Það tók rosalega langann tíma að skrifa þennan helv…. kafla. Fæ alltf ritstíflu eftir góð viðbrögð svo……koma með gagnrýni fólk!!!!



Sjötti kafli.

Harry snerist í hringi og fann jólakalkúnssamlokurnar hringsnúast í maganum. Flugduft, hugsaði hann ergilega. Hver fann þann andskota upp? Hann reyndi að hugsa um eitthvað annað og leiddi hugann að jólafríinu.
Jól og áramót í París höfðu verið frábær. Þann sextánda des. var komin löng röð fyrir utan Galdrabrellur Weasleybræðranna. Mest af því var fólk sem hafði verslað við bresku búðina eða þekkti fólk sem hafði gert það. Það var svo brjálað að gera að tvíburarnir höfðu verið að spá í að hafa búðina opna allan sólarhringinn en hættu við þegar allt fór að hægjast niður. Það var samt alltaf einhver í búðinni og flestar vörur voru seldar upp fyrir jólin. Það kom sér virkilega vel að bæði Fleur og Jo kunnu frönsku. Jo var kanadísk og talaði ensku og frönsku jafn vel. Þær höfðu því verið notaðar sem túlkar því enginn hinna talaði frönsku. Nú var Jaques búinn að redda starfsfólki og tvíburarnir voru á leið heim eftir viku. Jo og Ron voru á leið heim í dag líkt og Harry og Ginny.
Á jóladaginn sjálfan hafði búðinni verið lokað og deginum var eytt í letikasti og ekkert gert annað en að borða, spila sprengispil og sprautukúluspil. Það var haldið skákmót þar sem Harry og Ron kepptu til úrslita. Ron vann, auðvitað. Hann var ókrýndur skákmeistari Gryffindorvistarinnar þegar hann gekk í Hogwarts. Eina ástæðan fyrir því að hann var ekki viðurkenndur meistari var af því það voru aldrei haldin nein skákmót. Harry hafði eiginlega verið sammála Ron í því að það liti frekar illa út ef fyrirliði Qudditchliðsins færi að stofna skákklúbb svo Ron hélt titlinum ókrýndur. Hljómaði líka flottara.
Eldstæðið í Hroðagerði var að birtast. Ginny hafði farið á undan og Harry sá móta fyrir rauðri klessu sem leit út fyrir að vera hárið á henni. Skrýtið, hugsaði Harry og hnyklaði brúnir, hversvegna stendur í sömu sporum, þau ætluðu að byrja strax á því að ganga frá jólagjöfunum. Þegar hann kom nær eldstæðinu fór hann að gruna eitthvað. Skildu þau eldhúsið eftir í svona miklu rusli? Ginny var svo mikill snyrtipinni að hún skildi alltaf við húsið í toppstandi.
Eldstæðið nálgaðist á ægihraða og Harry lenti á fótunum í öskuhrúgu. Áralöng þjálfun hafði kennt honum að lenda á fótunum. Tæknin var að beygja sig í hnjánum á hárréttu augnabliki. Ginny hafði greinilega sleppt öllum farangrinum á gólfið því allar jólagjafirnar lágu á víð og dreif innan um allt ruslið.
“Ginny?” sagði Harry varlega. Ginny stóð alveg stjörf og horfði á eldhúsið sitt sem, þegar hún fór, hefði getað verið í auglýsingabæklingi. Núna ætti það heima í bæklingi um sýklahættu á heimilum. Allur matur hafði verið rifinn úr skápum og leirtauið lá brotið ofan á matarleifunum. Einhver hafði tæmt allar skúffurnar og hnífapörin lágu í hrúgum. Allt var í rúst. Það var eiginlega eins og einhver hefði verið að leita að einhverju. Hverri einustu skúffu og hverjum einasta skáp var snúið á hvolf.
“Hvernig komust þeir inn?” hvíslaði Ginny.
“Hverjir eru “þeir”?” sagði Harry.
