Jæja…soldið stuttur kafli núna, því mig langaði að senda hann inn áður en ég fer út ;) Ég er að fara til London og Króatíu í tvær vikur á sunndaginn!! Hlakka svo til!!!
En ég er með góðan hluta af næsta kafla skrifaðan, þarf bara að finna leið til að halda áfram o_~

Áttundi kafli.

Þegar Ron og Jo komu á föstudagskvöldið virtist allt í lagi. Allir töluðu saman og allt virtist í góðu standi.
Næsta föstudagskvöld var þeim aftur boðið. Þá gekk það ekki eins vel. Ron og Jo rifust og Harry og Ginny reyndu án árangurs að stilla til friðar.
Næsta föstudagskvöld eftir það gáfust Harry og Ginny upp á því að stilla til friðar og fylgdust bara með.
Smátt og smátt urðu þessi föstudagskvöld að einskonar sálfræðitímum fyrir Ron og Jo,þar sem þau gátu öskrað að vild og enginn skipti sér af. Spennan milli þeirra óx eins og spennan í galdraheiminum. Blöðin voru full af fréttum um aukin umsvif Drápara og ekki leið vika án þess að nýr Drápari væri handtekinn. Samt heimtaði Ginny að halda áfram að bjóða Ron og Jo.

Þetta föstudagskvöld var eitt það vandræðalegasta sem Harry hafði upplifað, og hann kenndi Ron og Jo um það, að mestu leyti.
Þetta byrjaði allt saman vel, Ginny hafði bakað pítsu og Harry og Ron ræddu nýtt tilboð í Ron, í þetta sinn frá skoska landsliðinu. Seinast þegar tilboð barst var Ron ákveðinn að fara ekki vegan Jo, en nú þegar allt var á leið til fjandans með hana, var Ron aðeins spenntari.
“Spáðu í því Harry, hundrað og fimmtíu galleon á dag, og tvöhundruð galleona bónus fyrir hvern unninn leik.” Ron varð dreyminn, bara við tilhugsunina um alla þessa peninga. “En ef ég ætti að ráða vildi ég frekar spila með Englandi, heldur en Skotlandi….vissir þú að þeir eru búnir að hækka tilboðið í tvöhundruð galleon, Harrry??”
“Vá….kannski ætti ég að fara aftur í Quidditch, ha Ginny?” sagði Harry í gríni.
“Láttu þig dreyma Harry, ég vil að barnið mitt eigi pabba.” sagði Ginny ákveðin.
“Og auk þess eru engin lið í leit að leitara í augnablikinu.” sagði Jo.
“Ég er alveg viss um að England sparkar gamla leitaranum sínum ef Harry fer í prufu.” sagði Ron, hálf móðgaður á því að einhver skyldi efast um hæfileika Harrys í Quidditch.
“Það þarf ekki alltaf að skipta öllu út ef eitthvað nýtt kemur.” sagði Jo pirruð.
“Stundum er það betra, að prófa eitthvað nýtt.” svaraði Ron, nánast jafn pirraður.
“Um leið og eitthvað er orðið öruggt fyrir þig, Ronald Weasley, færðu leið á því.” Jo var farin að hækka róminn töluvert.
“Tilbreytingin og frelsið gefur lífinu lit!” Ron var orðinn hættulega rauður um eyrun. “Ég skil ekki hversvegna ég þarf endilega að skuldbinda mig við eitthvað eitt þegar ég er ekki viss um að það endist!”
Jo leit út eins og hún hvafi verið lamin fast í andlitið með blautri tusku. Svo hvarf þessi særði svipur og í staðin kom bálreið Jo í ljós.
“Aumingi!” öskraði hún.
Ron virtist eins bálreiður og hún.
“Ég? Aumingi?!?!”
“Já, þú. Þú þorir aldrei neinu. Þú hættir við þegar hlutirnir eru orðnir of flóknir til að þú skiljir þá. Þá gefstu upp og skiptir um.”
“Ég….ég….” Ron virtist of reiður til þess að mynda skiljanlegar setningar. Svo muldraði hann eitthvað óskiljanlegt og stormaði aftur inn.
Jo horfði á eftir honum, andvarpaði og seig niður á stól. Milt maíloftið virtist vera að springa af spennunni.
“Harry.” muldraði Ginny lágt og bandaði í áttina sem Ron fór. Harry skildi hana og fór inn og fann Ron í eldhúsinu með hunangsöl fyrir framan sig og starandi fram fyrir sig.
“Hvað er að hjá kvenfólki?” spurði hann engan sérstakan og tók stóran sopa af hunangsölinu.
“Það er ekkert að hjá kvenfólki,” svarað Harry ákveðinn. “Það er eitthvað að því hvernig þú horfir á samband þitt við kvenfólk.”
Ron starði heimskulega á Harry.
“Þú fælir alla frá þér með því að stofna samband og gefast svo upp á því.”
“Ég gefst ekki upp….” byrjaði Ron en Harry greip fram í fyrir honum.
“Jú víst. Síðustu fimm kærustur eða svo hafa allar lent í því sama. Þið kynnist, farið á stefnumót, allt í góðu lagi. Kynnir hana fyrir fjölskyldunni og ert voða rómantískur en þegar þær vilja færa sambandið á næsta stig gefstu upp.”
Eyrun á Ron voru orðin frekar bleik.
“Ég ræð mínu lífi sjálfur, þakka þér fyrir.”
“Þú ræður því, en þú ert ekki einn í því. Það var þessvegna sem Hermione gafst upp á þér. Heimurinn snérist alltaf um þig og það sem þú vildir.”
