Quidditch er íþrótt galdramanna. Hún er leikin á kústum í 15m hæð yfir sporöskjulaga velli. Hvoru megin á vellinum eru 15m háar stengur með hringjum á toppnum.

Í hvoru liði eru 7 leikmenn. Þeir eru:

1 Leitari Hann sveimar um völlinn og leitar að litlum gullnum bolta með vængi sem flýgur um og er mjög erfitt að koma auga á og handsama. Sá bolti heitir Gullna Eldingin sá leitari sem nær henni vinnur liði sínu inn 150 stig, og vinnur það lið sem nær eldingunni nær alltaf. Leiknum líkur ekki fyrr en eldingunni hefur verið náð, og mig minnir að lengsti leikur sem spilaður hafi verið hafi staðið yfir í rúma 3 mánuði!


3 Sóknarmenn Þeir spila með rauðann bolta á stærð við fótbolta, og reyna að koma honum í geng um einhvern af markhringjum andstæðinganna. Sá bolti heitir Tromlan Fyrir hvert mark fær liðið sem skoraði 10 stig





1 Varnarmaður
Hans hlutverk er að verja markhringi síns liðs, svo að andstæðingarnir komi ekki Tromlunni í gegn um þá.



2 Gæslumenn Tveir aðrir boltar sem kallast Rotararfljúga um völlinn og reyna að fella leikmenn í báðum liðum af kústum sínum, eða meiða þá á annann hátt. Hlutverk gæslumanna er að slá rotarana með kylfum sínum yfir á vallarhelming andstæðinganna.



Í enda 6 bókar voru stöður í Quidditch liði Gryffindor svona:

Leitari og fyrirliði - Harry Potter

Varnarmaður - Ronald Weasley

Sónarmaður - Katie Bell

Sóknarmaður - Demelza Robins

Sóknarmaður - Ginny Weasley

Varnarmaður - Jimmy Peakes

Varnarmaður - Ritchie Coote



Leikmenn sem nú eru hættir í Hogwarts og við þekkjum vel eru til dæmis: Oliver Wood, Angelina Johnson, Alicia Spinnet og Fred og George Weasley.

Flugkennari, og jafnframt dómari Quidditch leikjanna í Hogwarts er fröken Hooch.



Til eru margar gerðir af kústum, og eru þær allar misgóðar. Besti kústurinn á markaðnum í dag er Þrumufleygurinn, kústurinn sem Harry flýgur. Á eftir honum koma svo Nimbus 2001 og Nimbus 2002

Mörg Quidditch lið eru til í galdraheiminum, rétt eins og fótboltalið í muggaheiminum, og vil ég taka það fram að ég held með Chudley rakettunum!;)


Quiddich er virkilega skemmtilegur, en þó hættulegur leikur, og vildi ég að hann væri til í okkar elskuðu Muggaveröld, því þá væri ég strax komin í eitthvað lið…