Tvær manneskjur sitja hnípnar andspænis hvor annarri á gólfinu. Morgunbirtan sem kemur inn um dýflissugluggann lýsir upp döggina í gluggakistunni. Önnur starir með dreymnum augum fram fyrir sig á meðan hin starir sljóum augum. Hún er tekin í framan með svarta bauga undir augunum og hendur í skauti. Hin er aftur á móti byrjuð að veifa höndunum út í loftið.
,,Með því móti geta þeir ekki nálgast okkur. Pabbi sagði að þetta kallaðist að harmoníkuera óvininn,” útskýrir hún með dreymni röddu eins og þetta væri hinn heilagi sannleikur.
Hin svarar engu, horfir aðeins þreyttum augum á hana. Hún hrekkur við þegar ískuldi læðist eftir bakinu á henni og henni finnst eins og hún muni aldrei líta glaðan dag aftur. En þá tilfinningu hafði hún reyndar fengið um leið og í dýflissuna var komið. Hinni virðist líða eins og tekið er í handfangið á hurðinni. Þær líta báðar með erfiðismunum að dyrunum þegar hún er opnuð. Inn stíga tvær svartklæddar verur sem halda á milli sín unglingspilti. Hryglukenndur andardráttur berst frá honum. Verurnar henda honum út á mitt gólf og skella hurðinni.
,,Harry!” Raunamædda mannveran flýtir sér til hans og tekur utan um hann.
Hin situr grafkyrr.
Gleraugun hans eru mölbrotin og skökk á nefinu.
,,Repairo!”
Þau verða samstundis ný.
,,Hermione , þeir..náðu..þér..líka.”
Hermione skipar honum að hafa hægt um sig, allavega á meðan hann er að jafna sig.
,,Þeir náðu mér líka.” Tilkynnir hin mannvera skælbrosandi.
,,Luna Lovegood,” segir Harry aðeins og getur ekki stillt sig um að brosa. Hann hnígur þó strax í gólfið af sársauka.
,,Harry! Hvað hafa þeir eiginlega gert við þig?”
Hermione tekur um hökuna hans og lítur í augun.
Úr hennar eigin renna tár.
,,Aðeins kvalabölvunin..”
Hermioine grípur fyrir munninn af skelfingu.
,,Ásamt venjulegu muggaofbeldi. Hæðnislegt ekki satt? Að beita brögðum þeirra sem þeir hata?” Bætir Harry hæðnislega við.
,,Harry, þetta er alvarlegt mál.” Hermione setur hendurnar á mjaðmir, ströng á svip.
,,Þú veist að með því að hugsa jákvætt, þá getur gert áhrif þeirra að engu.”
Hermione lítur pirruð á Lunu og segir:,,Það eru vitsugur, vitleysingur.”
,,Það virkaði ekkert áðan.” Í fyrsta skipti virðist Luna vera örlítið særð.
,,,Það er heldur ekkert nóg að gera það, maður verður líka að fara með þuluna,” segir Hermione þreyttum rómi en á í erfiðleikum með að sjá fyrir sér Lunu óhamingjusama.
,,Ó, Harry þetta er alveg hræðilegt. Það er nógu erfitt að vitsugurnar skuli gæta klefana en þetta skuli eiga sér stað í okkar eigin skóla. Sem var okkur eins og heimili.” Hermione tekur utan um hann og brestur í grát.
Harry svarar engu, litur aðeins ákveðinn fram fyrir sig og spyr:,,Hvar er Ron?”
Hermione lítur upp á hann eins og hann myndi ekki kæra sig um svarið:,,Ó, Harry…”
Hún herðir sig þó upp og segir frá líkt hér væri um að ræða svar við venjulegri skólaspurningu en ekki lífsins:,,Voldemort setti bölvun á klefann. En auðvitað hafði hann ekkert fyrir að segja okkur frá því. Við urðum að komast að því sjálf.” Hún brestur aftur í grát og heldur áfram með grátklökkri röddu:,,Því miður varð það Ron sem sýndi okkur það. Og hann..HANN ER DÁINN HARRY!” Hún grúfir andlitið í öxl hans.
Harry starir fram fyrir sig. Hann trúir ekki eigin eyrum. Hann segir ekkert né spyr einskis en Hermione heldur áfram:,,Bölvunin virkar þannig að hver sá sem snertir innviði klefans deyr samstundis!”
Nú skyldi Harry af hverju Voldemort hafði ekki látið hann einan í klefa og af hverju hann hafði ekki drepið hann strax. Hann varð fyrst að vita þetta.
