Daniel Radcliffe í öðru hlutverki Samkvæmt BBC hefur Daniel Radcliffe skrifað undir samning um að leika í myndinni December Boys, en það er fyrsta hlutverkið hans fyrir utan Harry Potter myndirnar sem hafa gert hann heimsfrægan.

Myndin fjallar um fjóra munaðarleysingja sem eru allir fæddir í sama mánuði og eru algjörlega á móti hvor öðrum .
Myndin gerist í Ástralíu í kringum 1960 og þegar drengirnir eru orðnir 16 ára hafa þeir gefið upp alla von um að verða ættleiddir en allt í einu koma barnlaus hjón sem ætla að ættleiða einn þeirra og strákarnir reyna allir að vinna hylli þeirra.

Tökur á December Boys hefjast í Suður Ástralíu í Nóvember eða um leið og Eldbikarinn hefur verið frumsýnd en myndin er byggð á bók Michael Noonan.

Framleiðandinn Richard Becker segir að Daniel sé leikari með hæfileika og mjög greindur miðað við aldur. “Hann getur gengið í öll hlutverk og skilað fullkominni frammistöðu”.

Myndinni verður leikstýrt af Rod Hardy en hann sagði við blaðamenn að hin 16 ára Radcliffe yrði elsti munaðarleysinginn og mundi leika í sínu fyrsta ástarævintýri.

Paz Vega úr Spanglish og hin 18 ára Teresa Palmer leika einnig í myndinni.


Þessi grein er þýdd af BBC og movieweb.com