”Nei, þú ert að grínast!” Gólaði Steph, “eigum við að sofa hérna úti!?”
”Frekar það en að fara og banka á hliðið alla veganna.” Stundi Eve vonleysislega.
”Hvað eigum við að gera?” spurði Lucy hinar og reyndi að upphugsa einhverja snilldar leið til að koma þeim útúr þessum vandræðum.
”Við skulum reyna að nota göngin aftur, þó að ég væri meira en til í að sleppa því, þá er það öruggasta leiðin,“ sagði Eve.
”Já, góð hugmynd. Bara smá vandamál. Það er lokað!” Svaraði Steph og veifaði hendinni fyrir framan augun á Eve.
”Já, ég veit!” svaraði Eve pirruð, “ég meina að við reyndum að finna leið til að komast inn!”
”Hvernig ættum við að komast að því? Búðin er örugglega vernduð með einhverskonar þjófavarnarkerfi.” Sagði Lucy hugsi.
”Þjófa-hvað?” spurðu stelpurnar með undrunarsvip.
”Æjji, það er svona öryggiskerfi sem Muggarnir nota. Það fer af stað, hávaði og læti og lætur lögguna vita ef einhver brýtur glugga eða dýrkar upp hurð.”
Steph opnaði munninn til að spyrja að einhverju, en Lucy þaggaði niður í henni.
”Hvað með að segja…umm… að við höfum gleymt einhverju? Fólkið sem á búðina býr fyrir ofan, þannig við gætum bara bankað” stakk Eve uppá.
”Það hjálpar okkur ekkert, þau fara þá bara og ná í það.” Benti Steph réttilega á.
”En ef við segjum að það sé ósýnilegt?” þráaðist Eve við.
”Hvað eigum við sem er ósýnilegt?” spurði Lucy.
”Það veit ég ekki, notaðu hugmyndaflugið!” svaraði Eve.
”Kúst, sokkapar, stækkunargler, rottu-“
”Aha!”, greip Steph frammí fyrir Lucy, “rottu! Við segjum að við eigum ósýnilega rottu sem við höfum gleymt og hún komi bara ef við köllum á hana!”
”Hey! Góð hugmynd!” sagði Eve, ánægð með að plan hennar hafði gengið upp.
”En hvernig eigum við að komast óséðar niður í kjallarann þegar við erum komnar inn?” Velti Lucy upphátt fyrir sér.
”Við segjum bara að þetta gæti tekið smá tíma að finna rottuna og að þau geti farið upp, við bara lokum og læsum á eftir okkur.” Sagði Steph, “Setjum bara upp sæta svipinn og ‘voila’!”
”Tjah, þetta gæti virkað” sagði Lucy þó hún væri nokkuð efins.
”Hverju höfum við að tapa?” spurði Steph hress
”Tækifærinu til að komast heim og missa ekki 500 stig?” stakk Eve uppá. Steph sendi henni eitrað augnaráð.
”Ókei, við prófum.” Sagði Eve og þær gengu að hurðinni.
Lucy bankaði þrisvar. Þögn. Síðan heyrðist einhverjir skruðningar og stuttu eftir það opnaðist hurðin.
”Dömur mínar, við erum búnar að loka.” Sagði feitlaginn maður sem birtist í dyrunum. Hann var sköllóttur, í bláum náttfötum og kanínu inniskóm og virtist vera um fertugt.
Eve gaf Lucy olnbogaskot og Steph horfði á hana þýðingarmiklu augnaráði. Af hverju þurfti hún alltaf að tala?
