Kafli 2.

VARÚÐ!!!! Ef að smekkur ykkar nær ekki yfir dramatískar yfirlýsingar o.fl. í þeim dúr, þá skuluð þið ekki lesa kaflann… En ég hvet ykkur engu að síður til þess;)
————————————————-

Ginny, Harry, Hermione og Ron fóru inn á King Cross lestarstöðina í London að morgni hins 18. ágústs, tosandi koffortin sín á eftir sér. Harry og Ginny gátu komið öllu því sem þau tóku með sér í eitt koffort en Ron og Hermione þurftu tvö. Líklega var það vegna þess að Hermione ákvað að taka skyggnabókina, risastóra leðurbundna bók sem í stendur allt sem skyggnir þarf að vita, meðsér. Þó svo að hún kynni bókina utan að þá krafðist hún þess að taka hana með sér hvert sem hún fór ef að upp myndi koma neyðarástand. Þau fóru í gegnum vegginn á milli brautarpalla 9 og 10 og fóru inn á brautarpall 9 ¾. Þá stóðu þau fyrir framan hárauða gufulest. Hogwartshraðlestina. Þetta vakti vissulega margar minningar. Þetta var lestin þar sem að Harry, Ron og Hermione höfðu hist, þar sem að þau höfðu fyrst séð vitsugu og þar sem að Malfoy hafði brotið nefið á Harry og skilið hann eftir, illa á sig kominn, undir áhrifum Petrificus Totalus galdursins.

“Skrítið ekki satt?” spurði Ron þau hin.

“Jú, förum og finnum klefa,”sagði Hermione og dró áfram koffortið sitt.

“Hún á aldrei eftir að breytast, er það nokkuð?” skaut Ron að Harry og brosti.

Ginny togaði loðfóðruðu kápuna (sem að Harry gaf henni í jólagjöf) þéttar að sér. Þó að það væri síðla sumars, þá var rigning og veðrið undarlega kuldalegt. Þau fóru inn í aftasta klefann í lestinni og lokuðu á eftir sér. Það leið ekki á löngu þangað til að kunnuglegur náungi leit inn um dyrnar.

“Harry!” sagði hann og kom askvaðandi inn.

“Neville!”

“Og auðvitað Ron, Hermione og Ginny. Gaman að sjá ykkur,” sagði hann og heilsaði þeim öllum með handabandi. “Þið hafið ekki hitt kærustuna mína, leyfið mér að ná í hana.” Hann var rétt farinn þegar hann kom aftur með langri og mjórri konu sem var með hár sem svipað mjög mikið til hársins á Hermione. Hún var alveg jafn spennt og Neville. “Þetta er Sophia Neubois,”sagði hann. “Soph þetta eru Ron og Hermione Weasley og Harry og Ginny Potter.”

“Zað er dázamlet að ‘itta ykkur öll,” sagði hún kurteislega.

“Sophia fór í Beauxbatons,”sagði Neville svolítið undarlegri röddu.

“Mágkona mín fór þangað,” sagði Ron.

“Gver er ‘ún?” spurði Sophia.

“Fleur Delacour,” sagði Ron, með stolti sem pirraði Hermione óstjórnlega mikið.

“Ó, ég zekki Fleur. Zyztir ‘ennar er vinkona mín, Gabrielle.”

Þá komu þrír aðrir inn í klefann. Harry, Ginny og Hermione þekktu mennina tvo samstundis en aðeins Ron þekkti konuna.

“Harry, Ron, Hermione og Ginny!” sagði Seamus Finnigan og horfði glettnislega á þau.

“Hæ Hermione,” sagði Dean Thomas og kyssti hana á kinnina. Svo brosti hann til Ginny og breiddi út faðminn. Ginny fór til hans og faðmaði hann, þá leit Dean til Harrys. “Eins og ég hef alltaf sagt þá ert þú heppinn maður Harry Potter,” sagði hann.

Á meðan allir aðrir töluðu þá stóð Ron upp og fór til Lavender sem að stóð í klefadyrunum með krosslagðar hendur.

“Ronald Weasley,” sagði hún og brosti.

“Lavender Brown,” svaraði hann og brosti á móti. Hermione gaf hnakkanum á honum ískalt augnaráð og Lavender hætti að brosa.

Ginny tók líka eftir augnaráðinu. “Sestu niður,” sagði hún við Hermione.

