Lífið? 1. kafli

Penny, Amanda,Andros og Phineas eru að byrja á 5 árinu sínu í Hogwarts, Penny er dökkhærð og meðalhá, Amanda er ljóshærð og pínu lágvaxin, Andros er dökkhærður með brún augu og frekar hávaxin og Phinneas er ljósdökkhærður og meðalhár. Sagan gerist 3 árum eftir að James, Sirius og lily kláruðu skólann. og nú er hún komin í lestina og búin að koma sér fyrir í klefanum með Amöndu.

Penny sat við gluggan og sagði:
“ er Finnan búin að vera að gera þig brjálaða í sumar?” og hló
“ úff já guð hvað þú ert heppin að eiga ekki yngri bræður Penny”
haha þær sátu þarna og töluðu allan tímann á meðan að lestin færðist hægt og hægt nær Hogwarts og þegar að þær sáu í ljósin frá Hogsmade þá skiptu þær yfir í skikkjurnar. Það var grenjandi rigning þegar að þær stigu út úr lestinni og þá heyrðu þær kunnuglega rödd Hagrids kalla
“Fyrsta árs nemar hingað!”
Þær fundu sér tóman vagn og þegar að vagnarnir voru að leggja af stað stukku Andros og Pinneas upp í vagninn en þeir voru jafngamlir þeim og voru líka á Griffindor. (satt að segja hafði Penny alltaf verið hrifin af Androsi)
“Sælar stelpur” sagði Andros “ er ykkur ekki sama þó að við sitjum í með ykkur?” “jújú” sögðu þær báðar í kór.
Þau fóru að spjalla um sumarið og fóru svo að koma með uppástungur um hvernig væri hægt að sigra Voldemort en þau voru öll sammála um að þesssr hugmyndir voru fáranlegri en allt og þau sátu í hláturskasti þangað til að vagnin staðnæmdist fyrir utan dyrnar svo að þau flýttu sér inn til þess að verða ekki allveg rennandi blaut
“úff ekki öfunda ég 1. árs nemana núna haha” sagði Phinneas þegar að þau settust við Griffindor borðið
“Guð ég hef ekki verið svona svöng í mörg ár” stundi Amanda enn hún hafði aðeins rétt sleppt orðinu þegar að McGonnagal gekk inn í salinn með hattinn og stólinn í höndunum og allir 1. árs nemarnir í einfaldri röð á eftir henni, hún lagði frá sér hattinn á stólinn og tók upp nafnalista og kallaði Andreu Akkerman fyrsta upp, þegar að aumingja stelpan hafði sett upp hattinn og ætlaði að setjast á stólinn settist hún of langt aftur og datt aftur fyrir sig
“Hufflepuff” öskraði hatturinn
og greyið stelpan gekk að hufflepuff borðinu, rauð eins og tómatur í framan og settist niður en rak sig í diskinn svo að hann datt með háum skarkala niður á gólf og allir fóru að hlægja að henni.
Flokkunin gekk hratt og um leið og hatturinn hafði lokið við að flokka Trinu Zefner í Griffindor stóð Dumbledor upp og sagði:
“ Velkomin öllsömul í enn eitt skólaárið hér í Hogwarts, Eins og þið kannski vitið þá hefur Voldemort eflst heilmikið í sumar og mörg ykkar hafa misst ástvini af hans völdum en á þessum myrku tímum hef ég ekkert annað að segja ykkur en að standa saman, gjörið þið svo vel og troðið ykkur út”
“ef að við eigum að fara að berjast við hliðina á Pondusi eða Fionu eða Tirenu þá veit ég ekki hvað, því að það á aldrei eftir að gerast” hreytti Penny út úr sér
Pondus er strákur á sama ári og þær en hann er í slytherin Fiona og Tirena elta hann hvert fótmál og ganga alltaf í eins fötum.
“ahh matur loksins” sagði Amanda þegar að fötin fylltust af mat og þær byrjuðu að troða sig út.
“það mætti halda að þið hefðuð ekki fengið mat í mörg ár” sagði Andros og hló að þeim stöllum
“segir sá sem þarf tvo diska” sagði Penny með troðfullan munnin
Andros leit niður og sá að hann hafðui verið að skófla kjúklingalærum á tvo diska.
“ hverjir urðu umsjónar menn á Griffindor?” spurði Penny
“uuu ég held að Miranda hafi fengið stelpu merkið en hver fékk strákamerkið?” sagði Amanda
“ það var minn kæri bróðir Asteras” stundi Phinneas (þeir eru tvíburabræður og semur ekkert sérstaklega vel) “hann er búin að vera allveg óþolandi síðan að hann fékk merkið, lætur það ekki frá sér og er alltaf að pússa það”
Þau sátu og töluðu um yngri systkin en Andros hafði verið óvenju þögull og þegar að Penny fann allt í einu að Andros strauk yfir bakið á henni, hún leit á hann og hann blikkaði hana og rétti henni miða sem á stóð

ÉG SAKNAÐI ÞÍN MIKIÐ Í SUMAR, TALA VIÐ ÞIG Á EFTIR…

Hún fann hvernig roðinn hljóp framm í kinnarnar og hjartað fór á milljón,
“hvað er að þér Penny? Afhverju ertu svona rjóð?” spurði Amanda stríðnislega
Penny leit á Andros og hann sendi henni augnaráð sem sagði að hún ætti ekki að segja neitt þannig að hún sagði:
“æ mér er bara svo heitt, og sjáðu bara kökurnar eru komnar” og bjargaði sér fyrir horn.

Þegar að hún var komin upp í himnasængina sína um kvöldið þá fór hún að hugsa hún heyrði að Miranda var að skrifa eitthvað og Sandra hraut eins og svín en Amanda var enn að raða fötum í skápinn sinn, Tjöldin á himnasænginni hennar voru lokuð og hún hafði loksins tíma til þess skrifa í dagbókina sína um það sem að hafði gerst um kvöldið:

Þegar að veislan var búin, fórum við öll saman upp enn á leiðinni dró Andros mig út úr hópnum og fór með mig inn í stigagang sem að ég hafði ekki tekið eftir áður út af því að það var stórt veggteppi fyrir opinu. Hann settist niður í eina tröppuna og benti mér á að setjast við hliðina á sér,
“ég er búin að bíða eftir því að komast aftur í skólan til þess að geta talað við þig, Sossear litli bróðir minn dó í sumar rétt eftir að skólinn kláraðist, hann hefði átt að byrja í Hogwarts núna í haust, hann var búin að hlakka svo til”
tárin voru farin að renna niður kinnar hans svo að ég tók utan um hann og leyfði honum að gráta á öxlinni minnii, hann sagði líka að hann hafi ekki getað talað við neinn um þetta af því að hann var hræddur um að þau myndu hlægja að honum, en hann vissi að það myndi ég aldrei gera. Við sátum þarna tvö ein lengi að tala og gráta saman og fórum svo upp í setustofu.

Afhverju rérðst Voldemort á saklaus börn, hún mundi eftir Sosserasi síðan á lestarstöðinni í fyrra vor, hún mundi eftir hvað hann var glaður að sjá bróður sinn aftur hann var allveg eins og Andros dökkhærður með græn augu.
Hún sofnaði út frá þessum hugsunum og vaknaði ekki fyrr en að vekjaraklukkan hennar Amöndu hringdi.
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3