Auga Eilífðar-14.kafli: fljúgandi hreindýr Þegar þið lesið þetta, vinsamlegast gleymið því að James breytist í elg en ekki hreindýr. Og varúð… þetta eru heilar sex blaðsíður í Word og nokkra aukalínur. Takk fyrir.


Boris Ivanovitsj gekk rólega eftir göngunum. Rólegt kvöld, eins og flest önnur. Ræningjarnir, eins og Minerva hafði farið að kalla þá, höfðu verið mjög rólegir síðustu vikur. Tja, rólegir á hans mælikvarða, ekki Minervu.
“Ég tek þetta aftur…” muldraði hann þegar Sirius Black þaut framhjá næsta horni.
“Herra Black!” kallaði hann. Grey drengurinn fraus í sporunum.
“Já?” spurði hann óöruggur. Þetta yrði að segja á næsta kennarafundi; Sirius Black hafði orðið óöruggur!
“Hvað ertu að gera hlaupandi á göngunum svona seint? Þú átt að vera mættur inn á vist eftir nokkrar mínútur.” Sirius hikaði og horfði í kringum sig.
“Hérna… Fenecca fór að senda bréf og hún er ekki komin aftur. Sem hún ætti eiginlega hafa gert núna, hún er mjög snögg að hlaupa og þannig,” sagði hann að lokum.
“Kannski ákvað hún að ganga eða fara lengri leið,” sagði Boris rólegur. Og kannski gerðist eitthvað. Rosier-strákurinn var að ganga um… hvíslaði lítil rödd að honum.
“Já, ég er bara að fara og finna hana. Ekkert stórmál. Svo förum við aftur í Gryffindorturninn. Er það ekki í lagi?” Sirius var orðinn mjög órólegur. James hafði séð Rosier ganga nálægt Feneccu á Ræningjakortinu. Það vissi ekki á gott.
“Ég kem með þér. Bara til að vera viss um að þið farið beina leið,” svaraði Boris og fór að ganga áfram. Sirius kinkaði kolli og arkaði af stað. Þetta var nálægt. Síðast hafði hann séð Feneccu á Ræningjakortinu einhversstaðar nálægt. Hérna byrjaði gangurinn sem var málverkalaus. Ennþá, það áttu örugglega nokkur eftir að bætast við í framtíðinni.
“Ertu viss um að hún sé hérna Sirius? Það gæti verið að hún hafi farið í Gryffindortruninn rétt eftir að þú fórst út,” sagði Boris. Sirius hristi höfuðið og gekk áfram. Boris yppti öxlum. Svo heyrði hann eitthvað. Þetta voru eins og kæfð óp. Sirius hafði greinilega ekki heyrt neitt ennþá, en það skipti ekki máli. Það var einhver að reyna að öskra en gat það ekki út af einhverri ástæðu, og hann yrði að komast að því af hverju.
“Sirius… hlustaðu, það er einhver nálægt,” sagði hann. Þeir litu í kringum sig og hlustuðu. Ennþá heyrðust þessi kæfðu óp og skrjáf í fötum…
“Ah! Fjandans tíkin þín…!”
“HJÁLP!” var skyndilega öskrað af öllum kröftum. Þeir hlupu áfram. Sirius var rétt á undan, tók fram sprotan sinn og kastaði rænuleysisálögum á þann sem var standandi hjá næsta horni.
Boris starði. Rosier lá rænulaus á gólfinu með blóð lekandi um hökuna. Fenecca stóð skjálfandi upp við vegg, líka með blóð á hökunni.
“Hvað gerðist?” hvíslaði hann. Fenecca faldi andlitið bara í höndunum á sér og seig á gólfið.
“Fenecca, þetta er í lagi. Þetta verður allt í lagi. Ég lofa,” hvíslaði Sirius sem hafði tekið utan um hana. Boris gekk nær.
“Beistu í hann?” sagði hann brosandi. Hún kinkaði kolli og þurrkaði blóðið af hökunni annars hugar.
