Trúabrögð og Goðsagnir Tengdar Harry Potter Bókunum SPOILERAR held ég.


Það var á þeirri tíð er ég var í áttunda bekk að samfélags kennarinn minn bað bekkinn um að skrifa ritgerð um hvað sem er svo lengi sem að það tengdist trúabrögðum og ég ákvað að velja Harry Potter og tengstl hanns við námsefnið mitt á þeim tíma. Og ef ég man rétt fékk ég ansi góða einkun fyrir verkið.

Ég var nú að ráfa um tölvuna þegar að ég koma auga á ritgerð þá og dreif mig í að skella henni inn á huga eins og með svo margt annað.

Flest ykkar mun líða skringilega við lestur þessarar greinar en það er einugis vegna þess að þetta var skrifað fyrir þá sem vita alls ekkert um Harry Potter og hin miklu ævintýri hanns en vonandi verður gaman af þrátt fyrir það.


Fyrir nokkrum árum var J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókana geysivinsælu, bláfátæk, átti heima í pínulítilli íbúð og sat á kaffistofu við að skrifa hugmyndir fyrir bækurnar áðurnefndu á servéttur. Nú er hún ein af 20 ríkasta fólkinu í Bretlandi.
Hún fékk fyrst hugmyndina að Harry Potter bókunum, sem ritgerð þessi fjallar um, þegar hún var að ferðast með lest. Hún byrjaði strax að skrifa niður hugmyndir að sögunni og hefur ekki hætt því í mörg ár. Nokkrum árum seinna kláraði hún fyrstu bókina, sem var hafnað af mörgum útgefendum þar til loksins eitthvert vildi gefa blessaða bókina út. Harry Potter og Viskusteinninn fyrsta bókin var fljót að seljast til Bandaríkjanna en naut samt ekki þessara gríðarlegu vinsælda sem bækurnar gera nú. Það gerðist ekki fyrr en að þriðja bókin var gefin út, þá hófst Harry Potter æði. Bækurnar skutu sér upp í hærri og hærri sæti á metsölulistanum og unnu til margra verðlauna. Nú eru komnar 5 bækur af 7 og sú sjötta er væntanleg í Bretlandi í júlí. Eins og ég sagði áðan er J.K. Rowling nú á grænni grein en þessi ritgerð fjallar ekki um höfund bókanna heldur bækurnar sjálfar og tengsl þeirra við trúarbrögð og goðsagnir, mest gríska og rómverska goðafræði, þó svo að Harry haldi upp á hin kristnu jól og egypskar verur nái að skjóta sér inn.

