Smásagnasamkeppni - Til hjálpar Dálítið stutt :S


Harry stundi og starði á dýflissuvegginn, hann trúði því vart að hann væri þarna. Hann lokaði augunum og hugsaði djúpt. Fótatak, einhver nálgaðist. Harry var farinn að þekkja þetta fótatak sem hið sérstaka fótatak Narcissu Malfoy. Hún hafði verið ráðin – tímabundið – sem skólastjóri og átti að vera út þetta ár.

Skammandi rödd hennar og eitthvað tuldur kom nær. Harry leit upp og sá Narcissu beina Cho Chang og Ginny inn í klefann. Hann leit feginn á Ginny sem virtist nokkuð ánægð með klefafélagann.

Narcissa lokaði klefadyrunum vandlega (hún trúði því að nemendur skömmuðust sín meira ef þeir þyrftu að segja öðrum frá gjörðum sínum, hún var ekkert svo slæm – þetta var yfirleitt mun skárra en ritgerð eða plokka eitthvað miður geðslegt).

Ginny settist við hlið Harry en Cho settist á móti þeim. Ginny spurði Harry af hverju hann hefði lent á þessum stað á þessum tíma. “Ég var með skrópnestisbox í töskunni og hún fattaði það þegar ég notaði gubbugottið í jurtafræði, Hagrid sagði að hann þyrfti að tala við mig”.

Hún andvarpaði og sagði: “Við Cho vorum að æfa varnargaldra – á göngunum, en það er víst bannað”, Þær roðnuðu báðar.

“Veistu ekkert af hverju Hagrid vildi tala við þig ? ”spurði Ginny.
“Ég fékk bréf frá honum, hann hafði grátið svo mikið á blaðið að eina orðið sem sást var Fjaðraskúfur.”
“Hver er Fjaðraskúfur?” spurði Cho hissa.
“Eh,” stundi Harry “hippógriffinn sem er uppáhaldið hans Hagrid.
“Æi, við verðum að hjálpa honum, við verðum búin hér um þrjúleitið og klukkan er ekki nema tvö, þannig að við ættum að ná því ef við flýtum okkur – það er að segja ef erindið verður ekki langt. Við megum ekki láta neitt koma fyrir Fjaðraskúf.”

Harry varð undrandi, “Þú þekkir hann ekki en vilt samt strax fara í björgunarleiðangur ?”
Cho svaraði um hæl: “dýr hafa fylgt fjölskyldu minni í margar áraraðir, við eigum Hippagriffin heima og ég gæti varla hugsað mér nokkuð dýr þjást.”

Ginny leit á gamla klukku sem rétt svo hékk á veggnum handan rimlanna, “Eigum við ekki að fara að flýta okkur? Í stað þess að spjalla.” Hún glotti og stóð upp.
Harry greip fram sprotann og lagði hann upp að lásnum “Alohamora” sagði hann blíðlega.
Harry leit á stelpurnar, þær flissuðu. “Harry minn, ertu farinn að tala við lása ?” spurði Ginny og brosti. “Umm, Alohamora virkar ekki á þennan lás nema að maður tali blíðlega til hans, aukaálög svo að við sleppum ekki auðveldlega.”

Þau hlupu hljóðlega út úr dýflissunni og út um útidyrnar. Harry andaði að sér ferska loftinu og hljóp svo af stað í átt að kofa Hagrid.

Hagrid sat á tröppunum með andlitið falið í gríðarstórum höndunum. Harry náði fyrstur til hans og klappaði létt á öxlina á honum, Hagrid leit upp, ráðþrota á svip, “Grágoggur hljóp út í skóg, ég get ekki farið þangað út af vinum Aragogs, en ég vil heldur ekki að þið farið inn í skóginn.” Hagrid snökti og bætti við : “Það er einn bleikur þarna, ég myndi fara á honum sjálfur en ég er allt of þungur til þess. Tvö ykkar geta verið á honum, en eitt verður að vera eftir.”

Harry sagðist strax ætla að fara og Cho umlaði eitthvað um að hún vildi vera eftir og tala við Hagrid.

Ginny gekk rólega með Harry að þeim bleika, þau hneygðu sig og hann hneygði sig glæsilega á móti.
Harry fór á bak og rétti Ginny hendina, þau flugu upp og reyndu að rýna niður.
Eftir smá stund fór hún að skellihlæja, hann leit á hana með spyrjandi svip. Ginny hélt áfram að hlæja en benti niður.

Harry hló með henni, fyrir neðan var Grágoggur, en ekki einn. Heldur með öðrum (líklega kvenkyns*) hippógriffin, þeir létu vel að hvorum öðrum og Harry gaf Bleikusi (eins og þau höfðu skírt hann) merki um að lenda.

Grágoggur þekkti þau og kom til þeirra, hinn fylgdi hikandi á eftir. Sá seinni var með löng augnhár og kvenlegur í útliti – Grágoggur var kominn á séns.

Þau flugu sjö saman aftur til Hagrid sem brosti og þakkaði þeim fyrir. Cho sagði: “Vitiði hvað klukkan er ?”. Þau svöruðu ekki svo að hún hélt áfram: “Fimm mínútur í !”

Þau hlupu móð og másandi að kastalanum. Þegar þau komu að dýflissunni stóð Narcissa fyrir utan dyrnar. “Sami tími á morgun, ég myndi bæta því við núna, en þið þurfið að borða til að vera dugleg á morgun.”

Ginny tók í hendina á Harry og gekk við hlið hans upp á vist. Ron og Hermione sátu í hægindastólum við arininn, voru greinilega að bíða. Setustofan var full af krökkum sem voru að læra heima eða spjalla.

Ginny andvarpaði og settist við hliðiná Harry í lítinn sófa á móti þeim. Ron leit upp en Harry sagði: “Aftur á morgun, ég veit ekki hvað er að þessari konu, hún hafði ekki hugmynd um hvað við vorum að gera. Vorum reyndar að hjálpa Hagrid með Grágogg.”

“Eigum við að kíkja á bókasafnið út af ritgerðinni úr töfradrykkjafræði ?” Hermione leit þreytulega á Harry og Ron sem samþykktu hljóðlega.