Eyrun á Ron voru ekki bleik lengur, þau voru dökkrauð í stíl við andlitið. Harry hafði snert viðkvæman streng. Hermione. Þótt Ron væri kominn yfir hana núna var það samt alltaf sárt fyrir hann þegar einhver minnti hann á þau mistök sem hann gerði.
“Ég er fullorðinn maður og vill lifa lífinu til fulls. Þótt þú viljir giftast og lifa ameríska draumnum þurfa ekki allir að gera það!”
“Ég er ekki að biðja þig að lifa ameríska draumnum, bara ákveða hvað þú vilt. Ef þú vilt ekki vera með Jo vertu þá sanngjarn við bæði þig og hana og bittu enda á þetta! Ef þú vilt vera með henni, sem mér finnst líklegra, segðu henni þá frá því og talaðu við hana!” Harry leið frekar heimskulega að gefa sambandsráð til besta vinar síns sem hafði satt að segja miklueiri reynslu en hann, en Ron þurfti stundum gott spark í rassinn til að koma sér í gang.
“Hættu að koma fram við mig eins og smákrakka!!” öskraði Ron og fleygði hunangsölflöskunni í vegginn.
“Ef Þú lætur eins og smákrakki, kem ég fram við þig eins og smákrakka!!” öskraði Harry alveg jafn hátt. Við þetta þagnaði Ron algjörlega, starði á Harry í nokkrar sekúndur og rauk svo út, bölvandi og ragnandi. Harry andvarpaði, veifaði sprotanumí áttuna að brotnu hunangsölflöskunni sem flaug í ruslatunnuna og hélt aftur út í garð þar sem Ginny og Jo sátu.
Ginny leit upp frá tárvotri og bálreiðri Jo vongóð á svip en svipurinn hvarf þegar Harry hristi höfuðið.
“Hann rauk út bölvandi og ragnandi.”
Jo byrjaði að gráta aftur og Ginny hélt utan um hana eins og hún væri fimm ára og ruggaði henni rólega. Smám saman sefaðist gráturinn og eftir urðu þurr ekkasog.
“Hvða er að mér?” spurði hún á milli þeirra. “Ég yfirgef foreldra mína, þótt ég sjái ekki eftir því, til að vera með manninum sem ég hélt að elskaði mig. Nú er hann farinn og ég á engann eftir.” Harry fannst hann heyra smá vott af biturri kaldhæðni.
“Hann er ekki farinn, elskan, hann þarf bara smá tíma.” sagði Ginny sefandi og bætti svo við með litlu brosi “Hann á eftir að þroskast meira til að geta viðurkennt tilfinningar sínar”
Jo hló þurrum og bitrum hlátri.
“Hann þarf svo sannarlega að þroskast. Ég var einu sinni að fara yfir stjörnufræði með honum og sagði Úranus og hann hló í fimmtán mínútur!!” Harry gat ekki annað en hlegið að vini sínum en varð alvarlegur eftir hvasst tillit frá Ginny.
“Hann skilur sokkana sína eftir allstaðar, drulluskítuga” hélt Jo áfram, eins og hún væri að sannfæra sig um að Ron væri óþroskaður.
“Hann étur eins og svín og það er ekki hægt að fara með honum út að borða, hann á eftir að kvarta við þjóninn, kokkinn, manninn á næsta borði og meira að segja náungann á klósettinu!!” Jo hélt áfram allt kvöldið með stórt karton af súkkulaðibitaís fyrir framan sig á meðan Ginny kinkaði kolli og skaut einstaka sinnum inn jái eða “alveg sammála”. Eftir að hanfa sent Harry afsakandi augnaráð og myndað eitthvað um “stelpnatíma” með munninum gafst Harry upp á því að hlusta og gekk frá eftir matinn.
Klukkan var langt gengin í miðnætti þegar Jo sofnaði út frá sjálfri sér á sófanum. Ginny breiddi þykkt ullarteppi yfir hana og dró fyrir áður en hún fór inn í eldhús þar sem Harry var að þrífa eldhússkápana.
“Þú veist að það eru sjálfhreinsunarálög á skápunum, ekki satt??” spurði hún með bros í röddinni hálf inn í ísskáp í leit að vínberjum.
“Ó” sagði Harry heimskulega. “Þú gætir sagt það fyrir svona klukkutíma, ég er á seinasta skápnum núna.” Ginny hló bara og settist við eldhúsborðið og hóf að raða í sig vínberjum.
“Jo er sofandi á sófanum, bara svo þú vitir það.” bætti hún við í gegnum safan í munninum.
“Ættum við ekki að vekja hana?” spurði Harry varlega. Ginny hristi bara höfuðið. “Hún hefur átt erfitt kvöld, við skulum ekki gera það erfiðarra.” Hún reisti sig varlega á fætur. “Auk þess sem Potter yngri hérna er virkilega ákveðinn í því að halda mömmu vakandi á nóttunni” sagði hún og lagði hönd á bumbuna sína. “Mamma vill fá að sofa á nóttunni ástin mín.” sagði hún í smábarnatali.
“Smábarnatal hægir á málþroska barna.” Harry hermdi eftir frú Weasley þegar hún heyrði Ginny fyrst tala smábarnamál. Á eftir fygdi hálftíma langur fyrirlestur um það hvernig “rannsóknir sýna fram á ótrúlegan mun” og svo framvegis og framvegis.
“Mér er nákvæmlega sama.” svaraði Ginny ákveðin og hélt áfram að bulla við bumbuna sína.
“Mömmu er alveg sama hvenær þú byrjar að tala, ég elska þig alveg jafn mikið…” Hún hélt svona áfram upp stigann og inn í svefnherbergi.
Þar nennti Harry ekki að hlusta á hana lengur og þaggaði niður í henni með mjúkum kossi.