SAGAN
Fyrsta Harry Potter bókin kom út árið 1997 í Bretlandi en 1999 á Íslandi.
Bækurnar (það er að segja fyrsta bókin) byrjar hjá húsinu á Runnaflöt 4, Little Whinging í Surrey í Englandi á fimmtudagsmorgni þegar Vernon nokkur Dursley er að fara í vinnuna. Á leiðinni sér hann fullt af fólki klætt í skikkjur. Allt þetta fólk er mjög ánægt og segir allt að það sé gleðidagur í dag. Þetta fólk talar líka um Potterfjölskylduna og Harry son Potter hjónanna en það vill reyndar svo til að kona Vernons hún Petunia á systur sem giftist Potter og saman eignuðust þau son sem hét Harry. Vernon heldur að þetta sé allt fólk að safna til góðgerða og það sé eintóm tilviljun að þau séu að tala um Potterfjölskyldu og Harry, þetta gerti alls ekkert tengst systur konu hanns, manni hennar og syni. En það sem Vernon veit ekki er að það eru mun skrítnari hlutir á sveimi þennan dag en ánægt fólk í skikkjum sem talar um Potterfjölskyldu og Harry son þeirra. Hundruð stjörnuhrapa eiga sér stað eimitt þennan dag og þúsundir uglna fljúgandi yfir London. Vernon kemur heim um kvöldið án þess að segja konunni sinni af fólkinu í skikkjunum, fer að sofa og reynir að telja sér trú um að þetta hafi allt verið alger tilviljun og það sé ekkert undarlegt á seiði. Það sem Vernon veit ekki er að það eru einmitt tvær skikkjuklæddar persónur fyrir utan húsið hans, gamall maður að nafni Albus Dumbledore og skikkjuklædda konan Minerva McGonagall. Minerva var í fornum grískum trúabrögðum gyðja og í Róm var hún kölluð Aþena. Hún átti aðalega að vera gyðja stríðs en líka lista, visku, vísinda og margs annars.
Dumbledore og McGonagall eru líka að tala um Potter fjölskylduna, það var nefninlega þannig að fólkið í skikkjunum eru galdramenn og nornir sem höfðu barist við hinn illa Voldemort í mörg ár þar til að Harry Potter hinum unga tókst loks að sigra hann en James og Lily (systir Petuinu konu Vernons) höfðu verið myrt af Voldemort rétt áður en hann var sigraður (uglurnar og stjörnuhröpin eru afleiðing þess að allt galdrafólkið er að fagna því að Voldemort sé farinn). Dumbledore og McGonagall eru ennþá að tala saman þegar að risavaxinn maður að nafni Rubeus Hagrid kemur á fljúgandi mótorhjóli til þeirra. Hagrid Rubeus var risi í grískri goðafræði og konungur gimsteinana, Hagrid þýðir risi og Rubeus þýðir gimsteinn.
Hann kemur með Harry, sem er aðeins smábarn, til Dumbledores og McGonagalls og þau skilja hinn unga Harry eftir á dyraþrepinu hjá Dursley fjölskylduni. Því að þau voru nefnilega einu ættingjar Harrys á lífi.
Tíu árum síðar er Harry orðinn ellefu ára gamall. Öll þessi tíu ár hefur Dursley fjölskyldan verið mjög leiðinleg við hann. Dudley sonur Vernons og Petuinu og nokkrir vinir hans hafa lagt Harry í einelti og Dursleyfjölskyldan lætur Harry sofa í kompu undir stiganum þeirra og lætur hann aðeins ganga í gömlum, ljótum fötum af Dudley. Harry heldur alltaf að hann sé ósköp venjulegur drengur þrátt fyrir að hann hafi látið gler af slöngubúri í dýragarði hverfa sem olli því að brasilísk slanga byrjaði að ráðast á fólk í dýragarðinum. Svo lét hann hárið á sér vaxa aftur á dularfullan hátt eftir að Petunia hafði snoðað hann og einu sinni tókst honum að stökkva upp á skólahúsið sitt þegar að Dudley og nokkrir vinir hans voru að elta hann. Þrátt fyrir þetta hélt Harry alltaf að hann væri óskup venjulegur drengur. Skoðun Harrys á því að hann væri venjulegur breyttist þó eftir að hann fékk undarlegt bréf sem á stóð :

Hr. H. Potter
Kompunni undir stiganum
Runnaflöt 4
Little Whinging
Surrey

Þetta var sérstaklega skrítið því fæstir vissu að hann byggi hjá Dursley fjölskylduni. Harry náði aldrei að opna bréfið því að strax eftir að Dursleyfjölskyldan sá þetta bréf tóku þau það af honum og brenndu það. Þetta var þó ekki eina bréfið sem Harry fékk því að stuttu seinna komu þrjú önnur svona bréf (Dusley fjölskyldan brenndi þau líka). Daginn þar á eftir komu enn fleiri og daginn eftir það miklu fleiri. Þannig hélt það lengi áfram og Dursleyfjölskyldan brenndi bréfinn jafn óðum og þau komu inn um lúguna. Að lokum fékk fjölskyldan nóg, pakkaði niður og keyrði út úr bænum með Harry.
Þau stoppuðu bílinn þegar að þau komu að hóteli einu nógu langt frá bænum. En þeim til undrunar og mjög mikills hryllings var enn eitt af þessum bréfum á hótelinu þegar að þau komu þangað. Þá missti Vernon stjórn á sér og leigði bát og silgdi upp að kletti einum þar sem gamall kofi stóð. Í þennan eyðikofa langt út á hafi hélt hann svo sannarlega að bréfin myndu aldrei komast … en hann hafði hann rangt fyrir sér. Um nóttina var bankað hjá þeim svo fast að hurðin fauk af og risastór maður gekk inn. Þessi maður var áðurnefndur Hagrid. Vernon reyndi að stoppa hann með því að ota að honum riffli en Hagrid tók sig til og kippti rifflinum úr höndum Vernons og batt á byssuna hnút og fleygði út í hornið. Því næst lét hann Harry fá eitt af þessum bréfum. Í því stóð :

Hogwart – skóli galdra og seiða.

