Hér er ég komin með 3. kaflann. Ég ætlaði að senda hann inn 6.jan en ég hafði ekki tíma þá.

3.kafli Galdraheimurinn.

Mamma Kate, Camilla, fór heim morguninn eftir. Kate var ein eftir hjá afa sínum og ömmu. Henni líkaði vel við þau. Amma hennar fór með hana í göngutúra um Skástræti og sagði henni frá Galdraheimnum:
“ Við erum alltaf að lokast meira og meira af,” sagði Katha, amma Kate í einum af þessum göngutúrum, “við erum komin með eigin mynt, en það kom fyrir..látum okkur nú sjá..6 árum. Svo er búið að stofna galdramáluráðuneyti en það kom árið áður en móðir þín fæddist.”
“ Er mikið öðruvísi að vera galdramaður?” spurði Kate forvitin. Hún heillaðist svo af þessum heimi.
“ Það sem er mest öðruvísi er að við erum með mikið þægilegri hluti,” svaraði Katha, “t.d klósett. Þau eru ekki til í muggaveröldinni. Þar eru bara koppar og einhver bjánaleg útihús”
“Klósett??” Kate var eins og álfur út úr hól.
“ Já, þau eru mjög þægileg,” útskýrði amma hennar,” þú sest niður og gerir þitt. Þá þrýstiru niðut takka..eða tosar upp..og allt hverfur.”
“ Vá þetta eru eins og galdrar” sagði Kate.
“ Veld ég þér vonbrigðum ef ég segi þér að svo er ekki?”
“Nei, nei, ég bara skil ekki. Ég hélt að ég lifði á þróunaröld, en þetta er einhvað svo yfirdrifið hérna.”
“Móðir mín er góð spákona og sagði einu sinni að muggar ættu eftir að komast fram úr í þessum málum. Enn er langt þangað til.” Katha hélt áfram, “ Henni hefur förlast og fólk tekur ekki mark á henni lengur- en hún veit sam sínu viti.”
“Er hún enn á lífi?” Kate hélt að ekkert gæti komið henni á óvart lengur þegar amma hennar sagði:
“ Já, og hún er að verða 109 ára.”
Þetta fór alveg með Kate því að í muggaveröldinni varð fólk kannski 60 ára..og var þá gamalt.

Það var vika í skólann og Kate vissi nú mikið meira um galdraheiminn. Hún vissi að hún færi með hestvagni í skólann- fljúandi hestvagni. Afi hennar hafði sagt að það væru engir hestar spenntir fyrir vagnana.
Vikan leið og Kate fylltist tilhlökkunar. Hún vissi að í skólanum voru 4 heimavistir og að þær hétu Ravanclaw, Gryffindor, Slytherin og Hufflepuff. Amma hennar var úr Gryffindor en afi Kate var úr Hufflepuff. Langamma hennar, sem Kate hafði nú hitt, var úr Ravenclaw. Hún vissi líka mikið um vistirnar og vonaði heitt að hún myndi ekki lenda í Slytherin. Nokkrir forfeður hennar höfðu verið úr Slytherin en þeir voru í minni hluta. Flestir forfeðra hennar komu úr Gryffindor.

Nú var 31. ágúst og miðvikudagur. Kate var á leiðinni til langömmu sinnar, Olivu Broom. Henni líkaði vel við langömmu sína- sem hún kallaði ömmu Olivu. Amma Oliva gat gert margt. Hún var óvenju fær norn og gat séð fram í framtíðina. Hún kom að húsinu þar sem hún bjó. Húsið var eins og klippt út úr ævintýri. Það var hvítt með hálmþaki. Það var samt fremur illa farið og Kate efaðist ekki um að það myndi hrynja þegar amma Oliva myndi deyja. Reyndar sagði amma Oliva það sjálf. Fólk sagði að hún væri rugluð og elliær. Að vísu var hún léttgeggjuð en hún vissi sínu viti. Kate gekk inn í húsið og fór í stofuna. Amma Oliva var vön að sitja þar og lesa bækur. Þar var líka gömul ugla sem var kölluð Lira. Uglan sem Katha hafði gefið Kate hét nú Oliver eftir ömmu Olivu. Kate dáðist af Olivu, langömmu sinni. Enda hafði Oliva kennt henni margt. Hún kenndi henni að sjálfsögðu ekki að galdra því það átti hún að læra í skólanum. En amma Oliva kenndi henni undirstöðuatriðin svo að hún ætti léttara með að ná þessu. Aðalega kenndi hún henni að sjá fram í tímann.