“Ég varð skíthræddur þegar þú komst ekki til baka í turninn,” sagði Sirius og hjálpaði Feneccu að hreinsa blóðið með erminni. Eini hluturinn sem hann gat ekki þegar það kom að stelpum: hugga þær. Það var sérgrein Remusar. Sirius Black og James Potter sáu um að heilla stelpurnar, Peter lét þær hlæja að sér og Remus gaf þeim súkkulaði og huggaði þær. Svo einfalt var það.
“Fenecca, er allt í lagi með þig? Þú ættir kannski að fara til Pomfrey til öryggis, þú ert eins og vampíra. Náföl og með blóð í andlitinu,” sagði Boris og laut hjá þeim.
“Nei, það… það er allt í lagi með mig,” hvíslaði hún. Boris kinkaði ósannfærður kolli og galdraði blóðið í burtu.
“Ég held að ég þurfi ekki að spyrja hvað hann reyndi að gera. Ég skal sjá um refsingu fyrir hann.” Fenecca kinkaði aftur kolli.
“Bara… ekki láta þetta fréttast út um allan skóla. Gerðu það!” sagði hún skyndilega snöggt. Boris kinkaði kolli og brosti.
“Auðvitað ekki. Ég segi bara að hann hafi verið að… sparka í Norris og verið of seint úti á göngunum. Sirius, ég treysti þér til að sjá um Feneccu héðan af. Góða nótt.” Svo stóð hann upp og lét Rosier svífa á undan sér. Skyndilega kom Soffía skokkandi.
“Soffía! Hvert fórstu kjáninn þinn!” sagði Fenecca og rétti fram hendurnar til hennar. Kötturinn mjálmaði bara og gekk til hennar.
“Bíddu aðeins…” sagði Boris og sneri sér við. Hann kraup hjá Soffíu og skoðaði hana gaumgæfilega.
“Hvað? Er eitthvað að henni?” spurði Fenecca örvilnuð. Það þurfti alls ekki að bætast við ofan á allt að kötturinn hennar væri veikur!
“Nei, alls ekki. Hún er mjög heilbrigð. Það er bara… þetta er hnýsill, ekki venjulegur köttur. Hvar fékkstu hana?” sagði Boris og renndi stórum fingri yfir höfuðið á Soffíu.
“Mamma gaf mér hana í afmælisgjöf þegar ég var níu ára. Ég veit ekkert hvaðan hún fékk Soffíu.” Boris brosti og stóð svo upp.
“Þú ættir að spyrja hana einhverntíma,” sagði hann.

Síðasti tíminn áður en jólafríið átti að byrja kom loksins. Umönnun galdraskepna. Atburðurinn með Rosier var bara orðinn að minningu og Fenecca gat aftur brosað framan í heiminn. Hún hafði ekki sagt Lily eða Jackie þetta og Sirius hafði lofað að segja strákunum þetta ekki. Hana grunaði samt að hann hefði sagt þeim því að þegar hann hafði ekki verið með henni fylgdi Remus henni um. Og til að bæta við góða skapið hjá henni hafði Slytherin misst 50 stig og Rosier átti að skrúbba strákaklósettin næstu viku. Sirius hafði greinilega vitað það því hann kom alltaf brosandi af klósettinu…. Fenecca var ekki alveg viss um ástæðuna, en hún reyndi að segja sér að það væri bara vegna þess að Rosier átti að sjá um að þrífa. Vonaði hún.
En það voru miklar getgátur um hvað átti að gerast í næsta tíma. Sumir sögðu að það kæmu óðir hippógriffínar, aðrir héldu að það ættu að vera drekar. Sirius og James höfðu jafnvel reynt að fara út og finna það út, en tókst ekki. Boris hafði hitt þá og varað við gildrunum sem voru þarna í kringum. Eftir að þeir höfðu reynt nokkru sinnum að komast í gegn sannfærðust þeir.
“Fenecca, komdu! Ég ætla ekki að verða of sein í þennan tíma!” kallaði Lily að neðan. Lily, Jackie og Fenecca ruku niður stigana og út um aðaldyrnar. Það var kalt úti, en það stoppaði þær ekki í að vilja komast sem fyrst niður eftir. Þær voru allar í muggafötum. Það var góð tilbreyting. Boris stóð brosandi fyrir framan kofann hans Hagrids þegar þau komu. Tímarnir voru yfirleitt þar. Hann brosti það mikið að það sást skína í nokkrar tennur.