Skólastjóri: Albus Dumbledore.
(Eftirmaður Merlins, Hæstráðandi seiðmaður Warlocks, Æðsti Mugwump, Meðlimur alþjóðasambands galdramanna).

Kæri Hr. Potter.
Það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwart – skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Önnin hefst 1. september. Við væntum uglu yðar fyrir 31. júlí.

Það tók Harry smá tíma að átta sig á því að hann var galdramaður og á leiðinni í skóla fyrir galdramenn og nornir. Þar með voru ævintýri Harrys rétt að byrja því að ásamt vinum sínum Ron og Hermione, jafnöldrum sínum sem hann hittir í skólanum, lendir hann í nógu mörgum ævintýrum til að þau rétt komist fyrir í sjö þykkum bókum sem eru vel þess virði að lesa.



BÆKURNAR

HARRY POTTER
OG
VISKUSTEINNINN
Þetta er fyrsta Harry Potter bókin og fjallar um það þegar að Harry uppgötvar að hann er galdramaður og gengur í Hogwarts skólann en eins og í öllum Harry Potter bókunum er eitthvað dularfullt á seyði þar.
Bókin fjallar um það að Harry, Ron og Hermione, vinir hans, komast að því að hinn máttugi viskusteinn sem gefur fólki eilíft líf er falinn í skólanum og einhver er að reyna að koma höndum yfir gripinn atarna. Viskusteininn var fyrir meira en þúsund árum talinn vera einhvers konar lyf. Sá sem drakk það átti að geta breytt hlutum í gull eða silfur og svipar þannig til goðsagnarinnar um Mídas kóng.
Í þessari bók koma fyrir ýmsir hlutir úr trúabrögðum og goðafræði (aðallega grískri). Sem dæmi má nefna:
Kentárar. Þessa kauða hittir Harry í Forboðna skóginum sem er skógur í útjaðri Hogwart skóla. Aðal kentárinn í þessari bók heitir Flórens.
Kentárar eru verur úr grískri goðafræði, hálfir hestar, hálfir menn. Efri parturinn af manni en sá neðri af hestum.
Einhyrningar. Þessar verur hitti Harry líka í Fornboðna skóginum. Hann sá dulafulla veru sjúga blóðið úr einhyrningi. Einhyrningar líta út eins og hvítir hestar með eitt horn á hausnum. Þeir eru úr grískri goðafræði.
Drekar. Í þessari bók vinnur Hagrid egg í spili og úr því klekst út norskur rákdreki sem hann skýrir Norberg.
Drekar eru sagðir skepnur sem líta út eins og risaeðlur (líklega grameðlur) og hafa vængi og spúa eldi. Þrátt fyrir að drekar tilheyri ekki neinum trúabrögðum er líklegt að fólk hafi trúað á þá í fornöld.
Hnoðri. Hnoðri er risastór þríhöfða hundur sem gætir viskusteinsins. Hagrid á hann.
Hnoðri er tekinn úr grísku goðafræðinni. Þar heitir hann Keboros og er hundur Hadesar drottnara undirheimanna.
Mitt álit á bókini:
Viskusteininn er að mínu mati lang versta Harry Potter bókin og frekar leiðinlegur söguþráður en hún er samt góð.
6.3/10


HARRY POTTER
OG
LEYNIKLEFINN
Þessa bók tileinkaði J.K. Rowling vini sínum ???
Harry er á Runnaflöt að láta sér leiðast þegar að húsálfur að nafni Dobby kemur til að segja honum að hann megi alls ekki fara aftur í Hogwartsskólan því þar muni hræðilegir hlutir gerast þetta árið. Harry hlustar ekki á Dobby og fer samt en Dobby hafði rétt fyrir sér því að stuttu eftir að Harry kemur í skólan byrja undarlegir hlutir að gerast og ljóst er að “Leyniklefinn” hefur verið opnaður og hryllingurinn sem þar leynist er sloppinn út.
Aftur eru hér á ferð einhvers konar trúabrögð og goðafræði og hér nefni ég dæmi um það:
Basiliuslangan. Í Harry Potter er þetta er risastór slanga sem steingerir (breytir í stein) fólk sem sér augu hennar.
Basilik átti í goðsögnum að vera konungur snákana og gat drepið tré með því að anda á þau. Medusía úr grísku goðafræðunum var kona með snáka í stað hárs á höfðinu hún gat breytt fólki í stein með augunum rétt eins og Basiliu slangan.
Draugar. Margir draugar búa í Hogward skólanum og eiga draugar að vera sálir dauðs fólks sem eiga eftir eitthvað óunnið verk á jörðinni sem veldur því að þau fá ekki sálarfrið og breytast í drauga. Draugar eru oft notaðir í sögum til að hræða fólk.
Mitt álit á bókini:
Mun betri er hin bókin og ein af bestu Harry Potter bókunum.
6.9/10






