Potter.
Nú fórstu formlega yfir strikið í aulaskap. Ritgerðin þín var hræðileg.
Þú mætir í aukatíma niður í dýflissurnar klukkan átta annað kvöld.
Professor Snape


‘Frábært’ sagði Harry ofur hressri röddu og drap eitt af peðunum hans Rons.
‘Hvað?’ spurði Hermione og leit uppúr bókinni Hundraðtuttuguogfjórar leiðir til að tína fjögurralaufasmára og mismunandi áhrif hans í seiðagerð eftir tímasetningu tínslunnar.
‘Snape vill fá mig í aukatíma á morgun’ svaraði Harry i sömu ofur hressu röddinni.
‘Nei, þú segir ekki?’ heyrðist einhver segja fyrir aftan þau. Þau litu við og sáu þar George Weasley standa brosandi ásamt Fred, sem hélt á alveg eins pergamentsrúllu í hendinni og Harry hafði fengið áður. ‘Minn elskulegi bróðir var að fá nákvæmlega eins beiðni’ svaraði George spyrjandi svipum þríeykisins.
*I*

‘Hvað gerðir þú?’ spurði Fred í samræðu tón þegar þeir gengu niður tröppurnar sem lágu að dýflissu Snapes.
‘Skilaði ritgerð um tunglstein þegar hún átti að fjalla um blóðgresi.’
‘Ahh… Ég skilaði alls engri ritgerð. Og hef í rauninn ekki gert það undanfarin misseri.’
Skyndilega rétti Fred handlegginn út með þeim afleiðingum að Harry gekk á hann.
‘Ái, hvað er að þér?’ Spurði Harry og nuddaði auma bringuna.
‘Shh… ’sussaði Fred. ‘Heyriru ekki?’
Harry lagði við hlustir og eftir smá stund heyrði hann kæfð hljóð berast einhverstaðar úr hjarta dýflissanna. Þeir litu hvor á annann og kinkuðu kolli. Þeir fetuðu sig hljóðlega eftir ganginum, framhjá dýflissunni hans Snapes þangað til þeir voru komnir á svæði sem þeir höfðu aldrei komið áður. Því lengra sem þeir fóru, því greinilegri urðu hljóðin. Þegar þeir höfðu þrætt endalausa rangala í að virtist klukkustund fundu þeir sig fyrir framan fúna og aumingjalega viðarhurð. Nú heyrðu þeir greinilega að þetta voru högg og barsmíðar á hurðinni og svo heyrðu þeir líka kvennmannsrödd kalla á hjálp. Þeir litu aftur hvor á annann og Fred teygði sig í hurðarhúninn. Hurðin opnaðist og Fred steig inn. Harry fylgdi fast á eftir. Það var eins og hurðin væri með hurðapumpu eins og muggarnir nota, því hún varð þung og Harry gat ekki annað en sleppt. Hurðin skall aftur og kolniða myrkur ríkti í herberginu.
‘Ekki segja mér að þið hafið verð svo afspyrnu heimskir að loka hurðinni?!’ spurði ergileg kvenmannsrödd.
‘Ehh..Hún eiginlega, bara varð svo þung að ég varð að loka henni.’svaraði Harry vandræðalegur.
Þú! Ert þetta þú!’ spurði skræk kvennmannsrödd. Harry þekkti þessa rödd, en hann gat ekki trúað því að eigandi hennar væri staddur þarna.
‘Lumos’muldraði þriðja röddin, í þetta skipti karlmanns. Um leið áttuðu Fred og Harry sig og muldruðu báðir líka ‘Lumos’ Nú þegar ljós frá þremur sprotum lýstu upp lítið herbergið gátu Harry og Fred virt fyrir sér samkomuna sem fyrir var í dýflissunni.
Harry hafði aldrei á sinni annars viðburðaríku ævi séð jafn undarlegan hóp. Fyrir framan hann stóð engin önnur en Petunia Dursley, klædd í sitt fínasta púss með sinn allra strangasta svip. Upp við vegginn á móti hurðinni sat Narcissa Malfoy sem var frekar föl og tekin í andliti, og Harry sá ekki betur en hún væri kasólétt. Og uppvið vegginn hægra megin í dýflissunni sat Remus Lupin. Hann sýndist þreyttur, en núna var hann í frekar nýlegri skikkju en vanalega.
