Þetta er fyrsti spuninn minn svo hann er kannski ekki allveg jafn góður og hinir spunarnir sem hafa komið en þetta er svona one-shot um allt það sem Lily upplifir eftir að hún deyr og svona. Ég vil þakka gullu369girz fyrir að fara yfir hann!!!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Lily og James sátu saman í sófanum, Lily hafði lagt höfuðið á öxlina hans og þau sátu þarna hljóð.
“Lily.”
“já James.”
“Lily, ég vil að þú lofir mér, að ef eitthvað gerist, þá ferðu og nærð í Harry og flýrð. Ekki hugsa um mig”
“James! Ég gæti það ekki,” Hélt hann í alvöru að ég ætlaði að skilja hann eftir við dauðans dyr?
“Lily, gerðu það! Harry er betur settur ef hann ætti móður sína heldur enn hafa misst báða foreldra sína.”
“Ég gæti ekki …” Tár rann niður kinnina.
“Lily, gerðu það,”
“Allt í lagi, en það er eins gott fyrir þig að ekkert gerist!” Eins erfitt og það var að játa þessu, vissi ég að það var ekki rétt.

Þau lágu þarna í það sem gæti verið sekúnda, klukkutími, sólahringur en það næsta sem Lily mundi og heyrði var þegar James öskraði upp stigann. “Lily, taktu Harry og flýðu! Þetta er hann! Farðu ! Hlauptu! Ég reyni að bægja honum frá-.“
Lily vissi strax að James átti við Voldemort. Hún trúði því ekki að Peter hafi svikið þau! Hún ætlaði að hlaupa og hjálpa honum en það var eitthvað sem hélt aftur af henni. Loforðið, hún hafði lofað honum að ná í Harry og flýja. Hún hljóð upp stigann og opnaði hurðina að svefnherberginu hans Harrys.
“Harry! Komdu hérna,” hún beygði sig niður og tók Harry upp. Það heyrðust læti að neðan en allt í einu varð allt hljótt nema skerandi hlátur og fótatak sem heyrðist í stiganum. Hún vissi að James hafði tapað og það eina sem komst fyrir í huga hennar var að koma Harry héðan! Fótatakið staðnæmdist fyrir utan hurðina og hún sá fyrir sér Voldemort lyfta sprotanum og opna hurðina.
“Láttu mig hafa drenginn!”
“Aldrei!” Hún hljómaði miklu hugrakkari heldur en hún var í alvöru.
“Farðu frá!”
“Nei, taktu ekki Harry, ekki Harry, ó, ekki Harry!” Hún gat ekki lengur haldið aftur af tárunum “Fyrirgefðu Harry … fyrirgefðu!” hvíslaði hún.
“Farðu frá heimska stelpuskjáta … færðu þig nú…”
“Nei, ekki taka Harry, gerðu það, taktu mig, dreptu mig í staðinn” Þetta var það eina sem hún gat núna gert!
Hún sá Voldemort lyfta sprotanum sínum og beina honum að henni og Harry.
“Ekki Harry! Ó, nei… sýndu miskunn … sýndu miskunn …” Tárin runnu niður kinnar hennar.
“Avada …” sagði nýstandi röddin hans Voldemorts.

Hugur hennar reikaði um drauma, vonir og fortíð. James hafði sagt henni frá veröld án Voldemorts, að einhvern tíman ætti Voldemort eftir að hverfa. Hún vonaði bara að það yrði fljótlega, áður en Voldemort gæti skaðað fleiri fjölskyldur. James hafði líka sagt henni að þegar þau gætu farið úr felum, færu þau upp í sveit og James gæti kennt Harry að fljúga og þegar Harry væri á öðru árinu hans í Hogwart yrði hann Leitari fyrir Gryffindor. Hugur Lilyar staðnæmdist við hennar heitustu ósk. Ég vona að Harry kynnist Siriusi og Remusi og að hann kynntist ástinni sem glataðist í kvöld-.

“… Kedavra!”

