2.kafli Sarah

Hún tók við bréfinu og las það upphátt

“Hogwart- skóli galdra og seiða

Skólastjóri: Albus Dumbledore
(Eftirmaður Merlins, Hæstráðandi seiðmaður Warlocks, Æðsti Mugwump, Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra Fr. Grover
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotist skólavist í Hogwart- skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Önnin hefst 1.september og er tekin lest frá brautarpalli níu og þrem fjórðu. Við væntum uglu yðar fyrir 31.júlí.

Bestu kveðjur,
Minerva McGonagall,
aðstoðarskólastjóri.”

Hún leit á móður sína með spurnaraugum og spurði
“Hvað er verið að meina?”
Mamma hennar leit á hana og hló lágt og sagði
“Þú ert norn elskan.”
“Er ég hvað?” spurði Holly vantrúuð.
“Norn, ætli John búi líka yfir þessum duldu hæfileikum?”
“Það ætla ég rétt að vona að hann geri ekki,” sagði köld rödd úr einu horni herbergisins. Þetta var Ryan.
“Hvað meinarðu eiginlega maður? Ertu ekki stoltur af dóttur þinni?” spurði Stella forviða.
“Hún er ekki dóttir mín, hún er ekki skyld mér,” svaraði Ryan stuttur í spuna og pírði illskulega á hana augun.
“Og hvað meinarðu með því nákvæmlega?” spurði Stella örg.
“Nú hún er ekki mín, hún er þín og þessa vitfirrings þarna, hvað nú sem hann heitir…” en hann komst ekki lengra því Holly stökk á hann og læsti tönnunum í handlegginn á honum. Sársaukaöskur fyllti loftið, en Holly skeytti því engu, hún lamdi hann, sparkaði í hann og öskraði á hann.
Eftir langa stund reis Ryan Todd á fætur með drápsglampa í augunum. Það var ekki sjón að sjá hann, bolurinn hans var rifinn á erminni og í gegnum rifuna glitti í ógeðslega tattúið sem hann var með. Hann nálgaðist Holly á ógnarhraða tilbúinn að stúta henni,hún lokaði augunum og beið, en þá *bang* hann lá í gólfinu. Hún vissi ekki hvað hafði gerst, en það fyrsta sem kom upp í huga hennar galdrar, en þegar hún leit á móður sína rann upp fyrir henni ljós, hún hélt á þykkri bók.
Þær stóðu þarna um stund og horfðu á hann en þá byrjaði tattúið að loga. Hann stökk á fætur greip jakkann sinn og kallaði
“Bless bless ég er farinn í vinnuna,” og svo hljóp hann út. Hún leit á móður sína, hún vissi að þær hugsuðu það sama, hvernig gat tattúið glóð svona, það hlaut að vera eitthvað sérstakur penni sem var notaður.
Hún leit aftur á bréfið, Hún stoppaði við orðin meðfylgjandi er listi er yfir bækur og nauðsynleg tæki, hún tók aftur upp umslagið og gáði í það. Í því var annar miði. Hún tók hann upp og las hann. Á honum stóð:

Hogwart- skóli galdra og seiða

Skólabúningur
Fyrsta árs nemar þurfa:
1. Þrjár einfaldar vinnuskikkjur (svartar)
2. Einfaldan toppmjóan hatt (svartan) til daglegra nota
3. Eitt par af hlífðarhönskum (drekaskinn eða annað álíka)
4. Eina vetrarskikkju (svarta með silfurfestingum)

Vinsamlegast athugið að öll föt nemanda eiga að vera merkt þeim

Bækur
Allir nemendur skulu eiga eintak af eftirfarandi bókum:
Almenna álagabókin (1.stig) eftir Miröndu Goshaswk
Saga galdranna eftir Bathildu Bagshot
Galdrakenningar eftir Adalbert Waffling
Leiðarvísir í ummyndun fyrir byrjendur eftir Emeric Switch
Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir eftir Phyllidu Spore
Töfradrykkir og elexírar eftir Arswnius Jigger
Ill öfl (1.stig) eftir Hermione Weasley

Annar útbúnaður
1 töfrasproti
1 suðupottur (tin, stærð 2)
1 sett af tilraunaglösum úr gleri eða kristal
1 sjónauki
1 látúnsvog

Nemendur mega einnig taka með sér uglu, kött eða halakörtu. Foreldrar eru minntir á að fyrsta árs nemar mega ekki taka með sér eigin galdrakústa.