‘Þú? Þið? Hva…?’ stamaði Harry og benti á þremenningana til skiptis
‘Hæ Harry’ sagði Lupin og brosti þreytulega.
‘Hvað eruð þið að gera hér?’ hreytti Narcissa Malfoy út úr sér.
‘Við vorum á leiðinni í aukatíma hjá Snape, en ákváðum að líta við hjá ykkur í leiðinni.’ Svaraði Fred. Svipurinn sem kom á hann þegar þeir læddust um gangana áðan var alveg horfinn og sami gamli hrekkjaglampinn kominn í augun.
‘En þið? Hvernig komust þið hingað?’ spurði Harry.
Lupin andvarpaði og leit á Narcissu sem leit undan og strauk þaninn kviðinn.
‘Þið farið ekki lengra með þetta ef við segjum ykkur?’ spurði Lupin hvasst og leit á Harry og Fred.
‘Nei.’ Svöruðu þeir báðir í einu.
Lupin andvarpaði aftur. ‘Við vorum búin að mæla okkur mót hérna og ætluðum að hitta Albus.’ Byrjaði hann. ‘ Hann hefur eitthvað misskilið dagssetninguna og mætti ekki, og þessi hurð þarna er eitthvað dularfull því hún opnast ekki.’
‘Alohomora?’ spurði Fred vongóður.
‘Nei.’ Svaraði Lupin ‘ Þó hún virðist veikbyggð er ekki hægt að brjóta hana né lásinn upp. Við erum föst hér.’
‘En hvað, tilhvers ætluðuð þið að hittast hér? Og hvernig komst hún hingað?’ spurði Harry og henti höfðinu til í áttina að Petuniu frænku sem setti upp fýlusvip.
Lupin leit á Narcissu sem áfram forðaðist að horfa í augun á honum.
‘Ætli það sé þá ekki best að segja bara alla söguna frá A til Ö. Ef þið lofið að segja ekki sálu?’ sagði Lupin þreytulega.
‘Er það nauðsynlegt?’ spurði Narcissa
‘Já, þá láta þeir okkur í friði, það lítur út fyrir að við þurfum að eyða nokkrum tíma saman hér.’
Einhverskonar gremju urr heyrðist frá Petuniu.
‘Ég fór á Leka Seiðpottinn til að skemmta mér smávegis.’ Byrjaði Lupin aftur í rödd sem gaf það til kynna að hann vildi ljúka þessu eins fljótt og hægt var. ‘ Ég fékk mér nokkur glös af eldviskí-’ Narcissa hóstaði kröftuglega. ‘Ókei, slatta, af eldviskí. Heimurinn var orðinn all vel þokukenndur þegar Frú. Malfoy sligaði að borðinu sem ég sat við. Við pöntuðum fleiri glös af eldviskí og, tja, næst man ég eftir mér liggjandi í ókunnugu rúmi með dúndrandi höfuðverk. Ég var að deyja úr skömm og forðaði mér hið snarasta.’
Hláturinn sauð í Fred. ‘Bíddu, ertu að segja mér að þið…?’
‘Já, ætli það ekki.’ Sagði Lupin vandræðalega.
‘En hvað kemur hún þessu við?’ spurði Harry og nikkað Petuniu aftur. Það var þögn.
‘Ég get ekki átt barnihihihiiið!’ Grenjaði Narcissa allt í einu. Fred og Harry litu steinhissa hver á annann en Lupin virtist vera vanur þessu.
‘Svona Narcissa mín, alveg róleg’ sagði hann blíðlega og lagði höndina á öxlina á henni.
‘Ef Lucius kemst að þessu er ég dauhauhauhauuuuð! Hann sagði að hann vildi ekki fleiri bööörn, og hann klihihihkkast ef hann fréttir af þessuuu!’ snökkti Narcissa.
Harry hefði aldrei getað ýmindað sér Narcissu Malfoy grátandi.
En verða konur ekki sérstakelga tilfinningasamar þegar þær eru óléttar?
Harry fannst þetta frekar fyndið, en vildi ekki láta það í ljós af virðingu við Lupin.
‘Ég vil fá það á hreint að það voru í rauninni ekki við sem gerðum þetta, heldur áfengið. Og það að ég sé virkilega eftir þessu.’ Ítrekaði Lupin
‘Já, það er skilið.’ Svaraði Harry, ‘ En þið hafið enn ekki útskýrt hvað hún kemur málinu við.’