“Velkomin,” sagði hann brosandi. Út um kofadyrnar komu tveir menn, Hagrid og einhver feitur maður með hvítt skegg. Hann minnti Feneccu helst á jólasveininn.
“Í dag ætlum við að fræðast um… hreindýr. Og,” sagði Boris hærra þegar krakkarnir fóru að segja að hreindýr væru ekki merkileg, “þetta eru engin venjuleg hreindýr. Þetta eru fljúgandi hreindýr. Hreindýr jólasveinsins!”
“Ég hélt að þetta væri bara einhver mugga-saga!” stundi Lily og horfði á gamla manninn. Hann var aðeins hærri en Boris en mun feitari og klæddur í dökkrauð föt. Ekki þessi venjulegu jólasveinaföt, bara rauð peysa og buxur.
“Jæja, komið. Þau eru hérna rétt hjá,” sagði Boris og benti þeim á að fylgja sér. Fenecca sá Sirius, James, Remus og Peter hlæja hljóðlega að einhverju. James notaði fingurna sem horn og glotti til vina sinna. Sirius sá að Fenecca var að fylgjast með og sagði eitthvað við strákana og hljóp svo til hennar.
“Hæ sæta,” sagði hann og sveiflaði annari hendinni um axlirnar á heni.
“Hæ. Hvað var James að gera?” Sirius leit kæruleysislega við.
“Bara fíflast eitthvað. Ekkert nýtt. Lily, þú ættir í alvöru að fara út með honum. Þá hættir hann kannski að láta eins og algjör bjáni. Og hann þarfnast þess.” Lily ranghvolfdi í sér augunum.
“Black, ég vil helst sleppa við það að SJÁ hann! Hvað þá að fara út með honum,” urraði Lily.
“Viðurkenndu það, þér líkar vel við það þegar hann brosir til þín. Hann kyssir jörðina þar sem þú hefur gengið! Af hverju gefurðu honum ekki einn pínulítin séns?” sagði Sirius og brosti. Lily svaraði með því að strunsa í burtu.
“Ég held að þetta hafi þýtt nei… eða já,” sagði Fenecca hugsandi. Það var aldrei hægt að finna út hvað gerðist í þessum rauðhaus. Sirius hnippti í hana og hún leit upp. Fyrir framan þau voru nokkur brún hreindýr. Í nokkrar sekúndur hélt Fenecca að þetta væru í raun og veru bara venjuleg hreindýr en þegar hún sá tvö þeirra hoppa svífa pínu sannfærðist hún um að þetta væru í raun og veru hreindýr jólasveinsins.
“Kláus* gaf mér leyfi til að sýna ykkur þau. Og ástæðan fyrir því að þið áttu að mæta í muggafötum var sú að það er mun auðveldara að sitja á hreindýrum í buxum heldur en skikkjum.” Það kom þögn yfir hópinn. Þau áttu að SITJA á hreindýrunum? Fenecca færði sig ósjálfrátt nær Siriusi. Þegar hún hafði verið hjá frænku sinni, Claudette Pace, hafði hún prufað að sitja á hippógriffín… og það hafði ekki endað sem best. En að sitja á hreindýrum…. það kom ekki einu sinni til greina!
“Svo hver vill prufa fyrst? Huffelpuff-krakkar, sannið að þessi Gryffindorar séu gungur, komið. Þessi hreindýr bíta ekki. Kláus getur örugglega sagt ykkur margar sögur af því hversu góð þau eru en ég vil ljúka þessum tíma. Svona nú! Crock, þú hefur kvartað undan því að það sé of mikið bóklegt er það ekki? Núna er eitthvað verklegt og þú gerir ekkert? Black og Potter, voruð þið ekki svo spenntir að fá að vita hvað ætti að vera í þessum tíma? Þið eru hrikleg…” sagði Boris. Fenecca eldroðnaði og reyndi að hverfa inn undir úlpuna hjá Siriusi.
“Ég ætla að reyna!” kallaði hann. Fenecca leit með stórum augum á hann.
“Þú átt eftir að drepa þig!” stundi hún.
