Fyrsti kafli

Pósturinn kominn

*Bank, bank, bank!* Harry vaknaði við lágt bank á gluggann. Hann þreifaði á náttborðinu eftir gleraugunum.
“Úff” stundi hann letilega og greip þau, setti þau á sig og leit á gluggann. “Loksins” muldraði hann og opnaði gluggann. Hedwig kom fljúgandi inn um gluggann og lenti á öxlinni á honum.
“Hvar hefurðu verið?” sagði Harry og gaf henni uglunammi. Hedwig gaf frá sér hátt væl. “Uss! Þú vekur Dursley hjónin” hvíslaði Harry.
“Þegiðu fuglskratti!” heyrðist frá Vernon.
Harry leit á fótinn á Hedwig. Bundið við fótinn voru þrjú bréf og einn pakki í svörtum pappír. Hann tók þau af og setti Hedwig inn í búrið. Hann opnaði fyrsta bréfið og sá strax að þetta var subbulega krotið hans Rons. Í því stóð:

Hæ Harry

Hermione ætlar að gista hjá okkur
þangað til skólinn byrjar. Var að
hugsa hvort þú gætir komið líka?
Við sækjum þig ef þú sendir bréf.

Bestu kveðjur
Ron

P.S. Ef þú kíkir aftan á bréfið sérðu afmælisgjöfina þína, til hamingju með afmælið félagi (Það er líka búið að bæta við einni hæð á húsið fyrir gestarúm!)


“Æ-já!” Harry var búinn að gleyma að hann ætti afmæli “Hvernig gat ég gleymt því!”
Hann tók gjöfina og setti hana á skrifborðið; hann ætlaði að geyma hana þangað til hann væri búinn að opna hin bréfin.
Hann tók næsta bréf. Á því var skjaldamerki Hogwart skóla.
“Neh!” Hann ákvað að geyma það þangað til að hann væri búinn að lesa hin bréfin. Hann tók næsta bréf með fallegri rithönd Hermione.

Hæ Harry

Til hamingju með afmælið. Hérna er gjöfin þín, ég hef ekki efni á neinu betra.


”Ha” hugsaði Harry; þarna var engin gjöf, eða allavega þangað til að lítill blaðasnepill birtist. Hann tók hann upp og grandskoðaði hann. Það var hægt að opna hann en þegar hann gerði það byrjaði miðinn að stækka og stækka. Hann stækkaði þangað til að hann breyttist í bók! “Hermione” sagði Harry og hló um leið og hann skoðaði kápuna. Á henni stóð: “Galdrabrellur og brögð” eftir Arswnius Jigger.
Hann setti bókina líka á skrifborðið og hélt áfram að lesa:

Mamma hans Rons setti álögin á bókina. Mamma og pabbi unnu tveggja manna ferð til Boston. Ég gat ekki farið með þeim svo ég fór til Rons, kom þangað um hádegið. Það er voða gaman hjá Ron; það er búið að bæta einni hæð við á húsið þeirra og þar eiga að koma fleiri gestaherbergi og klósett.
Vonast til að sjá þig!
Hermione


Harry tók upp þriðja pakkann, hann var frá Hagrid.

Sæll ´arry
Til hamingju með afmælið
Ég sendi þér smá gjöf vona að þér lík´ún

Kveðja
Hagrid


Harry opnaði pakkann. Hann vonað bara að þetta væri ekkert dýr, allavega ekkert hættulegt dýr! Hann reif upp pappírinn og í ljós kom bók sem hétSkrímsli sem gæludýr eftir Rubeus Hagrid.
Harry opnaði bókina og lítið blað datt úr henni.

Ég var að skrifa bók eins og þú getur séð.
Mér datt í hug að gefa þér frumútgáfuna
af henni

Vona að þér líki hún
Hagrid


“Vá Hagrid” hvíslaði Harry og leit aftur á bókina. Kápan var brún og á henni voru allskyns verur, þar á meðal Inkpúka, Risakjötsnigla og eitthvað annað skriðdýr sem Harry hafði aldrei séð; það var eins og skröltormur, gult á litin með engin augu og grænar rendur sem lágu niður úr bakinu.
Harry opnaði bókina á fyrstu blaðsíðu og las:

Fyrsti kafli
Vogsar

Svo kom mynd af skröltorma-fyrirbærinu sem var framan á kápunni.

Vogsar eru mjög hættuleg dýr, en ef maður temur þau rétt geta þau verið góður vinur mansins. Til þess að temja Vogsa verður þú fyrst af öllu að ná í einn! Vogsar finnast oftast í dökkum skógum (oftast í norður hluta skógarins). Ef þú finnur ekki Vogsa þar eru oft mörg bú í yfirgefnum húsum.

Svona hélt þetta áfram á næstu blaðsíðum. “He, he” hló Harry upphátt, hann hafði allavega lært að verjast Drumdlum sem voru stórar ostrur sem bíta mann með eitri sem er jafn sterkt og tvær milljónir snákabita. Hann setti bréfið í bókina sem bókamerki. Næst tók hann Hogwart blaðið.

Kæri Hr. Potter.
Yður er hér með gert það kunnugt að nýtt skólaár hefst þann fyrsta september. Hogwart hraðlestin fer frá King´s Cross lestarstöðinni klukkan ellefu.
Einnig fylgir bókalisti yfir bækur sem þú þarft á næsta ári.


