Mig dreymdi alveg stór furðulegann draum um daginn og ákvað að pikka hann inn á tölvuna og senda hann hingað þegar ég myndi eftir því.
Svo þegar ég var búin fannst mér þetta bara byrjun á fínu fan-fc svo endilega segið mér hvað ykkur finnst….á ég að halda áfram með þetta ?

Á bak við hliðið.


Lily Evans sat og horfði á þegar Sirius Black var drepinn, maðurinn hennar stóð við þetta andstyggilega hlið og beið vinar síns.
Hún sneri sér við og horfði dauflega út í dimmuna. Þetta var ömurlegur staður þarna voru hundruðir fórnarlamba Voldemorts. Þarna þyrftu þau öll að bíða þess að Hinn mikrki herra yrði sigraður.
Hún snéri sér að hliðinu þar sem James Potter stóð við hliðina á Siriusi. Hún gaut augunum á flöktandi myndina af syni sínum, stóð svo upp og gekk að mönnunum. Af hverju þurfti hann að gera þetta? Drepa alla? Voldemort?
“Við getum ekkert gert annað en að vona núna Þófi” sagði James dauflega, þessi staður hafði rænt hann allri hamingju og gleði, hann hafði bært aðeins við sér þegar hann sá vin sinn en tilfinningin vék strax fyrir hugsuninni um að nú þyrfti hann líka að lifa á þessum stað.
Lily horfði á Sirius og svo á James. Þeir höfðu svipað yfirbragð núna, þeir voru báðir tálgaðir og útkeyrðir eftir áralanga dvöl í fangelsi þar sem engin hamingja fannst. Sirius var sennilega betur á sig kominn en samt sem áður var lífsneistinn strax farinn að dofna eftir að hafa séð vini sína svona á sig komna. Tár brutust fram í augunum á Lily þegar hún faðmaði hann að sér, af hverju?
Sirius hafði næstum farið að gráta úr gleði þegar hann sá James standa við endan á ganginum. Núna gæti hann grátið úr sorg. Lily sleppti takinu og gekk yfir að vatninu, eina landslaginu sem að var á þessum hörmulega stað. Í gegn um vatnið gátu þau séð inn í lifandi heiminn og fylgst með ástvinum sínum. Lily hrökk við þegar hún sá Harry falla á hnén og öskra af sársauka. Hann var með rauð augu eins og Voldemort.
“Dreptu mig núna Dumbeldore” Sagði hann með kaldri rödd Voldemorts
“Ef dauðinn er ekkert Dumbeldore, dreptu þá drenginn…”
“Neeeeiiiii” veinaði Lily



Harry Potter hrökk upp af værum svefni, draumurinn hafði verið undarlegur en samt ekki óþægilegur,

***
Voða drama eitthvað en allavega þá myndi ég byrja á 7 árinu í hogwarts og koma svo með svona “á bak við hliðið” senur inn á milli…
hvað finnst ykkur ?
I wanna see you SMILE!