20.kafli – Og lífið heldur áfram

Fenecca starði upp í loftið í nýja herberginu sínu. Augun voru grængrá og báru merki þess að hún hefði grátið nýlega. Hún vissi ekki ekki hvernig það væri hægt að gráta svona mikið. Samt hafði hún grátið það mikið að það hafði verið eins og augun myndu detta út vegna vatnsmagnsins í þeim… út af jarðarförinni. Hún, Boris, Cita, afi Amador og amma Celerina höfðu setið á fremsta bekk. Kannski eldri bróðir mömmu hennar, Zenon, en hún var ekki viss. Hún hafði ekki haft tíma til að fylgjast með fólkinu í kringum sig, það eina sem hún sá voru líkkisturnar þrjár! Hún mundi eftir faðmlagi hér og þar, augngotur á Boris, klapp á bakið… kransinn sem hún hélt á þegar kisturnar voru bornar út. Þá hafði hún séð svartan og stóran hund standandi rétt fyrir utan kirkjugarðinn sem starði á hana allan tímann. Svo höfðu hún og Boris farið heim… til hans.
‘Fyrst að þetta er raunveruleikinn, hvernig ætli helvíti sé?’ hugsaði Fenecca og velti sér á hliðina og stundi. Hún átti erfitt með að heimja tárin og eitt þeirra rann hægt og rólega niður á hvítan koddann. Henni hafði aldrei liðið svona illa og tómri. Það var eins og eitthvað vantaði, eins og hluti af sál hennar hefði verið rifinn í burtu og hent. Sársaukinn var yfirdrífandi og án nokkurs samhengis sá Fenecca fyrir sér beittu hnífana í eldhúsinu.

‘Þeir dauðu þurfa ekki að þjást,’ hugsaði hún meðan hún gekk hljóðlega niður stigana. Þetta hús var á fjórum hæðum, kjallari og háaloft talið með. Boris svaf í hinum enda gangsins svo að hann gæti varla heyrt þegar það brakaði öðru hvoru í stiganum. Fenecca leit óttaslegin í kringum sig. Eldhúsinnréttingarnar voru dökkar og bleksvart húmið fyrir utan gerði það nánast ómögulegt að sjá. Silfrað tunglið var falið á milli skýjanna og öðru hvoru gat Fenecca heyrt í þrumum. Elding lýsti upp eldhúsið eitt andartak og nokkrir dropar sem duttu á ískalt glerið mörkuðu byrjun á hellirigningu. Hljóðlega fór Fenecca að leita að beittasta hnífnum sem hún gæti fundið. Eða væri kannski betra að hengja sig? Eða drukkna, það var sagt að það væri alveg ótrúlega góð tilfinning.
‘Þú ert komin svona langt, það þýðir ekki að hætta við núna! Stunga í hjartað og búið,’ hugsaði hún ákveðin og lét tvo hnífa á eldhúsborðið; annar var stór kjöthnífur með hvössum oddi og viðarskafti en hinn var úr silfri, skreyttur með keltnesku munstri. Eftir smá stund hafði hún fundið þrjá í viðbót og fór nú að athuga hver þeirra væri beittastur. Það væri best ef þetta myndi taka sem fljótast af. Eftir smá athugun tók hún einn hnífinn upp með báðum höndum. Jú, hann myndi duga fullkomlega, hvassur oddur og vel brýnt hnífsblað. Nú var bara að stinga honum nógu djúpt í fyrstu tilraun og allt færi vel. Fenecca Crock dró djúpt að sér andann í síðasta sinn og hóf hnífinn á loft og gerði sig tilbúna til að stinga honum í hjartastað.
“HVAÐ ERTU AÐ GERA!?!?” var öskrað og hnífnum var ýtt til hliðar þannig að hann datt með glamri á gólfið. Í sömu andrá sló niður eldingu sem lýsti upp eldhúsið og sýndi mjög greinilega Boris standandi fyrir framan hana með einhvern þann óttaslegnasta svip sem hún hafði séð.