Skært ljós blindaði hana og það næsta sem hún sá var líflaus líkami hennar sem lá á gólfinu við hliðin á Harry. Hún reyndi að grípa í Harry en hún fór bara beint í gegnum hann. Voldemort virtist ekki geta séð hana, og heldur ekki Harry. Sá eini sem virtist geta séð hana var James. James stóð og horfði á. Hann var ljós- bláhvítur og gegnsær eins og einhverskonar andi. Samt sá Lily að hann var fölari og hræddari en hún hafði nokkurn tíman séð hann. Hún hljóp til hans og faðmaði hann þétt að sér. Hún gat ekki horft á Voldemort drepa barnið sitt, svo hún grúfði sig hjá James og stóð þar þangað til hún heyrði orðin! Sömu hrottalegu orðin sem hafði drepið svo marga galdramenn og nornir.

“Avada Kedavra!” sagði Voldemort og beindi sprotanum sínum að Harry litla.

Lily leit upp en blindaðist af skæru ljósi. Hún heyrði brak og bresti eins og að húsið hafi hrunið, bíddu, það hafði hrunið! Hún grét nú enn hærra enn áður. Þegar hún fann James pikka lauslega í hana, leit hún rólega á hann. Hún gat ekki ímyndað sér að horfa á litla strákinn sinn. James leit út fyrir að vera í sjokki. Hann benti á Harry sem var grátandi og á einhverskonar anda sem stóð við hlið hans. Andinn var svartur. Hann var ekkert nema reykur. Lily leit upp og sá Harry litla vera á lífi. En- hvernig? Þessi hræðilegu orð! Avada Kedavra! Hvernig gat Harry lifað það af?

Lily hljóp að Harry og reyndi að strjúka honum, en gat það ekki. James kom og sast við hlið hennar og Lily strauk Harry, þó að hún gæti ekki snert hann, þangað til Harry sofnaði.

Það var eins og Harry vissi að hún og pabbi hans væru þarna því allt í einu sagði hann “ma, pa” fyrstu orðin hans!

Eftir nokkra stund heyrðu þau fótatak og sáu hvar Hagrid kom hlaupandi. Hann leit út fyrir að vera í rusli. En þegar hann sá Harry litla ljómaði hann hinsvegar af gleði.

Hann greip hann og fór með hann burt. Lily og James eltu hann út úr rústunum og sáu hvar Sirius kom á fljúgandi mótorhjólinu sínu. Sirius reyndi hvað sem hann gat til þess að brotna ekki niður og á endanum bað hann Hagrid um að leifa sér að ala Harry upp. Hagrid hins vegar þverneitaði og sagðist hafa fengið skýr fyrirmæli frá Dumbledore um að Harry ætti að alast upp hjá ættingjum sínum. Sirius sagði Hagrid að taka hjólið sitt og fara með Harry á öruggan stað.

James leit helst út fyrir að vilja hlaupa í Hagrid þegar hann neitaði Sirius um að ala Harry upp en eftir smástund róaðist hann og sagðist ætla að elta Sirius og sjá hvað hann gerði næst. Þegar Lily ætlaði að fara með honum neitaði James hinsvegar og sagði henni að elta Hagrid og sjá hvað yrði um Harry litla.

Þau skildu og Lily elti Harry og Hagrid þangað til þau komu að Runnaflöt. Lily neitaði að trúa því að litli sonur hennar átti að alast upp hjá systur sinni og þessum hræðilega Vernon.

Eftir að hafa horft á Dumbledore, McGonnagal og Hagrid kveðja Harry fór Lily. Hún leitaði uppi James þar sem hann stóð og horfði á Sirius dreginn í burtu af Ráðneytinu. James sagði henni alla söguna og þau fóru síðan á Runnaflöt og sátu við hlið Harrys þangað til Petunia fann Harry.

Það liðu tíu ár. Lily og James komu stundum til Harrys og hjálpuðu honum með því að hvísla einhverju að honum. Og stundum fóru þau til Siriusar sem fann líka fyrir návist þeirra eins og Harry gerði.

