Smásögusafn mitt af Severusi Snape!

Það sem Severus Snape gerir alla morgna.

Ég heiti Severus Snape og er töfradrykkjameistari og einnig töfradrykkjakennari í Hogwartsskóla galdra og seiða. Þetta er það sem ég geri alla mína morgna:
Fyrst fer ég í sturtu. Þótt að ég eyði mestu af peningunum mínum í eitthvað sem tengist töfradrykkjum þá er baðherbergið hjá mér ótrúlegt! Tvær sturtur; önnur með venjulegu vatni en hin með vatni og sjampói í einu. (Mjög hentugt ef maður er að flýta sér). Og eitt bað á stærð við ágæta sundlaug. Ég veit ekki hversu mikið af sápu og þannig ég hef keypt fyrir það…. en mér líkar það! Jæja, svo eftir að ég er búinn í sturtu/baði þá fer ég náttúrulega að þurrka mig og greiða hárið á mér. Ég er nefnilega ekki með fitugt hár. Ég gæti þess vel og vandlega að það sé aldrei fitugt! En, okkar á milli, þá er ég með hár sem jafnast á við Hermione Granger! En ég get ekki reynt að vera ógnvekjandi og með krullað hár í einu, það er ekki hægt! Svo, ég læt einfaldlega mikið af geli eða vaxi í það. Og svo eitthvað meira sem ég man ekki alveg hvað heitir, en mér er sama, það heldur hárinu á mér beinu.

Síðan gæti ég þess að það sjáist ekki hversu brúnn ég sé í raun og veru. Ég er franskur í raun og veru, og þegar það er sumar þá fer ég í frí til Frakklands. Maturinn í Bretlandi er viðbjóðslegur, ég fer alltaf á einn veitingastað í Clermant Ferrand, heimabænum mínum. Og hitti alltaf þessa yndælu og frönsku stúlku sem…. tja, nóg af því, aðalatriðið er bara það að ég fer til Frakklands og hitti vini mína á sumrin. En hvert var ég kominn? Ójá, ég læt krem á mig svo að húðin virðist vera föl. Aðeins Poppy og Albus vita af því. Poppy því að hún þarf stundum að hjúkra mér og Albus því að hann er pirrandi alvitringur. Þegar kremið er komið á þá gæti ég þess að ég geti hreyft andlitið eins og ég vill. Lyfta annari augabrúninni, glotta illilega, bara þetta venjulega. Og stundum, ef þetta er sérstakur dagur, þá hef ég maskara. Svo virðist sem enginn hafi tekið eftir því, en, ég hef frekar löng augnhár og ég vil að þau séu fullkomlega bein! Rétt eins og augabrýrnar mínar, þær verða alltaf að vera þunnar, svartar og öll hár í rétta átt.

Svo læt ég linsurnar. Enn eitt sem þið vitið sennilega ekki um mig, en ég þarf að nota gleraugu og hef fallega blá augu. En blá augu, svart hár og gleraugu…. þetta er hrikalegt saman! Þessvegna nota ég linsur. Til að losna við gleraugu og til að hafa almennilegan augnlit sem passar við mig. Eftir þetta geri ég ekkert meira við andlitið á mér. Nema ef það er eitthvað að. Já… síðan fer ég aftur inn í svefnherbergið mitt og fer í svarta skikkju. Ég tek mér smá tíma fyrir framan spegil til að hún sveiflist vel um. Þetta er mjög flókið. Ég vil að skikkjan “svífi” um án þess að ég þurfi að hreyfa mig of mikið. En, eftir áralanga reynslu er þetta orðið auðvelt. Samt gott að vera viss. Ég vil ekki gera mig af fífli.

Þá er yfirleitt ekkert eftir. Krullað hárið á mér er orðið slétt og fitugt, augun virka og eru svört, skikkjan sveiflast óhugnalega til… tada!Severus Snape fer í frí!

“HVAÐ ÞÁ!?” Hooch lét McGonagall fá tvö galleon.
“Gott og vel, minntu mig á að veðja ALDREI aftur á það að það líði yfir Severus Snape. Það gerist aldrei!” sagði Hooch vonsvikin og horfði á eftir galleonunum sem fóru ofan í vasa hjá ummyndunarkennaranum..
“Jájá, þegiðu núna, ég vil reyna heyra meira! Það er ekki á hverjum degi sem….”