Á laugardagsmorgni vöknuðu Harry og Ginny klukkan níu við ilm af amerískum pönnukökum og nýju kaffi. Og engu venjulegu kaffi, heldur úr nýmöluðum baunum og súkkulaðilyktin af því kitlaði í nefið. Þegar þau stauluðust niður í eldhús fundu þau óhugnalega glaða Jo, syngjandi við eitthvað Kynjasystralag.
“Daginn!!” sagði hún, of glaðlega svona snemma morguns.
Ginny muldraði eitthvað um það hvernig ætti að lögsækja fólk sem vaknaði fyrir tíu. Svo þefaði hún út í loftið og fann pönnuköku og sírópslyktina og gretti sig.
“Án þess að móðga þig Jo er ekki séns að ég borði þetta í morgunmat.” lýsti hún yfir. Jo brosti bara og benti henni á stóra skál af niðurskornum ávöxtum. Það glaðnaði yfir Ginny og hún gróf sig í skálina og saup á kaffinu sínu á milli. Harry hristi höfuðið og naut hvers einasta bita af amerísku pönnnukökunum sínum.
“Svo Jo, er þetta einhverskonar leyniuppskrift frá Kandabúum?” spurði hann í gríni. Kaffið snarvirkaði og Harry glaðvaknaði við fyrsta sopann.
“Já, háleynileg alveg. Hún heitir Betty Crocker” sagði Jo með glotti. “Við Kanadamenn erum búin að lúra á henni síðan pönnukökur urðu til.”
Ginny flissaði ofan í hálftóma ávaxtaskálina.

