Sko ég er búinn að vera að spá í Helkrossana síðan ég kláraði 6.bókina (fyrir löngu) og ég var fyrir stuttu að skoða mjög mikið úr bókinni og er búinn að fatta að:

Helkross 1 er= Dagbók Voldemorts (sem Harry eyddi í annari bókinni.

Helkross 2 er= Hringurinn (sem Dumbledore eyddi eftir að hann fann hann í rústum Gaunt fjölskyldunnar, höndin visnaði o.fl.).

Helkross 3 er= Nisti Slytherins (sem R.A.B. fann á undan Harry og Dumbledore í hellinum og hann sagði í bréfinu að hann ætlaði að eyða honum um leið og hann gæti).

Helkross 4 er= Hufflepuff bikarinn (Dumbledore og Harry töldu bikarinn vera einn helkrossanna en það er samt ekki víst hvort að hann sé í alvöru helkross, ófundinn og ekki búið að eyða honum.

Helkross 5 er= Nagini (slanga Voldemorts, örugglega það eina sem honum þykir eitthvað vænt um, Dumbledore og Harry töldu Nagini vera helkross en það er samt ekki víst hvort slangan sé í alvöru helkross en það er samt líklegt). :/

Helkross 6 er= Hlutur frá annaðhvort Gryffindor eða Ravenclaw (Dumbledor sagði, á bls. 416 í ísl. gerðinni, að Voldemort veldi sér merka, sögulega hluti eins og nisti Slytherins, bikar Hufflepuff, hringurinn o.fl. og að það gæti verið að einn helkrossanna sé eitthvað úr eigu Gryffindor eða Ravenclaw en Dumbledor átti eina hlutinn sem vitað var um úr eigu Gryffindor, sverðið, þannig að það er líklegra að hluturinn var í eigu Ravenclaw, ekki er vitað hver hluturinn gæti verið).

Helkross 7 er= Síðasti partur sálarinnar (sjöundi partur sálarinnar er í sjálfum Voldemort og honum þarf að eyða síðast - með því að drepa sjálfan Voldemort)

sorrý ef það voru eitthverjar stafsetningarvillur í þessu, endilega segja hvað ykkur fannst =)

Takk fyrir mig - KV.Twinzie
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"