Narcissa muldraði eitthvað óskiljanlegt og grét enn hærra.
‘Af augljósum aðstæðum getur Frú. Malfoy ekki átt barnið. Við töluðum við Dumbledore og hann lagði til að við hefðum samband við Frú. Dursley. Hana og mann hennar hafði lengi langað í annað barn og þau ákváðu að ættleiða barn Frú. Malfoy.’
Harry opnaði og lokaði munninum eins og fiskur. Þetta var svo ótrúlegt að það var ekki einu sinni fyndið lengur.
Fred ræskti sig og gekk að Lupin ‘Til hamingju.’ Sagði hann glaðlega og tók í hendina á honum. ‘,Frú.’ Sagði hann svo og gekk að Narcissu sem leit á hann með vanþókknunarsvip í gegnum tárin.
‘Jæja, þá er allt komið á hreint.’ Sagði Lupin og galdraði fram fimm mjúka svefnpoka og eina dýnu. Hann útbýtti svefnpokunum og kom dýnunni fyrir við hliðina á Narcissu. Hún muldraði einhver þakkar orð og kom sér fyrir á dýnunni. Lupin sveiflaði sprotanum aftur og fimm fjólublári púðar birtust. Enn ein svefla sprotans og notalegur eldur kviknaði í miðri dýflissunni.
‘Fyrst við verðum að vera hérna, af hverju ekki að hafa það notalegt?’
‘Frú. Dursley, hvað ætlið þið maðurinn þinn að láta barnið heita?’ spurði Fred kurteislega.
‘Ef það verður stelpa; Dorothea, ef strákur; Dorotheus.’ Svaraði hún dreyminni röddu.
Harry svelgdist á munnvatni og hóstaði. Petunia frænka sendi honum baneitrað augnaráð.
‘Hvenær ætluðuð þið að hitta Dumbledore? Og, já, hvernig komust þið hingað?’ spurði Harry um klukkutíma eftir að þeir Fred höfðu mætt í dýflissuna.
‘Við ætluðum að hitta Dumbledore klukkan hálf níu í kvöld, en eins og ég sagði misskildi hann það eitthvað. Ég fór og náði í Frú. Dursley og við tilfluttumst hingað.’ Harry sá Petuniu frænku hrylla sig.
‘Harry, hvað heldurðu að Snape geri?’ spurði Fred korteri síðar.
‘Ætli hann láti okkur ekki fá eftirsetu.’
Þögnin var áþreifanleg og vandræðaleg.
‘Og hvernig, með leifi eigum við svo að losna héðan?’ Það var Petunia frænka sem hafði varpað fram þessari spurningu sem allir höfðu verið að velta fyrir sér undanfarna tvo tíma.
Lupin ræskti sig. ‘Ætli Dumbledore hafi ekki haldið að við ætluðum að hittast á morgun, við verðum bara að bíða eftir að hann komi hingað.’
‘En ef hann hefur misskilið þetta um viku?’ spurði Petunia gremjulega.
Lupin svaraði ekki.
Aftur ríkti þögn, en þessi var mettaðri af svefnhljóðum fólksins í dýflissunni.
Harry geyspaði og leit á úrið. Hálf tólf. Hann kúrði sig ofan í sefnpokann og hagræddi koddanum undir höfðinu. Hann heyrði þungan andardrátt Freds við hliðana á sér og sofnaði fljótt. Draumar hans voru undarlegir og byggðust helst á dansandi eldviskíflösku sem grenjaði eins og barn.
Hann vaknaði ekki aftur fyrr en klukkan tíu næsta morgun við að garnirnar í honum gauluðu.
‘Ég er að drepast úr hungri.’ Tilkynnti Fred, geyspaði og teygði sig.
‘Segjum tveir.’ Samsinnti Harry.
‘Nei, þrjú.’ Geyspaði Petunia frænka. (‘Hún er sammála mér, heimsmet.’ Hugsaði Harry)
‘Eða fjögur.’ Sagði Lupin, brosti skakkt og pírði augun mót eldinum sem enn snarkaði vinalega í miðju herberginu.
Eftir smástund mallaði egg og beikon á pönnu yfir eldinum.
‘Kakk, Lupin’ sagði Harry með fullan munninn.
‘Mmm…’ sagði Fred og Narcissa strauk kviðinn.