Þetta fæst allt í Skástræti, Leka seiðpottinum Adðalstræti 38, London, Englandi.

Hún leit upp og sagði:
“Við þurfum að fara í Aðalstræti 38 til að versla fyrir skólann.”
“Aðalstræti 38? það er ekki til, það er Aðalstræti 37 og svo Aðalstræti 39,” svaraði mamma hennar hissa.
“Það stendur hér,” sagði Holly þá og rétti henni bréfið.
“Við verðum bara að leita að staðnum,” svaraði mamma hennar, “hvað segirðu með morgunndaginn?”
“Fínt,” svaraði Holly og brosti

Morguninn eftir vaknaði Holly snemma. Hún flýtti sér fram úr og byrjaði að klæða sig. Svo náði hún í nistið sitt og setti á sig. Svo tók hún listann og stakk honum á sig. Svo fór hún niður.
Þegar hún kom þangað voru Stella og Ryan að rífast.
“Hvað meinar þú með því að ætla með hana í búðir í dag? Í dag kemur mamma,” æpti Ryan.
“Hvað meina ég? Hvað meinar þú? Til hvers varstu að tala illa um Rupert í gær? Hann er betri en þú getur nokkurn tíman orðið,” æpti Stella á móti.
“Ég? Er núna allt orðið mér að kenna?” spurði Ryan reiður.
“Já, þú særðir Holly, þú talaðir illa um Rupert, þú, þú ert bara svo, arrg, misheppnaður.”
“Til hvers varstu þá að giftast mér?”
“ÚT, já ÚT úr mínu húsi núna,” sagði Stella og lamdi hann með dagblaðinu. Hann hrökklaðist undan henni, svo allt í einu greip hann um handlegginn og tók á rás út.
“Það var mikið,” sagði Stella og gekk aftur inn í eldhús.
Svo kom hún auga á Holly og æpti upp yfir sig
“Ahhh, kemur nornin, ertu tilbúin að galdra fram Aðalstræti 38?”
“Nei fyrst þarf ég að borða,” svaraði hún og brosti.
“Já, auðvitað, svo þarf John líka að vakna,” bætti Stella við annars hugar.
Holly svelgdist á Cheeriosinu
“John, kemur hann með?” spurði hún.
“Já auðvitað.”
“Ohh, þarf þess?” spurði Holly fúl.
“Þarf hvers?” spurði John og gekk inn í herbergið.
Holly ætlaði að fara að hreita einhverju í hann en þá sagði mamma hennar
”Við þurfum að fara í búðir í dag að kaupa fyrir Holly, villt þú koma með?“
”Já,“ svaraði hann spenntur (Holly greip um höfuðið og hugsaði djöfulsins krakkinn, getur hann ekki bara verið heima í karate við bókaskápinn) ”verða ekki töfrakústar og galdrasprotar?“
”Nei það verða bara töfrasprotar og galdrakústar,“ svaraði Holly örg.
”Ohh þá kem ég ekki með,“ sagði John.

