Geriðisvo vel :)
3. Kafli

Lestin kom heil á áfangastað, þó það vær seint og um síðir. Ginny opnaði augum, lyfti höfðinu frá öxlinni á Harry og ýtti við honum. “Við erum komin,” geispaði hún og fór að bisa við að taka koffortið niður af grindinni. Hún var greinilega ekki fyrst til þess að taka eftir því. Nokkrir voru komnir út og Hermione var að reyna að vekja Ron. Þegar Ginny kom út á brautarpallinn, þá sá hún kunnuglegt andlit, eða öllu heldur skegg.”Harry! Þetta er Hagrid!”

“Hagrid!” kallaði Harry.

“Sælinú Harry!” sagði Hagrid og faðmaði hann. “Sæl, Ron og Hermione!” sagði hann og faðmaði þau líka. ”Og hún Ginny litla, komdu hérna.”

Harry hafði ekki séð Hagrid síðan í brúðkaupinu þeirra Ginnyar, þar hafði hann yfirgefið svæðið snemma vegna þess að hann hafði drukkið aðeins og mikið kampavín.

“Hvað ertu að gera hérna Hagrid?” spurði Harry.

“ Ég á að safna ykkur saman og fara með ykkur upp í kastalann. Þú hefur ekki komið hingað lengi Harry, en ég ætlast nú til þess að þú munir eftir einhverju.”

“Hagrid, við höfum ekki gleymt neinu, vertu viss,” sagði Hermione. “Það er svo gaman að sjá þig Hagrid. Og koma aftur hingað.”

“Komiði, við förum í vögnum uppeftir, mér fannst þið vera orðin aðeins of fullorðin fyrir bátana. Þið fjögur getið komið með mér í vagni.”

“Takk Hagid,”sagði Ginny.

“ Hmhmm! Gæti ég fengið athygli ykkar í smá stund takk fyrir?” kallaði Hagrid. “Fylgið mér og farið inn í vagnana þarna. Sex í hvern vagn. Takk fyrir.”

Allir voru í hrókasamræðum á leiðinni að vögnunum, Ron sá útundan sér hvar Dean kyssti Lavender á kinnina. “Komiði, við förum í fremsta vagninn,” sagði Hagrid.

Þau fylgdu Hagrid upp stíginn að fyrsta vagninum sem að hafði váka spennta fyrir. “Til baka í kastalann strákar,” sagði Hagrid við vákana áður en hann steig inn í vagninn. “Allir komnir?”

Allir játuðu því.

“Ókei þá, áfram nú,” Kallaði hann í vákana sem byrjuðu að toga lengjuna, þrjátíu og eitthvað vagna, í átt að skólanum. “veistu Harry, ég bjóst ekki við því að sjá þig hérna,” byrjaði Hagrid. “Í rauninni hélt ég að allt þetta endurfundadótarí væri alls ekkert góð hugmynd. En Parvati vildi alls ekki gefast upp á hugmyndinni, var sítalandi um þetta, að hún vildi sjá alla aftur og að það væri gott fyrir gömul vináttubönd að styrkjast á ný…”

“Líklega undir áhrifum frá Lavender,” muldraði Hermione og Ginny brosti út í annað.

“… og Minerva samþykkti það. Sagði að sér líkaði hugmyndin, svo lengi sem að hún myndi ekkert þurfa að vasast í skipulaginu. Svo að flest okkar eru flækt í þetta,” lauk Hagrid máli sínu.

“Kennirðu enn ummönnun galdraskepna, Hagrid?” spurði Hermione.

“Já, já ennþá að því.”

“Hvernig gengur í skólanum?” spurði Harry og stressaðist voðalega upp. Ginny kreisti höndina á honum og reyndi að róa hann niður.

“Skólinn er góður. Auðvitað verður hann aldrei jafn góður og þegar Dumbledore stjórnaði honum. Stórkostlegur maður Dumbledore, alveg frábær,” sagði Hagrid. Tárin brunnu undir augnlokunum á Harry. Hann var feginn að það var dimmt . “En Minerva hefur gert góða hluti við hann, hún er góð kona.”

“Hversu mikið lengur ætlar hún að vera? Hún hlýtur að vera orðin heldur gömul núna,” sagði Hermione. Ron brosti eilítið með sjálfum sér. Hann vissi að heitasta ósk Hermione var að verða skólastýra Hogwarts-skóla.