Öll neðri hæðin var í rúst. Jafnvel “leynihólf” voru opin og allt rifið úr þeim. Sá sem hafði gert þetta virtist þekkja húsið nokkuð vel því suma staðina voru Harry og Ginny tiltölulega nýlega búin að uppgvöta sjálf. Ekkert virtist vera farið en það var erfitt að dæma þegar allt var hulið pappírssnifsum. Stiginn upp á efri hæðina var þakinn fötum sem einhver hafði rifið út úr fataskápnum á stigapallinum. Þetta var eini fataskápurinn í húsinu. Þegar Harry og Ginny gerðu það upp ákváðu þau að vera með fataherbergi. Skápurinn var mest notaður undir vetrarföt og þannig hluti. Harry klofaði yfir gömlu vetrarskikkjuna sína úr Hogwarts þegar hann gekk upp stigann. Allar hurðirnar á ganginum voru opnar og draslið náði langt út á gólf eins og einhver hefði rótað í skúffunum og fleygt innihaldinu yfir öxlina og út á gang. Ginny andaði taktfast til að róa sig niður. Inn..einn tveir þrír…..Út..einn tveir þrír… Harry sá að hurðin á herbergi Siriusar var opin. Hún var alltaf lokuð.
Herbergið hans Siriusar var það eina sem Harry og Ginny höfðu ekki breytt. Það var nákvæmlega eins og það var þegar Sirius skildi það eftir. Að undanskyldu því að allar matarleifar og annar lífrænn úrgangur var hreinsaður burt. Annars var herbergið óhreyft. Þangað til núna. Allar skúffurnar í skrifborðinu voru rifnar úr og innihaldinu dreift um gólfið. Mest af því voru blaðúrklippur með fréttum eins og “hinn alræmdi Sirius Black snýr aftur!” Sirius hafði klipp þær út og geymt. “Svo ég geti hlegið að þessu þegar það er búið” Harry fékk tár í augun við það að horfa á þetta. Það voru engir persónulegir hlutir uppi á vegg eða neitt svoleiðis. Það var rúm, sófi, sem Grágoggur var alltaf á, skrifborð og kommóða. Það var það eina sem var þar inni. Dökkt veggfóðrið var flagnað og með rakablettum. Rúðan í glugganum var skítug og einmana fluga suðaði í tilraun til að komast út. Harry gekk að glugganum og opnaði hann en flugan var samt svo heimsk að hún hélt áfram að suða á glerinu. Smá vindgola fann sér leið inn og feykti til pappírunum á skrifborðinu. Þá tók Harry eftir lítilli ljósmynd sem lá á skrifborðinu. Stór blaðaúrklippa hafði legið ofan á henni en gusturinn frá glugganum blés henni í burtu. Andlitið á myndinni var kunnuglegt. Þetta var nokkurra mánaða gamalt barn með svart hár og dökkbrún augu. Það horfði í myndavélina með gáfulegum svip og hrukkaði ennið. Harry var ekki viss en barnið leit út fyrir að vera stelpa. Hver var þetta? Harry hafði séð þessa stelpu áður. Í draumnum þegar Sirius gufaði upp. En hvað var Sirius að gera með mynd af henni í skrifborðinu sínu?
“Harry!” kallaði Ginny innan úr svefnherberginu þeirra. Harry stakk myndinni í vasann og hljóp inn í svefnherbergi. Ginny stóð með sprotann á lofti og horfði með viðbjóði á litla veru sem hnipraði sig saman úti í horni. Veran var með grábrúna hrukkótta húð, löng álfseyru og var ekki klædd í neitt nema grútskítuga dulu sem hún vafði um mittið á sér. Veran skýldi andlitinu á sér með höndunum og muldraði undan þeim: “Meistarinn verður ekki ánægður með þetta, ó nei svo sannarlega ekki. Blóðníðingarnir hafa náð Kreacher og hver veit hvað þessi viðurstyggilegu kvikindi gera við Kreacher þegar þau komast að því hvað Kreacher var að gera! En Kreacher ætlar ekki að segja neitt, ekki neitt!”