Harry tók annað blað innan úr hinu og las:

Sjötta árs nemar lesa eftirfarandi bækur:

Almenna álagabókin (6. stig) eftir Miröndu Goshawk
Á vergangi með varúlfum eftir Gilderoy Lockhard
Saga galdranna eftir Bathildu Bagshot
Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir eftir Phyllidu Spore
Ill öfl (6.stig) eftir Hermione Weasley
Skrímsli sem gæludýr eftir Rubeus Hagrid

Bestu kveðjur,
Minvera McGonnagall
Aðstoðarskólastjóri

Harry setti bréfið á skrifborðið og tók bókina hennar Hermione og las “Galdrabrellur og brögð” eftir Arswnius Jigger.

1. kafli
Levadana.

Levadana er öflug bölvun. Ef þú leggur Levadana bölvunina á mann fyllist hann af gasi sem svæfir manninn og gerir honum óbært að tala og hreyfa sig.

Harry las lengra niður og lærði á endanum hvernig átti að gera Levadana bölvunina (eða hann hélt það, hann hafði nú ekki prófað hana enn). Hann lokaði bókinni og setti hana í bókahilluna þar sem hann geymdi allar bækur frá galdraheiminum. Hann tók aftur upp bréfið hans Rons og las síðustu setninguna aftur:

Ef þú kíkir aftan á bréfið sérðu gjöfina þína. Hann sneri bréfinu við. Þarna var annað lítið bréf sem hann opnaði og sá þá lítið duft í glærum plastpoka.

Þetta er seyðisduft. Ef þú setur það í sjóðandi heitt vatn kemur fram óskaseyði; semsagt, ef þú drekkur það færðu þrjár óskir – en aðeins þrjár, svo þú ættir að spara þær.

“Vá” sagði Harry. “Ég ætla sko að spara þetta” sagði hann og stakk duftinu í vasann og tók bækurnar og byrjaði að lesa í þeim. Þegar hann var búinn að byggja upp nógu mikið hugrekki til að spyrja Dursleyfjölskylduna hvort hann mætti fara í heimsókn til Rons, lokaði hann bókinni og labbaði niður. Hann fór inn í stofu þar sem Dursleyfjölskyldan var. Þegar hann var kominn inn í stofu sá hann að Vernon, Petunia og Dudley voru að horfa á fréttir. Vernon leit við.
“Hvað vilt þú? Ekki segja mér að þú sért að fara að horfa á fréttir aftur?” spurði hann.
“Nei, nei ég hef engan áhuga á fréttunum núna” svaraði Harry.
“Nú hvað viltu þá!” Hreytti Vernon út úr sér.
“Sjáðu til, vinur minn var að bjóða mér að koma í heimsókn til sí…” byrjaði Harry en Vernon greip frammí fyrir honum. “Nei”
“HA?” svaraði Harry “Þú ert ekki búinn að tala um annað en hvað ég er ömurlegur og hvað ykkur líður miklu betur í sumarfríinu og svo þegar þú færð færi á að losna snemma við mig þá neitarðu að hleypa mér út!! Hvað er í gangi?”
“Jæja þá, jæja þá, hvar á þessi svokallaði vinur þinn heima” spurði Vernon. “Þú getur sleppt því að keyra mig því þau ætla að sækja mig” sagði Harry
“Fínt komdu þér þá í burtu!” hvæsti Vernon á Harry, Hann labbaði upp í herbergi og lagðist upp í rúm. Hann var búinn að liggja þar dágóða stund þegar hann mundi að hann hafði átt að senda bréf til Rons. Hann tók bréfið hans Rons og skrifaði aftan á það:

Kæri Ron
Ég get komið í heimsókn til þín.
Komdu sem fyrst að sækja mig.

Harry


“Vaknaðu” sagði Harry og ýtti við Hedwig. hún opnaði augun og hristi hausinn.
“Þú þarft að fara í sendiferð.” sagði Harry og batt bréfið utan um fótinn á Hedwig. Hann opnaði gluggann og Hedwig gaf frá sér lágt væl og flaug af stað.
Harry lagðist í rúmið, tók bókina hans Hagrids og byrjaði að lesa.
Hann las það sem eftir var dagsins, fyrir utan að hann fékk sér hádegisverð og fór tvisvar á klósettið.

*Bank!, bank!, bank!* Harry vaknaði í annað sinn við lágt bank á gluggann.
Hann tók gleraugun og setti þau á sig. Það var mið nótt. “Þarftu alltaf að koma á vitlausum tíma” hálfhvíslaði Harry meðan hann opnaði gluggann og Hedwig sleppti bréfunum á borðið og flaug svo aftur út. “Hvert þykist þú vera að fara?” kallaði Harry á eftir henni. “Wack!” vældi Hedwig til baka. “Æ-i skiptir ekki máli” sagði Harry og tók upp bréfið

Fínt við
komum þá

Ron


“Jæja ég bíð þá” sagði Harry og lagðist aftur í rúmið og sofnaði samstundis

Daginn eftir var glugginn opinn og Hedwig sat í glugganum á priki sem Harry hafði búið til úr spýtum sem frú Figg hafði gefið honum. “Oooh!” stundi Harry “Ég gleymdi að loka glugganum” sagði hann og lokaði honum. Hann labbaði fram á gang en þegar hann var kominn fram heyrði hann Vernon öskra; “Komið ykkur út!”
Þegar Harry kom niður sá hann Weasley fjölskylduna standa fyrir framan Vernon sem var orðinn fjólublár í framan. “Ah, þarna ertu Harry” sagði Fred
“Pabbi, Harry er kominn”sagði Ron
“Ah! Hæ Harry minn” sagði frú Weasley
“Í síðasta skipti, ég er ekki hér til að valda usla…!” sagði Hr. Weasley við Vernon.
“eigum við að leggja í a´nn Harry?” sagði George glaðlega.


Talning á dögum í þessum kafla:2 alls:2

Talning á blaðsíðum í þessum kafla:4 alls:4