Emerson Spartz (ES), stjórnandi MuggleNet og Melissa Anelli (MA), stjórnandi The Leaky Cauldron hittu Joanne Kathleen Rowling (JKR) á útgáfudegi sjöttu bókar hennar um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter and the Half-Blood Prince og fengu að taka við hana persónulegt viðtal. Þau höfðu þá fengið hvort sína bókina á miðnætti eins og svo margir aðrir og varið nóttinni í að lesa.

Viðtalið birtist í heild sinni á ensku bæði á MuggleNet og á The Leaky Cauldron.

Viðvörun: þetta viðtal er gegnsýrt af umræðum um sjöttu Harry Potter bókina “The Half-Blood Prince”. Ef þú hefur ekki enn lesið bókina og vilt ekki láta spilla henni fyrir þér er það í engan stað heilsóbót fyrir þig að lesa þetta viðtal. Þið hafið verið vöruð við!

Fyrri hluta viðtalsins í íslenskri þýðingu má finna hér: http://www.hugi.is/hp/articles.php?page=view&contentId=2383658#item2788812



MA: Ég vildi fá að halda áfram að ræða um Draco.

JKR: Okei, já, tölum um Draco.

MA: Hann var mjög athyglisverður í þessari bók.

JKR: Gaman að þér skuli finnast það því ég hafði mjög gaman honum núna. Draco þroskaðist líka heilmikið í þessari bók. Við Emma, ritstjórinn minn, áttum mjög athyglisverðar samræður um Draco. Hún sagði við mig: “Svo Draco getur beitt hughrindingu, sem Harry hefur greinilega aldrei náð og hefur meira og minna gefist upp á að reyna núorðið.” Hún var að velta fyrir sér hvort að Harry ætti ekki að vera jafn góður í þessu. En ég held ekki. Ég held að Draco ætti mikið auðveldara með að ná tökum á hugrindingu heldur en Harry. Þegar kemur að hughrindingu hefur vandamál Harrys alltaf verið að hann er of tengdur tilfinningum sínum. Þær eru alltaf uppi á yfirborðinu. Á vissan hátt er hann of skemmdur til að bæla þær niður. Hann skilur vel allt sem hefur komið fyrir hann og allt sem hann hefur lent í en hann er ekki bældur fyrir vikið. Hann er nógu hugrakkur til að takast á við tilfinningar sínar og bera þær í stað þess að bæla minningarnar niður. Draco er að mínu mati aftur á móti drengur sem á mjög auðvelt með að skipta lífi sínu og tilfinningum upp. Hann slekkur á allri vorkunn til að geta á auðveldari hátt pínt og hætt aðra. Hann hefur slökkt á allri samúð og meðaumkun – hvernig ætti nokkur að verða Drápari án þess að gera það? Þannig að hann hefur í raun slökkt á öllum góðu hlutunum af sjálfum sér.
En núna er hann kominn í lið með “stóru strákunum” ef svo má að orði komast og allt í einu þarf hann að standa við stóru orðin. Það er mjög ógnvekjandi. Ég held að margir sem falli í þá gryfju að lenda í slæmum félagsskap eigi við þennan sama vanda að stríða þegar þeir átta sig á því út í hvað þeir eru komnir. Hvað það er sem virkilega felst í því að gera svona hryllilega hluti. Ég vorkenndi Draco. Ég meina, ég hef aðvitað alltaf vitað hvert stefndi hjá honum, sama hversu illgjarn hann hefur verið.
Harry hafði samt rétt fyrir sér þegar hann trúði því ekki að Draco hefði í raun drepið Dumbledore. Ég held reyndar að það komi skýrt fram þegar hann lætur sprotann síga og málin eru tekin úr hans höndum.

ES: Var Dumbledore búinn að ráðgera að deyja?

JKR: (hikar) Heldur þú að það verði stór kenning?

MA & ES: Já, það verður mög stór kenning.

JKR: (hikar) Ég vil ekki skjóta þá kenningu niður. (hlær örlítið) Ég verð að leyfa fólki að halda í vonina.

MA: Svarið liggur eiginlega í spurningunni um hvort að Snape leiki tveimur skjöldum eða þremur.

JKR: (hlær) tveimur, þremur, fjórum eða jafnvel fimm skjöldum…. já..