“Hvað varstu eiginlega… Fenecca….” hvíslaði hann örvæntingarfullur og tók með báðum höndum utan um höfuðið á henni. Á einu sekúndubroti rann upp fyrir Feneccu hvað hefði getað gerst; hún hefði skilið blóðföður sinn eftir einan, Citu frænku sína og Claudette litlu eftir, Esperanza og Amador hefðu brotnað gjörsamlega niður, Soffía hefði engan til að klappa sér….
“Fyrirgefðu,” hvíslaði hún og tárin hrundu niður kinnarnar. “Fyrirgefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu!” hálf hrópaði hún og grét meira og meira. Boris vafði höndunum utan um hana og faðmaði hana fast að sér.
“Fenecca…. elsku Fenecca… hugsaðu aðeins, stelpan mín. Ætlaðirðu að skilja mig eftir? Soffíu? Alla vini þína og ættingja? Hvað myndi Rozalba halda um mig ef hún kæmist að því að dóttir hennar… okkar… hefði framið… sjálfsmorð eftir að hafa verið hjá mér í um það bil viku. Hvar sem hún er, blessunin,” hvíslaði Boris og strauk bakið á Feneccu. Hún kinkaði kolli og reyndi að þurrka burt tárin en þau héldu áfram að renna niður kinnarnar. Hún hélt áfram að hvísla veikt “fyrirgefðu” við Boris. Hvað hafði hlaupið í hana? Lífið var ekki svona slæmt! Hún hafði fundið raunverulegan föður sinn… hún hafði öll frændsystkini sín á Spáni, Ítalíu, Albaníu, Frakklandi sem öll elskuðu hana. Díana og Fiona myndu ekki svíkja hana. Remus var ennþá vinur hennar! Vonandi.
“Svona nú. Viltu fá eitthvað heitt að drekka? Ekki? Komdu þá, þú þarft að fara að sofa. Þú hefur sennilega ekkert sofið seinustu nætur,” sagði Boris og tók föðurlega utan um axlirnar á Feneccu og leiddi hana upp stigann. Hún kinkaði kolli.
“Fyrirgefðu. Ég veit ekki hvað hljóp í mig,” hvíslaði hún og brosti veiku brosi. Rigningin dundi á gluggana eins og veðurguðirnir væru að reyna skola burtu öllu sem hafði gerst.
“Þetta… þetta er í lagi. Sem betur fer. En ef þér líður svona illa þá máttu koma og tala við mig. Ég þarf sennilega að fara að vera faðir núna,” sagði Boris og brosti álíka brosi á móti. Þau settust á rúmið og héldu utan um hvort annað í smá stund og hlustuðu á þögnina. Eftir smá stund leit Fenecca á Boris.
“Af hverju?” spurði hún hálf undrandi.
“Af hverju hvað?”
“Af hverju hættuð þið saman? Skilduð? Þú og ma-mamma….” hvíslaði hún spyrjandi. Boris nuddaði augun aðeins. Hann hafði vonast til að þurfa ekki að segja frá því alveg strax.
“Viltu heyra alla söguna í kvöld? Þetta er ansi langt,” sagði hann.
“Líttu bara á þetta sem það að þú sért að segja mér sögu fyrir svefninn,” svaraði Fenecca og fór undir sængina og hnipraði sig saman þar.
“Þú verður þá líka að fara að segja mér ýmislegt um þig. Ég veit næstum því ekkert,” sagði Boris og færði sig nær dóttur sinni. Hún kinkaði kolli og horfði í augun á honum.