“Kreacher! Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvað við gerum ef við komumst að því hvað þú varst að gera. Nei þú þarft að hafa áhyggjur af því hvað við gerum ef við komumst ekki að því.” sagði Harry hörkulega. Kreacher hrökk við en hélt áfram að muldra: “Þetta viðurstyggilega kvikindi hefði aldrei fengið að koma inn í hús hinnar göfugu Blackættar ef húsmóðir mín væri á lífi. Ekki heldur viðbjóðurinn konan hans.” Harry fann reiðina ólga í sér. Þótt Hermione og Dumbledore hefðu bæði reynt að afsaka Kreacher gat Harry ómögulega fyrirgefið honum. Harry tók hann upp á hnakkahrukkunum og hélt honum í augnhæð. Einn af kostunum við það að læra hughrindingu var sá að þú lærðir hugsælni á sama tíma. Harry var ekki sá besti í hugsælni en við það að horfa í augun á Kreacher sá hann mann með bóluör og fitugt hár.
“Farðu og leitaðu að öllum skjölum sem snerta Fönixregluna og ekki koma aftur fyrr en þú finnur eitthvað.” sagði maðurinn kuldalegri röddu.
“Svo það er þess vegna sem þú komst Kreacher litli?” sagði Harry hæðnislegri röddu. Það var staðreynd að öllum skjölum sem snertu Fönixregluna var eytt í lok fundar og Dumbledore geymdi frummyndina.
“Farðu aftur til húsbónda þíns því þér er hér með bannað að koma inn í þetta hús aftur. Er það skilið?” sagði Harry hörkulegri röddu og hristi hann til eins og kettling. Um leið og hann hafði slepp seinasta orðinu var eins og eldur brenndi iljarnar á Kreacher og hann skrækti þegar Harry fleygði honum niður stigann. Hann hélt áfram að tuldra svívirðingar í barm sér þegar hann gekk að útidyrunum og hoppaði hálfan metra í hverju skrefi. Ámátlegir skrækir fylgdu í kjölfarið og Harry fylltist grimmdarlegri ánægju þegar hann lét Kreacher finna fyrir örlitlu broti af sársaukanum sem hann hafði valdið.
Ginny horfði á eftir honum með svipuðum ánægjusvip og Harry. Svo stundi hún mæðulega og settist á rúmið þeirra og leit vonleysislega í kringum sig.
“Það á eftir að taka heila eilífð að taka til hérna.”sagði hún þreytulega.
“Við byrjum strax og þá verður þetta búið fyrr.” sagði Harry og sveiflaði sprotanum í átt að fatahrúgu og sagði: “Pakka!” Fötin flugu inn í fataherbergið og tróðu sér einhvernvegin í hillurnar. Harry leit skömmustulega á Ginny sem stundi með leikrænum tilburðum. Það var staðreynd að Harry kunni nákvæmlega ekki neitt í galdratiltekt. Ginny sveiflaði sprotanum, mun glæsilegar en Harry, og sagði hátt:”Pakka!” Jafnvel sokkarnir brutu sig saman. Með samstilltu átaki þeirra tókst þeim að þrífa á “bara” fimm tímum. Klukkan var að nálgast tíu þegar allt var komið á sinn stað. Reyndar var ekki hægt að bæta rifið pergament en það stóð hvort eð er ekkert merkilegt á því. Harry var orðinn virkileg svangur þegar þá kláruðu. En því miður, fyrir hann, hafði Kreacher rifið allan mat úr hillunum og það var ekkert til. Ginny var, eftir Frakklandsferðina, orðin heilluð af skyndibitamat og stakk upp á því að þau löbbuðu að næsta skyndibitastað og fengju sér eitthvað að borða. Harry hafði alltaf passað upp á það að eiga muggapeninga svona til vara. Þau pössuðu sig á því að læsa húsinu vandlega þótt enginn ætti að getað séð það.
