Morguninn eftir var klukkan hennar Lucy komin uppá háa C-ið þegar Lucy loksins kom sér á lappir.
”Hvað voruð þið eiginlega að gera í nótt?”, spurði Meredith hinar stelpurnar stríðnislega, “ Þið lítið út eins og uppvakningar!” Hún og Katie hlógu. Steph muldraði eitthvað óskiljanlegt til baka.
Þegar Lucy kom niður í setustofu vaknaði hún til fulls. Hópur af krökkum stóð í kringum auglýsinga töfluna.
”Jess! Quidditch prufur klukkan fimm í dag!” Hrópaði hún til Eve og Steph þegar hún var búin að lesa á blaðið.
”Búja!” Sagði Steph kát og sló á útréttan lófa Lucyar.
”Vonandi komist þið núna stelpur, ég hef séð ykkur spila og þið eruð mjög góðar.” Sagði Oliver Wood sem hafði staðið fyrir aftan þær.
”Ójá, þú getur sko treyst því!” Tilkynnti Steph og kýldi Wood laust í öxlina, “sjáumst á vellinum!”
Þegar Lucy, Eve og Steph voru hálfnaðar á leið sinni niður í Stóra salinn heyrðu þær að einhverjir voru að rífast. Lucy þekkti samstundis rödd litlu systur sinnar og rann á hljóðið.
Þegar hún beygði inná ganginn sá hún Draco Malfoy, annars árs Slytherin nema sem hún þoldi ekki, standa og beina sprota að Loise. Lucy fann hvernig reiðin bullaði upp, hvað var þessi aumingi að gera, hóta systur hennar?
”Malfoy, hvað í andskotanum heldurðu að þú sért að gera!” hvæsti Lucy á milli samanbitinna tanna og dró út sinn eigin sprota. Það sama gerðu Eve og Steph.
”Æjji, er stóða syðtiðin komin að bjaðga þéð?” sagði hann við Loise og snéri sér svo að Lucy.
”Ég er að kenna systur þinni að abbast ekki uppá mig.”
Það hnussaði í Lucy. “Láttu systur mína í friði. Reyndu að finna þér verðugri fórnarlömb, ekki alltaf níðast á minni máttar.”
”Passaðu þig bara, White. Þú veist ekki hvers ég er megnugur.” Sagði hann kuldalega.
Steph hló. “Ó, við erum svooo hræddar” sagði hún kaldhæðnislega og glotti.
Malfoy pírði augun í áttina til hennar.
”Hver var að tala um verðug fórnarlömb, White? Þú hefur kannski tekið eftir því að þið eruð þrjár á móti mér einum og einu ári eldri.”
”Mér væri sama þó að við værum þúsund, þú hefur verið svo mikil padda, litli, ljóti…” urraði Lucy. “Loise, komdu.”
Loise flýtti sér til systur sinnar.
”Haltu kjafti White! Þú ert ekkert betri en blóðníðingarnir, elskar Mugga og hengur hjá þeim öll sumur á þessum ísjaka ykkar.”
Lucy var komin upp að Malfoy og búin að ná taki á ljósu hárinu á honum áður en hann náði að átti sig á því.
”Þú skalt ekki voga þér, litli drápara ungi, að tala illa um fjölskyldu mína.” Hvæsti Lucy. Hún þoldi ekki ef einhver setti útá fjölskyldu hennar, það var hennar veiki punktur.
Hún horfði í skíthrædd augu Malfoys í nokkrar sekúndur. Síðan sló hún hann utanundir eins fast og hún gat. Það small í þegar höndin hennar hitti kinnina á honum og hann lipaðist niður. Hún sneri sér við og ætlaði að ganga í burtu.
”Ungfrú White, hvað í ósköpunum þykist þú vera að gera!?!” Hvæsti kunnugleg rödd.
Lucy fraus í sporunum og sneri sér hægt við. Snape var að reisa Malfoy, sem hafði eldrautt handarfar á kinninni, upp. Snape leit á hana kolsvörtum augum.
”Professor, hann ógnaði systur hennar!” Sagði Steph og benti á Loise sem kinkaði ákaft kolli.
”Mér er alveg sama um það. Þið hljótið allar eftirsetu.”
”Ekki þó Loise, hún gerði ekki neitt!” Sagði Eve pirruð.
Snape þaggaði niður í henni með augnaráðinu.
