1.kafli Upphafið

Það var sunnudagur og Kate sat í messu, pabbi hennar var presturinn og var að segja söfnuðinum frá syndurum og hvað þeir myndu þurfa að þola í víti. Kate sat þarna í fallega sunnudagskjólnum sínum en hún var ekki að hlusta. Það var árið 1511 og Kate var að verða 11 ára, hún átti ekki afmæli fyrr en 1. september. Hún var að meðallagi í útliti fannst henni sjálfri, hún var með dökkbrúnt, slétt hár og græn augu, frekar þybbin. Það var ekki satt, hún var að vísu með dökkbrúnt hár og græn augu en hún var ekki þybbin, hún var heldur ekki grönn, bara svona eins og best verður á kosið, hún var líka gullfalleg og með fallegt bros. Eftir nokkur ár fengi hún fullt af biðlum.
Pabbi hennar, séra Tonks hafði dæmt margar nornir á bálið, fyrir smávægilegustu hluti. Hann var að vísu ekki einn um það, fólk var svo voðalega hjátrúarfullt. Pabbi hennar var víst ekki nógu harður að sögn nornadómstóla. Ef viðkomandi var ungur fékk hann/hún ekki bálið. Það sama gilti ekki um prestinn í næstu sókn. Hann hafði látið brenna kornabarn því móðirin var norn(hún var líka brennd). Svona var lífið. En ef rétt átti að vera rétt þá voru nornir ekki dæmdar af prestunum heldur dómstólum..prestar ákváðu þó hvort það ætti að leiða viðkomandi manneskju fyrir dómstóla.

Eftir messuna safnaðist fólk saman á prestsetrinu. Allir komu og fengu sér te og kökur eftir messuna. Kate fór uppí herbegið sitt og sat í rúminu. Hún ætlaði að fara að setjast og sauma út en þá sá hún bréf í gluggakistunni. Henni fannst þetta skrítið þar sem prestsetrið var á tveimur hæðum, þó hún hafði svo sem heyrt um bréfdúfur. Hún tók bréfið og þar var skrifarð með grænu bleki:

Kathaleen Mary Tonks
Innsta svefnherbeginu
Asparsetri
Englandi


Inní því stóð:

Skólastjóri: Owen Ravenclaw

Fröken Tonks.
Það er okkur ánægja að tilkynna að yður hefur hlotnast skólavist í Hogwart-skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Önnin hefs 1. september. Við væntum uglu yðar fyrir 31.júlí.

Bestu kveðjur,
Hannah Malfoy,
Aðstoðarskólastjóri


Kate starði á bréfið, annað hvort var þetta lélegur brandari eða hún var norn. Hún gat ekki sýnt neinum bréfið EF þetta væri í alvöru og ef þetta var í alvöru þurfti hún að sýna foreldrum sínum bréfið og hún gat akkúrat ekki sýnt pabba síðum þetta. Hún las áfram:

Hogwart-skóli galdra og seiða

Skólabúningur
Fyrsta árs nemar þurfa;
1 Þrjár einfaldar vinnuskikkjur(svartar)
2 Einn einfaldan toppmjóan hatt(svartan)til daglegra nota
3 Eitt par af hlífðarhönskum(drekaskinn eða annað álíka)
4 Eina vetrarskikkju(svarta með silfurfestingum)
Vinsamlegast athugið að öll föt nemanda skulu vera merkt þeim


Bækur
Allir nemendur skulu eiga eintak af eftirfarandi bókum:
Álög fyrir byrjendur eftir Helgu Hufflepuff

Galdrastaðreyndir eftir Oliver Phillis

Töfrabrögð eftir Trick Magic

Umyndum á byrjunarstigi eftir Gunillu Duck

Töfrajurtir og eiginleikar þeirra eftir Jonathan Flower

Gagnálög og galdraþulur eftir Merlin

Annar útbúnaður:
1 töfrasproti
1 suðupottur(tin stærð 2)
1 sett af tilraunaglösum úr gleri eða kristal
1 sjónauki
1 látúnsvog
Nemendur mega einnig taka með sér uglu eða kött eða halakörtu. Gott er ef nemendur geta tekið með sér galdrakúst..