Það var ekki nema annar janúar og snjórinn lá í sköflum á auðu lóðunum. Það var einfaldlega of freistandi fyrir Harry. Hann kraup niður og hnoðaði stóran bolta. Ginny gekk áhyggjulaus nokkrum skrefum á undan honum. Hvaða asni sem er gæti hitt af þessu færi. Boltinn flaug yfir öxlina á Ginny. Hún hrökk við þegar boltinn splundraðist á gangstéttinni fyrir framan hana. Svo snéri hún sér hratt við.
“Svo það er svona sem þú villt koma fram við ólétta eiginkonu þína?” sagði hún stríðnislega. Hún beygði sig niður og hnoðaði annan bolta. Hann flaug af stað.
“Ég hitti þig ekki, var það?” sagði Harry og beygði sig undan snjóboltanum.
“Þú er bara svona óhittinn!” sagði Ginny hæðnislega og vék sér undan stórum krapbolta.
Leikurinn hélt áfram alveg inn í bæinn. Þau voru orðin heit og móð þegar þau sáu Subwaystað. Harry sá um viðskiptin þar sem Ginny kunni ekkert á muggapeninga. Þau fengu sér sitthvorn bræðinginn og settust við gluggann. Þótt að klukkan væri svona margt voru ennþá margir á ferli. Muggar hlaðnir innkaupapokum sem settust inn í bílana sína og keyrðu burt. Þeir vissu ekki að Voldemort væri að eflast og ungi maðurinn sem sat við gluggann á Subway væri næsta skotmark hans.

Ginny var að klára. Hún þurrkaði sér um munninn og drakk seinustu sopana af kókinu sínu. Harry brosti. Hann hafði verið alinn upp við skyndibita og séð hvað hann gerði fólki en Ginny hafði ekki vitað um skyndibita fyrr en í hún kynntist Harry og ekki smakkað hann fyrr en um jólin.
“Langar þig í amerískar smákökur líka?” sagði Harry og gramsaði eftir seinustu pundunum í buxnavasanum. Í leitinni rakst hann í eitthvað. Hann dró upp ljósmyndina sem hann fann í herbergi Siriusar. Hann hafði alveg gleymt henni eftir uppákomuna með Kreacher og alla tiltektina.
“Hvað ertu með þarna?” spurði Ginny og hallaði sér fram til að sjá á myndina.
“Þetta er mynd sem ég fann í herberginu hans Siriusar” sagði Harry og teygði sig eftir jakkanum sínum. Ginny gerði sig auðsjáanlega ekki ánægða með þessa útskýringu.
“Og hvað var Sirius að gera með mynd af smábarni inni hjá sér? Hann átti enginn börn, er það?” spurði hún.
“Ekki svo ég viti af. Ég hef allaveganna aldrei heyrt neinn minnast á það.” svaraði Harry þegar hann opnaði hurðina fyrir Ginny og þau stigu út í vetrarkvöldið.
“En af hverju stakkstu myndinni í vasann?” spurði Ginny þegar þau gengu niður götuna.
“Af því, mér fannst ég þekkja andlitið.”sagði Harry og stakk höndunum í vasana, það var ískalt úti.
“Hvaðan þekktir þú það?”spurði Ginny.
“Manstu eftir draumunum sem mig dreymdi í Frakklandi? Og litlu stelpunni í vöggunni? Þetta er sama andlitið. Þetta er sama barnið og mig dreymdi þá. Ég vissi ekki hvaða barn þetta var og hélt eiginlega helst að þetta væri barnið okkar. En það gengur ekki upp.” sagði Harry hugsandi.
Ginny virtist eins hugmyndalaus og Harry. Þau gengu heim.
“Eitt er víst,” sagði Harry þegar hann sló sprotanum í hurðina á Hroðagerði. “Dumbledore þarf að útskýra ansi margt.”