Þegar Jo dreif sig heim snéru Harry og Ginny sér að því sem skipulagt hafði verið um helgina, nefnilega að kaupa barnahúsgögn! Þar sem barnið átti að fæðast júlí og maí var að klárast var frú Weasley að fara yfirum. Hún var nú þegar búin að prjóna föt fyrir öll möguleg tilefni og var byrjuð að sauma út í sængurföt handa barninu. Stórir pappakassar yfirfullir af smábarnadóti voru teknir að fylla fallega átthyrnda herbergið sem barnið átti að fá. Ginny var búin að fá nóg af því og dreif Harry í Skástræti.
“Svo getum við litið við hjá tvíburunum og boðið þeim með okkur í hádegismat, hvað segirðu um það?” lokkaði Ginny, því satt að segja var Harry ekkert sérstaklega hrifinn af því að eyða heilum degi í búðum. Nema kannski ef búðin væru Quidditchgæðavörur eða eitthvað svoleiðis.
“Hummpfh” mótmælti Harry, bæði því að bjóða tvíburunum í hádegismat (hann hafði engann áhuga á því að borga fyrir enn eitt uppsprengt veitingahúsið) og því að vera dreginn frá glugganum hjá Quidditchgæðavörum og inn í búð sem hét “Litla krílið: Allt sem þú þarft”
“Sælar elskurnar, get ég hjálpað ykkur?” Eldri norn leit upp frá bókinni sem hún var að lesa.
“Já, við erum að leita að vöggu og skiptiborði.” svaraði Ginny og gamla nornin dró þau um alla búðina og sýndi þeim ýmsar gerðir af barnahúsgögnum. Harry var hrifnastur af appelsínugulri vöggu með merki Chudley rakettanna, á meðan Ginny rak upp skræk og dró Harry langt frá henni. Á endanum urðu þau sammála um fallega vöggu úr ljósu birki og skiptiborði í stíl. Þótt Harry muldraði ennþá eitthvað um Chudley vögguna var hann sammála að hin vaggan væri praktískari. Gamla nornin taldi þau líka á að kaupa ruggustól úr sama viði og allt hitt.
“Viljið þið láta leggja einhver sérstök álög á húsgögnin?” spurði gamla nornin á meðan þau borguðu. Hún dró fram þykka bók full af álögum á barnahúsgögn. Ginny hóf strax að blaða í henni og gaf frá sér ógeðshljóð þegar hún las upp: “Til varnar því að þríhöfða skrímsli æli ofan í vögguna.” Harry gretti sig líka. “Hver geymir þríhöfða skrímsli nálægt börnum?” spurði hún.
“Einhver sem á þríhöfað skrímsli og smábarn.” benti Harry réttilega á. Ginny sló hann létt í handlegginn. Gamla nornin fletti hratt fram hjá litríkum skýringarmyndunum hjá þessum álögum og fletti á aðra blaðsíðu.
“Þessi eru allaf vinsæl.” sagði hún og benti. “Þegar barnið grætur fer í gang sérstakt hátalarakerfi um allt hús svo þið heyrið það strax.”
“Svona eins og hjá muggunum?” spurði Harry. (Þá er ég að tala um svona walkie-talkie)
“Miklu þróaðra herra Potter!” sagði nornin móðguð. “Í fyrsta lagi eru engin svona ljót tæki sem maður þarf að dröslast með, álögin eru annarsvegar á vöggunni og hinsvegar á veggjunum í húsinu ykkar.” Hún fletti pirruð en það glaðnaði yfir henni þegar hún fann önnur álög sem hún benti Ginny á. “Sjáið hérna frú Potter. Lítil börn með sterka galdrakrafta hafa oft sprengt vögguna og önnur húsgögn í loft upp. Hér erum við með áög sem hindra auk galdrasprenginga köst á þungum hlutum með göldrum, vatnssúlur, eldsúlur eða annarskonar hættuleg efni. Auk þess kemur það í veg fyrir að barnið..umm….hvað skal segja, skili meltum mat til foreldranna.” Gamla nornin brosti og bæði Harry og Ginny hrylltu sig.
“Við tökum þau.” flýtti Ginny sér að segja. Gamla nornin brosti tannlausu brosi og merkti við álögin.
“Hér eru ein sm ég held að muni vera nytsamleg fyrir ykkur herra og frú Potter. Þau láta ykkur vita ef barnið er tekið upp af óboðnum gesti.” sagði hún alvarleg. Harry kinkaði kolli og gamla nornin merkti við þau. Svo skellti hún öðru tannlausu brosi á andlitið. “Svo það verða grátálögin, sprengiálögin og óboðnu gesta álögin? Það eru tvö galleon á hver álög.” Harry borgaði. “Þið getið komið og sótt húsgögnin á morgun klukkan eitt.” kallaði gamla nornin til þeirra.

