Jæja, ég þurfti að nota eldgömlu tölvuna til að skrifa, shift-takkarnir virka ekki á fartölvunni. Sleppi því að tala mikið núna, nema það að KOMIÐ MEÐ ÁLIT…

12.kafli-Dýrlegur draumur…. rætist

Eftir að Boris hafði kennt þeim fram í miðjan nóvember var það almenn skoðun að hann væri frábær kennari. Hann hefði getað gert Sögu galdranna skemmtilegt námsefni, ef hann hefði nennt að kenna þá grein. Það sem Siriusi fannst best var að hann kippti sér ekki upp við það þótt að nemendurnir blótuðu aðeins og að hann sjálfur blótaði líka stundum.
“Þetta er það sem er kallað málfrelsi Fenecca. Yndislegasi hlutur í heimi!” útskýrði Sirius.
“Fyrir þá sem geta ekki haldið sér saman þegar aðrir eru að tala. Viljið þið gjöra svo vel og TAKA eftir,” urraði McGongall. Fenecca og Sirius eldroðnuðu við hvasst augnaráð McGongalls sem virtist aldrei geta tekið létt á því að nemendurnir fylgdust ekki með í tímunum hennar.

Bjallan hringdi og gaf þeim merki um að skólatíminn væri búinn. McGonagall leit út um gluggan. Það snjóaði rólega, nú myndu nokkrir ærslafullir nemendur fara í snjóstríð. Albus hafði sagt HENNI að fylgjast með nemendunum í dag og gæta þess að sem fæstir þyrftu að lenda á sjúkrahússálmunni. Skyndilega sá hún einhverja risastóra snjófígúru rétt hjá kofa Hagrids.
“Hvað hefur hlaupið í hann?” muldraði hún og stóð upp til að fara út. Þegar hún kom að kofa Hagrids sá hún einhvern þann furðulegasta snjókarl sem hún hafði áður séð; hann hafði tvö höfuð, risastóran búk, fjórar hendur (eða einhverja fjóra trékubba úr búknum öllu heldur) og sennilega 3 augu.
“Sæl prófessor,” sagði Hagrid innilega og bætti smá snjó við….. fígúruna.
“Sæll Hagrid. Þetta er…. ööö, mjög…. fallegt…” stundi McGonagall á móti. Það voru nokkrir nemendur komnir út og strax farnir að gera sig tilbúna. Hún stóð í smá stund í viðbót og horfði á Hagrid en leit svo upp að skólanum.
“Hagrid, gættu þess að nemendurnir gangi ekki frá hvor öðrum,” sagði McGonagall einbeitt og fór af stað. Boris hafði verið eitthvað skrítinn allan morguninn og hún var að hugsa um að spyrja hann hvort allt væri í lagi.

Þegar hún fór framhjá krökkunum missti einn snjóboltinn marks og þaut í hnakkan á henni og splundraðist þar!
“HVER gerði þetta?” hrópaði hún. Þögn sló yfir stóran hópinn og Frank Longbottom varð eldrauður í framan. Hann var í Huffelpuff og á 7.árinu sínu, hafði þurft að taka loka árið aftur, greyið. Feiminn en fyndinn.
“5 stig fr….” Hún hætti við. Til hvers að taka stig af honum fyrir klaufaskap?
Í staðin fyrir að taka stig af Huffelpuff beygði McGonagall sig niður, tók upp handfylli af snjó og kastaði í Frank sem datt aftur fyrir sig.
“Og ekki láta þetta koma fyrir aftur,” sagði hún og reyndi að gera sitt besta til að brosa ekki. Þetta var svolítið skondið. Krakkarnir stóðu þarna, sum með snjó í hárinu eða í höndunum, og störðu á ummyndunarkennarann sinn sem hafði verið að enda við að kasta snjóbolta. Eins gott að Albus hafi ekki séð þetta, hugsaði hún og opnaði rifu á stórar dyrnar til að komast inn. Hann þurfti endilega að vera einn af fáum sem vissu fullvel að hún átti mjúka hlið á sér.
“Minerva, veistu hvar skólameistarinn er, ég þarf NAUÐSYNLEGA að tala við hann.” Boris stóð rétt hjá henni og beit aðeins í þunna vörina.
“Hvað var það, Boris?” sagði Albus rólega fyrir aftan Boris. Það var farið að fara mjög í taugarnar á McGonagall hversu hljóðlega hann gekk um. Þegar hún hafði verið í skóla hafði hann komið að henni um miðja nótt í stjörnuturninum. Hún hafði aldrei aftur farið þangað nema í tímum!
“Hérna…. getum við farið á skrifstofuna þína, ég vil helst ekki að allir heyri þetta,” sagði Boris og leit í kringum sig á Sirius Black og Feneccu Crock voru að koma úr Stóra salnum. Það var ráðgáta fyrir hann, og reyndar flesta í skólanum, hvernig Fenecca hafði farið að því að næla í Sirius. Hún var yfirleitt feimin við þá sem hún þekkti lítið sem ekkert, en við vini sína var hún opinská og…. eins og Sirius Black var við alla.
“Boris? Ertu þarna?” Ströng rödd Minervu kom honum aftur til meðvitundar frá brosandi parinu.
“Hvað? Ó, já. Þú mátt koma líka, það…. það, tja, væri best ef þið heyrðuð þetta bæði.”

