Severus Snape

Það er mjög fín umfjöllum um hann hér á síðunni, undir persóna mánaðarins. En margir hérna inni virðast hata eða telja hann vera illan. Svo ég spyr: Er hann vondur eða bara leiðinlegur kennari?

Snape er ekki vondur að mínu mati, hann er búin að sanna það oftar en einu sinni. Hann bjargaði Harry í Quidditch-leiknum og svo reyndi hann að bjarga þeim frá Sirius. Enda hafði Snape ekki hugmynd um að Sirius væri ranglega fangelsaður, en vegna hatur hans á Siriusi langaði honum heldur ekki að komast að því.

Hins vegar er hann bara bitur kennari, hann fær ekki þá stöðu sem honum dreymir um Defence against the dark arts. Hann er mjög fær í Defence against the dark arts, en þar sem hann er fyrrum drápari held ég að Dumbeldore telji það ekki við hæfi að hann kenni þetta fag. Auk þess sem hann er mjög góður í galdraseiðum.

Hann er einn af þeim sem notfærir sér aðstöðu sína. Því minna vald því meira notað. Hann er yfir Slytherin og dregur stig af hinum húsunum við hvert tækifæri til að koma Slytherin á toppinn.

Snape var lagður í einelti þegar hann var í Hogwarts, og er hann hann sár út í skólafélaga sína, sérstaklega þá sem voru vondir við hann. Þar sem hann getur ekki hempt á þeim (annar dáinn, hinn í fangelsi seinn varð hann reyndar að vinna með honum) sínum gerir hann það á syni annars þeirra, Harry Potter. Hann hefur niðurlægt Harry og vini hans, en aldrei skaðað þá. Hann gerir miklar kröfur til Harrys og ætlast til þess að hann standi sig vel, og nýtur þess að draga stig af Gryffindor þegar Harry mistekst.

Snape tók að sér að þjálfa Harry í fimmtu bókinni, en sú þjálfun endaði ekki vel; Harry komst að því að Snape hafði verið strítt af James þar sem Snape hafði verið niðurlægður. Það að Harry viti þetta og getur haldið þessu yfir höfuð honum þykir Snape óbærileg og hætti því kennslunni. Þó svo að hún væri Harry nauðsynleg í baráttu sinni við Voldemort.

Snape setur Harry í sama flokk og James, þó að Harry sé mikið líkari mömmu sinni í sér. Þar sem hann hefur samhúð með öðrum og leitar ekki eftir því að stríða öðrum.


Hvað teljið þið er Snape vondur eða leiðinlegur kennari?


p.s. ég biðst afsökunar á stafsetningar og málvillum ef einhverjar eru.