HARRY POTTER
OG
FANGINN FRÁ AZKABAN
Í þessari þriðju bók um Harry Potter og ævintýri hans er hann orðinn þrettán ára. Fangi í Azkaban fangelsinu hræðilega er sloppinn og hefur aðeins eitt í huga, að hefna Voldemorts með því að drepa Harry.
Í þessari bók eins og hinum tveim Harry Potter bókunum er einnig fullt af verum og skepnum úr goðafræði, trú og því um líku. Hér eru nokkrar þeirra úr þessari bók:
Hippogriffinar. Hagrid notar Hippogriffininn Grágogg í kennslu sinni í þessari bók. Hippogriffinar eru hálfir hestar og hálfir ernir. Eins og svo oft áður er þessi vera úr grískri goðafræði en þar gekk hún undir nafninu griffin en ekki HIPPOgriffin. Reyndar veit ég ekki hver munurinn á venjulegum griffini og hippogriffini er, en hippo er stytting af hippopotamus sem er enska og þýðir flóðhestur. Ég hef samt ekki tekið eftir neinu sem minnir á flóðhest á hippogriffinum. Hippogriffin er ítalskt orð.
Varúlfar. Eitthvers konar úlfmenni.
Varúlfar munu líka að vera komnir frá grikkjum og þeirra gömlu trú. Sagan segir að Seifur hafi refsað kóngi einum fyrir að hafa bragðað mannakjöt og breytti honum því í úlf. Kóngurinn kallaðist frá því varúlfur.
Mitt álit:
Þetta er ansi góð bók og alveg þess virði að lesa.
7.0/10


HARRY POTTER
OG
ELDBIKARINN
Þegar að Harry kemur í Hogwarts skóla er verið að halda þrígaldraleikana þar. Það er keppni þar sem þrír skólar Hogwarts, Buxbuttons og Dumstrang keppa í þrem lífshættulegum þrautum. Aðeins nemendum sem orðnir voru 17 ára eða eldri var leyft að skrá sig í keppnina. Þar sem Harry var aðeins 14 mátti hann ekki skrá sig. Aðeins einn úr hverjum skóla var valinn til að keppa. Um kvöldið hafði eldbikarinn (bikar sem valdi hverjir myndu keppa í þrígaldraleikunum) spítt út úr sér þrem miðum með þrem mismunandi nöfnum og allir voru að fara í svefnsalina að valinu loknu. Allt í einu öllum til undrunar spítti eldbikarinn út úr sér fjórða miðanum, á honum stóð Harry Potter.
Mitt álit:
Ansi skemmtileg bók.
7.2/10


HARRY POTTER
OG
FÖNIXREGLAN
Fönixreglan er nafn á reglu (félagi). Þessi regla var búin til til að berjast gegn Voldemort og myrkraöflum hans og er þessi bók nefnd eftir reglunni.
Fönix. Hawkes er fönix fugl Dumbledores.
Fönix er kominn úr egypskum trúabrögðum. Helgaður sólinni. Þegar hann deyr brennur hann og endurfæðist úr öskunni.
Mitt álit:
Góð bók.
7.4/10



AÐRAR PERSÓNUR SEM TENGJAST TRÚARBRÖGÐUM.

Hermes. Ugla Weasley fjölskyldunar (Weasleyfjölskyldan er fjölskylda Rons).
Hermes sonur Seifs og sendiboði guðana. Úr grískri goðafræði. Í rómversku trúabrögðunum er Merkúr sá sami og Hermes.
Argus Filch. Húsvörður í Hogwarts.
Argus var skrímsli sem Hermes drap í grískri goðafræði.
Remus Lupin. Kennari í Hogwarts.
Remus er nafn úr rómverskri goðafræði. Remus og Romolus voru tvíburasynir Mars.


Í HEILDINA
Harry Potter eru mjög góðar og skemmtilegar bækur og ég hvet alla til að lesa þær, helst tvisvar.