Það var að koma kvöldmatur. Tunglið, næstum fullt, sást rétt yfir svörtu fjalli í austri og lét snjóinn verða silfurlitan. Skógurinn virtist vera dökkt fen sem teygði sig í allar áttir undir himininum sem var fullur af snæhvítum stjörnum og grænum og nærri því rauðum norðurljósum. Í vatninu mátti auðveldlega greina vakir frá ís. Rétt hjá því, ef maður athugaði það mjög vel, sást dökk þúst. Fenecca hvíldi höfuðið á bringu Siriusar með lokuð augun. Þau voru bæði rennblaut eftir daginn; þetta hafði verið versta snjóstríð sem þau höfðu lent í hingað til.
“Veistu hvort það sé langt í kvöldmat?” sagði Sirius þegar hann heyrði garnagaul í sér. Fenecca glotti.
“Hef ekki hugmynd. Ertu alltaf svangur?” sagði hún og settist upp.
“Bara þegar ég hef ekkert borðað í langan tíma. Eins og núna. Ættum við ekki að fara inn, annars fer hinum að gruna EITTHVAÐ.” Fenecca kinkaði kolli og stóð upp. Svo rétti hún Siriusi höndina til að toga hann upp. Hvort sem það voru örlögin að verki eða ekki; þá rann hún á snjónum og lenti ofan á Siriusi!
“Hérna…. sæl og blessuð,” sagði hann og brosti til hennar. Fenecca kinkaði kolli. Ekki gera það, láttu þig ekki dreyma um það Fenecca Crock, hugsaði hún einbeitt. Stattu bara upp, og það á stundinni áður en….
Sirius renndi annari hendinni í gegnum hárið á henni. Þegar höndin var komin yfir hnakkan á henni ýtti hann höfðinu á henni niður og kyssti hana varlega og mjúklega.
….. áður en ÞETTA gerist, botnaði Fenecca í huganum. En hún hafði ekki meiri tíma til að hugsa um þetta, því að fiðringurinn í maganum á henni og það sem hún var að gera útilokaði allt.
“Mmm, þú kyssir vel,” sagði Sirius og brosti, “viltu byrja með mér?” Hún starði á hann í smá stund.
“Já, ég vil byrja með þér!” sagði hún svo og brosti. (Fjandans, ég á örugglega eftir að hafa þetta bros í allt kvöld!) “En,” bætti hún svo við, “þá verður þú að hætta að reyna við hverja einustu stelpu í árganginum. Ég sá þig í fyrra, svafstu ekki hjá stúlkna-nemandaformanninum?” Sirius eldroðnaði (þótt að það væri varla sýnilegt í daufri mána-birtunni) en kinkaði samt kolli.
“Ég lofa. Og fyrst að ég er búin að spyrja og fá gott svar….. ættum við þá ekki að fara inn að borða?”
“Sirius Black, þú ert nýbúinn að eignast kærustu og hugsar um mat? Skepnan þín!” sagði Fenecca og reyndi að hljóma reið. Það virkaði greinilega ekki, svo að hún gerði mun róttækari hlut og tróð snjó í munninn á Siriusi.
“Hei, komdu aftur og berstu, gungan þín!” kallaði hann eftir að hafa spýtt og kyngt snjóboltanum.
“Aldrei í lífinu!” öskraði hún og flýtti sér upp að kastalanum með Sirius á eftir sér. Þegar átti aðeins 10 metra eftir stökk hann á hana og greip um fæturna á henni.
“Slepptu! Sirius, slepptu mér! Ég fékk snjó inn á mig, hættu, ekki!” Það var samt sama hvað hún barðist um; Sirius sleppti ekki fyrr en hann var búinn að koma tvem tonnum af snjó á Feneccu.
“Jæja, núna erum við kvitt. Eigum við að fara inn að borða?” sagði hann og settist hressilega við hliðina á henni.
“Sirius Black, djöfullsins fíflið þitt, ég er með fimm lítra af snjó inn á mér og ískalt! Þú skalt bara…..”
“Gott og vel Boris, þú sagðir að þú hefðir aldrei vitað mikið um börn eða unglinga, en hér er spurning til þín: er þetta ást, hatur eða hormónar?” Fenecca sleppti hálsinum á Siriusi og leit upp á Boris Ivanovitsj og Albus Dumbledore. Boris virtist vera mjög hugsi.
“Hmm. Hormónar,” sagði hann að lokum, sem varð til þess að þau eldroðnuðu.
“Ég er ekki viss hvað sé rétt sjálfur. Sirius, James er að leita að þér. Ég held að hann ætli að hefna sín á Filch…. gerið mér bara greiða og ekki láta Peeves hjálpa ykkur aftur, hann elti eins marga nemendur og hann gat til að gá hvort hann gæti hjálpað síðast þegar þið létuð hann hjálpa ykkur. Og Lily gæti verið á fundi Fenecca. Góða nótt.” Dumbledore kinkaði kolli og fór aftur inn. Eftir að Boris hafði glott til þeirra fór hann líka inn.
“Þetta var vandræðalegt,” muldraði Fenecca. Sirius kinkaði kolli.