,,Þeir létu líkið hverfa Harry! Það er ekkert eftir sem minnir á hann! Segðu að þú hafir eytt síðasta helkrossinum! Segðu að þú getir myrt þessa veru sem hefur myrt svo marga aðra. Segðu að þú getir eytt honum!” Hermione hristir Harry líkt og hún sé vitstola.
Harry lítur aðeins niður fyrir sig. Forðast að líta í augu hennar.
Hermione sleppir honum og horfir skelfingu lostinn á hann.
,,Þeir náðu mér áður…Ég vissi ekki að hann yrði hér. Ég vissi ekkert hvar hann yrði. En ég vissi að síðasti helkrossinn var hér.” Harry lítur í augu hennar.
,,Ég vissi það líka,” segir Luna sem hefur fram til þess látið líta fyrir sér fara.
Þeim er öllum ískalt. Ekkert þeirra hafði verið nógu skynsamt til þess að taka með sér súkkulaðistykki á fund dráparana.
Út úr skugganum hleypur rotta yfir gólfið. Þau fylgjast öll með henni, eins og rottan hefði svörin við öllu. Rottan hyggst fara í holuna sína eins og venjulega en deyr samstundis sársaukafullum dauðdaga í dyragættinni. Þau horfa skelfingu lostinn á líkið. Á staðinn þar sem eitt sinn hafði verið sprelllifandi rotta en eftir verður ekkert nema reykjarmökkur. Að lokum er ekkert sem bendir til þess að líf hafi nokkru sinni verið þarna.
Það er eins og eitthvað breytist í augunum á Harry. Einhver æðisgenginn glampi kemur í þau og hann rýkur að klefadyrunum, áður en Hermione nær að átta sig. Hann grípur um rimlana og æpir:,,ÉG VIL BERJAST NÚNA! ÉG VIL EKKI BÍÐA! KOMDU EF ÞÚ HEFUR ÞAÐ SEM ÞARF!!!” En kemst ekki lengra því hann hnígur í gólfið af sársauka og sér aðeins svart. Það síðasta sem hann heyrir er öskur Hermioine og Lunu.
Við honum blasir þó nákvæmlega sami staður og hann hafði verið á. Nema miklu dimmra.
Hann stekkur upp og segir sigrihrósandi við forviða og útgrátnar stúlkurnar:,,Ha! Ég vissi að hann myndi ekki láta mig sleppa svona auðveldlega!” En verður svo hugsað til Rons og rekur upp reiðiöskur.
,,Harry, þú lást í öngviti í nokkra tíma. Við bjuggust við að þú myndir hverfa en þú gerðir það ekki. Harry, ég var dauðhrædd!” Þau sáu varla hvort annað í myrkrinu.
,,Já, Harry er nafn mitt,” segir hann glettnum rómi og þurrkar ryk af buxunum.
,,Hvernig geturðu gert grín á stundu sem þessari. Ron er dáinn!”
,,Já, en ég hitti hann sjálfsagt á morgun.”
Hermioine horfir undrandi á hann.
,,Ásamt foreldrum mínum, guðföður, Dumbledore og fleirum.”
Hermione segir ekkert. Augun segja allt.
,,En hann mun fara með mér, bara ekki á sama stað. Hvaða staður sem það svo sem er.”
Hermione segir aðeins:,,Morgun er eftir örfáa tíma vegna þess sem þú gerðir. Þú ættir að hvíla þig.”
Harry vissi að hann myndi ekki geta hvílt sig, fyrr en að þessu verki væri lokið. Aðalverkinu. Verkinu sem var tilgangur fæðingar hans. Hann hlýðir samt sem áður áhyggjufullu Hermione og leggst á gólfið.
,,Hermione mundu mig eins og ég var. En ekki eins og ég varð.”
Hermione lítur niður á hann og segir dapurlegum rómi:,,Ég skal gera það.”
,,Ég skal gera það líka, Harry,” segir Luna líkt og Harry muni aldrei vakna aftur.
Það var ekkert sem bendi til þess að fallegast dagur sumarsins væri í þann mund að renna upp.
Aftur í tekið í handfangið á hurðinni nema á öðrum degi. Aftur stíga inn svartklæddu verurnar sem auka á óhamingjutilfinningu þremenningana. Þær grípa í Harry og draga hann með sér út.
Það síðast sem Hermione og Luna heyra áður en hurðinni er lokað á framtíð þeirra, er ójarðnesk rödd sem segir:,,Upp er runnin nýr dagur en það mun ekki renna upp nýr dagur í lífi Harry Potter´s.”
Rosa Novella