Kíkjum frekar aðeins upp. Nánar tiltekið; í skrifstofu skólameistarans þar sem hann, skólameistarinn, var að tala við mann sem við öll þekkjum vel: töfradrykkjameistarann Severus Snape.
“Jú, Severus, þú heyrðir rétt. Frí! Og það langt! Helst í mánuð,” sagði Albus Dumbledore. Það eina sem hann fékk á móti var stara. Frekar óvinsamleg.
“Frí? TIL HVERS? Nú þegar þetta fjandans stríð er búið þá var ég að vonast til að hafa smá tíma Í NÆÐI og rannsaka töfradrykki eða reyna gera nýja! Ekki fara í eitthvað ansans frí sem þarf að plana og allan andskotann!”
“Gott og vel Severus. Ég skal gera þetta fyrir þig! Þú ferð eftir viku til…. Frakklands eða Ítalíu. Þú færð að velja svo lengi sem það eru einhver af suðurlöndunum. Nú, ég skal líka sjá um að panta hótel og hvað sem er. Ánægður?” Svo virtist sem Severus væri langt frá því ánægður með þetta svo að Albus ákvað að… svindla svolítið…. “Ef þú munt ekki fara í mánaðarfrí sjálfur þarftu að koma með mér og Minervu í annað mánaðarfrí… á Hawaii!”

“Segðu mér þetta aftur Albus, þetta heimilisfang er hreint helvíti!” stundi Severus upp og skellti ferðatöskunni í gólfið.
“Hérna, ég skrifaði allt niður sem þú þarft að muna, í réttri röð og með ábendingum,” sagði Albus og rétti Severusi litla minnisbók.
“Albus, ég þurfti bara eitt heimilisfang! Ekkert meira, ekki heilt landakort!” Samt sem áður tók Severus við bókinni og opnaði hana.

Frakkland:
París – Louvre-safnið, bókasöfn. Þú finnur meira á næstu síðu um alla staðina.
Le Mans – einn mjög góður veitingastaður þar
Marseille – ein góð og falleg strönd þar

Ítalía:
Viareggio
Róm – Þarf ég að koma með ástæður til að þú ferðast um Ítalíu?

Potrúgal:
Porto – bókasöfn, strönd…
Vila do Bispo – mæli bara með þessu þorpi, sérstaklega ströndinni


“Albus, þetta eru ÞRJÚ lönd! Til hvers er þetta? Ég fer bara til Le Mans eða París og búið! Galdrahluta Parísar.”
“Þetta er bara til öryggis ef þú myndir vilja ferðast meira.” Severus ranghvolfdi í sér augunum. Hann, í sólbaði á strönd á Ítalíu? Tja, frekar þar heldur en með Albusi og Minervu…
“Gangi þér vel, og…. skemmtu þér,” sagði skólameistarinn með glampa í augunum. Severus ranghvolfdi augunum aftur í sér. Þessi glampi var mjög pirrandi…
“Frakkland, Le Mans, Serwiné-hótelið,” sagði hann, tók ferðatöskuna og fór inn í eldinn. Albus horfði brosandi á eftir honum. Svo fór hann í burtu. Á leiðinni kom hann á auga á uppáhlds-ummyndunarkennaran sinn.
“Ah, Minerva mín. Severus er nýfarinn til Frakklands. Ætlar þú að gera eitthvað í sumar?”
“Ég veit það ekki. Ég var bara að hugsa um að fara í heimsókn til frænku minnar, Jane Marple. Hvers vegna varstu að spyrja?”
“Hvað segirðu um að koma með mér til Hawaii….?”

Severus stundi. Af hverju hafði hann ekki bara ákveðið sjálfur að fara til Calais, það var nógu nálægt Bretlandi og hann vissi af ágætum töfradrykkjameistara þar. En nei, hann hafði látið Albus Dumbledore gabba sig til að fara til Frakklands og Ítalíu!
Í muggafötum!
“Ah, monsieur Snape býst ég við,” sagði glaðleg kona með rautt og liðað hár. Hún talaði ensku, en það var með sterkum frönskum hreim.
“Það er ‘prófessor’ Snape, ef þú vildir vera svo væn,” urraði hann. Konan kinkaði kolli og benti honum svo á að elta sig upp hvítan hringstiga.
“Afsakaðu prófessor Snape. En komdu, ‘erbergið þitt er á efstu hæð og það er engin lyfta hérna,” sagði hún. “Og ég heiti Anamarie ef þú vilt vita,” bætti hún síðan við. Severus elti Anamarie áfram upp stigan. Alveg eftir Albusi að láta hann fá herbergi hátt uppi!
“Um, afsakaðu… Anamarie… en ertu norn?” spurði hann að lokum. Hún sneri sér við.
“Nei, prófessor, ég er aðeins skvibbi. En sá sem á hótelið, monsieur Raché de Clémenze, er ‘insvegar galdramaður. Líka dóttir hans, manquer* Elle de Clémenze. En é’ held að konan hans sé adeins muggi.” Anamarie hélt áfram að babla svona í smá tíma en þagnaði þegar þau voru komin að herberginu hans.
“Gjörðu svo vel, monsieur…. ég meina, professeur Snape. Herbergið þitt og lyklarnir ‘ínir,” sagði Anamarie og rétt honum koparlykla. Severus kinkaði kolli og tók þá.