Morguninn eftir vaknaði Harry eldsnemma. Hann hafði dreymt herbergið með foreldrum sínum aftur. Það var orðið að vana. Hann dreymdi það næstum á hverri nóttu. Hann leit á klukkuna á náttborðinu, Sjálflýsandi vísarnir sýndu korter yfir sjö. Harry stundi og gróf höfuðið ofan í koddann. Jólafríið var búið á morgun og hann hafði ákveðið að sofa út seinasta daginn. En hann var einfaldlega of spenntur. Þau ætluðu að leggja af stað til Dumbledore um hádegið og koma við í Hogsmeade á heimleiðinni og kaupa eitthvað að borða. Ginny var ekki hrifin af muggabúðum, það sannaði sig í gærkvöldi. Þau fóru inn í eina stórmarkaðinn sem þau fundu opinn og ætluðu að kaupa eitthvað að borða um morguninn. Ginny festist í hringhurðinni og hrökk við í hvert sinn sem einhver las tilkynningu í hátalarann. Maðurinn á kassanum horfði undarlega á hana þar sem hún fylgdi eftir hverri einustu hreyfingu hans þegar hann renndi morgunkornspakkanum fram hjá strikamerkjalesaranum. Harry varð að berjast við hláturinn þegar hann dró Ginny út úr búðinni.
Hann fór niður og hellti Lucky Charms í skál og hellti mjólkinni yfir. Honum til mikillar undrunar heyrði hann fótatak í teppalögðum stiganum. Ginny svaf næstum alltaf frameftir. Hún birtist í dyrunum á eldhúsinu, hárið allt úfið og pírði augun á móti ljósinu, fálmandi eftir sprotanum sínum til að minnka ljósið.
“Hæ.” röddin hennar var rám í morgunsárið og Harry fann heita bylgju flæða um sig, jafnvel svona úfin og þreytt var hún samt falleg. Hún settist niður og tók við morgunkorninu, mjög tortryggin á svipinn og hellti því í skálina.
“Við leggjum af stað til Dumbledores klukkan ellefu, ekki satt?” sagði hún og tuggði morgunkornið hugsandi. “Gott, þá næ ég að klára uppkastið áður en við leggjum af stað.” hélt hún áfram við sjálfa sig. “Það ætti ekki að vera erfitt að grafa eittvað upp um þessar…”
“Um hverjar?” skaut Harry inn.
“Vitsugurnar. Þær eru orðnar alveg klikkaðar síðan ráðuneytið flutti fangana til Culparrat. Þeim er ekki treystandi lengur, þær reyndu að kyssa einn skyggni í seinustu viku, nemarnir eru á vakt í Azkaban á meðan vitsugurnar eru á lífi, Lupin og allir eru að reyna að átta sig á galdri sem drepur þær.” sagði hún.
“Virkar Avada Kedavra ekki á þær?” spurði Harry.
“Nei, þær voru aldrei lifandi til að byrja með og það er ekki hægt að drepa eitthvað sem er ekki lifandi.” svaraði Ginny vonleysislega.
“Það var hægt að drepa Voldemort.” sagði Harry þrjóskulega.
“Voldemort er ekki dauður, hann hvarf bara. Neville vissi ekki um spádóminn og kastaði Avada Kedavra að honum um leið og hann sá að Voldemort missti sprotann. Það var ekki honum að kenna.” sagði hún rólega.
“Var ég að segja það?” sagði Harry reiðilega.
“Nei.”
“Ég er bara að segja að ef Voldemort gat dáið, þá hljóta allir að geta það.” hélt Harry áfram þrjóskulega.
“Ekki vitsugurnar, ekki með þeim göldrum sem við kunnum, Hermione er að vinna í galdrinum en það geta liðið ár þangað til hann er fullkomnaður.” sagði Ginny.
“Og á meðan eru skyggnanemar í stöðugri hættu.” sagði Harry pirraður.
“Það er eitthvað sem maður verður þá að lifa með.” sagði Ginny ákveðin og stóð á fætur “Ég er farin í sturtu og byrja svo á greininni.”