Ginny breiddu úr handleggjunum og andaði að sér fersku sumarloftinu.
“Aldrei hefði mér dottið í hug að kaupa barnahúngögn væri svona svengjandi. Eigum við að..” hún hætti í miðri setningu því stór turnugla var svífandi yfir höfðum fólksins á götunni og hún stefndi beint á Harry og Ginny. Hún sleppti bréfinu á höfuðið á Harry og sveif svo upp aftur. Harry þreifaði eftirbréfinu á kollinum og las það.
Fundur í kvöld. Kallaðu alla saman.
D.
Um leið og Harry lauk við að lesa bréfið fuðraði það upp og Harry stóð með handfylli af ösku.
“Fundur hjá Reglunni í kvöld.” tilkynnti hann Ginny í lágum hljóðum.
“Hvar?” spurði hún, jafn lágt.
“Hvar heldur þú?”

Vegna þess að þau áttu að kalla alla saman til fundar í Hroðagerði ákváðu þau að sleppa hádegismatnum með tvíburunum en drifu sig samt í búðina til að láta það vita af fundi.
Búðin var tóm þegar þau gengu inn í hana, sem var undarlegt miðað við það að um helgar var hún yfirfull af krökkum. Svo sá Harry skilti sem stóð á “Lokað yfir hádegið”.
Ginny virtist ekkert hafa tekið eftir því, því hún barði á bjölluna. Frá bakherberginu heyrðist skellur eins og einhver hefði dottið í gólfið. Ginny flissaði þegar mjög sjúskuð Angelina stakk höfðinu út um dyrnar og hrópaði: “Búðin er lokuð yfir….ó, hæ Ginny.” sagði hún svo skömmustuleg og reyndi að slétta úr fötunum sínum og hárinu um leið og hún faðmaði Ginny að sér.
“Ég var bara að…taka til í geymslunni.” sagði Angelina aulalega.
“Auðvitað.” sagði Ginny og lyfti augabrún. “Þú segir það. Er Fred einhverstaðar?” Angelina blóðroðnaði og kallaði á Fred. Hann birtist nokkrum mínútum seinna, alveg jafn sjúskaður. Ginny gat ekki hætt að hlæja.
“Taka til í geymslunni já?” hló hún. “Skiptir ekki máli, það er fundur í kvöld. Sami staður og venjulega.” hvíslaði hún og leiddi svo Harry út, þau bæði veinandi af hlátri.