”White,” sagði hann og leit á Lucy, “þú mætir niður í eldhús klukkan fjögur í dag, Rose, þú hittir Filch við Stóra salinn á sama tíma. McDouglas, þú kemur á skrifstofuna mína klukkan hálf fimm og þú,” sagði hann og leit á Loise sem sendi honum reiðilegt augnaráð, “ kemur á skrifstofuna mína klukkan sjö.”
”En professor!” byrjuðu Steph og Lucy á sama tíma, “Quidditch prufurnar eru í dag!”
Snape brosti illkvittnislega. “Æjj, æjj.”
Síðan skálmaði hann í burtu.
Lucy leit vanþóknunar augum á Malfoy, tók síðan utan um axlirnar á Loise og labbaði hratt út ganginn. Steph og Eve gerðu það sama.
”Ég trúi ekki að hann sé að gera okkur þetta!” hvæsti Steph.
”Ég hata hann.” Sagði Eve.
” Wood verður vonsvikinn.” Sagði Lucy, vonbrigði að víkja fyrir reiðinni.
”Ég er í alvörunni farin að halda að pabbi sé að segja satt með þetta…” Dæst hún.
Pabbi hennar hafði sagt henni síðan hún var lítil að hún myndi aldrei komast í Quidditch liðið. Amma hennar í föðurhætt hafði víst muldrað eitthvað yfir vöggunni hennar Lucy þegar hún var bara nokkurra daga gömul. Jake hélt því fram að það hefði verið bölvun sem myndi halda henni frá Quidditch. Enginn vissi það fyrir víst, amma hennar hafði dáið nokkrum mánuðum síðar.
Klukkan fjögur seinna um daginn var Lucy mætt fyrir utan eldhúsið. Nokkrum mínútum síðar kom Snape inn ganginn. Hann kitlaði peruna á stóra málverkinu af ávaxtaskálinni og hurð birtist. Hann benti Lucy á að fara inn. Hún hlýddi, en passaði að senda honum eitrað augnaráð áður en hún gekk inn.
”Húsálfar.” Sagði Snape þegar þau voru komin inní hlýlegt eldhúsið. “ Ungfrú White ætlar að hjálpa ykkur í eldhúsinu næstu þrjá tímana.” Tilkynnti hann þeim, “hún ætlar að skera lauka næstu þrjá tíma og hún má ekki fá hjálp frá ykkur, né nota sprotann sinn. Er það skilið?” Húsálfarnir kinkuðu kolli og litu samúðaraugum á Lucy. Hún sýndi engin svipbrigði þegar Snape skálmaði út aftur.
”Ungfrú, því miður, hérna eru laukarnir.” Pípti einn húsálfurinn og benti henni á stóra hrúgu af laukum. Henni var réttur hnífur og svo hófst hún handa.
Hún var ekki hálfnuð með einn lauk þegar tárin byrjuðu að renna í stríðum straumum úr augum hennar.
Malfoy hafði í rauninni rétt fyrir sér. Þó Lucy elskaði kannski ekki beinlínis Mugga, þá hafði hún allsekkert á mót þeim og í rauninni notaði hún Mugga uppfinningar töluvert. Hana hafði grunað að Snape myndi úthluta henni afskaplega leiðinlegt verk, svo hún hafði tekið ferða geisladiskaspilara með sér. Pabbi hennar hafði minnkað spilarann og alla diskana hennar, svo þeir voru aðeins á stærð við galleon. Lucy naut þess að hlusta á tónlist og fannst tilvalið að eignast einn svona spilara síðastliðið sumar þegar hún var á Íslandi.
Þarna stóð hún í þrjá tíma, hlustaði á tónlistina sína og skar lauka. Hún sá varla hvað hún var að gera fyrir tárum og hana sveið ólýsanlega í augun. Tvisvar eða þrisvar skar hún í fingurna á sér og það var vont þegar safinn úr lauknum fór í sárin.
Klukkan sjö henti hún frá sér hnífnum, kvaddi húsálfana og skundaði út. Hún fór beint upp til fröken Pomfrey. Sárin voru grædd á sekúndu broti og sviðinn í augunum minnkaði. Samt héldu tárin áfram að leka á leiðinni uppí Griffyndorturn.
Þegar hún kom inní setustofuna henti hún sér í einn af hægindastólunum og dæsti fýld.
”White!” Fred og Georg Weasley sem höfðu setið í fjarri enda stofunnar ásamt Lee Jordan komu til hennar þegar þeir sáu hana.
”Af hverju komstu ekki í prufuna, og ekki Rose heldur, bíddu, varstu að gráta?” Spurði George og settist við hliðina á þeim.
