5.kafli


“Andskotinn, hvernig átti ég að vita það”
“Shit, þetta er akkúrat sem enginn átti að heyra”
“Þetta bjargast allt”
“Nei, þetta bjargast ekki við verðum að redda þessu”


Kate vaknaði. Hún vakti Georgiu og þær fóru saman niður í Stóra sal. Það var kominn morgunmatur á borð og þær fengu sér egg og beikon. Umsjónarmenn og nemendaformenn voru að dreifa stundarskrám. Þegar þær fengu stundarskrárnar sínar þá leit Kate lauslega yfir sína og sá að þær áttu að byrja í jurtafræði.

Ravenclaw var með Gryffindor í jurtafræði. Kennarinn hét Sydney Flower. Hún var gráhærð, þrekin norn með kolsvört augu. Konan var kát og hress og vísaði þeim inní gróðurhús nr. 1. Í miðju gróðurhúsinu var stórt borð með fullt af blómapottum á. Kate sá að það voru allavega 2 mismunandi gerðir af plöntum á borðinu því uppúr sumum pottunum komu rauð grös(eða einhvað í þá áttina hélt Kate) en úr öðrum blá. Prófessor Flower stillti sér upp við endann á borðinu og krakkarnir hópuðust í kringum borðið og kennarinn byrjaði að fræða þau um þessi grös:

“Þetta eru tvær mismunandi gerðir af beit-grösum. Einhyrningar og vákar eru einu verurnar sem borða þetta. Þessi bláu eru oft notuð í móteitur. Rauðu eru aftur á móti meira notuð í eitur. Þriðja tegundin er líka til en hún er sjaldséðari og aðeins notuð í gleymskudrykki og í gripi sem eru notaðir til að fá fólk til að gleyma einhverju. Það vex bara á vorin og aðeins á einum stað í Bretlandi svo að við höfum það ekki hér.”

Stelpa úr Gryffindor rétti upp hönd.

“Já, fröken Lee” sagði prófessor Flower. Stelpan tók til máls:

“Hvernig lítur þriðja beit-grasið út og hvernig aðgreinir maður þessi þrjú beit-grös í daglegu tali?”

“3. beit-grasið er fjólublátt. Það er líka aðeins stærra en hin tvö. Þið áttuð ekki að læra nöfnin á þeim strax. Rauða grasið er í daglegu tali nefnt Almonia, bláa er kallað Riskelina en það fjólubláa Hvisklia. Þið þurfið ekki að muna þetta.”
Kate heyrði Georgiu þylja nöfnin upp aftur og aftur og hláturinn sauð í Kate.
Verkefnið þeirra í þessum tíma var að skrá niður hjá sér einkenni bláa og rauða grassins, bera þau saman og fletta upp verkunum sem þau hefðu á töfradrykki.

Næsti tími var í vörnum gegn myrku öflunum en þar voru þau með Slytherin í tímum. Prófessor Malfoy kenndi það fag og hún byrjaði á að lesa upp nöfnin þeirra. Næst fór hún að kenna þeim grunnatriði úr faginu:

“Nauðsinlegt er að þið lærið að verja ykkur en ég mun einnig kenna ykkur nökkrar meinlausar bölvanir. Fyrsti galdurinn sem ég kenni ykkur verður Frystilogagaldurinn. Veit einhver afhverju??”

Kate rétti upp hönd. Það gerðu líka fleiri. Rick rétti upp hönd og annar strákur úr Slytherin. Úr Ravenclaw rétti Andrea Sky líka upp hönd. Prófessor Malfoy bað hins vegar ekkert þeirra sem voru uppi með hönd að segja sér svarið. Hún bað..:

“James Boot, veist þú svarið?”

James var úr Ravenclaw og sat við hliðina á Kate. Hann gaut augum á hana eins og hann vonaði að hún væri með skilti utan um hálsinn sem svarið stæði á. Hún skrifaði svarið niður á pergamennt með hendini sem hún var með á borðinu en það var vinstri hendin og hún vildi ekki fara niður með þá hægri til að vekja ekki athygli prófessors Malfoy. Svarið sem James kom með hljómaði því svona:

“Hann er notaður á galdrabrennur”

Prófessor Malfoy reyndi að hala aftur af brosinu.

“Rangt, herra Boot. Ég hélt að fólk af hreinræktuðum galdraættum eins og þú ættu að vita svona smámuni” sagði Prófessor Malfoy illkvittnislega. Hún hélt áfram, “ herra Crown veist þú svarið?”

