Lucia White – Undarlegir atburðir í Hogwart – 2. kafli

Það sem eftir var af sumarfríinu var fljótt að líða. Krakkarnir afdverguðu garðinn, spiluðu Quidditch, hittu vini og, í tilfelli Lucyar og Larrys, kláruðu heimanám.
Jake var mikið að vinna eins og alltaf, hann vann í Leyndardómastofnuninni í Galdramálaráðuneytinu, þannig að þau vissu ekkert hvað hann var að gera allann þennanna tíma. Hvað sem það nú var virtist það ganga vel, því hann kom alltaf heim úr vinnunni í góðu skapi. Þau fóru líka að taka eftir því að maginn á móður þeirra var farinn að stækka ískyggilega. Einn daginn gerði Loise það sem þau hafði öll langað til að gera undanfarið.
“Mamma, ertu ólétt?” Hún spurði að þessu algjörlega uppúr þurru við matarborðið eitt kvöldið. Lovísa lagði frá sér gaffalinn, leit á Jake sem brosti, og sagði svo:
“Já, það er kominn tími til að þið vitið þetta. Ég er ófrísk.” Hún brosti til krakkanna sem brostu glöð á móti.
“Til hamingju, við öll” sagði Larry og tók utan um móður sína þar sem hún sat við hliðiná honum.
“Hvað ertu komin langt á leið?” Lucy var himinlifandi. Hún elskaði lítil börn, og núna var Loise orðin ellefu ára þannig hún var alveg til í lítið systkini.
“Hún er komin svona fjóran og hálfan mánuð, er það ekki elskan?” Jake brosti og stakk uppí sig kartöflum.
“Jú, eitthvað um það bil.”
Þetta var kvöldið áður en þau áttu að fara til Hogwarts.
Þegar Lucy var komin uppí rúm lét hún hugann reika. Hún reiknaði það út að barnið myndi fæðast einhverntíman í bryjun næsta árs. Hún hlakkaði til. Hvort ætli það yrði strákur eða stelpa?
Hún horfði á koffortið sem stóð tilbúið við dyrnar og beið spennt eftir því að fá að fara í ferðalag aftur, eftir að hafa staðið inni í geymslu allt sumarið.
Hver ætli yrði nú nýji kennarinn þeirra í vörnum gegn myrku öflunum? Ekki Quirrell að minnsta kosti! Hann hafði verið fínn kennari, hann hafði bara þanna eina galla að hann var með höfuðið á Voldemort í hnakkanum.
Hann hafði dáið í lok síðustu annar þega hann reyndi að stela Viskusteininum fyrir meistara sinn, en Harry Potter stöðvaði hann. Þessi Harry Potter var ótrúlegur. Eitthvað hlaut nú að vera sérstakt við hann fyrst hann hafði komist undan Voldemort tvisvar, í fyrra skiptið eins árs og í seinna skiptið ellefu!
Jæja, þetta gekk ekki lengur, hún varð að fara að sofa ef hún ætlaði að geta vaknað í fyrramálið. Hún lokaði bláum augunum og lagðist á koddann.
“Góða nótt Sunny” muldraði hún áður en hún sofnaði.