Hermione gaf henni eitt augnaráð líka en settist niður með krosslagða handleggi og lést vera að hlusta á það sem Neville var að segja. Lavender leit mjög vel út í þessari stuttu aðsniðnu skikkju. Ginny var hinsvegar ekki hið minnsta óróleg yfir því hvað Ron myndi gera næst, því að ólíkt Hermione vissi hún, eins og allir aðrir að Ron elskaði konu sína meira en allt annað í heiminum.

“Thomas,” sagði Lavender.

“Ha?” spurði Ron.

“Lavender Thomas,” sagði hún. ”Við Dean giftum okkur fyrir tveimur vikum.”

“Í alvöru?” spurði Ron felmtri sleginn. “Til hamingju, ekki hefði ég giskað á það.”

“Það segja þetta allir,” sagði Lavender og hló. “Ert þú ekki giftur Hermione?”

“Jú,” sagði hann og hjartað hoppaði hálfan hring.

“Ég hefði nú samt geta sagt mér það sjálf,”sagði Lavender.

Ron stökk bros. Hann var hættur að telja þá sem höfðu sagt honum þetta. Lavender brosti til Hermione og hún brosti til baka fyrir kurteisissakir.

“Hæ Lavender,” sagði Harry af því að hann var fyrst nú að bera kennsl á hana.

“Hæ Harry, hvað segirðu gott?”

“Bara allt gott, en þú?”

“Gott hjá mér,” sagði hún en forðaðist að líta á Ginny sem stóð við hliðina á Harry.

“Viltu ekki koma í smá labbitúr um lestina Lavender?” spurði Ron sem að skynjaði spennuna og fannst best að forða sér.

“Já, já, er Hermione ekki sama?” sagði Lavender á innsoginu.

“Jú, jú farið bara,” svaraði Ginny fyrir Hermione.

Ron og Lavender gengu í smástund um lestina en settust svo inn í fremsta klefann. Þau settust á móti hvort öðru. Hann hafði ekki séð hana svo lengi, í sjö ár ef hann átti að vera nákvæmur. Það hafði verið þegar hann og Hermione lentu í hroðalegu rifrildi (sem að var það verst sem að þau höfðu lent í til þessa og það var stórt…) og Ron fór á fyllerí , sem hefur ekkert sér til varnar að segja við þessu, og svaf hjá Lavender. Daginn eftir sagði hann henni að hann væri að fara að giftast Hermione.

“Ég bauð þér í brúðkaupið mitt, þú komst aldrei,” sagði Ron og fékk sting í brjóstið.

“Ég veit…”sagði hún og breytti snögglega um umræðuefni. “Áttu ekki einhverja krakka núna ?”

“Jú tvo og hálfan,”svaraði hann.

“ Ha?? Hálfan?”

“Já það þriðja er á leiðinni. Hin tvö heita Chris sem er 6 og hálfs og Emmy sem er tveggja.”

Hún leit á hann. “Ron? Er þetta það sem þú vildir?”

Hann horfði til baka.” Já, ég gæti ekki beðið um meira,” sagði hann loksins.

Lavender leit út um gluggann og beit í neðri vörina.

“Lavender, hvað er að ?” spurði hann.

Hún svaraði ekki en fól andlitið í höndum sér. “Lav?” sagði Ron og var farinn að verða áhyggjufullur.

“Nei, nei, það er ekkert að,” sagði hún og leit upp með augun flóandi í tárum. “Ég meina, ég get ekki kvartað.” Aftur huldi hún andlitið.

Ron stóð upp og settist hjá henni. “Lav… ég… mér þykir það leitt.”

Hún hristi höfuðið. “Hvað þá Ron?” Það var greinilegt að þetta var gleymt og grafið. Hún hafði elskað Ron, virkilega elskað hann en hann hafði aldrei elskað hana. Fyrir honum þá hafði það sem að þau áttu saman bara verið barnalegt skot og hann notfærði sér það að hann gat alltaf hlaupið til hennar í burtu frá raunveruleiknum.

“Lav, elskarðu Dean?”

Hún kinkaði kolli með semingi. “Já ég elska hann af öllu hjarta, en þú þekkir mig, ég virðist alltaf verða ástfangin af röngu mönnunum.”

“Meinarðu… heldurðu að hann elski þig ekki?”

“Ja, sjáanlega elskar hann mig, hann giftist mér, en það er ein sem að hann elskar meira.”

