Ártölin í Harry Potter.

Hérna koma ýmis ártöl varðandi Harry Potter bækurnar, ártölin eiga við ár sem ýmsar persónur í bókinni fæðast, ýmsir atburðir gerast o.s.frv.
Njótið vel og skemmtið ykkur vel.

1840 Albus Dumbledore fæddist.

1851 Dumbledore byrjar í Hogwarts.

1858 Dumbledore útskrifast.

1927 Tom Marvolo Riddle fæðist.

1929 Hagrid fæðist.

1938 Tom Marvolo Riddle byrjar í Hogwarts.

1940 Hagrid byrjar í Hogwarts, Molly Weasley fæðist 30 október og Arthúr Weasley fæðist 6 febrúar.

1942 Tom opnar leyniklefan.

1943 Hagrid rekinn sakaður um að hafa opnað leyniklefann.

1945 Tom útskrifast úr Hogwarts, drepur föður sinn, afa og ömmu.

1960 James Potter, Sirius Black, Remus Lupin, Peter Pettigrew, Serveus Snape og Lily Evans fæðast.

1971 James, Lily og co. byrja í Hogwarts, Bill fæðist 29 nóvember.

1973 Charley fæðist 12 desember.

1976 Percy fæðist 22 ágúst.

1978 James, Lily og co. útskrifast úr Hogwarts, Fred og George fæðast 1 apríl.

1980 Spádómurinn kemur fram.

1980 Harry fæðist 31 júlí, Ron fæðist 1 mars og Hermione fæðist í september.

1981 Lily og James Potter myrt 21 árs að aldri, Voldemort hverfur, Ginny fæðist 11 ágúst.

1991 Harry, Ron og Hermione byrja í Hogwarts.

1991 - 1992 Fyrsta bókin gerist.

1992 – 1993 Önnur bókin gerist.

1993 – 1994 Þriðja bókin gerist.

1993 Sirius brýst úr fangelsi.

1994 – 1995 Fjórða bókin gerist, Þrígaldraleikarnir í gangi.

1995 Cedric Diggiroy deyr, Voldemort snýr aftur.

1995 – 1996 Fimmta bókin gerist.

1996 Sirius deyr 35 ára að aldri.

1996 – 1997 Sjötta bókin gerist.

1997 – 1998 Sjöunda bókin gerist.

1998 Harry, Ron og Hermione útskrifast (vonandi).

Þá er þessum fróðleik um ártölin í Harry Potter bókunum lokið vonandi hafið þið notið vel og lengi. Þið megið gjarnan koma með uppibyggjandi gagnrýni ef ykkur lystir því að ekkert gagnast greinahöfundi betur en gagnrýni (uppibyggjandi) svo hann geti gert enn betur næst.
Kveðja Catium.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.