MA: Hvort þetta var allt fyrirfram ákveðið og fyrst að Dumbledore vissi um Draco allt árið, voru þeir Snape þá búnir að ræða saman og hafði hann þá sagt, “Ef þetta gerist, þá verður þú að koma fram eins og það sé algerlega þitt markmið að drepa mig, því annars deyr Draco og út af óbrjótanlega loforðinu (unbreakable vow – veit ekki ísl. þýðinguna á því)munt þú deyja…” og svo framvegis.

JKR: Já, ég skil hvað þú ert að fara en ég meina, ég get augljóslega ekki svarað þér. Þetta eru kenningar sem ég vil alls ekki skjóta niður. Ef ég segi eitthvað sem gæti slökkt á þessum kenningum þá er ég að skemma svo mikið fyrir fólki. Það er kenningarnar sem er svo gaman að. Meira að segja kenningum hjónabandsmiðlarana. Guð blessi þá, en þeir skemmtu sér vel með sínar kenningar. Þegar fólk fer algerlega út af laginu eins og þegar sumir eyða löngum stundum í að sanna að Snape sé í raun vampíra, þá finnst mér ég verða að grípa í taumana. Það er ekkert sem rennir stoðum undir það.

ES: Það er þegar maður leitar eftir ákveðnum hlutum –

JKR: Já, þegar þú ert búinn er að lesa bókina 15 sinnum og ert farin að sjá röndótt, ferðu að sjá vísbendingar um að Snape sé Myrkrahöfðinginn. Þannig að sumar kenningar skýt ég niður einfaldlega af því að ég hugsa, “Ekki eyða tíma ykkar í þetta, það eru mikið betri hlutir til að rökræða og jafnvel þó þið hafið rangt fyrir ykkur sumsstaðar í þeim efnum þá endið þið örugglega á áhugaverðum stöðum.” Þannig hugsa ég þetta mestmegnis.

ES: Hvaða spurningu vildirðu óska að þú yrðir spurð og hvert yrði svarið við þeirri spurningu?

JKR: Uuum.. (langt hik) – þetta var góð spurning. Hvað myndi ég vilja óska að ég yrði spurð? (hik) Í dag, bara í dag, 16. júlí, vonaðist ég eftir að vera spurð um R.A.B. og þið gerðuð það. En það var bara í dag því að ég held að – jæja, ég vonaði að einhver myndi gera það.

MA: Er eitthvað meira sem við ættum að spurja um hann?

JKR: Það eru hlutir sem þið komið til með að fatta þegar þið lesið betur, held ég – allavega þið tvö, ég er viss um það – sem, já, ég var að vona að R.A.B. kæmi út.

MA: Afsakið ef ég hef rangt fyrir mér, en var Regulus ekki sá sem Voldemort drap –

JKR: Ja, Sirius sagði að hann hefði ekki verið drepin af honum sjálfum því hann hefði ekki verið nógu mikilvægur, manstu?

MA: En það þarf ekki endilega að vera satt, ef R.A.B. er að skrifa Voldemort persónulegt bréf.

JKR: Það þýðir ekki endilega að Voldemort hafi sjálfur drepið hann, en Sirius grunaði að Regulus hafi sokkið dýpra inn en hann hafði viljað. Eins og Draco. Þetta líf heillaði hann en hvað það þýddi í raun og veru að vera drápari var honum ofviða.

En hvernig leist ykkur á Lupin/Tonks?

ES: Það var –

MA: Ég var mjög hissa!

ES: Ég var hissa en fékk samt ekki áfall.

JKR: Akkurat.

MA: Ég held að ég hafi fengið smá áfall.

(Innskot frá Tzipporah – Ég vissi það!!! Kom mér ekki á óvart!!! Ég er svo klár!!! Kíkið bara í spunann minn… gerist nokkurnveginn á sama hátt og allt (og hann kláraðist nóttina sem HBP kom út)… I AM THE BEST!!! – sjálfshóli lýkur)


JKR: Einhver á netinu, ég man ekki hvort það var á ykkar síðum - ég datt næstum af stólnum mínum þegar ég las það. Einhver… þetta var þegar ég var að kíkja á aðdáendasíður – ég hljóma eins og ég sé alla daga á netinu og þessvegna takist mér aldrei að klára bækurnar fyrr. Ég lofa að það er ekki þannig. Ég vil að það komi skýrt fram fyrir upptökutækin hér á borðinu að vegna þess að ég er með mína eigin síðu fer ég á aðrar síður til að leita að spurningum í FAQ (freakvently askt questions – eða spurningar sem eru oft spurðar). Þannig finn ég ýmsa hluti. En allavega, einhver þarna, ég trúði því varla, hafði sagt, “Nei, Tonks má ekki giftast einhverjum-(man ekki hverjum) því að hún á að enda með Lupin og þau eiga að eignast haug af marglitum varlúfahvolpum.” eða eitthvað í þá áttina.