“Góðan daginn,”sagði amma Oliva þegar Kate labbaði inn.
“ Góðan daginn sömuleiðis” sagði Kate.
Stofan var lítil en hlýleg. Þar var standklukka sem hristist af og til. Amma Oliva sagði að það væri boggi þar inni. Svo var arinn þarna sem var svo stór að fullvaxinn maður hefði getað staðið inni í honum. Það var alltaf eldur í arninnum þegar Kate kom þarna. Fyrir framan arninn var sófi en til hliðanna hægindastólar. Kate fékk sér sæti og amma Oliva byrjaði á að láta Kate að reyna að sjá hitt og þetta fyrir sér, hvar það væri og svoleiðis.
“Nú er kominn tími til að þú sjáir eitthvað að viti,” sagði Oliva að hálftíma liðnum, “ Þú ert búin að sjá hvar rottukvikindið faldi sig, að ég á eftir að vaska upp eftir morgunmatinn og að Lira braut garðkönnuna fyrir viku, nú vil ég fá eitthvað almennilegt.”
“Ja, ég er kannski ekkert sérstaklega góð spákona” sagði Kate sem var að gefast upp á sérviskunni í langömmu sinni.
“Þetta hlýtur að vera í þér,” sagði amma Oliva, “ þú ætlar að segja mér hvað þú finnur”
“En amma Oliva, ,ég er búin að reyna,”Kate var orðin þreytt.
“ Þú tekur í hönd mína og segir mér hvað þú sérð um mig”
Kate langaði eiginlega mótmæla þessi en amma Oliva hlaut að einhverntíma að gefast upp á þessu svo hún gerði eins og hún bað.
“Nei, nei, nei,” heyrðist í Olivu, “ þú verður að einbeita þér”
“ Þetta er bara svo fáránlegt”
“ Kate mín, nú ætla ég að segja þér leyndarmál. Það geta allir séð fram í tíman og spáð..þeir bara vita það ekki og þessvegna geta þeir ekki. Spurningin er hvað finnst þér”
“ Mér finnst að ég eigi eftir að hitta þig aftur á þessu ári” sagði Kate
“ Þetta er nú ekkert mark, ég sagði þér í gær að þú yrðir hér yfir jólin,” sagði amma Oliva, “ þú verður nú samt að fara að drífa þig, Katha vill að þú pakkir niður.”
“En ég er ný komin” Kate naut þess að vera hjá langömmu sinni og vildi ekki fara.
“Þú getur ábyggilega verið hér korter til hálftíma í viðbót” svararði Oliva, “en nú skal ég segja þér frá Hogwarts” Oliva tók fram gamla bók sem hét “Saga Hogwarts.”
“Þessa vil ég að þú eigir því það er aldrei að vita hvenær svona getur komið sér vel.” sagði Oliva eftir að hafa dustað rykið af bókinni. Svo fór hún að segja Kate frá stofnendunum fjórum; Godric Gryffindor, Salazar Slytherin, Rowenu Ravenclaw og Helgu Hufflepuff. Talið var að Rowena hafði átt hugmyndirnar af öllum þessum leynigöngum og ranghölum, plathurðum og fleira í þeim dúr. Salazar Slyherin hafði aftur á móti byggt leyniklefa sem að hinir stjórnendurnir vissu ekki af. Kate heillaðist sérstaklega af þeirri sögu og ásetti sér að leita að leyniklefanum þegar hún kæmi til Hogwarts..þangað til hún heyrði af skrímslinu sem þar átti að dveljast. Amma Oliva sá svipinn á Kate og sagði:
“Það þyðir ekkert fyrir þig að leita að klefanum því margir fullnuma galdramenn hafa leitað hans en ekkert orðið varir. Aftur á móti gæti það verið ágætis dægrastytting fyrir þig að leita að leynigöngunum sem Rowena vildi láta gera.”
Kate leist vel á þá hugmynd. Oliva hélt áfram:
“Þið verið flokkuð í vistir með hatti. Flokkunarhatturinn var gerður eftir hugmynd Hufflepuff en hann var gerður af stjórnendunum öllum.”
Svona lét Oliva móðin mása þangað til henni fannst kominn tími til að hún færi til ömmu sinnar og pakkaði niður. Kate kvaddi ömmu sína vel og tók bókina “Saga Hogwarts” með sér.