”Ömm…” byrjaði hún vandræðalega, “Sko, við vorum hérna í dag, og við vorum bara að fatta það áðan að við erum búnar að tína rottunni minni. Og hún er ekki á neinum öðrum stað þar sem við höfum komið í dag. Sko, hún er ósýnileg, og frekar ódæl, þannig að ef við mættum bara koma inn í smá stund og finna hana yrði ég alveg ofboðslega þakklát.” Þessu romsaði hún útúr sér og mændi svo uppá manninn bænar augum. Hann virtist ekki vera alveg viss hverju hann átti að svara. Hann leit löngunar augum að hurðinni sem lá að stiganum. Af efri hæðinni heyrðist óma spennusaga úr útvarpinu. Manninn langaði augljóslega að halda áfram að hlusta, því hann færði sig úr gættinni og sagði; “Já, veriði bara fljótar. Ég fer upp. Þið lokið svo og læsið á eftir ykkur. Ég treysti ykkur stelpur, ég þekki mömmu þína McDouglas, þannig að það er eins gott fyrir ykkur að gera ekkert.” Sagði hann í viðvörunar tón.
Þær lofuðu öllu fögru og maðurinn hraðaði sér upp aftur. Eve gaf Lucy tvo þumla upp og Steph sló á útrétta hendi hennar. “Hvað heitir rottan þín annars?” hvíslaði hún í spaugsömum tón.
”Þorgerður!” kallaði Lucy útí myrkrið og átti bágt með að kæfa hláturinn. Eve og Steph horfðu spurnar augum hvor á aðra.
”Þorgerður mín, komdu hér!” kallaði Lucy aftur.
”Lucy, hvað í andskotanum er-“, Steph hikaði “ ‘thogedúr’?”
Lucy sprakk úr hlátri en breytti því í hósta í snatri. “ Aha! Þarna ertu Þorgerður! Óþæga rotta, komdu til mömmu!”
Steph gekk að útihurðinni, lokaði henni og læsti. Þær skiptust á bendingum og læddust svo ofur hljótt í átt að búðarborðinu. Þær fóru í gegnum hurðina, lokuðu henni hljóðlega á eftir sér og læddust niður í kjallarann. Þar opnuðu þær hlerann og smeygðu sér niður hver á fætur annarri.
Þegar þær voru hálfnaðar eftir göngunum spurði Steph, sem hélt utan um axlirnar á Eve og dró hana áfram;
”Lu, hvað er eiginlega, þetta, æjji þetta tho eitthvað sem þú sagðir?”
”Æjji, bara íslenskt nafn,” svaraði Lucy og hló, “og ekki thogedúr, Þorgerður. Þþþorgerððður”
”Thorgerðdúr?” reyndi Steph vongóð.
”Já, eitthvað í þá áttina.” Svaraði Lucy og glotti með sjálfri sér.
Þegar vinkonurnar loksins komu að útganginum aftur flýttu þær sér upp og læddust svo af stað uppí Gryffindor turn.
Heppnin virtist vera með þeim í kvöld, þær rákust hvorki á Filch, Peeves né neinn kennara nema þegar þær voru hálfnaðar með stigann upp að málverkinu af Feitu konunni, þá mættu þær frú Norris. En þær flýttu sér bara inn áður en hún hefði tíma til að ná í sinn heittelskaða Filch. Feita konan var reyndar ekkert ánægð með að vera vakin og skaut að þeim “Af hverju getiði aldrei bara sofið á nóttunni einsog krakkarnir í Huffelpuff og Ravenclaw?”
Þær svöruðu henni ekki.
Setustofan var tóm, enda klukkan farin að ganga eitt. Þegar þær komu uppí svefnálmuna voru Katie og Meredith báðar sofnaðar.
Lucy fór úr fötunum og í hlý náttfötin. Hún lét sig falla á rúmið, sem hún sá svo að var ekki góð hugmynd þar sem kústurinn hennar var undir rúmteppinu, hvað sem hann var að gera þar.
Hún tók hann upp og reisti uppvið veggin, skreið því næst undir sængina og grúfði sig ofan í alla fjóra koddana.
”Góða nótt,” muldraði hún. Eve og Steph muldruðu eitthvað svipað til baka.