“Örugglega. Hérna er kveðjukossinn,” sagði hann glottandi og kyssti hana á munninn. Svo fór hann af stað. Fenecca sá ekki Lily og Jackie svo að hún fór til Remusar.
“Hvernig getur hann verið svona fífldjarfur?” sagði hún. Remus brosti.
“Hann er bara skrítinn. En á meðan hann gerir öðrum ekki mein ætti það að vera í lagi,” sagði hann og gjóaði augunum á James sem leit snöggt undan. Fenecca tók ekki eftir því því að Sirius var að fara að stíga upp á eitt hreindýrið. Það þefaði af honum en skokkaði svo hægt af stað. Eftir nokkra hringi á jörðinni fór það að hoppa og Sirius þurfti greinilega að hafa sig allan í að halda sér á baki. Svo tók það eitt stórt stökk og sveif! Fenecca greip í handlegginn á Remusi.
“Hvað ef hann dettur úr þessari hæð? Hann drepst!” kjökraði hún og faldi andlitið í öxlinni á honum til að þurfa ekki að horfa.
“Þú ert jafn slæm og Lily,” sagði Remus.
“Ha?” sagði Fenecca og leit upp, en sá undir eins eftir því. Sirius og hreindýrið tóku dýfu niður að jörðinni! Hún klemmdi aftur augun.
“Segðu mér þegar hann er aftur kominn á jörðina,” hvíslaði hún. Remus brosti aðeins.
“Fenecca, manstu þegar það var verið að velja leitara þegar við vorum á 3.ári? Það voru Sirius og James sem komu helst til greina. Sirius er mjög viðbragsfljótur svo það er ekki líklegt að hann drepi sig. Manstu þegar… eikin armalanga greip hann og hann þurfti að vera í sjúkrahússálmunni í viku? Þegar hann kom aftur leit hann út eins og ekkert hefði gerst. Það verður allt í lagi með hann og ef ekki þá sér Pomfrey um hann og þá verður hann sem nýr,” sagði hann róandi. Fenecca hristi höfuðið.
“Og þetta með að þú værir alveg eins og Lily, þá fer hún á taugum þegar hún fylgist með ykkur spila Quidditch. Jafnvel þegar James á í hlut,” bætti hann við. ´ Skyndilega var klappað og hrópað og hún lyfti höfðinu varlega.
“Sko, það er allt í lagi með hann. Og hann þurfti ekki einu sinni að fara á sjúkrahússálmuna,” sagði Remus brosandi. Fenecca kinkaði laust kolli. Kláus brosti og tók í höndina á Siriusi sem brosti jafnvel enn meira.
“Hver vill reyna næst? Sirius, veldu,” sagði Boris. Augun í Feneccu stækkuðu um helming. Hann mátti ekki velja hana, ekki hana, hann mátti ALLS EKKI velja hana, sama hvað sem hann gerði…
“Fenecca!” kallaði hann glaðlega. Hún stundi en leyfði Remusi að toga hana áfram.
“Þetta er allt í lagi. Ég er enn á lífi! Ekki með eina minnstu skrámu!” sagði Sirius hughreystandi og tók í höndina á Feneccu.
“Kláus, þú ættir að velja eitthvað rólegt hreindýr. Fenecca er hálfbrothætt,” sagði Boris lágt við Kláus. Hann kinkaði kolli og flautaði svo lágt. Eitt af hreindýrunum kom til hans. Það hafði rauða ól um hálsinn (eins og öll hin) og var dökkbrúnt. Kviðurinn var hins vegar skærhvítur og stakk mjög í stúf við feldinn sem var að mestu leiti dökkur.
“Ef ég lifi þetta ekki af þá skiptast eigur mínar til Lilyar, Jackiear, Siriusar og Remusar. Og þú mátt eiga Soffíu, Boris,” stundi Fenecca og horfði efin í augun á hreindýrinu. Kláus hló bara og tók í öxlina á Feneccu og leiddi hana nær.
“Claudia, heilsaðu Feneccu. Fenecca, heilsaðu Claudiu,” sagði hann. Hreindýrið, sem hét greinilega Claudia, kinkaði laust kolli. Fenecca gerði hið sama. Svo bakkaði Kláus í burtu og allir biðu eftir því að hún færi á bak.