Hinn strákurinn úr Slytherin sem hafði verið uppi með hönd tók til máls:

“ Í þau fáu skipti sem muggar handsama alvöru galdrafólk notar galdrakarlinn eða nornin frystilogagaldurinn til að brenna ekki. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir allt galdrafólk að kunna þennan galdur.”

“10 stig til Slytherin fyrir að vita svarið og 5 stig frá Ravenclaw fyrir að klúðra þessu svona” sagði prófessor Malfoy.

“Ósannjgarnt” sagði James, “Ég rétti ekki einu sinni upp hönd, sem gaf til kynna að að ég vissi ekki svarið”

“Það var ekkert víst að krakkarnir sem voru uppi með hönd vissu svarið þó að þeir teldu sig vita það. Sagði fröken Tonks þér ekki svarið” sagði prófessor Malfoy. James hristi hausinn. Professor Malfoy hélt áfram:

“Ég heyrði hana segja það”

“Það getur ekki verið hún skrif…”James þagnaði í miðri setningu og seig niður.

“Alveg það sem ég hélt, þið fáið eftirsetu, umsjónarmaður ykkar vistar lætur ykkur vita hvennær hún verður” sagði prófessor Malfoy var sigri hósandi á svip.

“Við!” Kate var hissa.

“Já, fyrir svindl og að rífa kjaft” sagði prófessor Malfoy.

“Ég er ekki búin kjaft” svaraði Kate móðguð

“Jú, núna”


Kate var virkilega fúl útí prófessor Malfoy en það glaðnaði yfir henni í hádegishléinu þegar atvikið var orðið fjarlægt. Eftir hádegi voru þau svo í Sögu galdranna. Kennarinn sem kenndi það hafði verið kynntur á skólasetningunni. Við fyrstu sýn var hann ógnevekjandi en þegar hann tók til máls var hann hræðilegur. Þegar allir voru sestir tók hann til máls:

“Þetta fag er mjög mikilvægt. Þið verðið að taka vel eftir svo þið getið miðlað þekkingu ykkar til komandi kynslóða. Ég legg til að þið takið öll upp pergament til að glósa á.”

Svo lét hann móðin mása um galdrakall frá því á 11. öld. Hann hét víst Rone Toble og hafði uppgvötað marga galdra. Hann var líka þekktur seiðkarl og svo framvegis..

Kate hafði gaman af sögu galdranna og fannst sérstaklega gaman að ímynda sér hvernig hitt og þetta hafði verið fyrir 200-300 árum. Töfradrykkir komust líka fljótt í uppáhald hjá henni því að hún þurfti að leggja svo lítið á sig í því fagi. En ekkert sló töfrabrögðum út. Kennarinn hét prófessor Spell og var með skemmtilega kímnigáfu. Þetta var smávaxin norn með dökkt hár og alltaf glöð. Hún var ekkert sérstaklega gömul, kannski um 30 ára og hafði hárið alltaf slegið. Hún var með gleraugu en á bak bið þau var alltaf brosblik. Það var ekki annað en hægt að láta sér lynda við hana. Hún kenndi þeim líka skemmtilegar aðferðir til að muna þulurnar sem hún kenndi þeim. Maður átti bara að tengja þuluna einhverju öðru sem maður ætti auðvelt með að muna. T.d. fyrsta þulan sem þau lærðu Arminaia þá sagði hún þeim að það væri til land sem héti Armenía en hún sjálf væri uppalin þar. Kate hafði aldrei heyrt um Armeníu áður en það var nokkuð gott að muna hluti með því að tengja þá einhverju öðru. Vikan var fljót að líða og Kate naut þess að vera í skólanum.

Þegar þau voru loksins búin í skólanum á föstudegei var Kate komin með tonn af heimaverkefnum(“Ég klára þetta aldrei” hugsaði hún). Hún ákvað að fara að læra eitthvað af þessu. Georgia kom með henni og þær röltu á bókasafnið. Þær byrjuðu á að skrifa ritgerð um galdrabrennur með sérstakri áheirslu á frystlilogagaldinum. Eftir klukkustund átti Kate enn eftir að skrifa tvo þumlunga. Hún bað Georgu að hjálpa sér því hún var búin með ritgerðina. Georgia leit á ritgerðina.

“Þú þarft ekki að skrifa svona smátt. Ef þú hefðir skrifað með skriftinni minni værir þú komin með of mikið” sagði Georgia og hló.

“Ég er bara með smáa skrift” svaraði Kate í afsökunartón.