Eftir korter lögðu þau af stað. Þau gengu niður á stoppistöð og biðu eftir taxa. Þegar taxinn kom bað Stella hann um a keyra þau a bókabúðinni Aðalstræti 37. Þegar þau voru komin þangað stigu þau úr bílnum og borguðu. Svo leit Holly og sá þar subbulega krá sem stóð á Leki Seiðpotturinn.
”Sjáðu mamma, Leki Seiðpotturinn,“ hvíslaði Holly og benti.
”Nei ég sé ekkert,“ svaraði mamma hennar.
”Ha?“ spurði Holly og snéri hausnum á henni að Leka Seiðpottinum.
”Jú núna,“ byrjaði Stella ”æji nei það er aftur farið.“
”Ha komdu sagði hún og greip í höndina á henni og dró hana með sér.“
”Ég sé þetta núna.“
Holly sleppti
”Nei þetta fer um leið og þú sleppir mér,“ Stella örg.
”Nú þá verð ég bara að halda í þig,“ sagði Holly og leiddi mömmu sína af stað.
Þegar þau voru komin inn sagði Stella henni að bíða og fór að tala við barþjóninn.
Þegar hún kom aftur sagði hún henni að þau þyrftu að bíða eftir galdrafólki til að verða samferða. Stuttu seinna gengu rauðhærður maður og dökkhærð kona inn með stelpu á aldur við Holly. Stella vatt sér strax að þeim og spurði
”Halló, ég heiti Stella Cooper, eruð þið á leið í Skástræti?“
”Já,“ svaraði maðurinn undrandi.
”Getið þið kannski hjálpað okkur að rata við erum að fara í fyrsta skipti, hún Holly er að fara að byrja í Hogwarts?“
”Já ekkert mál,“ sagði konan ”ég er Hermione, þetta er Ron maðurinn minn og þetta er dóttir okkar Sarah, hún er lík a byrja í Hogwarts.“
”Takk, þetta er dóttir mín Holly.“
”Sæl,“ sagði Hermione og brosti.
”Hæ,“ muldraði hún.
”Jæja, ættum við ekki að drífa okkur í gegn?“ spurði Ron.
”Gegn?“ spurði Stella hissa.
”Já, fylgið okkur.“
Þau gengu að múrsteinsvegg þar sem Hermione dró upp töfrasprota og taldi þrjá upp og tvo þversum og sló svo á einn múrstein. Þá byrjaði veggurinn að opnast og allt í einu sá þau inn í stóra götu.
”Velkomin í Skástræti,“ sagði Ron og brosti.
”Vá,“ sagði Holly. Vá lýsti Skástræti ágætlega. Þarna voru uglubúðir, bókabúðir, kústabúðir, skikkjubúðir og margt fleira.
”Jæja,“ sagði Stella og virti fyrir sér umhverfið ”hvað byrjum við?“
”Gringrottbankanum, banka galdramanna,“ svaraði Ron og þau gengu af stað.
Inni í Gringrottbankanum voru hundrað skringilegar verur.
”Hvaða verur eru þetta?“ spurði Holly
”Svartálfar,“ svaraði Sarah.
”Ó,“ svaraði Holly.
Þau gengu að afgreiðsluborðinu. Þar sat svartálfur.
”Við erum að taka út fyrir Söruh Weasley, hérna er lykillinn,“ sagði Ron ”og þær ætla að breyta muggapeningum í galdrapeninga fyrir Holly Cooper.“
”Er fröken Grover með lykilinn sinn?“ spurði svartálfurinn.
”Afsakið, hvað sagðirðu?“ spurði Holly.
”Fröken Grover, ert þú með lykilinn þinn,“ spurði svartálfurinn aftur.
”Ég á enga galdrapeninga,“ svaraði Holly hissa og fitlaði við nistið sitt.
Ron greip andann á lofti.
”Holly nistið er lykillinn,“ sagði hann.
”Nei, það er ómögulegt,“ svaraði Holly.
”Nei réttu honum það.“
”Okey.“ Hún rétti honum nistið.
”Hann virðist í fínu lagi, ég kalla í álf til að fylgja ykkur. Griphook,“ kallaði álfurinn.
Þau eltu Griphook að vagni sem þau settust upp í.
”Hvernig stendur á því að þú veist ekki af fjárhirslunni þinni?“ spurði Sarah.
”Veit ekki,“ svaraði Holly hugsi
”En af hverju kallaði svartálfurinn þig Grover?“
”Pabbi minn hét Grover, hann dó þegar ég var lítil,“ svaraði Holly.
”Var hann galdramaður?“ spurði Sarah.
Holly svaraði ekki, hafði pabbi hennar verið galdramaður?
”Holly, heyrir þú í mér?“
”Ha?“ Þetta var Sarah.
”Var pabbi þinn galdramaður?“
”Ég veit það ekki,“ svaraði Holly.
”Það hlýtur að vera, þess vegna áttu hirslu.“