Það var skrítið hvað þessar Vitsugur gátu gert manni. Jafnvel þegar maður var ekkert annað en andi upplifði maður samt sín verstu augnablik. Og versta augnablikið hennar Lilyar var þegar hún heyrði spádóminn.

Sá sem býr yfir mættinum til þess að sigra hinn myrka herra nálgast … fæðist þeim er hafa í þrígang boðið honum birginn, fæðist þegar sjöundi mánuður deyr … og hinn myrki herra mun merkja hann sem jafningja sinn, en hann býr yfir mætti sem hinn myrki herra þekkir ekki … og annar mun falla fyrir hendi hins því annar hlýtur að deyja til að hinn megi lifa … sá sem býr yfir mættinum til að sigra hinn myrka herra fæðist þegar sjöundi mánuður deyr.

Þetta var án efa hræðilegasta augnablik lífs hennar. Að hafa heyrt örlög sonar síns.

Hún hafði heyrt annað galdrafólk tala um Harry sem “Drengurinn sem lifði” og lesið, yfir öxlina á öðru fólki, bækur um Voldemort og Harry. Harry var greinilega frægur í galdraheiminum, jafnvel þegar hann vissi það ekki einu sinni sjálfur.

Hún og James sáu þegar Petunia og Vernon brenndu bréfin frá Hogwartsskóla. Og líka þegar Hagrid sagði Harry frá galdraheiminum. Og í hve miklu sjokki hann var þegar allir þekktu hann og vissu sögu hans.

Þau fylgdust með honum þegar hann eignaðist sinn fyrsta vin, Ron Weasley og hvernig hann og Ron björguðu Hermione frá tröllinu.

Þau sá hvernig Harry, Ron og Hermione urðu Gryffindor gull-tríóið.

Þau sáu hvernig Harry bjargaði viskusteinunum með hjálp frá vinum sínum.

Hvernig Harry bjargaði Ginny, og hvernig hann bjargaði Siriusi.

Á fjórða árinu hans Harrys í Hogwart var í fyrsta skiptið sem þau Lily og James urðu sýnileg. Þau sáu hvað gerðist í völundarhúsinu og í kirkjugarðinum og hvernig Voldemort snéri aftur.

Þau sáu og heyrðu hvernig allir héldu að Harry og Dumbledore væru bara að skálda þessa sögu um að Voldemort væri snúinn aftur.

Þau sáu líka allt það sem gerðist á fimmta árinu.

Þegar Harry og vinir hans stofnuðu VD og allt það sem gerðist í leyndardómastofnuninni. Hvernig það breytti Harry að missa Sirius.

En þó að það væri ánægjulegt að þau gætu loksins talað við Sirius var það hræðilegt að sjá hvernig Harry brotnaði niður.

Það var jafnvel enn hræðilegra að sjá þegar Harry fékk að vita um örlög sín.

Þau sáu Harry fara í gegnum sjötta árið sitt og missa Dumbledore líka. Dumbledore slóst í hóp með þeim og fylgdi Harry í gegnum næstu árin.

Hvernig Harry leitaði uppi alla Helkrossanna og hvernig hann missti vini sína og fjandmenn. En með einhverjum ótrúlegum hætti komst hann í gegnum allt saman og á endanum stóð hann frammi fyrir Voldemort.

Hann náði með einhverjum ótrúlegum hætti að ráða niðurlögum Voldemorts en einvígið var of erfitt. Hann skildi tvo af bestu vinum sínum eftir í galdraheiminum á meðan Harry fór og hitti foreldra sína.

Þetta var án efa hræðilegur dagur. Að sjá son sinn drepinn. Þó að allur Galdraheimurinn fagnaði yfir að Hinn myrki herra var farinn fyrir fullt og allt. Þá voru það sumir sem syrgðu dauða Harry Potter, “Drengsins sem sigraði hinn myrka herra!”

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Endilega komið með álit!