Það er mikið búið að fjalla um það hvort að Snape sé vondur eða ekki. Ég tel hann ennþá góðan. Hann gerði það sem hann gerði af því að hann var eiðsvarinn. En af hverju sór hann eiðinn? Líklega af því að það hefði verið sviksamlegt að segja nei. Og hvernig á manni að detta í hug að það sé hægt að myrða Dumbledore? Hm? Hann á að vera mesti galdramaður í heimi! Snape á ekki séns í hann! Nema þegar hann er mjög veikburða af eitri. Það hefði semsagt ekki átt að skipta neinu máli þótt hann sverði eiðinn, verkefið hefði átt að vera honum um megn. En nóg um Snape, snúum okkur að Draco.
Hvað í andskotanum var Voldemort að hugsa þegar hann fól sextán ára strák það verkefni að myrða mesta galdramann í heimi, þann eina sem hann hræðist sjálfur??? Draco var dæmdur til að mistakast frá upphafi! Voldemort getur það ekki sjálfur svo hann sendir óútskrifaðan krakka í staðinn! En ekki nóg með að þetta sé Mission Impossible, þá virtist Draco bara ekki nógu mikið illmenni til þess að geta þetta. Sem er ekki svo skrítið, það er erfitt að myrða fólk og ekki léttir það undir að vera ekki einu sinni orðinn fulltíða. Harry kom að Draco grátandi á klósettinu og samkvæmt Völu væluskjóðu hafði hann oft komið áður og háskælt. Svo komst hann loks í færi við Dumbledore. Til að gera málið enn auðveldara fyrir honum var Dumbledore gjörsamlega máttvana. En hann gat það samt ekki. Hann beið og lét Dumbledore tala sig til, hann lét sprotan síga og þá birtist Snape. Og af því að Draco var búinn að gefast upp, þá gat Snape ekki gert annað en klárað verkefnið fyrir hann. Hann var jú eiðsvarinn.
Þá greip Snape Draco og hljóp með hann burt. Af hverju? Það vissi enginn að hann væri vondur, það voru engin vitni. Harry var undir huliðsskikkjunni svo þeir vissu ekki af honum. Voldemort hefur hins vegar vitað að Draco gerði ekki skyldu sína. Hann gæti meira að segja hafa verið að fylgjast með í gegnum augu Harrys, hver veit.
Niðurstaða mín er sú að Snape sé í sjokki yfir því sem hann gerði. Hann sé í sjokki yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að drepa Dumbledore, því undir hvaða öðrum kringumstæðum ætti Snape nokkra möguleika í Dumbledore? Hann hefur síðan gripið Draco og flúið með hann í felur. Hann verður að vernda strákbjánann fyrir Voldemort, hann er örugglega ekki ánægður með frammistöðu hans.
Jahérna, þetta varð langur korkur. Á þess vegna kannski betur heima á greinakubbnum. Allavega, segið endilega ykkar álit og hugsanir um málið!