Eins og allir Harry Potter aðdáendur vita var Voldemort, fyrir skömmu, kosinn besta/versta illmenni bókmenntanna meðal lesenda Big Bad Read. J.K. gaf sér tíma frá fjölskyldu sinni og sjöundu bókinni (hvernig dirfist hún!) til þess að segja nokkur orð við þetta tækifæri. Ég er ekki vanur að skrifa grein sem er bara bein þýðing en mér þótti þetta bara vera þess virði, og allur textinn fór næstum framhjá mér, og fyrir okkur aðdáendur J.K. viljum við alls ekki missa af neinu sem þessi snillingur segir þannig að hér kemur þýðing á yfirlýsingu hennar sem Bloomsbury gaf út, upprunalegan textann má finna hér http://www.the-leaky-cauldron.org/index.php?articleID=9032

“Ég er upp með mér, meir en orð fá lýst að Voldemort skuli hafa verið kosinn mesta illmennið í Big Bad Read könnuninni. Ég er ekki viss hvernig hann mundi bregðast við ef hann kæmist að því að hann hafi unnið mugga óvinsældar könnun. Eflaust með blöndu ánægju vegna þess að þið viðurkennið mátt hans og megin, hinsvegar með reiði vegna skammleysis ykkar að nota hans rétta nafn. Höfundur hans er hinsvegar hæst ánægð.

Mér þykir það leitt að ég get ekki verið með ykkur persónulega í þessum fögnuði þess illa í bókmenntum, en Voldemort krefst stöðugrar athygli núna þar sem hans illu áætlanir eru að verða að veruleika í öllu sínu veldi. Ég vona að þau ykkar sem kusu hann í könnuninni munuð njóta þess að lesa um hann í bók sjö, þar sem hann fær loksins það fótapláss sem hann hefur beðið eftir öll sín ár í útlegð.

Mér hefur alltaf fundist einföld illmenni vera lélegar hetjur og fannst alltaf að Harry ætti skilið að fá lúxus illmenni, svo ég hef gert mitt besta til þess að gera Voldemort að raunverulegri persónu, þrátt fyrir rauð augu og snáka nasir. Hann er vissulega ástæða þess að bækurnar eru oft bannaðar, en ég stend fast á því að við þurfum á hinum ímynduðu illmennum að halda til þess að búa okur undir þau sem við þurfum að takast á við í raunveruleikanum.

Voldemort leiðir framúrskarandi lista, ég nýt þess að sjá hann fyrir mér sitjandi við háborð á meðan Sauron, Lex Luther og frú Coulter stara á hann, bíðandi þess að velta honum úr sessi. Þangað til, þaka ykkur aftur, fyrir hans hönd og mína, fyrir þennan mikla heiður.

J.K.Rowling “

Það er ekki annað hægt en að dást að henni!! Ef ég gæti valið hvort ég vildi hitta Harry Potter eða J.K.Rowling yrði ég að velja hana. Hún er drottning mín og hetja, bæði fyrir það sem hún skrifar og fyrir það hvernig persóna hún er. Örlát, fyndin, hógvær og með gildi sín á hreinu.
Voldemort is my past, present and future.