MA: Ég hef séð þetta!

JKR: Er það? Var það þá á Leaky?

MA: Hugsanlega – með fullri virðingu fyrir Emerson þá hef ég sjaldnast tíma til að lesa það sem kemur inn á MuggleNet –

JKR: Ég býst við að þar sem svo margir eru að setja inn sínar hugmyndir þá detti fólki nánast hvað sem er í hug.

ES: Ó, já. Fólki hefur dottið allt í hug.

MA: Harry/Basilikuslangan.

(allir hlæja)

JKR: Svo satt! Ég veit! Ég býst við að ef ég eyddi öllum mínum tíma á netinu þá myndi ég eflaust geta fundið allt framtíðarplottið mitt þarna einhversstaðar.

ES: Hversu miklum tíma eyðir þú á áhugasíðunum?

JKR: Það er misjafnt. Þegar það er lítið um að vera á síðunni minni er það yfirleitt vegna þess að ég er að vinna mikið eða að ég er upptekin með krökkunum eða eitthvað þannig. Þegar ég uppfæri oft í röð hef ég greinilega verið á netinu. Þannig að það sem kemur á spurningakorkinum og svoleiðis er allt saman eitthvað sem ég hef fengið sent hingað á skrifstofuna eða sem ég hef fundið á netinu. Ég leita að því hverju fólk vill fá svör við. Það er frábært, stundum pirrandi, en ég vil að það komi skýrt fram að ég sendi aldrei inn svör á aðrar síður en mína eigin. Ég veit að það hafa stundum komið upp svör sem eru sögð vera frá mér en það er ekki rétt. Þið hafið bæði verið mjög ábyrg að eyða svoleiðs út en ég hef svolitlar áhyggjur af þessu. Ég fór einusinni inn á MuggleNet spjallrásina og það var óendanlega fyndið. Þetta var í fyrsta skipti sem ég googlaði Harry Potter. Ég var bara að uppgötva þetta allt saman. Ég vissi reyndar um Leaky, en ég uppgötvaði MuggleNet þennan dag. Ég fór inn á spjallrásina og það var svo fyndið. Fólk kom fram við mig af einskærri fyrirlitningu. (hlær) Ég get ekki lýst því hvað það var fyndið.

ES: Ég vil gjarnan biðjast afsökunar á, um…


JKR: Nei, nei, nei, nei, ekki á slæman hátt heldur bara, “Já já, þegi þú, þú ert ekki fastagestur hér og þú veist ekkert.” Þú getur ímyndað þér!

MA: Einn af sigurvegurunum okkar í Leaky-keppninni “Spurðu Jo” er kona sem kallar sig theotherhermit, hún er fimmtug og býr í smábæ í austur Bandaríkjunum. Ég held reyndar að þetta hafi komið fram í sjöttu bókinni en “Sýna minningar í Þankalauginni raunveruleikann eða skynjun manneskjunar sem átti þær á raunveruleikanum?”

JKR: Þær sýna raunveruleikann. Það er mikilvægt að það sé alveg á hreinu því Slughorn gaf Dumbledore þessa ömurlegu minningu sem búið var að klippa og líma. Hann vildi ekki gefa honum raunverulegu minninguna og var greynilega búinn að eiga við hana sjálfur. Svo það sem þú manst kemur nákvæmlega fram í Þankalauginni.

ES: Ég hafði algerlega rangt fyrir mér þar.

JKR: Er það?

ES: Ég var viss um að það væri túlkun eigandans á atburðunum. Mér fannst það ekki rökrétt að maður gæti skoðað eigin hugsanir í þriðjupersónu. Það er nánast eins maður sé að svindla því þá getur maður alltaf skoðað hlutina frá annarra sjónahorni.

MA: Þannig að það eru hlutir sem þú hefur ekki sjálfur tekið eftir en getur farið inn aftur og séð þá frá utanaðkomandi sjónarhorni?

JKR: Já, það er akkurat galdurinn við Þankalaugina. Þessvegna er hún svo frábær.

ES: Mig langar í eina svona!