Í staðin fyrir að fara í matsalinn hundblaut fóru þau upp í setustofuna. Lily og Remus voru þar fyrir að tefla.
“Jæja, og voruð þið á rómantískri kvöldgöngu?” sagði Remus. Fenecca ullaði snöggt á hann og hlammaði sér fyrir framan arininn í þykkan hægindastól.
“Alveg ótrúlega rómantískri. Sirius var næstum búinn að kæfa mig,” muldraði hún
“Æi, fyrirgefðu elskan,” sagði Sirius og gerði snöggan galdur sem þurrkaði hana.
“Ha? “Elskan”? Hvaðan kom þetta?” stundi Lily upp og reyndi að hafa sig alla við til að fara ekki að skellihlæja.
“Þetta er orðið sem ég hef viljað kalla þig síðan ég sá þig, en ef ég myndi gera það myndir þú lemja mig,” sagði James. Svo bætti hann við: “Quidditch-leikurinn gegn Slytherin verður ekki fyrr en eftir áramót.”
“Ég myndi ekki lemja þig,” sagði Lily forviða og drap hrók hjá Remusi.
“Ekki? Ertu alveg viss, elskan mín? Því að….” Fenecca komst aldrei að því hvað James hafði ætlað að segja því að Lily lét þagnargaldur á hann.
“Privaotu-Silencio*,” sagði hún þreytulega og glotti.
“Lily, hvar lærðirðu þennan galdur? Ég væri alveg til í að setja hann á kennara….” sagði Sirius og sneri sér við.
“Ég ætla ekki að segja það. Og Potter, ég sagði að ég ætlaði ekki að berja þig en þá get ég slegið þig, sparkað og kastað bölvunum í þig.” Svo stóð Lily upp og strunsaði út.
“Ég vorkenni þér svolítið James. Þú getur fengið hvaða stelpu sem ER í skólanum nema þá sem þú VILT fá. Af hverju einbeitirðu þér ekki að einhverri annari, þú átt ekki séns í Lily!” sagði Fenecca og kippti sér ekki upp við það þótt Sirius tók utan um hana með annari hendinni. James opnaði munninn og var sennilega búinn að segja nokkur orð áður en hann uppgvötaði að það kom ekkert hljóð. Svo gaf hann þeim merki um að bíða aðeins, náði í fjöðurstaf og pergament og fór að skrifa eitthvað.