Eftir að hafa belgt sig úta af eggjum og beikoni settust Harry og Fred uppvið vegginn og létu sér leiðast. Petunia sat með lokuð augun uppvið vegg, Lupin starði útí loftið, en Narcissa lá á hliðinni á dýnunni sinni og gaf reglulega frá sér lágar stunur. Hún þjáðist af morgunógleði.
Þegar Harry og Fred voru komnir með ógeð á Frúnni í Hamborg þremur tímum eftir morgunmatinn lagði Lupin til að hann galdraði fram spil handa þeim. Þeir tóku vel í það, enda er ekki ýkja mikið skemmtanagildi í að sitja í dýflissu og leika Frúnna í Hamborg. Þeir buðuð dýflissufélögum sínum að vera með, en þeir afþökkuðu það pent.
Eftir fjóra tíma af spilamennsku var það orðið ljóst að Harry var betri en Fred í Olsen Olsen, en Fred bar höfuð og herðar yfir Harry í Hæ Gosa.
Klukkan sjö voru garnir hópsinns farnar að gaula aftur og Lupin galdraði fram kjötbollur.
‘Hvað ætlar Dumbledore að gera þegar hann kemur hingað?’ spurði Harry eftir matinn.
‘Hann ætlar að koma með pappíra sem við þurfum að undirrita og ganga frá öllu.’ Svaraði Lupin.
Klukkan átta tók Harry eftir að Narcissa var orðin krít kvít í framan.
‘Eh, Frú. Malfoy, er eitthvað að?’ spurði hann varfærnislega.
Hún leit á hann með skelfingu í augunum. Nú var komið að Lupin að fölna.
‘Er það að koma?’ spurði hann og röddin var óvenju skræk. Narcissa kinkaði kolli.
‘Það er ennþá langt á milli hríðanna, hvað er klukkan?’ spurði hún.
‘Klukkan er fimmtán mínútur yfir átta. Heldurðu að þetta verði komið fyrir hálf níu?’ Spurði Lupin órólegur.
‘Nei, nei.’ Svaraði Narcissa með fegins tón í röddinni.
Á slaginu hálf níu heyrði þau einhvern umgang við dyrnar. Allir spruttu á fætur, nema Narcissa. Þau stóðu í hóp við dyrnar líkt og krakkar að bíða eftir að komast í rússíabana.
Þegar Dumbledore opnaði dyrnar byrjuðu þau öll að tala í einu.
Dumbledore var hissa á svipinn, brosti svo og sagði rólega ‘ Vill einhver útskýra þetta fyrir mér. Rólega.’ Lupin tók það að sér og sagði Dumbledore frá veru þeirra í dýflissunni og því að Narcissa væri að því komin að fæða og það þyrfti að ná í fröken Pomfrey tafarlaust.
‘En af hverju fariði ekki bara með hana á Sankti Mungo?’ spurði Fred.
‘Það má enginn vita þetta, það veist þú.’ Svaraði Dumbledore. ‘Fred og Harry, vilduð þið nokkuð vera svo vænir að hlaupa upp og ná í fröken Pomfrey?’ spurði Dumbledore. Þeir jánkuðu því og hlupu af stað upp.
Þegar þeir komu útúr dýflissunni sáu þeir að Dumbledore hafði skilið eftir örþunnann sjálflýsandi þráð svo þau rötuðu upp aftur. Þeir fylgdu þræðinum þangað til þeir komu upp í anddyrið. Þaðan hlupu þeir uppí sjúkrahúsálmu.
Eftir nokkra mínútna útskýringar hraðaði fröken Pomfrey sér niður með strákunum.
Þegar þau voru aftur komin niður í dýflissuna var Dumbledore búinn að galdra fram sjúkrarúm þar sem Narcissa hvíldi nú og stundi.
‘Allir út, allir út’ sagði Fröken Pomfrey höstuglega og bandaði hendinni í áttina að dyrunum. Fred og Harry tóku þessu boði fegins hendi og hröðuðu sér út og uppí Gryffindorturn.
‘Þetta var nú meiri aukatíminn.’ Sagði Fred uppúr einns manns hljóði á leiðinni.
‘Já, það má nú segja.’

*I*

Þess má geta að Harry Potter og Fred Weasley héldu loforð sín og sögðu ekki neinum, ekki einu sinni J.K. Rowling frá þessum atburðum. Harry treisti aðeins mér, höfundi, fyrir þessum upplýsingum, en vildi ekki gefa upp hvenær þessir atburðir áttu sér stað.