Lucy dæsti. “Ég var í eldhúsinu að skera lauka, eftirseta hjá Snape” sagði hún mæðulega.
”Af hverju fékkstu eftirsetu?” spurði Fred.
”Malfoy var að ógna systur minni og móðga fjölskyldu mína. “ útskýrði Lucy.
Fred, George og Lee sprungu úr hlátri; “Er það skýringin á handarfarinu á kinninni á honum?”
”Já”, svaraði Lucy og glotti, “ Það var gott á hann.”
”Já, litla paddan hefur gott af því að fá smá kinnanudd.” Sagði George í viðurkenningarróm.
”Snape passaði náttúrulega að eftirsetan væri á sama tíma og prufurnar” sagði Lucy og hætti að brosa.
”Þú kemur bara næsta ár.” Sögðu strákarnir hressir og stóðu upp.
Lucy sat í stólnum og hélt áfram að nudda á sér augun, sem var bara valdur af meira tárarennsli. Eftir smá stund sveiflaðist málverkið til og Steph og Larry gengu inn.
”Lucy!” Kallaði Steph og tók stefnuna til hennar.
Lucy heilsaði henni og reyndi að þurrka á sér augun með peysu erminni.
”Hey, litla syss, varstu að skæla?” Spurði Larry og settist við hliðina á henni.
”Nei. Snape lét mig skera lauk í þrjá tíma.” Svaraði hún og varð fúl aftur.
”Æjji” sögðu Steph og Larry samúðarlega.
”Ég þurfti að sópa alla fimmtu hæðina og allan stigann uppí Ravenclaw turn.” Dæsti Steph, “ án galdra.”
”Ojj.” Sagði Lucy.
”Já, það var óþolandi að þurfa endalaust að svara spurningum um hvort ég væri að skipt um heimavist eða væri lærlingur Filch.” Sagði Steph og hryllti sig.
Seinna um kvöldið komu Eve og Loise inn í setustofuna líka. Fyrst Eve sem hafði þurft að sortera mjúka geitaheila frá hörðum, því þessir mjúku voru betri til að gera seiði sem gerði mann sköllóttan. “Einsog einhver vilji þannig seiði” hnussaði í Eve þegar hún henti sér niður í stólinn við hliðina á Steph.
Þær sátu í hálftíma og kvörtuðu yfir eftirsetunum, hvað Snape væri ömurlegur og hvað Malfoy væri hrokafullur og mikill auli. Þegar Loise kom inn, byrjuðu þær uppá nýtt. Hún hafði þurft að plokka lappir af kóngulóm í tvo tíma. Loise hataði kóngulær.
”Íjúkk.” Sagði hún og veifaði bless. Hún gekk yfir til Ginny Weasley og settist þar.
Um tíu leitið voru vinkonurnar þrjár orðnar leiðar á að ræða um Snape og Malfoy og fóru upp. Lucy háttaði sig og fór að gramsa í koffortinu sínu eftir einhverju að lesa.
Á botninum fann hún Íslenskar þjóðsögur sem amma hennar hafði gefið henni í jólagjöf fyrir tveimur árum. ‘Fínt að æfa aðeins íslenskuna’ hugsaði hún og henti bókinni uppí rúm á meðan hún tannburstaði sig. Þegar hún kom útaf baðherberginu sátu Steph og Meredth á rúminu hennar og skoðuð bókina.
”Sérðu í alvörunni eitthvað útúr þessu rugli?” spurði Meredith og leit upp.
”Já, já, þetta er mjög einfalt. Íslenska og enska eru bæði germönsk tungumál, þó þau hljómi ekki líkt í dag.”
Af svipnum á stelpunum að dæma fannst þeim það frekar ólíklegt.
”Lestu smá,” bað Steph og rétti Lucy bókina. Lucy las byrjunina á ‘Gilitrutt’ fyrir stelpurnar sem göptu. Þegar hún hætti sprungu þær út hlátri, hristu hausinn og skriðu uppí rúm.
”Góða nótt.” Sagði Lucy á íslensku.
Steph horfði á hana sljóum augum. “Gó-ða nótt.” Sagði Lucy aftur, mjög skýrt og rólega.
”Aaa!” sagði Katie Bell og gægðist uppum hálsmálið á náttbolnum sínum “hún er að bjóða okkur góða nótt!”
”Jebb, alveg rétt! Sagði Lucy og glotti. Katie ljómaði “Vá, ég kann íslensku!” Sagði hún og fór uppí rúm.
Lucy hló lágt með sjálfri sér.