Sorry hvað það er langt síðan síðasti kafli kom en ég hef bara ekki verið alveg í skapi til að skrifa spunann upp á sikastið, má í raun kenna leti um það að hann hefur ekki komið fyrr, en hér er hann allavega..





7.kafli. Tuttugu og tveir fiskar í hendi eru betri en þrír hnífar í maga..


Dagarnir liðu, tilbreytingarlausir en skemmtilegir, ég vann í búðinni með Fred og George, lærði talsvert meira af þeim og hitti Tiger eftir á. Tiger keypti sér meðal annars haförn sem hún kallaði Moontheu og ætlaði að þjálfa hana sem póst “uglu”, við vorum farnar að þekkja Skástræti og nágrenni mjög vel, líklega betur en nokkur annar. Þegar Skástræti var orðið fremur tilgangslaust tókum við smá steina, umbreyttum þeim í muggapeninga, klæddumst nokkuð venjulegum fötum og héldum útfyrir. Eftir á að hyggja var þetta kannski ekkert sniðugt, en þar sem ég hafði getað fallið alveg ágætlega inn í Hlykkjasundi gleymdi ég alveg að segja Tiger nauðsynlega hluti um muggahverfin.

Við vorum ekki komnar langt þegar við mættum sjö skikkjuklæddum manneskjum, líklega nokkrum árum eldri en við, en áður en ég náði að stoppa Tiger og segja henni að þetta væri líklega bara einhver goth hópur fór hún til þeirra.

,,Hvað eruði að hugsa? Að láta muggana sjá ykkur svona? Kenndi mamma ykkar ykkur ekki betur? Ætliði að koma upp um okkur öll? Hvað geriði næst? Leggið álög á alla muggana hérna? Er ekki allt í lagi með ykkur?!“ öskraði Tiger um leið og hún gat verið viss um að þau heyrðu í henni. Vitanlega skildu krakkarnir ekkert í henni og rifu kjaft til baka, ég varð að gera eitthvað annars myndi þetta bara enda með slagsmálum. Ég fann gömlu gaddaólina mína sem ég var enn með í vasanum, skellti henni utanum hnúann á mér, ef þetta yrði slagur yrði hann að leysast fljótt svo Tiger tæki ekki upp sprotann og gerði eitthvað fleira heimskulegt. Vissulega var mér sagt að skipta mér ekki að því sem mér kæmi ekki við, en það næsta sem sá hinn sami vissi voru gaddarnir við hálsinn á honum, yndislegt hvað maður hafði haldið uppá hvassa gadda þó meiri ”goth“ hafi maður aldrei verið. Gaurinn bakkaði aðeins, Tieo rauk í lappirnar á honum og ég mundi eftir litla minnisgaldrinum sem hafði bjargað okkur áður. Var snögg að sleppa honum, hugsaði þuluna eins skýrt og ég gat þar sem muggana í kring mátti ekki gruna neitt, einbeitti mér að þeim öllum og andartaki seinna mundi enginn þeirra eftir okkur. Ég heyrði samt á samtali þeirra þegar ég dró Tiger í burtu, svo hún myndi ekki missa neitt fleira útúr sér, að þau mundu eitthvað eftir þessu þó óljóst væri líklega eins og það hefði gerst nokrum dögum áður en það varð að hafa það.
,,Hey mig langaði að tala við þau, þau geta ekki gengið svona kæruleysislega um…”

Ég reyndi að útskýra hlutina fyrir Tiger, þegar hún loksins skildi mig þá hneykslaðist hún talsvert á þessum rugluðu muggum. Við þvældumst vandræðalaust um og skoðuðum búðir eftir þetta, ég fann litla gaddaól á Tieo sem átti líklega að vera armband og keypti langan keðjutaum með. En nokkrum dögum seinna vorum við farnar að þekkja muggahverfin álíka vel og Skástræti, í raun og veru var okkur farið að hlakka til að komast í skólann.

Tiger var alltaf að lenda uppá kant við föður sinn þar sem honum fannst ég ekki alveg viðeigandi félagskapur fyrir dóttur hans, umgekkst blóðníðingavini eins og Weasley fólkið. En Tiger var alveg sama, það reyndi samt talsvert á þolinmæði föður hennar þegar hún bauð mér í afmælið sitt, í veislu sem hann bauð eiginlega bara vinum sínum og börnum þeirra, allt fólk með tandurhreint blóð. En líklega er það þess vegna sem engan grunaði neitt og ég virtist falla alveg ágætlega í hópinn, herra Soprano til mikills léttirs. En Tieo hafði hins vegar talsverða ánægju af því að hrekkja gestina, lék hinn fullkomna varðhund ef litið var framhjá þeirri staðreynd að hún var kanína, og það fremur lítil. En þar sem fólk var ekki vant henni vék það flest ósjálfrátt fyrir henni, undantekningin var strákur á aldur við mig, hann dró fram sprotann sinn og ógnaði kanínunni með honum. Þá greip ég í dýrið og stoppaði hana af.
,,Þú afsakar vonandi Tieo, hún er mjög óvön svona mörgu fólki, ég er Dartanía Derów og þetta er varðhundurinn minn af Síams kanínu ætt, Tieo, hún telur sig vera Schafer.“ Útskýrði ég eins og ekkert væri eðlilegra, um leið og ég setti kanínuna í ól. Þar sem ég hafði átt hana nánast síðan ég mundi eftir mér þá fannst mér þetta einhvernvegin allt svo eðlilegt.