“Hún er gömul en alveg eins fær og áður. Ég held að hún myndi fyrr deyja en að gefa frá sér stöðuna. Henni er ekki sama um skólann, alls ekki. Þið vitið náttúrulega að hún hefur þegar valið eftirmann sinn.”

“Nei það vissum við ekki, hvern valdi hún?”

“Ja, enginn veit það, hún hefur ekki gefið nein nöfn, bara leiðbeiningar. Efti að hún fer á ég að stjórna þangað til að ‘arftakinn’ tekur við,” sagði hann með stolti. Hún vill að allir á listanum hennar komi saman og þeir sem vilji taka við stöðuna verði eftir og svo verður einn valinn af hatti, líkum flokkunarhattinum, húngaldraði í hann heila eða eitthvað svoleiðis. Hatturinn ákveður svo hver verður næsti skólastjóri eða skólastýra.”

“Sniðugt…” muldraði Hermione.

“Hvernig líður Svartvængi, Hagrid? (sfh: Svartvængur er nýi hippógriffíninn hans Hagrids)

“Það er í lagi með hann, vísu smá flugvandamál en hann…”

“Sjáiði! Sagði Ginny og benti út um gluggann. Þau sá kastalann gægjast fyrir hornið. Þau horfðu hugfangin á staðinn sem eitt sinn hafði verið annað heimili þeirra. Allir vagnarnir stöðvuðust fyrir framan hliðið og þau stigu út.

“Komið þá!,” þrumaði Hagrid og vísaði veginn upp í kastalann. Hermione stökk af stað yfirkomin af spennu á eftir honum og Ron fylgdi á eftir henni. Ginny snéri sér að Harry, hann horfði töfraður á kastalann, hún tók í hönd hans og þau gengu út í sumarnóttina á eftir Hagrid.

“Allt í lagi,” sagði Hagrid. “Svo skólagarðurinn er aðeins öðruvísi en hann var, en þið gátuð nú ekki búist við öðru. Jæja, fylgið mér í kastalann ég veit nú að þið munið að þið takið hægri beygju inn í Stóra salinn. Setjist svo við gamla heimavistarborðið ykkar. Fyrir ykkur sem komið úr sitt hvorri heimavistinni og svoleiðis, stúlkur fylgið mönnum ykkar, nema hann hafi ekki verið hér í Hogwarts, þá fylgir hann ykkur á ykkar gamla borð.

Það ríkti mikil spenna þegar þau fylgdu Hagrid upp í kastalann. Hann opnaði stóru viðarhurðina og við þeim blasti stóri salurinn. Nokkrir bentu æstir upp í loftið en allir settust við borðin á endanum.

“Salurinn er alveg eins og hann var þegar við útskrifuðumst! Nema ljónið í loftinu. Sniðugt,” hló Hermione og þau settust við Gryffindor-borðið, sem var alsett rauðum og gylltum borðum og tignarlegt ljón gekk i loftinu. Auðvitað gat ljónið ekki stokkið niður eða neitt, þetta var bara sjónhverfing, stólfótur eða eitthvað sem var látið líta út eins og ljón. Yfir Rawenclaw-borðinu var að sjálfsögðu örn, yfir Hufflepuff-borðinu var greifingi og yfir Slytherin-borðinu var auðvitað slanga.

“Halló Harry.” Dreymandi rödd hljómaði fyrir aftan hann. Þau snéru sér öll við og sáu litla konu, lítil var vægast sagt, hún rétt náði upp í 1 og 50, með ljóst hár sem náði langt niður á rass og stór blá augu.

Harry horfði tómlega á hana.

“Lúna?!” Sagði Ginny

Lúna brosti til hennar.

“Lúna mín, æðislegt að sjá þig!” sagði hún og faðmaði hana en leit reiðilega á Harry og Ron.

“Sæl Lúna,” sagði hann og tók í höndina á henni.

“Hvað segirðu svo Lúna, langt síðan maður hefur heyrt í þér,”sagði Ginny.