Eftir að hafa látið alla Reglumeðlimi á svæðinu vita notuðu þau flugduft til að komast heim og Ginny fór strax í það að búa til mat fyrir alla að borða á fundinum. Smám saman fór fólk að tínast inn. Annað hvort tilfluttist það, notaði flugduft eða notaði gömlu góðu leiðina og gekk. Stofan varð fljótt yfirfull af fólki. Fönixreglan hafði vaxið eftir lokabardagann og nú vorun í henni yfir hundrað manns. Margir höfðu samt fallið í lokavardaganum, flestir nýliðar sem Harry þekkti ekki vel. Hestía Jones lést en hún var sú eina af “gamla genginu”
Kingsley Shacklebolt mætti með fangið fullt af pappírum, skýrslur njósnaranna í öðrum löndum ef eitthvað mikið var að gerast hjá þeim. Undanfarið hafði skýrslunum fjölgað mikið og þau höfðu áreiðanlegar heimildir um Dráparahreyfingar í Danmörku, Króatíu og nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Voldemort var að verða alþjóðlegur. Þau vissu 0ll að það ætti eftir að gerast og höfðu undibúið sig vel og enn sem komið var voru Dráparar fyrir utan England bara kjallaraklúbbar.
“Jæja.” byrjaði Dumbledore. “Við skulum bara byrja þennan fund. Skýrslur frá fjallgörðum í Noregi. Svo virðist sem Dráparar hafi……” Fundurinn hélt áfram og fréttirnar voru sífellt óhugnalegri. Allstaðar voru Dráparar að spretta upp og myrða einhvern.
“Og að lokum, sagnir hafa verið um að Dráparar ætli að gera árás á…..” Ræða Dumbledores var trufluð af dyrabjöllunni. Allir viðstaddir hrukku við og Harry dreif sig til dyra.
Á dyraþrepinu stóð ung norn. Harry virti hana fyrir sér frá toppi ti táar. Brúnt hárið var klippt í styttur og toppurinn náði niður í augu.Hún var í hvítum háhæluðum leðurstígvélum og þröngar, dýrt útlítandi gallabuxurnar voru gyrtar ofan í stígvélin. Að ofan var hún í mjög þröngum hvítum leðurjakka. Á handleggnum bar hún eldrauða Prada tösku og rauða flugfreyjutaskan við hliðina á henni var í stíl. Dökk sólgleraugun virtust kosta á við einbýlishús í Afríku. Á bak við hana stóð eitt stórkostlegasta mótothjól sem Harry hafði séð. Biksvart Harley-Davidson, virtist kosta nóg til að halda ellefu manneskna fjölskyldu í Rúanda uppi alla ævi.
“Harry?” sagði unga nornin.
Hún horfði á Harry, undrandi á svip og bjóst greinilega við það að Harry þekkti hana.
“Harry? Hver var að koma?” spurði Ginny og kom fram í anddyri. Þegar hún sá nornina á dyraþrepinu rak hún upp skræk og faðmaði hana fast að sér.
“Hermione!”

Smá cliffie hérna fólk….stóðst ekki mátið ;) Eyddu smá tíma að leita að leðurjakkannum og Prada tóskunni sem Hermione er með.

http://www.leatherup.com/thumb_img/1188-White_1098997895.jpg Jakkinn :)

http://www.letsbuy24.de/eshop/out/oxbaseshop/html/0/dyn_images/1/prada_bag_br1254_red_p1.jpg Taskan :)
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,