Strákurinn kynnti sig sem Draco Malfoy og reyndist vera ágætis félagskapur þó hann væri fremur sjálfum glaður, þegar hann ályktaði að ég hefði verið í Protro deild Durmstrang með Tiger þá var ég ekkert að leiðrétta hann en sagðist fara með henni í Hogwarts í ár. Þá fór hann að segja mér sögur þaðan margar hverjar um hvað hann hataði Potter og skemmti ég mér mjög vel, ákvað að vera ekkert að segja honum að ég þekkti Harry alveg ágætlega. Ég kynntist nokkrum fleirum krökkum þarna sem öll voru í Slytherin, en voru fæst upplífgandi félagskapur svona við fyrstu sýn.

Svo kom að því, dagurinn sem við höfðum beðið eftir, loksins vorum við að fara í skólann og mér fannst það hálf skammarlegt að vera farin að hlakka til. Við vorum með þrem stelpum sem við þekktum ekki í klefa, en komumst fljótlega að því að þær hétu Lavander Brown, Parvati og Padma Patil. Eftir örskamma stund fórum við í skólaskikkjurnar og fórum að þvælast milli klefa. Það sem kom mér mest á óvart var að maður var farinn að þekkja flesta nemendurna úr búðinni og af þvælingi um Skástræti, vissulega vantaði stöku nöfn uppá en annars kannaðist ég við flesta. Þegar við mættum norn með söluvagn náði ég mér í smá birgðir af fjöldabragðbaunum fyrir Tieo auk nokkurra súkkulaðifroska en þeim hafði ég byrjað að safna þá um sumarið, þó Tiger vildi meina að þetta yrði bráðum úrelt.

Þegar við ákváðum að fara aftur inn í klefann okkar þá fór ég að skoða nýju spjöldin. Nokkur þeirra hafði ég aldrei séð áður eins og t.d. Merlín, Glópa-Glám, betur þekktan sem Glópa-Lán, frægasta Glefsi sögunnar en áður en hann náðist beit hann yfir 7000 manns og vegna félags til verndar hálfúlfa var hann ekki líflátinn heldur voru fjarlægðar úr honum tennurnar. Hann dó þó ekki ráðalaus og fékk sér gervitennur! Að lokum var hann aflífaður í ”sjálfsvörn“ vegna stjórnleysis… og að lokum fékk ég Tómas einnig kallaðan Tanna, Tanni var sérvitur vampíra, hann beit eingöngu ”Hina útvöldu“ en hann dó ungur… úr hungri! Kom það ekki verulega á óvart?

Þegar lestin stoppaði fórum við í vagna sem voru dregnir af fallegum en undarlegum ”hestum“, og afhverju sá Tiger þá ekki? Þetta ruglaði mig talsvert. En þegar við komum inn kom Minerva McGonagall, meðlimur í reglunni sem reyndist eining vera aðstoðarskólastjóri Hogwarts. Hún virkaði ætíð fremur ströng og einhvernvegin gat ég trúað því að maður gæti tekið upp á að læra í tímum hjá henni. Hún vísaði okkur Tiger inn á skrifstofu sína, varð víst að tala eitthvað við okkur, voðalegt vesen var fólk að gera úr þessu. Nýir krakkar höfðu alltaf verið að koma í gamla skólann minn og aldrei pælt meira í því.

Hún spurði okkur ótal skrítinna spurninga og sagði svo að líklega myndi vera best að láta okkur prufa bæði Slytherin og Gryffindor, þar sem það væri líklega erfitt að koma svona seint inn í heimavistirnar. Moonþea var send í ugluturnin, en hún virtist ekki alveg viss um hvað gera skyldi við Tieo, kanínur voru víst ekki alveg á listanum yfir leyfileg gæludýr í skólanum en þangað til frekari ákvörðun yrði tekin um það yrði hún að vera hjá einhverjum skógarverði sem hét Hagrid. Sú var vongóð, þessi Hagrid yrði þá líklega að vinna þó nokkra yfirvinnu. Tieo var nefnilega ekki auðveld viðfangs ef ég var ekki á staðnum. Tieo átti að bíða úti eftir honum en eins og ég bjóst við, gat Tieo ekki beðið fyrir utan og elti okkur inn.

Við settumst með Griffindornemunum og eftir svolitla stund kom inn stæðsti maður sem ég hafði á ævi minni séð, afhverju datt mér í hug risi? Hann settist við kennara borðið og einhver sagði mér að þetta væri Hagrid. Ég vissi samstundis að ef einhver annar en ég réði við Tieo, þá væri það hann. Ég útskýrði í flýti fyrir Tieo að hún ætti að fara til hans og hlýða honum, hve mikið hún skyldi af því vissi ég ekki, en hún hlýddi allavega svo ég pældi ekki meira í því og fékk mér að borða.

Allt kvöldið vorum við Tiger að reyna að útskýra hvers vegna við værum að byrja svona seint í skólanum og mikið vorum við fegnar þegar vinkona Rons, Hermione sem var umsjónarmaður skipaði öllum að fara að sofa. Það síðasta sem ég heyrði þetta kvöld var þegar Tieo kom trítlandi inn og skreið til fóta hjá mér. Þá hugsaði ég með mér aftur, ”sú var vongóð", Tieo myndi aldrei fallast á að sofa á ókunnugum stað með ókunnugri manneskju.
-