“Ég segi allt fínt, ég er búin að vera í Svíþjóð og Finnlandi við rannsóknir á krumpuhyrndu snurtunum síðan að ég hætti í skólanum. Þar hitti ég Iiliepaäv Kerkoia (sfh.: ä er borið fram sem E) og nú heiti ég ekki Lovegood lengur heldur Lúna Kerkoia.” Hún kallaði eitthvað á finnsku og stuttu seinna kom maður askvaðandi. Hann var mjög hár, eitthvað um tvo metra, ljóshærður með blá augu, reyndar mjög líkur Lúnu ef út í það var farið.” Oopja Polhiassa (góða kvöldið),” sagði Ginny, en þetta var það eina sem hún kunni í finnsku. Þá fór Lúna að flissa.

“Hvað er svona fyndið ?” spurði Ginny.

“Hreimurinn þinn er svolítið skrítinn,” sagði Lúna.

“Jæja, hvað um það, við tölum saman seinna Lúna, og þú getur kannski kennt mér eitthvað meira í finnsku Iiliepaäv,”sagði Ginny og Lúna þýddi umsvifalaust yfir á finnsku fyrir Iiliepaäv.

“Þau eru svo lík að þau gætu við systkini af útlitinu að dæma,” hvíslaði Harry að Ginny sem gaf honum skrítið augnaráð.

Þau kvöddu og fóru til Rons og Hermione sem voru að tala við tvær konur sem sátu á móti þeim.

“Harry!” Kallaði önnur þeirra þegar hún sá þau. “Ginny! Hvað segið þið?”

“Hæ, Katie,” sagði Harry þegar hún heilsaði honum.

“Þetta er Sara Wood, konan hans Olivers.”

“Gaman að kynnast þér Sara,” sagði hann og heilsaði henni með handabandi.

“Þetta er konan mín, Ginny.”

“Sæl Ginny, gaman að kynnast þér,” sagði Sara með mjög svo fáguðum hreim.

“Ha! Sjáið bara hver eru hér!” sagði of kunnugleg rödd fyrir aftan þau. Þau litu við og hver ætli hafi verið þar? Enginn annar en Draco Malfoy. “Gömlu vinirnir okkar. Alveg eins og í gömlu góðu dagana, er það ekki Potter? Veistu ég vissi alltaf að þú myndir venda þér einhvern veginn inn í Weasley-fjölskylduna, samt ekki endilega út af henni en…” Hann kímdi og leit á Hermione. “Ahh,ég vissi að þau gætu bara ekki verið hrein að eilífu. Leiðinlegt fyrir þig Weasley, það var það eina sem þið áttuð, þau hljóta að hafa orðið fúl við þig.”

Ginny tók undir handlegginn á Harry þegar hún sá að hann vildi helst eiga þátt í þvi að koma Malfoy undir græna torfu, og það á stundinni, svo hún lét hann setjast niður. Hermione brosti kurteislega og þurfti að fara í sín bestu talstellingar og spurði: “Hvað segirðu gott Malfoy?”

Hann glotti og mældi ha út frá toppi til táar. “Ertu ekki heldur feit Granger,” sagði hann og bætti svo kaldhæðnislega við “Weasley meina ég.”

Ron ranghvolfdi augunum. “Hún er ófrísk hálfvitinn þinn,” sagði hann og tók utan um Hermione. Hann nennti ekki að láta Draco fara í taugarnar á sér núna.

“Ó, Draco!” Galaði einhver (eða ættum við kannski að segja eitthvað?). Malfoy, Ron og Hermione sneru sér við til að sjá Pansy Parkinson koma kjagandi í áttina að Malfoy.

“Pansy! Hvað segirðu dúllan mín?” spurði hann og kyssti hana á báðar kinnar.

“Elsku Draco minn, ég hef ekki séð þig svoooo lengi!” drafaði hún. Hún leit út fyrir að vera alveg draugfull.

“Þú komst alveg á réttum tíma Pansy, sjáðu hver eru hérna! Gömlu bestu vinir okkar!”

Hún sneri sér að Ron og Hermione. Það var greinilegt að hún hafði fullorðnast betur en Malfoy hafði gert og heilsaði þeim báðum kurteislega. “Eruð þið tvö ekki gift ?” spurði hún.

“Jú,” svaraði Hermione.

“Gott hjá ykkur,” sagði hún og kallaði svo, “Potter !”. Harry og Ginny sneru sér bæði við. “Ginny Potter það er að segja, ég vildi bara spyrja þig um svolítið, greiða eiginlega. Ég er að fara í frí um miðjan 12. september, gætirðu skrifað í dálkinn minn á meðan?”