“Þá það. Við kynntumst hér, á Bretlandi. Ég var hérna að skoða skosku vatnaormana, Loch Ness meðal annars, og hún var að taka myndir af bresku galdralífi fyrir eitthvað tímarit. Við hittumst í mugga-ferðamannahópi hjá Loch Ness vatninu og komumst að áætlun okkar um Bretland væri mjög svipuð. Við yrðum í norðurhluta Wales á sama tíma en hún færi til suðurhluta Wales á undan mér. Svo ákváðum við að hittast í London. Við töluðum aðeins betur saman þar og ákváðum síðan að halda sambandi í gegnum bréf eða flugnetið. Það gekk mjög vel. Við héldum áfram að segja hvort öðru frá því sem var að gerast í lífi okkar. Litla systir hennar, Carmencita, var á gelgjunni og ég veit ekki hve margar línur fóru í bara það að kvarta undan henni! Ég sagði Rozölbu í staðin frá alls kyns dýrum og sendi henni myndir sem hún hreint elskaði. Svo ákváðum við að hittast í byrjun desembers því við vorum ekki viss um að við hefðum tíma á jólunum sjálfum. Við komum með vini okkar á írskan bar. Og þessi var einn af þeim bestu! Við hlógum og drukkum eins og ég veit ekki hvað… en áfengið hafði þau áhrif á mig og Rozölbu að þessar litlu og þægilegu tilfinningar sem við höfðum í garð hvors annars fyrir margfölduðust og við leigðum okkur herbergi… þú getur rétt giskað á hvað gerðist þar. Mér finnst það vera synd að ég skuli ekki hafa getað munað þessa nótt nógu vel…” sagði Boris og glotti prakkaralega. Fenecca brosti og hristi höfuðið aðeins.
“Nú, morguninn eftir vöknuðum við nakin í sama rúmi og með dúndrandi höfuðverk. Eftir að hafa týnt fötin okkar upp um herbergið ákváðum við að við hefðum bæði gengið aðeins of langt og sennilega væri best að fara bara aftur í bréfaskriftirnar. Það gekk alveg ágætlega… alveg þangað til að ég fékk bréf frá henni um miðjan febrúar með þær upplýsingar að hún væri ófrísk. Eftir mig. Ég veit ekki enn alveg hvað ég gerði… ég fann allar mögulegar tilfinningar brjótast um í mér. Ég var óyfirstíganlega glaður yfir því að verða faðir en líka svo leiður að þetta skyldi bara… hafa gerst. Búmm. Ein nótt og stelpan er ófrísk! En ég var líka hræddur við það hvernig ég yrði sem faðir og reiður yfir því að við skyldum ekki hafa notað verjur eða eitt né neitt. En ég svaraði bréfinu aldrei. Svo þegar hún var komin eitthvað um 7 mánuði á leið fór ég heim til hennar. Ég á aldrei nokkurntíman eftir að gleyma því sem ég sá.” Hérna stoppaði Boris og horfði út um gluggan með dreymandi augnaráði.
“Hún sat í stól með einhvern bækling fyrir framan sig. Hún var í risastórum og rauðum bol og bláu pilsi. Maginn á henni var ekki lengur flatur eins og ég mundi eftir honum heldur með bungu. Brún augun hennar urðu risastór þegar hún leit upp og sá mig. Það var hægt að greina tilfinningarnar í þeim; undrun, reiði, óvissa…” Boris stoppaði aftur. Fenecca gat sagt að hann væri búinn að týna sér í þessari minningu. Hann hafði farið til mömmu hennar og séð hana… af hverju hafði hann farið aftur?
“Hvað gerðist svo?” spurði hún. Boris leit undrandi upp eins og hann hefði ekki vitað af henni.
