Lily Evans vaknaði við martröð að hennar mati .
“Hvernig gat mér dreymt um þennan sjálfumglaða asna” Hugsaði hún með sér og reyndi að rifja upp drauminn. En árángurslaust því hún gat bara hugsað um að hún og hann hafi, “Nei það getur ekki verið!” Hugsaði hún með sér og reyndi að ýta í burtu hugsuninni um hana og James Potter að kyssast.
“Þetta var nú bara draumur” sagði Lily við sjálfan sig.
“Hvað var Bara draumur?” sagði Karitas stríðnislega.
“Ööö..Ekkert” bunaði Lily út úr sér . hún vildi að enginn vissi hvað henni væri að dreyma, sérstaklega ekki Karítas. Því hún myndi sko segja öllum það og þá myndi James vera of ánægður.
Lily forðaðist augarráð Karítas á meðan hún dreif sig í buxur og peysu og svo lét hún sig hverfa niður í setustofu. En ekki var skárra að vera þar. Í sófanum sátu James og Sirius í hrókasamræðum. Lily bað til guðs að þeir hefði ekki séð hana því hún gat ekki farið að takast á við James eimmitt núna.
Lily bakkaði hljóðlega upp stigan en henni til mæðu þá datt hún á miðri leiðinni.
“Típískt” hugsaði hún með sér og átti von á öllu.
James og Sirius litu báðir við og sáu hvar Lily hafði dottið. James tók tækifærið og hljóp til Lily og reisti hana upp.
“Er allt í lagi með þig?” spurði James yfir sig ánægður yfir því að getað snert Lily.
“Já, já en ég gat alveg hjálpað mér sjálf!” skammaði Lily James, en sá svo eftir því strax því James setti upp fýlu svip og hélt enþá í hendina á henni.
Lily ætlaði að biðjast afsökurnar en þá setti James upp glott og Lily var ekki að vilja vera góð við hann. Hún hataði þetta sjálfumglaða glott.
“Ekki vera vond við James” sagði James barnalega og var ekki að fara sleppa á henni hendinni.
“Slepptu mér , James annars áttu enga möguleika við að vera með mér!” æpti Lily áður en hún gat hugsað.
“Möguleika” hrópaði James ánægjulega. “ Ég hélt að ég ætti enga! Heyrðirðu þetta Sirius? Ég á möguleika með Lily.” James loks sleppti hönd Lily og fór að dansa í hringi með Sirius og söng: “Ég á möguleika með Lily , Ég á möguleika með Lily,”
Lily stóð grafkyrr í stiganum og glápti á þá dansa. Hún sá krakka vera að koma þreyttir út úr vistunum að leita að upptökum hjóðsinns.
Áður að einhver gat tekið eftir því afhverju James var svona ánægður þá forðaði Lily sér eins fljótt og hún gat og strunsaði inn í herbergið hennar sem hún svaf í ásamt öðrum 7.árs nemendum. Hún skellti hurðinni í lás og hélt við hurðina eins og einhver væri að reyna að komast inn í herbergið.
“Hvað er að þér?” Spurði Karítas áhugasöm í von um að fá að heyra nýtt slúður.
“æj ekkert merkilegt” laug Lily og labbaði kæruleisislega frá hurðinni.
Lily tók við að búa um rúmmið . Karítas leit skringilega á hana eins og að hún vissi að hún væri að ljúga að sér.
Lily hrökk í kút þegar hún fór að heyra hærra og hærra í James og Sirius að syngja.
“Ó nei” muldraði Lily og horfði á Karítas sem hafði greinilega heyrt í þeim.
“Hvað var þetta?” sagði Karítas forvitin og labbaði að hurðinni og tók hana úr lás og lét sig hverfa.
Lily sá frammi á gangi flissandi stelpur að hvísla sín á milli . Hún sá að þær voru greinilega að tala um söng James.
Lily hafði verið rosa feigin um morguninn að það væri sunnudagur en núna þá vildi hún ekkert frekar en að fara að læra.

Í hádegismatnum var helsta umræðan söngur James og Lily var búin að heyra allavega sjö rugl sögur um hvað hefði gerst , en hún vildi ekki vera að hugsa um þetta núna.
Hvað hafði hún verið að hugsa þegar hún sagði þetta við James?

Því þú ert hrifin af honum!
Nei, þú varst bara ekki að hugsa , þetta getur alltaf gerst.
Af hverju heldurðu að þú hafir verið að dreyma hann þá?
Þetta var bara martröð!

Lily hristi á sér hausinn og reyndi að halda áfram að borða .

þú getur greinilega ekki verið hrifin að honum. Í alvöru talað þetta var James Potter! Sjálfsumglaði strákurinn sem er búinn að eltast við þig síðan þú varst ellefu ára!
En hann er breyttur og þú ert breytt! Þið eruð ekki enþá ellefu ára! þú ert hrifin af honum! Það væri ekki alheimsendir ef svo væri.

Lily hafði fengið nóg. Hún stóð upp og dreif sig upp í Gryffindor turninn því hún vissi að enginn myndi vera þar því allir voru í mat. Eða það hélt hún.

Lily labbaði í gegnum málveksgatið og hélt göngu sinni áfram að sófanum. En þegar hún var komin að sófanum þá tók hún eftir hvar James sat í stól sem hafði skyggt fyrir hann þegar hún hafði komið inn.
“Hæ Lily” sagði James og labbaði að henni þar sem hún stóð við sófann.
“Hvað segurðu um að ég fái þennan “Möguleika” með þér núna” sagði James og brosti til hennar. Hann var núna komin mjög þétt að henni.
Áður en Lily gat hugsað þá greip hún í hann og kyssti hann . Þetta var miklu betri koss en sem hún fékk í drauminum. Loks þá skildust þau og Lily varð rauð eins og epli í framan.
Lily hafði aldrei séð James svona ánægðan. Ætli það séi ekki útaf því að hann hafði beðið eftir þessu augnabliki síðan hann var ellefu ára.
“Þíðir þetta að ég fái fleiri möguleika?” Spurði James sem reyndi að vera fyndinn í leiðinni. En virtist ekki takast svo vel en Lily skildi hann samt og svaraði:
“Já”

——
Hæ, vona að þetta hafi verið í lagi , en ég fékk bara James og Lily á heilan í dag..ég er búin að lesa allt of mikið af spunum um þau.
vona að engar stafsetningar villur leinist þarna og bara njótið :P
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."