JKR: Já. Annars væri þetta í raun bara eins og dagbók, er það ekki? Þá ertu bara bundinn því sem þú manst. En Þankalaugin endurgerir augnablikið fyrir þig svo þú getur farið aftur inn í eigin minningar og lifað hlutina upp á nýtt og tekið eftir því sem þú tókst ekki eftir áður. Það er allt einhversstaðar í höfðinu á þér, eins og ég er viss um að það er hjá okkur öllum. Ég er viss um að ef við gætum komist að þeim þá væru minningar sem við vissum ekki að við ættum geymdar inni í höfðinu á okkur.

ES: Annar “Spurðu Jo” vinningshafi var Maria Vlasiou, sem er 25 ára frá Hollandi (hún spurði um fórnir James og Lilyar, fyrr í viðtalinu). Þrigðja spurningin er svo frá Helen Poole, sem er 18 ára frá Thirsk í Yorkshire – hún er líka einn af höfundum “Plot Thickens” áhugaspunabókanna. Það er spurningin um Grindelwald, sem ég er viss um að þú hefur verið að búa þig undir að við spyrðum.

JKR: Mhm..

ES: Augljóslega-

JKR: Rifjaðu upp með mér, hvernig var aftur spurninginn? Er hann dáinn?

ES: Já, er hann dáinn?

JKR: Já, hann er dáinn.

ES: Er hann mikilvægur?

JKR: (tregafull) Ohh…

ES: Þú þarft ekki að svara en geturðu gefið okkur eitthvað af forsögu hans?

JKR: Ég ætla að segja ykkur jafnmikið og ég sagði öðrum sem spurði mig fyrr í morgun. Þið vitið Owen sem vann bresku sjónvarpsstöðvakeppnina um að taka viðtal við mig. Hann spurði um Grindelwald. Hann spurði, “Er það tilviljun að hann dó 1945?” og ég svaraði “Nei”. Mér finnst gaman að spá í hluti sem voru að gerast í heiminum á sama tíma. Mér finnst spennandi hugmynd að þegar það er heimsstyrjöld í gangi hjá Muggum sé líka heimsstyrjöld í gangi hjá Galdramönnum.

ES: Hefur hann einhver tengsl við…

JKR: Ég neita að tjá mig um það mál. (hlær)

MA: Nærast stríðin hvort á öðru, stríð Muggana og stírð Galdramannana?

JKR: Já, ég held það. Já. Mhm.

MA: Þú varðst allt í einu mjög þögul.

(allir hlæja, JKR eins og brjálæðingur)

MA: Okkur líkar vel þegar þú verður þögul, það þýðir –

ES: Að þú ert greinilega að fela eitthvað.

MA: Næsti vinningshafi er Delaney Monaghan, sem er 6 ára en mamma hennar Vanessa Monaghan semdi spurninguna fyrir hana. Þær eru frá Canberra í Ástralíu. “Hvaða merkingu, ef einhverja, hafa tyggjóbréfin sem Alice Longbottom er alltaf að gefa Neville?”

ES: Fljót, segðu hvað þú heldur, höfum það skjalfast, áður en hún svara –

MA: Ég held að þau séu einfaldlega merki um sorglegar athafnir geðveikrar konu.

JKR: Ég var líka spurð um þetta í morgun. Þessi hugmynd var reyndar eitt af mjög fáu sem var undir áhrifum frá rauverulegum atburði. Ég heyrði sögu sem mér fannst mjög sorgleg. Ég veit um mann sem átti aldraða móður sem var með Alzheimers og hún var á lokaðri sjúkradeild. Hún var mjög langt leidd og þekkti ekki lengur son sinn en hann fór samt og heimsótti hana tvisvar í viku. Hann gaf henni alltaf nammi því hún var mikill sælkeri og það var þeirra samband. Hún þekkti hann sem nammi-manninn. Mér fannst það mjög sorglegt en áhrifamikið þannig að ég skreytti söguna svolítið. Neville gefur mömmu sinni allt sem hún vill og (það syrgir mig að hugsa um það) hún vill gefa honum eitthvað til baka. Það sem hún svo gefur honum er algerlega verðlaust en hann tekur samt við því eins og það sé einhvers virði af því að hún er að reyna að gefa honum eitthvað. Svo það hefur ákveðið verðgildi, bara tilfinningalegt.
En tilgáturnar um tyggjóbréfin eru algerlega út í hött.

ES: Þú getur samt ekki áfallist þau.