“Hver gæti það mögulega verið?”

“Æi, Ron, þú ert svo mikill moðhaus, sástu það ekki?”

“Hva…?” Skyndilega áttaði hann sig á því hverja Lavender var að tala um. Hann sá fyrir sér svipinn á Dean þegar hann kom auga á Ginny og mundi hvað hann hafði sagt við Harry. “Svona, Lav, ég er alveg viss um að hann elskar þig langmest af öllum sem hann þekkir, þ. á. m. Ginny.

“Ja, hann er besti kosturinn minn á hamingjusömu lífi.

“Lav…”

“Elskarðu hana?”

“Hmm?”

“Hermione, elskarðu hana?” spurði hún og af meiri festu en í fyrra skiptið.

“Auðvitað elska ég hana!”

“En í alvöru, alveg?”

Ron vissi svo vel svarið við þessari spurningu, en hann kunni ekki að færa það í orð. “Lav, ég elska hana svo mikið en ég get samt ekki útskýrt það. Ég meina, já við rífumst, en það róast alltaf niður og við elskum hvort annað alveg fram í rauðan dauðann. Ástin er sársaukafull, það veistu nú svo vel.”

Hún muldraði eitthvað og horfði niður fyrir sig með augun flóandi í tárum.”Já það veit ég vel.” Allt í einu fleygði hún sér í fangið á honum og byrjað að gráta. Hann vissi ekkert hvað hann átti að gera, en svo strauk hann henni fram og aftur um bakið og reyndi að sefa hana. En nú rauf einhver þögnina með þvíað renna hurðinni harkalega til hliðar. Ginny stóð í dyrunum og starði reiðilega á þau.

“Ron, má ég tala aðeins við þig, hérna frammi takk fyrir?”

“Uuu… já Ginny,” sagði hann og sleppti Lavender sem var að þurrka af sér tárin í skikkju ermina. Hann fór út og stökk á eftir systur sinni inn í annan klefa.

“Ron, hvað í andskotnum varst þú eiginlega að gera?!”

“Ég var að tala við hana og hún er hálfþunglynd, svo byrjaði hún bara að gráta og… “

“Ókei Ron, allt í lagi, en af hverju er hún hálfþunglynd?”

“Ég veit það ekki, af því-“

“Af því að hún elskar þig!”

“Ginny, slepptu þvi, við erum ekki 16 lengur, hún vild bara tala við einhvern sem hún treysti!”

“Æi, Ron, það skiptir engu, Hermione er að klikkast.”

“Já, já auðvitað…”

“Spurði hún þig um Hermione?”

“Hún spurði hvort ég elskaði hana og ég játaði því, því að annars þá hefði ég verið að ljúga.”

“Mér finnst það bara ekki eðlilegt að hún vilji tala við þig einan án þess að reyna eitthvað, en af hverju er hún svona óhamingjusöm?”

“Æi, af því… Dean er ekki… ég veit það ekki Ginny!”

“Ronald, ég veit, já taktu eftir, ég veit að þú veist hvað er að henni svo að komdu því út úr þér!”

“Hún virðist halda að Dean sé ástfanginn af þér!”

Ginny ranghvolfdi í sér augunum. “ Guð minn almáttugur! Hún hlýtur að vera blind!”

Ron lyfti annarri augabrúninni.

“Ekki segja mér að þú haldir það líka!”

“Jaa…”

“Æi, Ron þú drepur mig úr pirringi, förum nú,” sagði hún og dró hann aftur inn í klefann þar sem að allir voru. Þau komu að klefanum með hurðina aðeins opna. Fred og George stóðu þar og horfðu á þau.

“Ég var að velta því fyrir mér hvar þið tveir væruð,” sagði Ron.

“Getum ekki talað við þig núna Ronnie litli, framlengingareyrun virðast hafa drukknað í tilfinningum frú Thomas,” sagði Fred og lokaði hurðinni.

“Hálfvitar,” muldraði Ron og fór aftast íklefann þar sem að Hermione sat. Hún virtist geta farið að springa þá og þegar, hún var svo reið. “Þú veist ég elska bara þig er það ekki?” hvíslaði hann.

Hún horfði á hann. “Já ég veit, það er líka eins gott fyrir þig.”

Hann kyssti hrokkinn kollinn á henni og fór að tala við Seamus um reglugerðir um skuldbindingar kentára við mannfólk.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.