þessi saga er framhald af ljósinu, svo að það þýðir ekkert að lesa þetta ef þú hefur ekki lesið fyrri hlutann af sögunni… en jæja, enjoy!


1. kafli
Nýtt upphaf
13. Ágúst, 1986

Dagurinn var frekar óvenjulegur, af ágúst að vera. Það var þurrt í veðri, skýjað
og óvenjulega kalt. Enginn var að ráfa um göturnar, það var ekki einu sinni að sjá kött á reiki eða fugl á flögri. Þarna var engin umferð, en af hverju vissi enginn. Það voru sögur um þetta hverfi. Sögur um nornir sem höfðu tælt til sín unga karlmenn og gert eitthvað ljótt við þá og galdrakarla sem höfðu lagt bölvanir á fólk. Þessar sögusagnir höfðu lifað í nokkrar aldir á þessu svæði og íbúar hverfisins héldu fast í þær. Það var ástæða fyrir því. Fólk fór að birtast út úr engu og hverfa svo aftur, sérstaklega eftir sólstöðuhátíðina árið áður.

Brielle O’Challgahan var stúlka sem allir í hverfinu þekktu. Dökka rauða, liðaða
hárið sem gat ekki verið kyrrt, frekar en hún sjálf, vakti athygli hvert sem hún fór og svört, þykk kassalaga gleraugu sátu á arnarnefinu, sem hún hafði fengið frá pabba sínum, eða það hafði mamma hennar sagt dreymin við hana hvert kvöld þegar hún var yngri. Hún hafði sagt henni barnalegar sögur um galdramann sem bjargaði lífi hennar frá vampírum. En hún trúði þeim samt. Innst inni trúði hún þeim þó að hún sagði við mömmu sína að þær væru barnalegar. Iðulega var henni kennt um það þegar rúður brotnuðu, ruslatunnur hurfu eða girðingar voru rifnar upp en hún vissi betur. Brielle vissi um fólkið.

Brielle sat á grindverki í útjarðri hverfisins, þar sem móar tóku við án
hraðbrauta sem var mikil tilbreyting. Þarna hafði hún eytt undanförnum árum í að ráfa um, sama hversu oft mamma hennar hafði bannað það. Hún hafði farið út um morguninn til að losna við það að taka til en núna var komið langt yfir miðjan
dag. Mamma hennar var heima, enda sumarfrí. Þær höfðu flutt til London fyrir fjórum árum áður til þess að mamma hennar gæti farið að nema myndlist. Það hafði alltaf verið draumur hennar. Þær voru við það að fara á hausinn ef Bridge hjónin hefðu ekki verið svo væn að hjálpa þeim. Það var ekki auðvelt fyrir listamann að fá vinnu í London svo að mamma hennar hafði endað á að taka að sér myndlistarkennslu fyrir grunnskólanemendur, sem henni líkaði alveg ágætlega, þrátt fyrir slæm kjör.

Brielle sá þykkan, ljósgulan pappír fjúka með fram götunni. Hún steig á hann og tók hann upp. Á pappírinn var skrifað með hlykkjótri skrift:

Höfuðstöðvar fönixreglunnar eru til húsa að Hroðagerði 12, London.

“Hroðagerði 12? Það er ekki til!” hrópaði hún það hátt að ef einhver hefði
verið nálægt hefði viðkomandi heyrt. Hún leit í kringum sig og sá hvernig hús byrjaði að myndast upp úr þurru. Fyrst kom þakið og svo nokkrum sekúndum síðar var allt húsið komið upp.