***
Morgunverðurinn var ekki eins þægilegur og Lucy hefði kosið. Loise var alveg að farast úr spennu og rak stanslaust á eftir þeim.
Þegar Lucy teygði sig í aðra brauðsneið skammaði Loise hana og sagði að hún þyrfit ekki að borða svona mikið. Þega Lovísa greiddi á sér hárið sagði Loise að hún þyrfit þess ekkert, hún væri ekki að fara í lestina. Og þegar Jake ætlaði að fara að lesa blaðið var henni nóg boðið.
“Ætliði að fara til Kings Cross í dag eða ekki!” Hún horfði reiðilega á þau.
“Elsku Loise mín, vertu róleg. Þetta kemur allt.” Jake stóð upp og fór í ferðaskikkjuna. Hin þrjú gerðu það sama (Loise var löngu komin í sína).
Klukkan var tíu, og þau ætluðu að fara með flugdufti til vinar Jakes sem bjó bara steinsnar frá lestarstöðinni. Lovísa fór útí garð með koffortin þrjú og uglurnar og sendi þau til Toms. Tom McDouglas var pabbi vinkonu Lucyar sem var í sama árgangi og hún í Hogwart. Hún hét Eve og ætlaði að verða samferða þeim á King’s Cross.
Þegar Lucy þeyttist útúr arninum í stofu McDouglas fólksins sá hún að Eve var eitthvað stressuð.
“Það var mikið!” Sagði hún og kastaði ljósu hárinu til. “Klukkan er orðin hálf ellefu!”
“Ha? En hún var bara tíu rétt áðan!” Lucy leit á úrið og sá að það var hálf ellefu.
“Klukkan okkar heima hlýtur að vera vitlaus. Vonandi verða hin fljót á leiðinni!”
Lucy hafði farið fyrst, og vissi því ekkert hvað var að gerast heima. Loise hafði næstum gleymt að taka köttinn Klöru með, og hún þurfti að leita í fimmtán mínútur áður en hún fann hana að elta fugla útí garði.
Larry, Jake, Loise og Lovísa komu hvert á fætur öðru útúr arninum og útskýrðu í flýti.
“Við verðum að fara strax af stað!” Sagði Tom og leit áhyggjufullur á klukkuna.
“Hana vantar bara fimmtán mínútur í!”
“Já, eru koffortin ekki komin?” Lovísa var að dusta sót úr hárinu á Loise og gekk að hurðinni.
“Jú, þau eru útí garði.” Eve dró sitt eigið koffort að hurðinni og fór út.
Þau flýttu sér eins og þau gátu. Muggarnir horfðu hissa á sjö manneskjur með fjögur koffort, þrjár uglur og kettling hálf hlaupa eftir gangstéttinni og hverfa inní lestarstöðina.
“Hvað sumt fólk gat verið ruglað” Hugsaði það og keyrði framhjá.
Þegar þau geystust í áttina að brautarpalli níu og þremurfjórðu var þeim litið á klukkuna. Hana vantaði tvær mínútur í ellefu. Tom hljóp að veggnum og hvarf. Loise fór beint á eftir honum, hún var búin að kveðja foreldra sína og vildi ekki fyrir nokkra muni missa af lestinni.
Á meðan Lucy og Larry kvöddu foreldra sína í flýti hlupu Harry Potter og Ron Weasley í átt að veggnum, en KRASS! Þeir klesstu á. Þeir lágu á gólfinu með uglubúr og koffort ofan á sér.
“Guð, mamma, sjáðu, strákarnir komust ekki í gegn!” Lucy skildi ekki af hverju.
Nú stóðu Ron og Harry upp og flýttu sér í burtu. Þeir höfðu ekki tekið eftir hinum í óðagotinu.
“En það getur ekki verið!” Jake labbaði rösklega í áttina að veggnum sem skildi að brautarpalla níu og tíu með hendurnar fyrir sér, en, hann stoppaði bara á veggnum.
“Einhver hlýtur að hafa lokað innganginum” Lovísa horfið áhyggjufull á muggana sem voru farnir að veita þeim eftirtekt.
Larry, Lucy og Eve dæstu. Þetta skólaár ætlaði að byrja með stæl.
“Komiði krakkar, við verðum að fara út og senda Dumbledore uglu” Jake snéri vagninum hennar Loise við (hún hafði flýtt sér svo mikið að hún gleymdi honum) og þau fóru aftur út. Lovísa fékk blað og penna lánað í afgreiðslunni á leiðinni út og skrifaði bréf til Dumbledores sem útskýrði af hverju þau kæmu of seint. Síðan sendi hún Sunny með það. Sem betur fer hafði Loise farið strax á eftir Tom, annars hefði hún misst af flokkunar athöfninni.
Þau settust á bekk sem var fyrir utan og Lucy og Eve keyptu ís fyrir alla. Þau sátu svo í blíðunni, átu ís og töluðu saman á meðan þau biðu eftir bréfinu. Þau ræddu það fram og aftur hvað gæti hafa valdið því að þau komust ekki í geng en fundu ekkert líklegt svar.
Eftir u.þ.b. tvo klukkutíma kom brún eyrugla fljúgandi og settist á höfuðið á Lovísu.
Lovísa tók hana þaðan og losaði bréfið sem var bundið um fótinn á henni. Hún las það einu sinni yfir, en las það svo upphátt fyrir þau hin.

Kæra Lovísa!
Mér þykir mjög fyrir því að þið hafði ekki komist í gengum hliðið inná brautarpallinn, og skal ég strax senda bréf til Ráðuneytisins og biðja Cornelius að senda skyggna á staðinn til að rannsaka málið.
Hvað því viðkemur hvernig krakkarnir eiga að komast hingað, þá held ég að best sé að þau fari með flugdufti á Leka Seiðpottinn. Ég sendi svo einhvern til að opna hliðið og taka á móti þeim. Þú skalt svo bara senda koffortin uppí stjörnufræðiturn.
Ég bið að heilsa Jake.
Yðar einlægur
Albus Dumbledore

“Jæja, það er fínt, verðum við þá ekki að fara aftur heim til þín, Eve?” Spurði Jake og leit á Eve.
“Jú, ætli það ekki” Eve kastaði til hárinu.
Þau stóðu upp, tóku koffortin og þrömmuðu af stað.
Þegar þau komu að húsi McDouglas fjölskyldunnar bankaði Eve einu sinni og gekk svo inn.
“Nei! En Eve, hvað ertu að gera hér? Og þið, Lucy og Larry! Þið eruð búin að missa af lestinni!” Rachel, mamma Eve stóð í eldhúsdyrunum með svuntu um sig miðja og starði á þau steinhissa.
Þau útskýrðu fyrir henni hvernig málum var háttað.
“Við skiljum ekkert í þessu” Endaði Jake söguna.
“Ja, ég er nú svoa aldeilis hissa, en hvað sem öllum hliðum líður, komið þið að minnsta kosti inn og fáið nýbakaða eplaköku”

_______________________________________
Ég veit að það er kannski ekki mjög mikið í þessum kafla, og hann er ekkert sérstaklega langur, var að hugsa um að sameina hann við númer 3, en þá hefði hann orðið alltof langur.
Enjoy