“Í staðin fyrir að slá mig utan undir eins og dama kýldi hún mig í magann. Ég missti andann í nokkrar sekúndur og þá komu pabbi hennar og litla systir inn. Hann Amador gamli varð alveg brjálaður! Hann hrópaði á mig að ég skyldi vera alveg helvíti kræfur að þora að koma hingað eftir að hafa ekki látið heyra í mér í marga mánuði! Svo kom Celerina, hún amma þín, og HÚN sló mig utan undir “fyrir að hafa valdið dóttur hennar hjartasári”. Og ef þú vissir það ekki, þá þýðir Celerina ‘fljót’ og hún stendur undir nafni. Ég sá ekki þegar höndin fór upp eða niður en ég fann fyrir henni! Nú jæja, Rozalba fór að reka þau út úr eldhúsinu og eftir smá stund fóru þau út. Þegar þau voru nýfarin greip hún með báðum höndum um magann á sér…. svo greip hún í aðra höndina á mér og lagði hana… tja, yfir þig satt að segja. Þú varst eitthvað að mótmæla því að hún væri að kýla mig held ég. Vona ég. Svo eftir að hafa starað í augu hvors annars í einhverjar mínútur eða sekúndur fór Rozalba að gráta. Hún grét og spurði mig af hverju ég kom aldrei, eða sendi henni í það minnsta bréf. Hún hafði grátið sig í svefn á hverju kvöldi, dauðhrædd um að eitthvað hroðalegt hefði komið fyrir mig. Ég man að ég hélt henni í smá stund… svo neyddist ég til að svara og sagði eins og var. Ég var hræddur. Ég var ennþá hræddur. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, hvernig ég átti að gera það eða eitt né neitt! Ég var eins og fiskur út úr hól. Nei, hérna… ég meina álfur á þurru landi… æi! Nei! Þú veist hvað ég er að meina.” Boris leit á Feneccu. Hún kinkaði kolli. Þetta var tilfinning þar sem maður vissi að maður átti að gera eitthvað, en vissi ekki hvað.
“Gott. Er ekki í lagi að ég haldi áfram á morgun? Þú virðist vera orðin frekar þreytt og klukkan er að verða tvö,” spurði Boris og stóð upp frá rúminu.
“Jújú. Ég segi þá bara góða nótt,” sagði Fenecca og dró sængina hærra upp.
“Góða nótt, Fenecca,” sagði Boris og gekk fram á gang. Fenecca brosti aðeins og gróf andlitið í koddanum. Kannski ætti þetta ekki eftir að verða jafn slæmt og hún hafði haldið. ‘Hann er ósköp góður. Samt… ég efast um að ég eigi eftir að kalla hann pabba einhverntíman… æi, hver veit. Kannski. Kannski ekki. Hvernig var þetta aftur? Kannski og ekki, það er spurningin? Nei, það var eitthvað annað… að lifa eða lifa ekki? Nei… Veronica frænka veit það örugglega… Veronica… vera… að vera eða vera ekki… það er nú það…’ Og þar með sofnaði Fenecca.

Boris kíkti varlega inn. Fenecca lá róleg í rúminu og var með stöðugan andardrátt. Þegar hann hafði fundið hana í eldhúsinu hafði hún verið með óhugnalegan glampa í augunum. En meðan hann var að segja henni frá sér og Rozölbu hafði glampinn horfið smátt og smátt.
“Elsku Fenecca mín….” hvíslaði hann og gekk varlega inn í herbergið hennar. Hún var búin að skreyta það með fáeinum persónulegum munum. Og Soffía var samanhnipruð við fótagaflinn. Það eina sem vantaði var Rozalba. Yndislega Rozalba hans… sem var nú grafin undir mold. Eftir að hafa horft á hana í smá stund fór hann að finna til þreytu. Kannski gæti hann sest niður í smá stund þarna til að safna kröftum. Feneccu yrði alveg sama, hún myndi örugglega ekki vakna. Hann ætlaði líka bara að vera þarna í fáeinar mínútur… rétt að setjast rúmgaflinn… ekkert að sofna…
“Ekki sofna…” muldraði Boris og eftir örstutta stund voru faðir og dóttir sofandi rétt hjá hvort öðru.
——————————-
Segjum bara að það hafi verið mjög, MJÖG mikið að gera hjá mér síðan í nóvember. Og gleðileg jól!