“Allt í lagi” Georgia var greinilega að hugsa um hvað Kate ætti eftir að skrifa því hún sagði sigri hrósandi 5 mínútum síðar,
“þú átt enn alveg eftir að skrifa um Vandalínu hina vitskertu”

Með hjálpinni frá Georgiu gat Kate skrifað 3 þumlunga til viðbótar. Tveimur klukkustundum síðar, 3 verkefnum og 2 ritgerðum voru voru þær báðar búnar með heimanámið sitt og ákváðu að fara að skoða sig um í kastalanum. Þær fóru uppí Norðurturninn og skoðuðu sig um á 4. hæð. Þar rákust þær á húsvörðinn, Bruce Maxen. Hann var hávaxinn með þykkar augabrýr. Hann hafði grátt hár með nokkrum svörtum hárum í. Nefið hans var stórt og gerði það að verkum að hann virtist þungbrýnni en hann var. Hann gekk til stelpnanna og spurði þær vingjarnelga(en það kom Kate virkilega á óvart) hvað þær væru að gera. Georgia svaraði fyrir þær báðar(eins og venjulega):
“Við erum að skoða kastalann og reyna að læra að rata.”
“Allt í fína, en munið að vera komnar uppí turn fyrir klukkan átta.” Svaraði Maxen.

Stelpurnar röltu um. Þær þorðu samt ekki að fara niður í dýflissurnar því þær voru svo drungalegar. Kate og Georgia voru báðar fremur myrkfælnar. Þegar klukkan var orðin hálf sjö þá voru þær staddar á 3. hæð. Þær voru orðnar dauðþreyttar á að labba upp og niður stiga:
“Næst verðum við búnar að skipuleggja okkur betur” sagði Kate móð
“Já, og tökum með okkur tjald, svo við þurfum ekki að labba alla leið uppí heimavistina.” Stakk Georgia uppá.
“Sammála, og nesti..við misstum af kvöldmat”
“Svo hreyfanlegt-handfarangurs-klósett” Georgia hallaði sér upp að vegg til að hvíla sig. Kate hafði beygt sig niður til að kasta mæðinni en þegar hún leit aftur upp þá var Georgia farin. Hún kallaði á hana:
“Georgia, þetta er ekkert fyndið komdu” Georgia svaraði ekki.
“Georgia…Georgia” Kate var orðin óstyrk. Hún leit í báðar áttir og ákvað að fara til vinstri. Þegar hún var komin fimm skref í þá átt sneri hún við og ákvað að skilja eftir orðsendingu til Georgiu ef henni hætti að þykja þetta fyndið og kæmi til baka. Kate skrifaði í flýti;

Georgia, voða fyndið eitthvað. Ég fór að leita að þér..til vinstri. Ég kem aftur hingað á eftir ef ég finn þig ekki.

Kv. Kate.

Kate lagði aftur af stað að leita að Georgiu. Eftir að hafa leitað um alla hæðina(til vinstri) þá fór hún aftur til baka og Georgia stóð þar og beið eftir henni. Kate var orðin þreytt í fótunum eftir að haffa labbað um alla vinstri hæðina;
“Fórstu svo til hægri…Ohh, og ég fór til vinstri”
“Nei,”útskýrði Georgia, “Ég datt í gegnum vegginn”
“Hvernig fórstu að því?”
“Ég hallaði mér upp að veggnum og allt í einu var engin fyrirstaða, komdu og sjáðu” Georgia var augljóslega stolt af uppgvötun sinni. Hún studdi hendina sína upp við veggin og eftir smástund fór hendin í gegn og Georgia með. Kate fór á eftir, svolítið óörugg en þegar að hún kom í gegn blasti við henni ótrúleg sjón. Georgia hafði fundið herbegi. Það var ferhyrningslagað með bláu teppi á gólfinu. Það var gluggi þarna og þegar Kate leit útum hann sá hún Qudditch-völlinn. Í herbeginu voru bókahillur við hvern vegg en í hillunum voru bækur af öllum stærðum og gerðum ásamt hlýlegum, dökkbláum hægindastólum og sófum. Þarna var líka fagurlega útskorin kista í einu horninu. Hún var úr dökkbrúnum viði, líklega eik, með gullröndum á brúnunum.
“Hvað er í kistunni??”Kate horfði sem dáleidd á kistuna.
“Ég veit ekki” Georgia var greinilega líka forvitin því að hún gekk að kistunni og ætlaði að opna hana en kistan var læst.
“Andskotinn” sagði Georgia og sparkaði í kistuna en fékk ekkert út úr því nema auma tá. Meðan Georgia hoppaði um allt á öðrum fæti og hélt utan um hinn þá fór Kate að skoða bækurnar. Hún tók eina og settist með hana í einn hægindastólinn. Hún fletti lauslega í gegnum hana áður en hún lokaði henni aftur.
“Jæja, þú fannst leyniherbegi yfirfullt af bókum..og hvað svo?”
“Þetta er hinn fullkomi staður, við getum lært hérna í ró og næði. Við getum talað saman og falið okkur fyrir kennurum.”
“Ég fattaði það en ég var að spá hvort þú vissir hvað klukkan væri?”
“Ekki málið” sagði Georgia og sveiflaði sprotanum svo að það birtust tölur sem myndurðu 19:55.
“Æ,æ við höfum 5 mínútur til að koma okkur upp í turn” sagði Kate og þreif í handlegginn á Georgiu og ætlaði að þjóta útum vegginn en klessti bara á hann í staðinn fyrir að komast í gegn.
“Ohh, gáfumenni það er hinn veggurinn” Þæru stukku báðar útum hinn vegginn og komu fram á gang. Þær flýttu sér eins mikið og þær gátu uppá vist og felltu bara eina brynju um koll og komast inní setustofuna klukkan 18:08 án þess að einhver hefði séð til þeirra.