Kate lagði frá sér bréfið og leitaði mömmu sína uppi, sem betur fer voru flestir farnir en þó nokkrar konur voru eftir og sátu á tali við mömmu hennar. Litli bróðir hennar Kate var inni í eldhúsi að reyna að fá aukabita eins og alltaf, enda var hann svoldið þybbinn. Hann var tveimur árum yngri en Kate og var með dökkt hár eins og Kate en hann var með ljósblá augu..allavega þessa stundina en þau virtust stundum breyta litum. Undirstöðuliturinn var samt blár. Honum fannst gaman að tefla og Kate skildi ekkert í því. Henni fannst skák það leiðinlegasta á jörðu og fattaði ekki tilganginn í því. Kate labbaði fram hjá eldhúsinu og fór upp aftur uppí herbegið sitt og ákvað að bíða þangað til allir konurnar væru farnar og las yfir bréfið aftur og aftur til að gá hvort hún kannaðist við skriftina en hún kannaðist ekki við hana. Hún tók upp bók til að drepa tímann. Kl 6 fór hún niður og bað mömmu sína um að koma uppí herbegi með henni. Þær fóru uppí herbegið hennar og mamma hennar spurði hvort einhvað væri að. Kate hugsaði sig um hvernig hún ætti að orða þetta. Mamma hennar spurði aftur:
“ Er einhvað að?”
“ Hvernig litist þér á e-ef ég væri norn?” spurði Kate
Móðir hennar virtist ekki viss um hvernig hún ætti að svara þessu svo Kate hélt áfram:
“ Ég fékk sko eitthvert bréf” sagði Kate og rétti mömmu sinni umslagið af bréfinu. Kate bjóst alls ekki við viðbrögðum mömmu hennar:
“ Norn, það er dásamlegt,” sagði mamma hennar skælbrosandi, “nú er bara hvernig maður leynir þessu fyrir pabba þínum”
“ Ha” hrökk uppúr Kate, “ áttu við að þú sért alveg..hafir ekkert á móti því að ég sé norn?”
“ Hvers vegna?” svaraði mamma hennar, “sko foreldrar mínir voru galdramenn og þau urðu afskaplega vonsvikinn þegar ég var það svo ekki, ég er það sem galdramenn kalla skvibba, það er ég fæddist inní galdrafjölskyldu en hafði engan galdramátt”
“ Áttu við að amma og afi hafi verið…”Kate hikaði og lækkaði röddina örlítið, “ verið galdramenn? O-og ég líka”
“ Greinilega, nú getur þú líka fengið að hitta foreldra mína”
“ Voru þau ekki dáin??” spurði Kate og var alveg hlessa.
“ Nei, en ekki gat ég valsað með þig inní galdraheiminn þegar ég vissi ekki hvort þú værir norn eða ekki og því síður föður þinn svo að ég sagði að þau væru dáin. Litli bróðir þinn fær ekkert að vita af þessu heldur”

Þær ræddu saman því ef það var mögulegt átti faðir hennar, séra Tonks, ekki að vita af því að hún færi í galdraskóla. Við kvöldmatarborðið sagði mamma Kate við pabba hennar:
“ Marcus getum við ekki látið Kate í fóstur, eða leyft henni að skoða heiminn aðeins, ég veit um indælis fólk sem myndi taka við henni”
“ Fóstur, hana? En hún er stúlka og hvað ætti hún svo sem að gara þangað? Það er ekki við hæfi stúlkna”
“ Jú því hú hjálpar til á bænum, svo verður þetta aðeins yfir veturinn” svaraði mamma hennar “svo höfum við Brian til að hjálpa til hérna heima.”
“ En þetta fólk” sagði pabbi hennar, “ hvar í þjóðfélagsstiganum er það?”
“ Það er af mjög góðum ættum”
“ Og hvað heitir það?” spurði pabbi hennar sem var að láta undan.
“ Þau heita Owen Ravenclaw og Hannah” sagði mamma hennar sem reyndi að halda andlitinu.
“ Hvar búa þau??”
“ Í…uu…í Skotlandi” sagði mamma hennar
“ Hún fer, en þarf ekki að fara í einhvern innkaupaleiðangur, þú verslar alltaf svo mikið áður en þú ferð einhvert” sagði pabbi hennar sem nú hafði hugann við matinn.
“ Jú, við förum á morgun og verðum yfir nótt. Það er að segja ég. Kate verður auðvitað lengur. Fólkið verður statt í London á morgun og ætla að hitta Kate þar.” sagði mamma hennar. Kate stóð upp frá borðum og fór uppí herbegið sitt. Hún tók aftur upp bókina sem hún var að lesa og las fram að háttatíma. Þegar hún fór að sofa var hún glöð og áhyggjufull í senn. Hún var norn…en hvað ef hún myndi lenda á bálinu?? Samt fannst henni þetta spennandi. Þetta var byrjun á einhverju.
Upphafið á endinum.