JKR: Ég meina, hún er ekki að reyna að senda honum leynileg skilaboð.

MA: Þannig að hún er ekki með fullu viti í raun og veru?

JKR: Nei. Það er rétt hjá þér. En þetta er klassískt dæmi fyrir kenningar sem ég skýt niður af því að þetta liggur ekkert í neinar skemmtilegar áttir þrátt fyrir að vera rangt.

MA: Þetta er líklega eitt af tilfinninganæmustu atriðunum í bókunum.

JKR: Ég held að þetta sé mjög mikilvægt persónu atriði.

MA: Þriðji vinningshafinn er Monique Padelis, sem er 15 ára, frá Surrey. Hvernig og hvenær var tjaldið (sem Sirius datt í gegn um) búið til?

JKR: Tjaldið er búið að vera þarna jafnlengi og Galdramálaráðuneitið og það er búið að vera til staðar í langan tíma. Ekki jafn lengi og Hogwarts, en mjög lengi. Við erum að tala um hundruðir ára. Það skiptir ekki sérlega miklu máli hvenær, en örugglega fyrir einhverjum öldum síðan.

MA: Var það notað sem aflífunarklefi eða bara til að rannsaka það?

JKR: Nei, bara til að rannsaka það. Leyndarmálastofnunin snýst algerlega um rannsóknir. Þeir rannsaka hugan, heiminn, dauðann….

MA: Förum við aftur þangað, í læsta herbergið?

JKR: Tjái mig ekkert um það.

ES: Það er enginn sem veit jafnmikið og Dumbledore um galdra?

JKR: Mmhm.

ES: Hvar lærði hann þetta allt?

JKR: Ég sé hann mestmegnis sem einhvern sem hefur stundað mikið sjálfsnám. Samt sem áður hafði hann á sínum tíma í Hogwarts aðgang að frábærum kennurum svo hann lærði á sama hátt og allir aðrir. Fjölskylda Dumbledores væri eitthvað sem væri mikið meira virði að grenslast fyrir um en tyggjóbréf.

MA: Fjölskyldan hans?

JKR: Já, fjölskyldan hans.

MA: Eigum við að ræða það aðeins meira?

JKR: Nei, en ÞIÐ getið gert það!

(hlátur)

MA: Hvað með fjölskyldu Harrys – ömmur og afa – voru þau drepin?

JKR: Nei, þetta fer bara út í leiðinlegt og hversdagslegt efni. Sem rithöfundur var það meira spennandi ef Harry væri algerlega einn. Þannig að ég losaði mig frekar miskunarlaust við alla fjölskylduna hans nema Petuniu frænku. Ég meina, James og Lily eru að sjálfsögðu rosalega mikilvæg fyrir framgang sögunnar, en ömmur og afar? Nei. En af því að ég hef gaman af forsögunni minni þá voru foreldrar Lily og Petuniu venjulegir Muggar sem dóu venjulegum Mugga dauðdaga. Foreldrar James voru gömul, orðin mjög fullorðin þegar hann fæddist, sem útskýrir afhverju hann var einbirni, mjög spilltur og svona foreldrar-voru-búin-að-bíða-lengi-eftir-barni-og-þessvegna-er-hann-einstakur-fjársjóður eins og gerist svo oft, held ég. Þau voru meira að segja gömul á galdramannamælikvarða og þau dóu. Þau veiktust af galdramannaveiki. Það nær ekki lengra en það. Það var ekkert alvarlegt eða hryllilegt við dauðdaga þeirra, mig vantaði bara að losna við þau svo að ég drap þau.

MA: Þetta slekkur svolítið á Erfingi Gryffindor kenningunum líka.

JKR: (Hikar) Já, ojæja – Já.

MA: Annar fellur í svaðið!

(Hlátur)

JKR: Þarna sérðu. Ég veit að “Half-Blood Prince” mun ekki kæta alla því hann skýtur niður þó nokkrar kenningar. En ég meina, ef hún gerði það ekki þá væri ég ekki að vinna mína vinnu rétt. Þó nokkrum mín ekki líka vel við hana og fullt af fólki á eftir að verða óánægt með dauðsfallið en þetta er það sem var alla tíð áætlað.
Við vitum ekki enn hvort að það var raunverulegur leki til blaðanna með dauðsfallið eða hvort það var bara ágiskun sem var rétt.

ES: Í þessari bók?

MA: Veðmálin manstu?

ES: Ah, já.