Í setustofunni voru nokkrir eldri nemendur og svo James Boot, Jack Nice, og Fiona Flash af bekkjarfélögum Kate.
“Ehh..Kate, þú ættir að forðast Oliver Rubbish..umsjónarmanninn manstu” sagði James.
“Afhverju??” spurði Kate forvitin.
“Þú kemst bara að því sjálf” svaraði James hikandi og horfði yfir öxlina á Kate svo hún fékk óþægilega á tilfinninguna að einhver stæði þar. Hún hafði reyndar rétt fyrir sér því þegar hún leit við þá..
“Fékkstu eftirsetu” Oliver hafði rétt í þessu komið í gegnum styttuna af Rómverjanum, “Ravenclaw-nemendur eiga EKKI að fá eftirsetu. Þið tvö..,” sagði hann og benti á James og Kate, “..þið eigið að sitja eftir hjá prófessor Malfoy á miðvikudaginn. Hvernig fóruð þið annars að þessu..fyrsta vikan. HVERNIG Í ANDSKOTANUM FENGUÐ ÞIÐ EFTIRSETU Í FYRSTU VIKUNNI. Ég vil ekki einu sinni vita það” Oliver virkaði fremur reiður..reyndar var hann á svipinn eins og hann vildi ekkert frekar en að reka þau úr Ravenclaw. Þegar hann var farinn sagði Dave Weasley, sem hafði hlustað á þetta eins og afgangurinn af setustofunni,
“Gaurinn þarf sko sannarlega að slaka á varðandi námið..Í alvörinni krakkar,” bætti hann við þegar að hann sá svipinn á Kate og James, “þið þurfið ekkert að vera leið yfir þessu. Hann heldur að Ravenclaw eigi að vera fullkomið. Við höldum að það sé vegna þess að foreldrar hans innrættu honum það þegar hann var lítill. Sem betur fer er hann einkabarn.”
Kate leið örlítið betur þegar strákur að nafni Kill settist niður og byrjaði að þykjast gráta og sagði,
“Eftirseta..sú fyrsta í Ravenclaw..búhú..hvernig gátuð þið gert mér þetta” Hann gat í rauninni látið röddina líkjast röddinni á Oliver og fékk alla setustofuna til að hlægja þótt ótrúlegt sé. Um kvöldið fékk Velma Kate til að taka eina galdramannaskák við sig og þótt Kare þyldi ekki skák og fannst það vera það tilgangslauasta á jörðinni þá fannst henni galdramannaskák mun skárri heldur en þessi venjulega sem litli bróðir hennar var alltaf að tefla. Seinna um kvöldið lá hún andvaka. Hún var að reyna að muna etthvað mikilvægt en hún vissi bara ekki hvað. Hún gat ekki beint útskýrt þessa tilfiningu en
henni fannst hún einhvern veginn vera að missa einhverja hugsun út um leið og hún greip í hana. Hún reyndi allt hvað hún gat að rifja eitthvað upp sem vildi koma aftur og aftur í huga hennar en færi jafnfljótt út eins og einhver vildi ekki að þetta væri þarna. Að lokum sofnaði Kate þó.



Ég veit að þessi kafli er búin að vera svoldið lengi á leiðinni en ég er bara búin að vera upptekin.