Það fyrsta sem hann gerði var að kasta sér í rúmið og stynja. Þarna var hann, fastur, í Frakklandi! Í þessum hrikalegu muggafötum. Gott og vel, þau voru í raun og veru ekki svo slæm. Þetta voru svartar og venjulegar buxur, dökkfjólublár bolur og dökk skyrta. Jæja, ef hann ætti eftir að vera fastur þarna, afhverju ekki að reyna gera þetta þolanlegt? Hann glotti. Svo tók hann upp stílabókina frá Albusi. Strönd, strönd…. ah, þarna var þetta! Marseille, þar var strönd! Hversvegna ekki að koma hinum kennurunum og…. (hann glotti enn meira núna)… nemendunum á óvart með því að vera frekar brúnn? Þótt að það væri ekkert sérlega gaman að hugsa um það í Hogwartsskóla að ganga um hálfnakinn, þá var það ekki svo slæm hugmynd þegar maður var í Frakklandi. Langt frá öllum. Öllum sem gætu þekkt mann. Það voru nú 5 ár síðan hann og meðlimir Fönixreglunnar höfðu þakið forsíður allra galdrablaða heims…. það voru líka 5 ár síðan hann hafði séð Nymphadoru Tonks… fjandinn hafi hann! Hún var örugglega 10 árum yngri en hann, hvað var að honum? Hún var falleg og ung, hversvegna ætti henni að líka vel við fertugan, gamlan og ljótan karlskarf? ‘Æi, hættu að hugsa um stelpuna og farðu til Marseille og á ströndina! Það verður allt í lagi, enginn þekkir þig og þú þekkir engan.’
“Hei, Anamarie,” sagði Severus þegar hann stakk höfðinu út um dyrnar. Anamarie var einmitt að ganga framhjá.
“Oui?” svaraði hún undrandi.
“Ég ætla að skreppa til Marseille í dag. Svo ekki reyna banka upp á hérna.” Anamarie kinkaði kolli og gekk svo áfram.

Severus brosti aðeins þegar sterk sólin tók á móti honum. Hann hafði tekið með sér sundföt og handklæði. Og svo eitthvað… kort, muggakort, sem hann var ekki alveg viss hvernig virkaði en Albus sagði að það væri hægt að borga með því. Það eina sem maður þyrfti að gera væri að rétta sölumanninum það þegar maður átti að borga. (Og bíða eftir því að hann skilaði því aftur). Hann yppti öxlum og hélt áfram til að finna stað svo hann gæti skipt um föt. Eftir nokkrar mínútur fann hann… hvað sem var hægt að kalla þetta, klefa….