<i>Ég veit ekki af hverju, en ég er bálskotinn í henni! Síðan á 4.árinu, kannski ekki síðan ég sá hana fyrst þegar hún var að prufa töfrasprotana í Skástræti. Það var gaman þá, hvorugt okkar tók eftir hinu þá, við vorum bara ágætir vinir og þannig…. en núna hatar hún mig! AF HVERJU? Fenecca, þú ert vinkona hennar, af hverju hatar hún mig svona ótrúlega mikið? Ef hún myndi biðja mig þá myndi ég gefa henni heiminn!</i>

“James, það eina sem hún biður þig um er að láta Severus vera og hætta að vera svona montinn. Og það er það eina sem þú gerir EKKI,” útskýrði Fenecca.
“Ha, ég er heppinn Horni minn. Ég fékk einmitt stelpuna sem ég vildi: Feneccu!” sagði Sirius og kyssti hana á kinnina.
<i>Til hamingju</i> skrifaði James á blaðið. Hann og Sirius glottu til hvors annars.
“Fenecca, ert þú orðin svöng núna?” spurði Sirius eftir smá stund.
“Já, og það er allt þessari fáránlegu spurningu þinni að kenna. Ef þú hefðir beðið EFTIR mat með að spyrja….” byrjaði Fenecca en Sirius hafði tekið um úlnliðinn á henni og dregið hana út um málverkið.
“Komdu, ég veit hvar eldhúsið er, Fenc. Húsálfarnir þar elska að gefa nemendum mat,” sagði hann og brosti. Fenecca varð að viðurkenna að það kom henni ekki mjög mikið á óvart að hann vissi hvar eldhúsið væri.

“Það er mjög gaman að fá herra Black aftur hingað,” skrækti pínulítill húsálfur við fæturna á þeim. Fenecca hafði lagt leiðina í eldhúsið mjög vel á minnið. Samt skrítið, hún hafði séð þetta málverk áður en aldrei pælt í því af hverju það væri mynd af ávöxtum í Hogwartsskóla.
“Þið megið búast við mér hérna oftar en einu sinni í mánuði. Og Cynki, þetta er Fenecca Crock,” sagði Sirius við húsálfinn. Fenecca giskaði á að þetta væri karlkyns-húsálfur. Hann var með stutt nef og stutt en oddhvöss eyru. Hann var með eitthvað utan um sig sem minnti á hrikalegt bútasaumsteppi.
“Ömm, hæ…” muldraði Fenecca. Hún hafði séð húsálfa áður, en aldrei talað við þá.
“Húsálfarnir hérna eru ótrúlega skemmtilegir. Finnst þér piparmynntur góðar? Ég veit að þeir eru með einhverjar hérna því að Dumbledore fær sér stundum,” sagði Sirius og togaði Feneccu að arin sem var þarna. Cynki fylgdi á eftir, spyrjandi hvað þau vildu borða eða drekka.
“Sirius, getur ekki verið að einhver kennari komi hingað, eða eitthvað?” hvíslaði Fenecca.
“McGonagall fann mig og Víga einhverntíma hérna, það eina sem hún sagði var að við ættum ekki að segja öllum í skólanum hvar eldhúsið væri, þá yrði að færa það. Búið.”
“Þið kallið Remus Vígtönn, ég veit það…. en VÍGI? Þið hafið jafnvel gælunafn fyrir gælunafnið.” Sirius yppti bara öxlum og sagði Cynki að ná í eitthvað.


Boris hristi höfuðið. Þetta gat ekki verið, ekki NÚNA! Ætti hann að gera það? Nei, ekki strax, ekki fyrr en í enda ársins. Eða jólin? Neibb, kæmi ekki til greina, hann yrði að flýja og búa í óbyggðum Rússlands það sem eftir væri ævinnar til að halda lífi. Fyrst þegar hann hafði heyrt það hafði hann auðvitað haldið að þetta væri tilviljun, ekkert annað. En þetta stóðst allt upp á hár. Albus og Minerva höfðu staðfeðst það með þessum skjölum þarna.
Hann trúði því bara ekki ennþá að þetta væri hún í raun og veru………









*Silencio er venjulegur þagnargaldur sem hægt er að losa einhvernvegin (það var minnst á hann í Fönixreglunni), en Privaotu-silencio er þagnar-galdur sem aðeins sá sem lét hann á getur leyst. Orðið Privaotu var bullað af ensku orðunum “private” sem þýðir einka og “auto” sem þýðir auka. Ef þið viljið nánari skýringu biðjið mig þá bara um hana og ég svara í álitunum…


Gott? Vont? Frábært? Ömurlegt?
Segið til…