Ginny brosti, ekki vegna spurningarinnar heldur vegna svipsins á Malfoy þar sem að hann var að uppgötva að einn af fyrri fylgjendum sínum hafði fullorðnast. “Já, já Pansy, ég geri það.” Vinsemdin í rómnum var alger uppgerð, hún hafði varla sagt meira en tvö orð við Pansy Parkinson í vinnunni. “Hvað skrifar þú aftur um Pansy?”

“Slúðurdálkarnir,” sagði hún og rétti úr sér.

“Þá er það afgreitt,” sagði hún með fölsku brosi.

“Æðislegt,” sagði hún. “Hvert fór Draco?” Hún sneri sér við og ráfaði í átt að Slytherin-borðinu þar sem Draco var sestur. Ginny horfði á hin þrjú sem að áttu í hinum mestu vandræðum með að kæfa hláturinn.

“Hún er vinalegri en hún var, þú sagðir okkur það aldrei,” sagði Ron.

“Það er af því að ég þoli hana ekki, hún er hræðileg! Ég meina, hún er ekki heimsk eins og Malfoy. Henni er ekki sama hvað fólki finnst um hana, en innst inni er hún ennþá sama gamla truntan!” Þau hlógu öll og sneru sér að kennaraborðinu.

Prófessor McGonagall sat í hásætinu fyrir miðju borðsins. Við hægri hliðina á henni sat aðstoðarskólastjórinn Remus Lupin og hinum megin við hana sat Parvati Patil. Við hliðina á Parvati sat Penelope Clearwater (eina kærastan sem Percy hafði nokkurn tímann átt), ummyndunarkennarinn og yfirmaður Rawenclaw-vistarinnar. Við’ hliðina á henni var P. Sinistra, sem kenndi stjörnufræði.Við vinstri hlið Sinistru var svo lítill en kunnuglegur maður. Harry pírði augun og las á litla nafnskiltið fyrir framan hann á borðinu. Þar stóð: Prófessor í muggafræðum, C. Creevy. Þegar Harry leit upp þá sá hann að Colin veifaði ákaft til hans. Harry veifaði til baka og brosti með sjálfum sér. Hann þekkti drauginn, sem sat við hliðina á Colin, sem prófessor Binns og við hliðina á honum var Hagrid.

Við hina hliðina á borðinu, hjá Lupin, voru Bill og Fleur sem að voru að byrja sem talnagaldra og töfrabragðakennarar, P. Spíra sem ennþá kenndi jurtafræði og var yfirmaður Hufflepuff-vistarinnar og fröken Pomfrey skólahjúkrunarfræðingurinn, svo voru nokkrir kennarar sem hann þekkti ekki. En við enda borðsins sat enginn annar en Percy Weasley.

“Svo líkt honum að birtast bara án þess að láta okkur vita,” sagði George og þóttist vera á barmi örvæntingar.

“Hunsið hann bara,” sagði Ginny.

“Nei, hann hefði átt að láta okkur vita að hann væri að koma svo að við hefðum getað komið með allan nauðsynlegan útbúnað Ginny,” sagði Fred.

“Ég mynd vilja það en ég verð að fara og biðja hann afsökunar,” sagði Hermione sem dauðlangaði að vera hjá þeim í staðinn fyrir að fara og tala við Percy.

Ron greip í höndina á henni. “Ekki voga þér, Hermione.”

“Ron ég get ekki hætt á að missa stöðuna mína út af þessum… þessum…”

“Grautarhaus,” botnaði Ginny.

“Akkúrat,” sagði Hermione og fór til Percy. Á því augnabliki komu Fred og George og settust á móti þeim.

“Alveg eins og að vera í skólanum aftur, ekki satt?” Spurði Fred.

“Við erum byrjaðir að veðja um hverjir eiga eftir að skilja,” bætti George við.

“Ætlið þið tveir aldrei að fullorðnast?” dæsti Ginny.

Fred glotti. “Af hverju ættum við að hafa fyrir því?”

Eftir smástund kom Hermione aftur og settist niður, bölvandi Percy í sand og ösku.

“Hvað er að?” spurði Ron varfærnislega.

“Hann er bara gersamlega ómögulegur. Hann ætti að reyna að vera óléttur, móðir og giftur þér!”

“Hvað sagði hann?” spurði Harry.