Harry var orðinn virkilega pirraður þegar hann beindi diskunum í vaskinn. Hann sat og blaðaði í gegnum Spámannstíðindi með hugann við allt annað en greinina um skilnað bassaleikaranns í Kynjasystrum. Hann langaði helst að hella sér yfir Hermione fyrir að vera ekki tilbúin með galdurinn. En á meðan hann hlustaði á niðinn í sturtunni sefaðist hann. Hermione vann eins og hún gat og tók sér ekki einu sinni jólafrí. Þegar niðurinn hætti var Harry orðinn rólegur og var farinn að hugsa um hvað hann ætti að segja við Dumbledore. Hann hélt áfram að hugsa í sturtunni. Klukkan var ekki nema níu svo hann settist inn á bókaherbergi og horfði á litlu myndina. Andlitið virtist svo kunnuglegt. Augun lágu djúpt í höfðinu og hún var með pínulítið hökuskarð. Þegar hún brosti og hló gerði hún það með öllu andlitinu og það birti yfir því. Hárið var hrafnsvart og toppurinn hékk ofan í augun með kæruleysislegum glæsibrag. Harry velti andlitinu fram og aftur fyrir sér en komst aldrei að neinni niðurstöðu. Ginny sat í hinum enda herbergisins og las fyrir uppkastinu á meðan fjöðurstafurinn hennar skautaði yfir pergamentið fyrir framan hana. Eldurinn snarkaði í arninum og fjöðurstafurinn skrjáfaði á pergamentinu. Það snjóaði úti og stórar blautar flyksur skullu á gluggunum. Öll þessi hljóð fylltu Harry heimilislegum frið. Ginny hélt áfram að muldra í svona hálftíma í viðbót. Svo sló hún sprotanum í borðið. Fjöðurstafurinn datt niður við hliðina á pergamentinu sem rúllaðist upp og flaug í körfuna við hliðina á hægindastólnum hennar.
“Svona, nú er ég loksins búin og þarf ekki að skila greininni fyrr en eftir viku.” sagði hún sigrihrósandi og hallaði sér aftur í stólnum og stundi ánægjulega. Hún tók sopa af tebollanum sínum og gretti sig þegar hún uppgötvaði að hann var hálffullur af köldu tei. Hún sló sprotanum í bollann og teið hvarf. Svo snéri hún sprotanum í nokkra hringi og heitur drykkurinn flaut út um endann. Hún tók stórann sopa og lagði bollann frá sér. Hún andvarpaði djúpt og seig neðar í stólinn og hringaði sig saman eins og latur köttur. Það glampaði á rauðgullið hárið af eldinum og augun voru fjarræn þegar hún horfði inn í eldinn. Hún leit upp og horfði í augun á Harry.
“Má ég sjá myndina?” spurði hún lágri röddu. Harry settist við hliðina á henni og rétti henni myndina. Hún horfði á litla brosandi andlitið og strauk fingrunum yfir það.
“Hver sem hún er þá er hún falleg.” sagði hún lágt. Harry kinkaði kolli og velti fyrir sér hvar hún væri nú.

Dumbledore leit undrandi upp frá skrifborðinu sínu þegar Harry og Ginny gengu inn í skrifstofuna í fylgd McGonagall.
“Harry og Ginny. Stutt er góðra stunda á milli. Hvað dregur ykkur á þessum ágæta degi til Hogwarts?” spurði hann og brosti.
“Það er löng saga Dumbledore. Getum við sest niður?” sagði Ginny. Dumbledore dró fram sprotann sinn og sveiflaði honum lítillega. Tveir ljósbláir sirsstólar birtust fyrir framan skrifborðið hans. Þau settust. Dumbledore lét langa fingurna mætast og lét hökuna hvíla á fingurgómunum og horfði á þau yfir gullspangargleraugun. Harry dró upp ljósmyndina og rétti hana yfir borðið. Dumbledore tók við henni og horfði á hana. Honum var brugðið, það sást á svipnum. Lítið tár vætlaði niður hrukkóttan vangann og tíndist í silfurlitaða skegginu. Loks leit hann upp. Hann þurfti að ræskja sig áður en hann treysti sér til að tala.
“Hvar funduð þið þessa mynd?” röddin titraði örlítið. Harry var frekar hissa. Dumbledore hafði aldrei sýnt á sér veikleikamerki en lítil ljósmynd kom honum til að gráta. Það var nýtt.