Kafli 2. Skástræti

Kate vaknaði þegar þjónustustúlka vakti hana. Hún mundi strax hvað stóð til og klæddi sig í einfaldan kjól. Hún fékk sér morgunmat ásamt móður sinni og þær fóru í hestvagninn, sem betur fer var ekki langt til London. Þær gengu inní einhverja krá í útjaðri London sem Kate hefði ekki tekið eftir nema af því mamma hennar benti henni á hana. Þær gengu inn og þar var barþjónn sem var að þurrka glösin. Hann leit á þær og spurði hvort þær vildu nokkuð að drekka. Þær fengu sér báðar einhvern jarðarberjadrykk.. Maðurinn spurði hvort hún væri að fara að versla fyrir Hogwarts. Mamma Kate jánkaði. Maðurinn sagði við Kate:
“ Sæl, ég heiti Arthur Boot en þú mátt kalla mig afa”
Kate leit á móður sína:
“ Er þetta…..pabbi þinn?”
“ Já reyndar, en hvar er mamma?” spurði móðir Kate, pabba sinn
“ Hún er úti að versla” sagði hann við mömmu Kate en snéri sér svo að henni “ Mamma þín lét okkur nefnilega vita að ykkar væri von”
Í því gekk kona inn
“ Sæl mamma” sagði mamma Kate,” Kate er hérna”
“Ó,hæ Kate, veistu að þú ert skírð eftir mér, ég heiti Kathaleen Boot en ég er kölluð Katha”
“ En, hérna..amma” sagði Kate,” sko við áttum að fara hingað til að versla inn fyrir skólann…en hér er engin búð”
“ Nei, það er í Skástræti” sagði amma hennar,” ef þú ferð til Hogwarts, þá verður þú að geta sent okkur og mömmu þinni bréf, svo ég keypti uglu handa þér”
Amma hennar leiddi hana út í einhvernskonar bakgarð og þar var falleg turnugla í búri. Kate tók hana inn.
“Ehh, til hvers nota ég uglu?” sagði Kate. Mamma hennar útskýrði það fyrir henni. Kate var enn efins:
“ En hvernig getur hún verið heima..ég meina..pabbi hlýtur að taka eftir henni.”
“Já, smá vandræði…en þrátt fyrir að fólk sé svona ofstoppafullt gagnvart nornum og brenni aðra hverja manneskju, þetta voru nú reynar ýkjur í mér, þá hefur því aldrei verið haldið fram að nornir hafi uglur fyrir gæludýr..það eiga víst að vera kettir, helst svartir, en ég held að pabbi þinn yrði ekkert ánægður yfir því að hafa uglu á heimilinu og það er aldrei að vita hvað fólk heldur”
“ Má hún þá ekki vera hjá okkur þangað til skólinn byrjar?” spurði amma hennar,” það hlýtur að vera erfitt að vita nánast ekkert um galdraheiminn þegar maður byrjar í skólanum, sérstaklega núna þegar muggabornir nemendur eru í lágmarki, því það má ekki koma upp um galdraheiminn, muggabornir nemendur verða að uppfylla allar kröfur en fólk af galdraættum er hleypt inn ef það sýnir minnstu merki um galdramátt.”
“ Ja, ég var búin að segja Marcusi að hún yrði eftir núna.”
“ En fötin mín, ég tók ekkert með?” sagði Kate
“ Við finnum einhvað á þig, þið farið bara í innkaupaleiðangur á morgun” sagði mamma hennar
“ Já, þá verð ég eftir, mig langar að kynnast ömmu og afa betur” Kate var skælbrosandi
“ En nú verðum við að fara að versla skóladótið þitt” sagði mamma Kate.