“Hver er þar?” heyrði hún ráma rödd segja bak við dyrnar. Þó að hún væri svona rám þá heyrði Brielle greinilega að þetta væri maður, ekkert svo gamall.
“Enginn,” tísti Brielle hrædd.
Dyrnar, sem héngu varla á hjörum, opnuðust varlega og svarthærður maður, klæddur í svarta skikkju opnaði hurðina og horfði á hana nánast með undrunar svip, þó erfitt væri að greina hann.
“Stattu kyrr,” sagði maðurinn lágt og ræskti sig. Hann virti hana fyrir sér. Það var eitthvað kunnulegt við svip stelpunnar. Hann gekk hægt að henni og Brielle horfði fast á hann. “Hvað heitir þú?”
“Hvað heitir þú?” spurði Brielle á móti, með sama svipnum og köld sem ís.
“Hvar fékkstu þennan miða!” hrópaði maðurinn ösku illur á hana. “Hvernig fékkstu þetta?”
“Hvað heitir þú og af hverju ertu að öskra á mig?” spurði Brielle ísköld hann án þess að hreyfa sig. En í raun og veru var hún að brotna niður. Maðurinn, sem var frekar óhugnandi hafði komið út úr húsi sem hafði birst upp úr jörðinni. Hún hélt að hún mundi deyja úr hræðslu.
Maðurinn leit undrandi á hana. Það var eitthvað sem var kunnuglegt við þessa litlu stelpu. Rautt hrokkið hárið, gráu augun og beina arnarnefið. Hvað hafði hann séð þetta áður?
“Brielle!?” hrópaði kvenmannsrödd neðar í götunni. “Brielle, þú þarft að koma
heim á stundinni!”
“O-ó,” sagði Brielle og beit í vörina.
“Brielle,” konan var komin nær og horfði á svarthærða manninn og gekk alveg að honum. “Hversu oft er ég búin að segja þér að…”
Konan horfði um stund á manninn, agndofa og náði loksins að stynja upp nafnið:
“Severus?”
“Caitlin?” spurði Severus á móti. Minningar byrjuðu að hlaðast upp. Þegar hann sá hana síðast, þegar hún var svo glöð yfir meninu og þegar hún grét ráðvillt þegar hann var að reyna að útskýra fyrir henni ástæðuna fyrir því að hann gæti ekki elskað. Hann tók varla eftir því þegar leið yfir Caitlin. Severus beygði sig og
tók fram flösku með glærum vökva og leyfði henni að anda gufunni sem liðaðist upp úr flöskunni. Caitlin vaknaði smám saman.
“Hvað…” spurði Caitlin og stóð snögglega upp.
“Þú þarft að fara heim,” sagði Severus kuldalega. “Stelpa, fylgdu… mömmu þinni
heim.”
“Þú kemur með,” sagði Caitlin og leit ösku reið á hann. “Ég þarf að eiga nokkur orð við þig.”
“Hvað heldur þú eiginleg að þú sért að gera mamma!” öskraði Brielle á hana. “Leyfir þessum…”
“Brielle, þú þegir!” öskraði Caitlin á hana. “Hvað heldur þú eiginlega að þú sért að gera!” öskraði hún svo á Severus sem var byrjaður að labba í burtu, hljóðalaust.
“Ég er að fara,” sagði Severus kuldalega.
“Þú dirfist ekki að fara! Þú kemur!” öskraði Caitlin á hann, rauð eins og epli í framan. “Þú birtist bara og því miður þá þarftu að hunskast til þess að tala við mig!”
Caitlin var farin að labba rösklega niður götuna og stefndi að íbúð á efrihæðinni í gömlu múrsteinshúsi sem var tveimur götum neðar en Hroðagerði, sveiandi og skammandi Brielle fyrir að hafa horfið svona út af engu og svo Severus, sem hélt sér þó í góðri fjarlægð frá þeim.
Það eina sem þau tóku ekki eftir var hvernig lítil rauðhærð stelpa fylgdist með þeim, úr dágóðri fjarlægð…

“Brielle” sagði Caitlin og horfði fast á dóttur sína “Farðu upp til þín.”
Brielle horfði á hana með drápsaugum. Þetta var eitthvað sem hún vildi sko ekki missa af. Hún virti fyrir sér manninn einu sinni enn áður en hún rölti hægt og rólega inn í herbergi sitt. Það var eitthvað kunnulegt við hann.
“Jæja,” sagði Caitlin og rödd hennar brást. Hún fékk sér sæti og byrjaði að gráta hljóðum gráti. Severus stóð og fylgdist með eins og illa gerður hlutur. Caitlin tók loks til máls, hálfkjökrandi og lágt: “Af hverju…?”
Severus svaraði ekki heldur horfði á hana. Hann skildi ekki hvernig henni leið. Það var eitthvað sem hindraði hann í að finna til með henni. Það var eitthvað…
“Af hverju í fjandanum hefurðu ekki látið sjá þig!” öskraði Caitlin svo og stóð upp. Hún var rauð eins og epli í framan og tárin voru hætt að renna. “Hérna hef ég setið upp með dóttur þína, þurft að brauðfæða hana öll þessi ár og…”
“HA!” hrópaði Severus á hana. Núna var komið að honum að vera öskuillur. “Dóttur…”
“Til hamingju,” sagði Caitlin og þerraði kinnarnar með peysuerminni og bætti við tilgerðarlega: “Þú hefur eignast dóttur!”
Severus horfði á hana um stund og fann fyrir svima. Ótal spurningar skutust
upp í kollinn í honum og hann vissi ekki hvort hann ætti að vera reiður eða glaður. Að lokum gekk hann að stól, enn orðlaus, og settist.

