin, Arthur Weasley og Lupin komu heim með svo vondar fréttir eins og að tvær vitsuguárásir voru gerðar í viðbót, Olliwander hafði verið rænt, Flourish (sem átti ísbúðina á Skástræti/Diagon Alley) hafði líka horfið og lík Karkaroffs hafði fundist dauður í kofa með myrkratákninu yfir.

Þetta er allavega það eina sem ég man eftir og ég held að þetta nægi í bili en það má líka nefna í þessari grein að það eru aðeins 10 dagar (þegar þetta er skrifað) síðan síðasta bókin var gefin út á ensku. =) Þið getið skoðað tímalínuna á Wikipedia en þið skuluð varast spoilera (þá er meðal annars að finna í tímatalinu úr árinu 1997 – eyðilagði sumt fyrir mér eins og tvær persónur sem dóu sem ég nefni auðvitað ekki hverjar voru)! Linkurinn er hér. Vona að engar stafsetningarvillur hafi verið (sérstaklega í ensku nöfnunum). Hafði bara allt í einu munað eftir þessum afmælum og vildi minna alla hér á huga/hp á.

Þið megið endilega koma með fleiri atburði í athugasemdum eða koma með hamingjuóskir til þeirra en vinsamlegast ekki vera með nein skítköst.

Kveð að sinniTwinzie
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"