Stuttu síðar var hún komin aftur á Seiðpottinn, en það hét kráin sem afi hennar átti. Hún hitti ömmu sína þegar hún labbaði inn.
“Farðu nú að pakka niður, það er vont að gera allt á síðustu stundu”
Kate fór og pakkaði niður. Hún raðaði skólabókunum niður og flýtti sér svo að láta fötin einhvernvegin niður. Svo fór hún hleypti Oliver út. Hún myndi fara á morgun. Lífið hafði breyst svo mikið að undanförnu. Kate ætlaði að fara á Skástræti og skoða sig um.Hún var niðursokkin í hugsanir sínar þegar hún labbaði á vegg. Æ,æ hún hafði labbað á búðarvegg. Hún leit í kringum sig til að gá hvort margir hefðu séð sig. Álengdar stóð hópur flissasndi stúlkna. Kate nuddaði á sér nefið. Amma hennar vann í kústabúðinni. Kate áhvað að fara þangað. Henni fannst nýi kústurinn flottur. Hann hét Commet-01. Þetta var akkúrat kústur eins og henni langaði í. Hún átti samt kúst. Amma hennar og afi höfðu gefið henni afmælisgjöf fyrirfram og sá sópur var alveg ágætur. Hann hét FiJi-Magic 1200.
“ Viltu kaupa fyrir mig 3 únsur af drekaaskít?” spurði amma hennar hana þegar Kate labbaði inní kústabúðina til að skoða.
“ Já, einhvað fleira?”
“ Ef þú vildir vera svo væn að kaupa kartöflur í matinn”
“ Bara sjálfsagt” sagði Kate og tók við peningunum af ömmu sinni. Henni var byrjað að leiðast hjá afa sínum og ömmu. Hún hitti aldrei krakka og henni hlakkaði til að komast í skólann.

1.september

Kate var komin á póststöðina. Hún var komin í skólabúninginn sinn. Á póststöðinni átti að sækja nemana Amma hennar hafði sýnt henni hvar hún átti að fara. Á bak við pósthúsið var veggur og hún þurfti bara að labba þar í gegn. Þegar hún kom í gegn var ekki hestavagnar þar eins og afi hennar hafði sagt. Þar var heilt skip. En..það var ekkert vatn þarna. Hún sá dökkhærða konu þarna. Hún hélt á svörtum ketti og það var strákur við hliðina á henni. Konan var í svartri skikkju með nornahatt en strákurinn var í skólabúningnum sínum. Kate gekk í áttina að norninni og spurði:
“ Veistu afhverju vagnarnir eru ekki komnir?”
“ Af því þið farið með skipinu. Vagnarnir uppteknir. Þetta er sonur minn Richard. Hann getur sínt þér hvert þú átt að fara. En ég verð að drífa mig til að vera komin á undan.” sagði nornin. “ Ertu af hreinræktaðri galdraætt?” spurði hún svo í lokin.
Nornin talaði fremur hratt. Aftur á móti var hún alveg eins og nornir áttu að vera. Hún var með sítt, dökkt, slétt hár. Hún hafði langar neglur með svörtu lakki á. Sonur hennar var hins vegar ekkert líkur henni. Hann var óvenju ljós á hörund.
Kat hélt að henni væri óhætt að svara spurningunni játandi því að móðurætt hennar var hreinræktuð.
“Já.” Kate var fremur feimin.
Þau löbbuðu uppí skipið. Það var víst ætlast til þess að krakkarnir færu í káeturnar. Kate og Richard fóru í káetu ásamt fleiri krökkum. Káetan var lítil, meira eins og klefi. Þau settust á veggfasta bekki. Richard virtist þekkja hina krakkana. Hann spurði Kate hvað hún héti.
“Kate” svaraði hún.
“ Þú getur kallað mig Rick” sagði hann. Svo kynnti hann hina krakkana.
“Þetta er Eric”, sagði Rick og bennti á ljóshærðan strák, “og Gunilla er við hliðina á þér og svo Catharine”. Skipið lagði af stað eftir stutta stund. Kate leit útum gluggann og fékk fiðring í magann. Skipið flaug!

Hinir krakkarnir töluðu mikið saman, enda höfðu þau þekkst áður. Kate sat bara þarna og hlustaði á þau tala. Eða hún hlustaði eiginlega ekki. Hún horfði bara útum gluggann og einbeitti sér að skýjunum. Seinna mundi hún nánast ekkert eftir ferðinni. Rick og hinir krakkarnir virtust vilja vera í næði því þegar einhver krakki kom inn þá þögnuðu þau skyndilega og ráku krakkana út. Hún sá að krakkarnir sem þau ráku út virtust ekki vilja sitja hjá Rick og hinum hvort eð var. Tíminn leið. Þegar það fór að dimma þá sögðu hinir krakkarnir að þetta ætti að nálgast. Gunilla og Eric áttu bæði eldri systkin í skólanum. Skipið lenti og þau fóru öll saman út.

“Fyrsta árs nemar komið hér, allir fyrsta árs nemar” , heyrðist kallað. Kate leit við og þar sá hún ljóshærða konu.”

Það gætu verið villur í þessu því ég bætti svo mörgu inn á siðustu stundu.
Kv.Tinna Kristín