“Að mér væri að förlast. Mér er að fara fram ef eitthvað er. Ég er betri en allir skyggnarnir til samans! Ég hata Percy!”

“Djíses kræst, ég fer og tala við hann,” sagði Ron og ætlaði að standa upp.

“Ekki gera það, hann er brjálaður útaf fýlusprengjunum, var það ekki heldur augljóst?” skaut hún að Fred og George.

“Ekki hugsa um það Miony, enginn þolir hann og við vitum öll að skyggnarnir væru ekkert án þín, svona gleymdu þessu bara,” sagði Ginny.

“Ég gleymi því,ég veit að ég er góður skyggnir, ég bara hata Percy.”

“Þið megið ekki gleyma því að ég er að skrifa í slúðurdálkinn hennar Pansy og ég gæti náttúrulega alltaf gefið henni eitthvað af því vandræðalegasta úr lífi okkar ‘elskaða’ aðstoðargaldramálráðherra, ekki satt?” sagði Ginny og glotti.

Þau hlógu og athygli þeirra beindist nú aftur að kennaraborðinu vegna einstaklega háværrar bjöllu.

“Fyrrverandi nemendur og gestir Hogwarts-skóla!” Sagði Mínerva McGonagall. “Velkomin til baka, það er okkur mikil ánægja að hafa ykkur hér. Ég ætla ekki að vekja hjá ykkur leiða með neinum af mínum orðum, heldur leyfa fröken Parvati Patil, sem þið flest kannist við, skipuleggjanda þessa atburðar, að fá orðið. Fröken Patil,” lauk Mínerva máli sínu.

“Verið öll velkomin á þennan atburð sem að ég vona að verði skemmtilegur. Ég sé að þið hafið öll komið ykkur vel fyrir, og eins og ég bjóst við, fundið gamla vini við gamlar kringumstæður.” Hún kastaði hárinu aftur á bak og byrjaði svo aftur að tala. “Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að koma og nú förum við í gegnum dagskrána og önnur slík mál. Fyrst eru það svefnaðstöðurnar. Ég reikna með að þið munið hvar gamla heimavistin ykkar er. Í þetta skiptið er enginn varnargaldur á vistaverum stúlknanna, svo að strákar, þið getið farið upp,” sagði hún og salurinn braust fram í hlátursrokum. “Það eru listar í setustofunum hvar þið eruð, það eru fimm pör í hverjum svefnsal, af því að því miður var ekki nóg pláss… Eeee, já einhleypir, þið eruð í efstu svefnsölunum, sitt hvorum megin. Þá er það komið á hreint. Dagskráin, já, á morgun, þá er morgunmatur frá hálfsjö til hálftólf, hádegismatur verður úti ef veður leyfir, vagnarnir ganga á milli Hogsmade og skólans á klukkutímafresti allan daginn. Svo er gert ráð fyrir að veislan á morgun byrji klukkan hálfátta. Á sunnudaginn verður svo námskeið fyrir foreldra sem ekki þekkja hér til en börnin þeirra eru að koma í skólann í haust. Það verður í stóra salnum. Lestin fer svo á slaginu sjö, vagnarnir leggja af stað frá skólanum korter yfir sex.” Hún beygði sig niður og fékk sér sopa úr bikarnum sínum. “Jæja þá er allt komið, ég óska ykkur góðrar helgar og gjöriði svo vel, húsálfanir lögðu sérstaklega hart að sér með þessa hér!”

Harry og Ron sneru sér við og biðu eftir sprengingunni sem var væntanleg frá Hermione. “Maður myndi nú halda eð eftir öll þessi ár að þau væru búin að fatta óréttlætið sem felst í –“

Ginny greip fram í henni. “Hermione, slepptu því, það er nógu slæmt að við getum ekki einu sinni haft Dobby og að eldhúsið mitt er í klessu, við þurfum ekki á nöldrinu að halda.”

“Vel sagt,” flissaði Ron.

Lee Jordan hló á hinum enda borðsins. “Ertu enn með sár Hermione?”

“Við skegg Merlíns, þú vilt ekki vita hvernig það er að reyna sofna þegar að sá sem er við hliðina á manni er að nöldra um réttindi húsálfa,” dæsti Ron.

“Það heitir S.Á.R. Lee,” sagði Hermione og lamdi laust í handlegginn á Ron og í sömu andrá birtist maturinn á borðinu fyrir framan þau.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.