“Ég á dóttur…” sagði Severus lágt, “og þú sagðir mér það ekki einu sinni?”
“Já, hvert átti ég svo að senda bréfið?” spurði hún á móti.
“Ég veit ekki..” sagði Severus efins. Hann hafði aldrei á ævi sinni verið svona ráðvilltur áður, ekki einu sinni þegar hann gekks til liðs við… “Hvernig…”
“Ja,” sagði Caitlin ögn rólegri, “það er bara ein leið til þess…”
Þau þögðu um stund, sumpart út af því að þau vissu ekki hvað þau áttu að segja og sumpart til þess að róa sig niður.
“Ég verð að fara,” sagði Severus kuldalega og stóð upp. “Ég mun ekki koma til með að hitta þig eða… hana… aftur!”
“Hvað er eiginlega að þér!” öskraði Caitlin á hann. “Þú dúkkar upp og býður mér heim til þín. Allt í góðu standi, ég rýk í burtu í óðagoti og næsta sem ég veit að ég er ófrísk!”
“Og er það allt mér að kenna?” svaraði Severus um hæl. “Er það mér að kenna!?”
“Alveg jafn mikið og mér,” sagði Caitlin þrjóskulega. “Þetta er þitt barn líka!”
“Það þýðir ekki að ég þurfi…”
“Severus, þú þarft líka að þykja vænt um hana! Það er eitthvað sem hún þarf!”
Severus þagði og leit varlega á hana. Tár runnu niður rauðar kinnarnar og hún leit á hann, svo sorgmædd á svip eins og margra ára þjáningar höfðu brotist fram á einu andartaki.
“Þú verður!” sagði Caitlin og þerraði tárin. “Hún verður að kynnast þér. Hún verður að eignast föður!”
“En…” sagði Severu en hikaði. “Á hún ekki “föður”?”
Caitlin hristi höfuðið hljóðlega.
“Svo… þú hefur ekki..?”
Caitlin hristi höfuðið aftur og honum leið mikið betur.
“Severus,” sagði Caitlin og fann tárin renna niður kinnarnar. “Ég elska ekki neinn annan…”
“Caitlin,” hvíslaði hann og leit á hana. “Ég get ekki… þú… hún…”
“Hvernig geturðu sagt þetta!” hvíslaði Caitlin hvasst. “Þú átt dóttur! Það minnsta sem þú getur gert er að vera með henni!”
“Caitlin þú skilur ekki!” hvæsti Severus á móti. “Það eru meiri hættur en þú hugsanlega getur ímyndað þér sem ég þarf að kljást við. Hrein illska! Það sem ég þarf að gera… það sem ég þarf að geta! Caitlin, það mun stofna öllum í hættu! Öllum! Hann…”
Severus hikaði og leit á Caitlin sem grét ráðviltum og hljóðum gráti.
“Hann mun finna ykkur mæðgurnar, pína ykkur til sturlunar, láta ykkur gera hluti sem þið mynduð aldrei gera með fullu viti. Og ef þið væruð heppnar,” bætti Severus við hljóðlega, “ég tek fram heppnar, þá mun hann drepa ykkur.”
“Hvernig geturðu sagt þetta!” hvæsti Caitlin og gat varla hamið sig. Tárin voru farin að streyma og hún gekk fram og aftur og beit fast í hnúana, aðeins til þess að lúberja ekki Severus. “Hvernig getur þér dottið í hug að segja þetta!”
Severus leit alvarlega á hana og Caitlin sá glampa í augum hans. Glampa sem hún hafði ekki séð áður. Stríðsglampa.
“Er þér alvara?” spurði Caitlin. Rödd hennar titraði meira en áður og hún átti í erfiðleikum með andardrátt. Severus kinkaði kolli. Catilin fékk sér sæti á móti honum. “Hvernig? Hvað? Af hverju?”
“Ég sagði þér frá honum, þessu, þegar við hittumst fyrst,” sagði Severus. Caitlin kinkaði kolli til samþykkis um að hún vissi um hvað hann væri að tala um.
“Mikill galdramaður, sem við nefnum ekki á nafn. Hinn Myrki Herra er kominn
aftur, í öllum sínum mætti. Og ég einn get leikið á báðum hliðum. Vondra og góðra.”
“Ert þú að leggja líf þitt í hættu? Ha?” Caitlin starði á hann án þess að skilja neitt í neinu.
“Hinn myri herra er vondur. Svo er til regla sem er góð,” Severusi leið eins og hann væri að útskýra tilgang vatns fyrir hóp af leikskólakrökkum, “Sjáðu til, ég vinn fyrir góðu regluna og starf mitt felst í því að njósna um hinn myrka herra…”
“Ég skil,” sagði Caitlin undrandi. Hún var farin að róast til muna og var orðin frekar ráðvillt. “Svo að þú ert vondur?”
“Já… nei! Ég er góður! En ég er að þykjast að vera vondur til þess að leka upplýsingum…”
Caitlin kinkaði kolli til samþykkis um að hún skildi það sem hann var að tala um og stóð loks upp og fór frá um stund og kom síðan aftur með rjúkandi heitt te. Í millitíðinni hugsaði Severus um það sem hafði gerst síðasta korterið. Hann átti dóttur! Hvort átti hann að brosa eða gráta? Hann var ráðvilltur.
“Severus,” byrjaði Caitlin mál sitt að nýju, mun rólegri og á nýjum nótum grenilega.. “Fyrir stuttu þá fékk Brielle þetta bréf. Ugla kom með
það.”
Caitlin rétti honum þykkt pergament bréf. Severus horfði um stund á það, svolítið undrandi.
“Ég hef ekki sýnt henni það… ég veit ekki hvað þetta er!”
Hann horfði á skjalið um stund og brosti svo til hennar.
“Henni hefur verið boðin innganga í Hogwarts,” sagði Severus hljóðlega. Caitlin gat svarið seinna meir að hún hafði greint stolt í rödd hans.
“Hvað þýðir það?”
“Hún færa að læra að galdra,” sagði Severus og brosti. “Hún þarf að fara til Hogwarts í haust.”



Vantar drama? Of mikið drama?

jæja, skiptir
Fantasia