“Þú vissir að við fundum Kreacher gramsandi í hlutum hjá okkur? Við breyttum engu í herberginu hans Siriusar. Kreacher hafði snúið því herbergi á hvolf líka og þar fann ég þessa mynd. Og við vorum að velta fyrir okkur hvað þú vissir um þessa stelpu.” sagði Harry. Dumbledore brosti fjarrænt og kvalið og strauk löngum fingrunum eftir útlínum andlitsins á ljósmyndinni og muldraði um leið.
“Jacqueline, elsku litli engillinn, þú naust lítillar gæfu í þínu lífi en samt brosirðu jafn breitt og þú gerðir alltaf.” Hann virtist horfinn ofan í gamlar minningar og tók ekki lengur eftir þeim þar til Ginny ræskti sig hátt.
“Já, Dumbledore, værir þú til í að segja okkur hver Jacqueline var?” sagði hún ákveðið.
Dumbledore leit á hana með tárvot augu og kinkaði kolli. Svo saug hann ákveðið upp í nefið og þurrkaði sér um augun á stórum vasaklút.
“Hversu mikið sagði Sirius þér um vini sína í skóla?” spurði hann Harry.
“Umm, hann sagði mér frá pabba og mömmu, og Lupin og Ormshala og ………. engum fleiri.” svaraði Harry ráðvilltur.
“Hann sagði þér ekkert um vinkonur mömmu þinnar?”
“Nei.” svaraði Harry og velti fyrir sér í huganum af hverju hann hafði ekki spurt sjálfur.
“Jæja móðir þín var hæfileikarík norn og mjög vinsæl. Pabbi þinn var líka vinsæll en á annan hátt. Lily var aldrei sátt við hvernig hann hagaði sér. Mamma þín átti tvær mjög góðar vinkonur. Og þegar hún og pabbi þinn byrjuðu saman byrjuðu vinir þeirra beggja að hittast oftar. Og eitt leiddi af öðru og þegar þau hættu í skólanum voru foreldrar þínir ekki þeir einu í sambandi. Sirius og ein vinkona mömmu þinnar voru líka saman. Þau leigðu íbúð í Godricksdal, rétt hjá foreldrum þínum. Nokkrum mánuðum áður en þú fæddist eignuðust þau yndislega litla dóttur. En mamma hennar lifði aldrei til að sjá hana. Hún dó um leið og barnið fæddist.” Hér þurfti Dumbledore að taka sér hlé til að snýta sér. Harry var með kökk í hálsinum. Þögul tár láku niður kinnar Ginny.
“ Sirius var niðurbrotinn og vildi í marga daga ekki sjá barnið. Hann gerði ekki annað en að vorkenna sjálfum sér og kenna barninu um. Loks tók mamma þín af skarið og rétti Siriusi dóttur sína, sagði honum að horfa í augun á henni og segja að það væri henni að kenna að mamma hennar væri dáin. Mamma þín gekk alltaf hreint til verks, það skal ég segja þér Harry. Og Sirius horfði í þessi ótrúlega brúnu augu og gat ekkert sagt, tárin runnu bara niður kinnarnar á honum. Hún var skírð Jacqueline og þú sást ekki Sirius án þess að Jacqueline væri einhverstaðar nálægt. Hann var vakinn og sofinn yfir henni. Þú fannst ekki betri föður en Sirius, hann dekraði við hana, tók hana upp um leið og heyrðist hljóð í henni og meðhöndlaði hana eins og hún væri úr örþunnu postulíni. En missir mömmu hennar hvíldi alltaf á honum og kom í veg fyrir það að hann gæti skemmt sér. Hann var góður faðir en hann var ekkert sérstaklega góður félagsskapur. James langaði oft að öskra á hann að rífa sig upp úr þessu. Og ég lái honum það ekki, Sirius var eins og svefngengill það eimdi ekki einu sinni eftir gamla Sirius, þeim sem varð kvikskiptingur fimmtán ára, hóf fólk upp í loftið ef það fór í taugarnar á honum og gerði eiginlega allt það sem hann átti ekki að gera. Núna snérist dagurinn í kringum Jacqueline og hann gerði ekkert annað en að hugsa um hana. Lily þurfti oft að hanga í skikkjulöfunum á pabba þínum til að koma í veg fyrir að hann hjólaði í Sirius. James hafði ekkert breyst við það að verða faðir, hann var ennþá sami asninn og hann var í skóla.” Dumbledore brosti stoltu brosi. “Það tók Sirius tíma til að jafna sig á dauða mömmu Jacqueline, það var satt. En tíminn læknar öll sár og gamli Sirius var óðum að koma til baka. Þegar Jacqueline var að verða eins árs var hann næstum sami maðurinn og hann var. En þá fóru hlutirnir að versna. Jacqueline var aldrei sterkbyggð og þegar hún veiktist voru græðararnir ekki vissir um hvort hún myndi lifa veikindin af.”