“Ah, hvert fór nú Gryffindor-hugrekkið?” sagði Boris lágt. Fenecca tók sig á, dró djúpt andan og stég á bak á Claudiu!

Þetta var frábært. Ekki alveg jafn þægilegt og að vera á kústi, en það var betra að halda í feld heldur en spýtu. Claudia tók stórt stökk og sveif upp í loftið. Eitt andartak fór Fenecca að örvænta en þegar hún fann að Claudia hafði fullkomið jafnvægi í loftinu róaðist hún. Þetta var eiginlega ekki svo slæmt. Kannski ætti hún að athuga hvort Kláus þyrfti ekki einhverja hjálp við hreindýrin…. Claudia ákvað skyndilega að fara niður og Fenecca hafði næstum misst takið á feldinum en til allrar hamingju hélt hún hnjánum nógu þétt að. ‘Ónei! Hvernig á að lenda þessu fyrirbæri?’ hugsaði Fenecca þegar Claudia rétt fram alla fæturna til að lenda. Hún barðist við að halda augunum opnum og reyndi að vera ekki of stíf. Tuttugu metrar, fimmtán metrar, tíu… fimm…. og hún var lent! Því miður var þetta ekki mjög virðuleg lending því að Fenecca hentist yfir höfuð Claudiu og á jörðina. Hún tók nokkra kollhnísa en var lá svo kyrr. Allt hringsnerist ennþá.
“Er allt í lagi með þig?” spurði Sirius sem hafði komið hlaupandi til hennar. Fenecca leit hálf-undrandi á hann með nú gráum augum.**
“Eru fljúgandi kettir með dindil eins og hamstur fljúgandi um í loftinu?” spurði hún. Sirius hristi höfuðið.
“Þá er í lagi með mig,” sagði Fenecca og reisti sig við.
“Kannski var þetta ekki svo góð hugmynd eftir allt saman,” sagði Sirius og togaði hana upp. Fenecca hristi höfuðið.
“Nei, þetta var alveg frábært! Ég ætla bara ekki að reyna aftur á næstunni, það er allt og sumt,” sagði hún og brosti. Sirius brosti líka og svo fóru þau af stað. James ætlaði að reyna núna. Svo virtist sem hreindýrunum líkaði mjög vel við hann. Skyndilega voru Kláus og Boris í hláturskasti.
“Ja-James! Veistu hvaða hreindýr eru að elta þig? Hehe. Þe-þetta eru kvendýrin! Haha! Þú ert svei mér vinsæll!” stundi Boris upp. Hann var farinn að gráta af hlátri. James eldroðnaði en sagði ekkert. Fenecca tók eftir því að öll hreindýrin sem eltu hann voru mun minni og fíngerðari en hin sem skiptu sér ekki af honum.

Það var gert heilmikið grín af James eftir þennan tíma. Sérstaklega í Gryffindorturninum.
“Jæja James, nú ertu kominn með slatta af nýjum aðdáendum og getur látið mig vera. Það var jafnvel einhver þarna með feld af sama lit og hárið á mér. Þér HLÝTUR að hafa litist vel á hana, er það ekki?” Lily glotti prakkaralega þegar hún sagði þetta.
“Því miður elskan mín. Mér finnst þú alltaf best,” malaði James og færði sig nær.
“Ef þú vogar þér, James Potter…” hvíslaði Lily. James leit niður og horfði á sprota Lilyar.
“Ég næ því. Horfa, ekki snerta,” sagði hann skjálfandi. Lily kinkaði kolli og gekk snúðug í burtu.
“En pældu í þessu James. Þessi hreindýr litu hreint ekki sem verst út…” byrjaði Sirius en James hafði kastað púða upp í munninn á honum.

Hogsmeadeferðin var loksins að koma. Fenecca hafði fengið sendan pening að heiman fyrir spariskikkjunni. Og svo náttúrulega jólagjöfum og ‘þannig nytsamlegum hlutum sem hana gæti vantað’, eins og mamma hennar hafði sagt.