Förum samt aðeins í burtu frá Severusi. Nymphadora nokkur Tonks var sitjandi á ströndinni hjá Marseille með augun hálflokuð. Henni leiddist ótrúlega. Hún var enn skyggnir, en það var sumar og þá fékk hún frí. Ef það var ekkert alvarlegt að gerast, en Harry litl… Harry gat séð um það og brosað á meðan.
“Þetta er pirrandi….” muldraði hún og reygði hálsinn aftur. Svo opnaði hún augun. Hún hafði skynjað eitthvað, eða öllu heldur einhvern. Auk þess að vera hamskiptingur gat hún skynjað galdrafólk frá muggum. Og núna var einhver galdramaður (eða norn) í kringum hana. Tonks leit í kringum sig. Neibb, hún ÞEKKTI engan þarna. Æi, það gat vel verið að hérna væri einhver frönsk norn í sólbaði við hliðina á kærastanum sínum.
Nei… þetta var engin norn. Þetta…. var prófessor Severus Snape!
‘Jæja Tonks…. hann veit örugglega ekki hver ÞÚ ert, af hverju ekki að hrekkja hann ponsulítið?’ hljómaði inn í höfðinu á henni. Hún kinkaði kolli, stóð upp og tók dótið sitt og fór svo að Severusi. Það var frekar fáránlegt. Hann, SEVERUS SNAPE, var í sundskýlu! Svartri að vísu, en þetta var samt ótrúlegt! Tonks gat virt fyrir sér lappirnar á honum, bringuna og… tja, hún gat séð mest alla líkamshluta af honum! OG hárið á honum var ekki fitugt! Það var glansandi og í stuttu tagli.
“Góðan dag,” sagði hún sætt og brosti töfrandi brosi.
“Hvað? Ó, öh, sæl,” sagði Severus hikandi. Tonks var við það að skella upp úr þegar fyrrverandi töfradrykkjakennarinn hennar horfði óöruggur á hana.
“Ertu einn hérna?” spurði hún aftur og hélt áfram að brosa fallega.
“Um, já, eiginlega….” muldraði hann.
“Ó. Hvað… heitirðu monsieur?” Tonks blikkaði augunum töfrandi meðan hún talaði.
“Hérna… Severus Snape,” sagði hann. Tonks kinkaði kolli og leit í kringum sig.
“Það er frekar heitt hérna, finnst þér það ekki? Viltu koma með mér í sjóinn? Þér virðist ekki veita af því að fá sól, þú ert snæhvítur!” Í staðin fyrir að bíða eftir svari tók hún í handlegginn á honum og dróg hann í átt að sjónum.
“Sko, frú, ég…” stamaði hann.
“Það er reyndar ungfrú, ef þú vilt vita það,” sagði hún sakleysislega. Severus virtist svitna undir eins. ‘Tonks, þú ert ótrúleg!’
“Ha? Já, en….” Hann neyddist til að þagna því að gusa af vatni fór í munninn á honum.
“Komdu núna, monsieur! Þetta er ekki hættulegt! Ekki nema þú ert hræddur við að skemmta þér?” hrópaði Tonks. Severus leit upp. Það var rétt! Var hann hræddur við að skemmta sér?
“Eða… “ sagði Tonks og kom aftur til hans þar sem hann stóð í ökkladjúpu vatninu, “ertu vatnshræddur? Kanntu ekki að synda?” Hún sagði þetta svo rólega og… eins og hún vorkenndi honum að honum leið eins og hann væri að bráðna.
“Nei, en segðu mér bara hvað þú heitir, ungfrú.” Tonks glotti ótrúlega.
“Ertu viss um að þú viljir vita það?” spurði hún. (Og glotti enn meira, ef það var mögulegt).
“Já, ég er alveg viss um það. Ég kannast ekki við andlitið á þér, en… ég kannast MJÖG mikið við röddina í þér!”
“Ég, prófessor Snape, er Nymphadora Tonks.”
“TONKS?” hrópaði Severus. Hún kinkaði kolli.
“Svo fyrst þú veist hver ég er í raun og veru, ætlarðu þá að hlaupa í burtu?” sagði hún lágt. Í raun og veru líkaði henni bara vel við Severus Snape, en hann var fullorðinn og hún var bara lítil stelpa miðað við hann. Severus hinsvegar, var í sjokki. Þetta, þessi stú… kona, var Tonks! Tonks hans… ('Síðan hvenær fór ég að hugsa svona um hana?') Að lokum, eftir að hann hafði jafnað sig, sagði hann:
“Varst þú ekki eitthvað að tala um það að ég ætti að fara í sjóinn?” Kannski, bara kannski, ætti þetta frí ekki eftir að verða svo slæmt frí………*Þetta merkir ‘ungfrú’. Ég er samt ekki alveg viss um að þetta SÉ rétt, ég fann bara einhverja síðu og tada!


Hei, ef þið hafið ekki fattað þetta með McGonagall og Hooch, þá var það þannig að þær vissu að Dumbledore ætlaði að senda Snape í frí og þær voru að veðja hvort það myndi líða yfir hann eða hann myndi öskra.


Þetta var hluti af smásagna-seríu hjá mér. Ég hef HAUG af þeim, fleiri um Seva, aðrar um McGonagall eða Hermione… jamm og já! Og ég er með ‘hálfgerða’ ritstíflu í Auga Eilífðar, ég get ekki skrifað það sem á að koma ánþess að allir myndu sofna! Samt veit ég hvað á að gerast… en, ég er skrítin!