“Hvað var að henni?” spurði Ginny nefmælt og tárin láku ennþá niður kinnarnar.
“Hún varð bara veik, fékk hlaupabólu og eitthvað þannig eins og mörg börn fá. En hver sjúkdómurinn fylgdi öðrum og Jacqueline var næstum alltaf veik. Sirius dró sig meira og meira inn í gamla farið aftur. Jacqueline hafði alltaf verið fíngerð en nú var hún beinlínis horuð. Hún gat ekkert borðað, hún skilaði því strax upp aftur. Svo fékk hún kíghósta. Hún hóstaði og hóstaði þar til hún var blá í framan. Eitt kvöldið, nokkrum dögum áður en foreldrar þínir voru myrtir, dó hún. Hún hóstaði sjálfa sig í hel. Sirius var eyðilagður. Þær tvær manneskjur sem hann elskaði mest voru dánar. Og nokkrum dögum síðar voru foreldrar þínir myrtir og þú tekinn til Dursleyhjónanna. Hann hafði einfaldlega ekkert að lifa fyrir lengur. Svo hann gaf sig bara fram til að drepa Ormshala. Honum var alveg sama hvort hann væri í Azkaban eða ekki, lífið hafði ekki tilgang lengur. Og Azkaban er ekki besti staður í heimi til að taka sig saman í andlitinu, er það? Hann var aldrei samur aftur.” Harry strauk yfir kinnina og áttaði sig á því að hún var blaut. Ekki furða að Sirius væri sorgmæddur. Og fara svo í Azkaban nokkrum dögum eftir að dóttir hans og bestu vinir dóu. Og umgangast ekkert nema vitsugur í tólf ár. Allir yrðu þunglyndir af því.” Dumbledore stauk lítið tár af kinninni. Harry áttaði sig á því að hægri öxlin á honum var rennandi blaut þar sem Ginny hafði hvílt höfuðið. Það var notaleg þögn og Harry langaði að rölta um skólann og skólalóðina og melta upplýsingarnar. Hann stóð upp og leit á Dumbledore.
“Megum við rölta aðeins um skólann og skoða okkur um?” spurði hann.
“Jú, gjöriði svo vel. Nemendurnir koma ekki aftur fyrr en á morgun, þið hafið allan kastalann útaf fyrir ykkur.” sagði Dumbledore og blikkaði Harry kankvís.
“Umm…….já…….ókei. Ginny?” sagði Harry vandræðalega. Ginny stóð á fætur.


Þegar þau voru komin fyrir meðan snúningsstigann sneri Ginny sér að Harry og hann sá að hún var ennþá með tárin í augunum. Hún hristi hausinn ákaft.
“Ég vissi ekki…….. Ég þoldi hann ekki fyrir að læsa sig inni í herbergi og skilja þig einann eftir með öll þín vandamál og…og…. Enginn getur haft svona marga innbyrgðar tilfinningar, hann myndi springa!!” snökti hún. Harry tók utan um hana og hún grét á öxlinni á honum. Harry strauk yfir hárið á henni og sussaði lágt.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,