JKR: Já, veðmálahneykslið. Þetta er núna svona 50/50. Ef þið munið eftir í “Phoenix” þá var veðjað stíft á Cho Chang og það var alveg nákvæmlega eins. Allt í einu setti einhver 10.000 pund á að Cho Chang myndi deyja og maður trúir því varla að fólk veðji svona upp hæðum af ástæðulausu svo við höldum að sá einstaklingur hafi haldið að hann væri með áræðanlegar heimildir. Þegar veðmálin fóru svo að berast að Dumbledore erum við enn ekki viss. Kannski var alvöru leki, en kannski giskaði fólk bara á rétt.

ES: Ég setti upp könnun á MuggleNet og spurði fólk ef það héldi að Dumbledore myndi deyja.

JKR: Og hvað kom út úr því? Það er mjög áhugavert.

ES: Flestir héldu að hann myndi deyja í bók sex eða sjö. Flestir reyndar í sjö.

JKR: Já er það.

ES: Það var líklega 65/35, en það var klárt mál að flestir héldu að hann myndi deyja.

JKR: Já, jæja. Ég held að ef maður bakki aðeins og skoði svona tegundir af sögum þá er það yfirleitt alltaf sem hetjan þarf að ganga ein síðasta spölinn. Þannig er það, við vitum það öll, svo spurninginn verður bara hvenær og hvernig, er það ekki, ef maður veit eitthvað um uppbyggingu svona söguþráða.

ES: Vitri gamli galdrmaðurinn með skeggið deyr alltaf!

JKR: Já, það er eiginlega akkurat það sem ég er að segja.

(Hlátur)

MA: Það er athyglisvert, því að ég held að við höfum öll eiginlega fundið á okkur að hann var að fara að deyja þegar hann fór að deila þessum risa viskumolum.

JKR: Mm.

MA: Og þegar Harry sagði, “Ég skil þetta og foreldrar mínir skildu þetta og þetta snýst allt um völina,” þá stoppuðum við og sögðum, “Allt í lagi, rifjum aðeins upp og ræðum þetta því, a) Dumbledore er að deyja, b) þetta er flaggið sem táknar að við erum á hraðri leið inn í endasprettinn.” Mér finnst eins og að þetta hafi verið ein stundin sem útskýrði meginþema allra bókanna. Áttu það til að vera sammála mér í þessu?

JKR: Já, heilshugar. Því að það eru sterk tengsl á milli stundarinnar í Leyniklefanum þegar Dumbledore segir svo eftirminnilega, “Það er val okkar í lífinu sem gerir okkur að því sem við erum, miklu frekar en hæfni okkar.” og stundarinnar þegar hann situr á skrifstofu sinni og segir við Harry að spádómurinn hafi einungis gildi af því að Harry og Voldemort kjósi að hafa það þannig. Ef þeir myndu báðir láta kyrrt liggja þá gætu þeir báðir lifað. Það er í raun undirstaðan. Ef báður myndi ákveða, “Ég tek ekki þátt í þessu,” og láta það vera… en það er ekki að fara að gerast því að hvað Voldemort varðar þá er Harry ógn við hann. Þeir verða að mætast.

ES: Ég man að ég hugsaði þegar ég las “Fönixregluna” hvað myndi gerast ef Harry og Voldemort myndu bara ákveða að –

JKR: takast í hendur og ákveða að vera sammála um að vera ósammála?

(Hlátur)

ES: Hvað ef hann hefði aldrei heyrt spádóminn?

JKR: Það er akkurat það er það ekki? Eins og ég sagði, það er það sem ég setti á mína síðu-

ES: Ég er svo glaður að þú skelltir því inn.

JKR: Þetta er “Macbeth” hugmynd. Ég elska “Macbeth.” Það er án vafa uppáhalds Shakespeare leikritið mitt. Og það er akkurat spurningin er það ekki? Ef Macbeth hefði ekki hitt nornirnar hefði hann þá drepið Duncan? Hefði eitthvað af þessu gerst? Voru það örlögin eða lét hann það gerast? Ég held að hann hafi látið það gerast.

MA: Ef allir myndu bara takast í hendur og spila einn hring í golfi þá væri allt gott.

(Hlátur)

Við látum aftur staðarnumið hér í bili. Ég ætlaði að klára þetta í dag, en það er eftir jafnmikið og ég er búin með í dag. Sjáum til hvenær næsti kafli kemur inn.
Kveðja
Tzipporah