Dauðafyrirboðar - A.P.W.B.D Big time spoilerar úr HBP

Sjálfum finnst mér flest af þessu vera fáránlega langsótt. En jæja ætli ég byrji þetta ekki.

JK Rowling hefur falið mikið af vísbendingum í Blendingsprinsinum(HBP) sem segja okkur hver deyr áður en hann/hún deyr. Hvað sem því líður þarf kænt auga til að taka eftir þeim…
Þetta fyrsta er það eina úr Fönixreglunni.

• Á blaðsíðu 698 í Fönixreglunni, í bardaganum á milli Dumbledore og Voldemorts, stendur: Dumbledore stóð fyrir framan gyllta hliðið.
Gyllta hliðið gæti verið tengt við himnaríki eða framhaldslíf, sem gefur í skyn dauða hans.

• Á blaðsíðu 96 segir Narcissa Malfoy:”Ég sé að það hefur fyllt þig falskri öryggiskennd að vera eftirlætið hans Dumbledores, Harry Potter. En Dumbledore verður ekki alltaf til staðar til að vernda þig.”

• Á blaðsíðu 138, þegar Harry, Ron og Hermione tala um hendina á Dumbledore, segir Hermione, ”Það er eins og hún hafi dáið.”

• Á blaðsíðu 451 segir Dumbledore við Harry,”Ef ég segi þér að yfirgefa mig og bjarga sjálfum þér, muntu gera eins og ég segi þér?”

• Á blaðsíðu 470 gerðist eftirfarandi: Dumbledore drakk(eitrið) og hann var ekki fyrr búinn en hann öskraði: ”DREPTU MIG!”
“Þessi – þessi mun gera það!”
stundi Harry með andköfum. ”Drekktu þetta bara … þá er þessu lokið … lokið!”

• Á blaðsíðu 139:
”Jæja, það er eitt jákvætt við þetta,” sagði hann grimmdarlega. ”Snape verður farinn áður en árið er liðið.”
”Hvað áttu við?” spurði Ron.
”Þetta starf er undir álögum. Enginn hefur enst í því í meira en ár … Querrell dó meira að segja á meðan hann var í því. Ég ætla fyrir mitt leyti að krossa fingur og vonast eftir öðru dauðsfalli …”
Eins og kemur í ljós var það dauðsfall sem kom Snape úr starfinu.(Ef þú lítur þannig á það)

• Á blaðsíðu 445 gefur Trelawney mjög stóra vísbendingu um dauða Dumbledores þegar hún útskýrir hvernig hún sér fram á hörmungar og ógæfu:
”Ef Dumbledore kýs að hunsa þær viðvaranir sem spilin sýna – “
Beinaber hönd hennar luktist skyndilega um úlnlið Harrys.
” Hvað eftir annað, það gildir einu hvernig ég legg þau –“
Og með leikrænum tilburðum dró hún spil undan sjölunum.
” – Turn lostinn eldingu, “ hvíslaði hún. ”Hörmungar. Ógæfa. Nálgast stöðugt …”
Það lítur út fyrir að enn annar spádómur hennar hafi verið réttur.

• Á blaðsíðu 450 öskrar Harry á Dumbledore:
”Hefurðu ekki orðið þess var, professor, að fólkið sem Snape hatar hefur tilhneigingu til að týna lífinu?”
Það er hægt að tengja þetta við það að Snape starir á Dumbledore “og viðbjóðurinn og hatrið skein úr hvössum andlitsdráttunum” áður en hann drepur Dumbledore. Þetta gefur í skyn að Snape er í rauninni ekki góður.

• Á blaðsíðu 165 segir Dumbledore:
”… verða mér ekki síður á mistök en öðrum mönnum. Raunar þar sem ég er – afsakaðu mig – snjallari en flestir menn, reynast mistök mín oft að sama skapi afdrífaríkari.”
Þetta gæti fyrirskyggt að hugsanleg mistök hans að treysta Snape leiddi til dauða hans.

• Einn kafli í bókinni heitir “Harmakvein fönixins” svo að augljóslega harmar Fawkes Dumbledore.

Ég þýddi þetta af www.mugglenet.com
Nánar tiltekið héðan
Ég veit að þetta er gamalt en ég hef ekki séð þetta þýtt hérna inni á Huga.
Ég vona að ykkur hafi fundist þetta áhugavert.