“Svo, Fenc,” sagði Jackie og hlammaði sér niður hjá vinkonu sinni, “hvað á að gera í Hogsmeade?”
“Bara eitthvað. Fara með Siriusi, kaupa spariskikkju, vera með þér og Lils. Hver veit, ég ætla ekki að reyna leika spádóms-eitthvað.”
“Hlutinn “fara með Siriusi” þýðir það að þú ætlir að fá hann til að hjálpa þér að kaupa, bera pokana þína, drekka saman guð-má-vita-hvar eða fara með honum í pínulítið horn þar sem enginn sér til ykkar og gera eitthvað sem ég og restin af heiminum vil alls ekki sjá?” sagði Jackie tortryggin. Fenecca glotti og ætlaði að svara en í því komu Lily og James inn.
“Nei, James Potter. NEI!” öskraði Lily. Hún var orðin álíka rauð í framan og hárið á henni.
“Af hverju viltu það ekki? Ef þú heldur að ég muni stíga á þig, þá lofa ég þér því að ég geri það ekki. Ég hef jafnvel farið að LÆRA dans!” sagði James örvæntingarfullur.
“Já Lily, hann lærði ballett í sumar. Þú hefðir átt að sjá hann, hann var í bleikum nælon-sokkabuxum og í pilsi. Ójá, hann var líka í hlýrabol. Hann var að vísu doppóttur… en það er aukaatriði,” sagði Sirius sem glotti töfrandi til Lilyar. Munnvikin færðust upp á henni, en hún var enn rauð í framan.
“Frábært, þá á hann eftir að sparka í mig ef hann fer að gera einhverjar dans-gloríur!” sagði Lily.
“Nei dúlla! Ef þú dansar við mig eru einmitt enn minni líkur á því að ég sparki í þig eða hvað sem þú heldur að ég geri við þig,” sagði James og renndi hendinni í gegnum hárið á sér og sendi henni geislandi bros. Lily horfði áhugalaus á hann. James tók eftir því og ákvað að grípa til betri ráða. Hann fór á bæði hnén fyrir framan Lily, spennti greipar og horfði biðjandi á hana.
“Elsku, allrabesta og yndislegasta Lillian Evans, viiiiiltu koma með mér á jólaballið?” Hann sendi henni augnaráð sem hver önnur stelpa hefði drepið svo því yrði beint að sér.
“Nei,” sagði hún einfaldlega. “Ég fer með öðrum, svo þú getur gleymt því.” James starði á hana.
“Þú HEFÐIR getað sagt þetta litla smáatriði þitt aðeins fyrr Lillian!” stundi hann og lét sig falla aftur á bak á góflið. Lily glotti bara til hans.
“Því miður hárköggull.” Nokkrar stelpur litu á Lily eins og hún væri klikkuð. Að segja NEI við James Potter? Það var ekki hægt! Lily brosti bara og stóð upp. Þegar hún gekk framhjá James stég hún kæruleysislega ofan á magan á honum en hann greip í lappirnar á henni svo hún flaug á höfuðið.
“Jahérna, þú fellur hreinlega fyrir mér,” sagði hann brosandi og rétt fram höndina til að hjálpa henni upp. Hún sló hana í burtu og fór upp í stúlkna-svefnálmurnar.
“Reyndu betur næst,” muldraði Fenecca.

“Jæja Lillian,” sagði Jackie þegar þær voru komnar upp og Lily byrjuð að gramsa í fataskápnum sínum. Hún sagði þetta í tón sem merkti “núna ætla ég að spyrja þig og þú skalt svara mér!”
“Já Jacquline?” stundi Lily.
“Með hverjum ferðu á jólaballið? Ég veit að Fenecca fer með Siriusi og ég fer með Rupert Radcliffe. Og þú ferð með…?”
“Þið sjáið það á ballinu, allt í lagi?” sagði Lily og henti ljósbrúnum buxum í Jackie. Fenecca stundi.
“Ekki láta svona Lily. Þú veist með hverjum við förum, það er ekki nema sanngjarnt að við fáum að vita með hverjum þú ferð. Þetta er heldur ekkert hrikalegt leyndarmál fyrst við fáum að vita það á ballinu,” sagði Fenecca.