Í Skástræti var ys og þys og mikið að gera. Þarna voru mikið að búðum og enn fleira fólk. Þær fóru inn í einhverja bókabúð. Þetta voru ekki Biblíur eða testamennt þarna, heldur mikið af spennandi bókum eins og “Töfraðu tímann” og svo voru líka þunnar bækur sem kölluðust tímarit. Kate var heilluð af öllu þessu. Meðan mamma hennar Kate fann og borgaði skólabækurnar (hún hafði fengið galdramynt hjá foreldrum sínum) skoðaði Kate bók með gæludýranöfnum. Hún fletti lauslega í gegnum uglunöfnin en fann ekkert sérstakt á ugluna sína(uglan var kk). Hún ákvað að velja bara eitthvað nafn seinna um kvöldið. Næst fóru þær inn í búð sem kallaðist Skikkjur&Skór til að kaupa skólabúninginn. Það var fremur grönn, ung, ljóshærð kona sem tók á móti þeim og kom með málband sem fór að taka mál af Kate. Kate varð svolítið hissa fyrst en vandist þessu fljótt. Konan í búðinni sagði:
“Sælar, ég er fröken Green og foreldrar mínir reka þessa búð. Þú ert að fara að fá skólabúninginn þinn ekki rétt??”
Kate kinkaði kolli. Hún fékk skólabúninginn sem var dökk blátt átt pils sem náði niður á ökla, hvít blússa og svört skikkja. Þegar Kate og móðir hennar höfðu verslað allt þarna inni fóru þær og keyptu töfasprota. Þær fóru inní búð sem hét Hjá Ollivanders.

Það tók kona á móti þeim og bauð mömmu Kate sæti. Kate svipaðist um. Þarna inni var einhvað sem mátti kalla afgreiðsluborð en á því voru búnkar af ílöngum kössum. Konan kom aftur með sprota handa Kate. Hún sveiflaði sprotanum en það gerðist ekkert. Hún fekk annan sprota í hendurnar um leið og dyrnar á búðinni opnuðust. Innum þær kom maður með strák sem var að öllum líkindum sonur hans þó þeir væru ekkert líkir. Kate sveiflaði sprotanum og úr enda sprotans kom fallegur regnbogi.
“Hana nú” sagði konan, “þennan átt þú. Eik, taglhár úr svörtum einhyrningi, 30 cm, sveigjanlegur.”
Kate og mamma hennar fóru út úr búðinni. Kate leit á strákinn. Hann var dökkhærður og illa til hafður. Örugglega af lágstéttum. Kate var í sjálfu sér ekki yfirborðskennd en hún hafði fengið sama uppeldi og flestir krakkar á hennar aldri. Þegar Kate og mamma hennar höfðu lokið öllum sínum málum þarna, fóru þær yfir í muggahverfin og fundu hversdagskjóla fyrir Kate. Að því loknu var orðið áliðið svo þær fóru þær aftur á kránna. Þær fengu kvöldmat og það var ábyggilega besti matur sem Kate hafði fengið. Þetta var veislumáltíð. Bestar voru samt seiðpottakökurnar. Kate deildi herbegi með mömmu sinni. Henni þótti erfitt að melta það sem hún hafði fengið að vita um galdraheiminn í dag. Pabbi hennar var muggi en mamma hennar skvib. Hún sjálf var göldrótt og móðurforeldrar hennar voru á lífi. Svo flaug fólk á um á kústum. Afi hennar átti kúst. Gullfluguna. Út frá þessum hugsunum sofnaði Kate.

Vonandi lesið þið framhaldið:D