“Lily, hvers vegna viltu ekki segja okkur það? Er það einhver fyrsta árs nemi? Eða einhver úr Slytherin?” Lily þóttist enn ekki hlusta. Jackie stundi og gafst upp.
“Ég fæ þá að vita það eftir tvær vikur,” muldraði hún fúl. Fenecca kinkaði kolli og fór sjálf að leita að muggafötum til að fara í í Hogsmeade. Það var mun þægilegra, svo gat hún líka bara verið í skikkju eða úlpu utan yfir.
“Einmitt. Þið fáið að vita það eftir tvær vikur. Og ég er tilbúin. Eigum við að fara af stað?” sagði Lily og skokkaði út um dyrnar. Jackie og Fenecca litu ráðalausar á hvor aðra. Í byrjun ársins var Lily alveg að fara yfir um og vildi vera sem best við James út af litlu systur hans. Núna var hún aaaðeins betri við hann en venjulega en það var samt engin varanleg breyting í raun og veru. Það var ekki hægt að skilja hvað gerðist í þessum haus!

Hogsmeade var fullt af fólki. Flestir nemendurnir ætluðu að vera eftir yfir þessi jól til að fara á jólaballið. Svo voru flestar stelpurnar að fara að velja sér skikkju. Þar sem Lily var umsjónarmaður þurfti hún að hjálpa þeim yngri svo að Fenecca og Jackie ákváðu að slást í hóp með Díönu og Fionu, herbergisfélögum þeirra, til að hafa meiri félagsskap. Það var mjög gaman að velja sér spariskikkju. Gular, bleikar, rauðar, grænar, hvítar… með stórum kraga, víðu hálsmáli, V-hálsmáli… með þröngar ermar, stuttar ermar, víðar ermar, rifnar ermar… það var hægt að velja hvað sem var! Á endanum valdi Fenecca sér gula skikkju. Pilsið var pínu rautt svo þetta kom út eins og eldur og ermarnar voru langar og mjög víðar svo ef hún sneri sér sveifluðust þær til. (Fenecca komst að því seinna að pilsið var rifið á örfáum stöðum til að gera það flottara). Hálsmálið var opið aðeins aftur á bakið og pínu V-laga að framan en ekki það mikið að það sæist eitthvað sem ætti ekki að sjást. Skórnir voru svo einfaldlega eldrauðir með þykkum botni. Jackie hafði valið sér ljósfjólubláa skikkju með fellingum allsstaðar og var víð og þröng til skiptis á ótrúlegustu stöðum. Það fyndnasta var að skikkjan fór henni mjög vel. Svo hafði Lily, eftir langan tíma, valið sér smaragðsgræna skikkju sem var næstum alveg eins og augun í henni á litin. Hún var ekki með einhverju stórkostlegu blúnduverki eða með rifnar ermar eða neitt því um líkt. Hún kom samt sem áður stórkostlega út á þessari skrítnu vinkonu þeirra.



*Kláus er nafnið á jólasveininum. Ég held að það sé Sankti Claus á ensku svo að hann hlýtur að heita Kláus á íslensku. Það kom ekki vel út að segja ‘jólasveininn sagði þetta. Jólasveinninn gerði þetta’ svo að ég notaði Kláus.

** Ef hún var reið, þá voru þau næstum græn. Ef hún var glöð voru þau nálægt því að vera blá. Ef hún var veik eða syfjuð, þá voru augun í henni hálf grá en ljósgul í kringum augasteininn! Tekið úr fyrsta kafla. Augun í Feneccu breytast stundum, og þetta er EKKI eitthvað Mary Sue-dæmi. Augu vinkonu minnar eru svona. Þau eru yfirleitt gul í kringum augasteininn og svo einhvernveginn grá-blá-græn. Mér fannst bara sniðugt að hafa augun í henni svona… :/

Ég fattaði alveg frábært trix um daginn! Það er svona takki fyrir neðan myndina mína sem stendur á ‘gefa álit’. Prufið að klikka á hann! Það er alveg rosalega sniðugt! Svo skrifið þið hvað ykkur fannst um söguna sem þið voruð vonandi að lesa! Prufið!