”Hirsla 1239 fröken Grover,“ sagði svartálfurinn og stoppaði vagninn. Hún og mamma hennar hoppuðu úr. Griphook opnaði hirsluna og við þeim blasti fullt af gulli, silfri og kopar.
”Viljið þið hjálp?“ spurði Ron og hoppaði úr vagninum.
”Já takk, hvað eigum við að taka mikið?“ spurði Stella.
”Takið bara væna hrúgu,“ sagði Ron og skóflaði ofan í töskuna hjá þeim.
”Hvað þýða þessir peningar?“ spurði Holly Söruh þegar hún var aftur sest.
”Gullpeningarnir heita galleon, silfurpeningarnir sikkur og koparmyntin heitir knútar. Það eru tuttugu og níu knútar í einni sikku og sautján sikkur í einu gelleoni,“ svaraði Sarah.
”Hirsla 1257 fröken Weasley,“ sagði svartálfurinn og stoppaði vagninn aftur. Ron stökk út og náði í fullt að gulli handa þeim. Svo lögðu þau aftur af stað.
Þegar þau voru aftur komin í forsalinn sagði Hermione
”Nú er tímabært að fara að versla, Sarah réttu mér miðann þinn.“ Sarah rétti henni hann.
”Jahá, mér sýnist við þurfa að fara til Frú Malkins.“
Þau gengu af stað og staðnæmdust fyrir framan búð fulla af skikkjum.
”Þetta er aðal skikkjubúðin,“ útskýrði Hermone og þau gengu inn.
”Hogwartskóli, ekki satt. Gangið bara hingað inn og mátið,“ sagði Frú Malkins, lítil og þybbin norn.
Þær gengu með Frú Malkins að skemlum sem þær stigu uppá og létu mæla sig. Eftir langa bið sagði Frú Malkins
”Þið eruð búnar, hér er pakkinn þinn, fröken Grover og þinn fröken Weasley. Þetta verða þrjú gelleon á mann,“ sagði Frú Malkin og rétti þeim poka með þrem skikkjum, hatti og vetrarskikkju.
Þau borguðu og gengu svo út. Hermione leit á listann.
”Við eigum eftir að fara í Flourish&Blotts, apótekið, Hrafnastöppuna, til herra Ollivanders og svo ætlum við líka að kíkja í Galdrabrellur Weasleybræðranna,“ sagði hún ”það er grínvöruverslun sem bræður hans reka,“ bætti hún við og benti á Ron.
”Er það, við hvað starfið þið?“ spurði Stella áhugasöm.
”Ég skrifa kennslubækur og Ron er gæslumaður hjá Rakettunum.“
”Er hvað?“ spurði Stella.
”Gæslumaður hjá Rakettunum. Raketturnar eru Quidditchlið. Quidditch er íþrótt galdramanna.“
”Jaaaá,“ sagði Stella en hafði augljóslega ekki hugmynd um hvað hún var að tala um.
”Eigum við ekki að fara í Flourish&Blotts fyrst að kaupa bækurnar?“ spurði Ron og þau gengu af stað.
Í Flourish&Blotts úði allt og grúði af bókum.
”Hogwartsskóli, ekki satt,“ sagði lítill galdramaður.
”Já okkur vantar 2 eintök af
Almennu álagabókin (1.stig) eftir Miröndu Goshaswk,
Sögu galdranna eftir Bathildu Bagshot,
Galdrakenningar eftir Adalbert Waffling,
Leiðarvísi í ummyndun fyrir byrjendur eftir Emeric Switch,
Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir eftir Phyllidu Spore,
Töfradrykki og elexíra eftir Arswnius Jigger og
Ill öfl (1.stig) eftir mig,“ sagði Hermione og búðarmaðurinn rétti þeim 2 poka.
”Gjörið þið svo vel. Frítt,“ sagði búðarmaðurinn og rétti þeim pokana.
”Af hverju var þetta frítt?“ spurði Stella þegar þau komu út á götu.
”Ég fæ alltaf frítt því ég skrifa bækur og sel þeim,“ svaraði Hermione og brosti.
”Mamma ég er svöng?“ sagði Sarah.
”Já, ættum við ekki að fá okkur ís áður en við höldum áfram?“ spurði Ron og þau gengu að ísbúðinni.
Holly fékk sér sólberjaís í einhyrningshorni og Sarah fékk sér sítrónuís í kristalkúlu.
“Eru allir í þinni ætt galdrafólk?”spurði Holly áhugasöm og tugði sólber.
“Nei ekki amma og afi, en allir í pabba ætt, eða það held ég,” svaraði Sarah og barðist við a opna kristalkúluna.
“Villtu hjálp?” spurði Ron, tók af henni ísinn og opnaði kristalkúluna.
“Hvernig fórstu a þessu?” spurði Sarah.
“Leyndarmál,” svaraði Ron og blikkaði þær, “haldið áfram með ísana.”
Stuttu seinna voru allir búnir með ísana og þau héldu áfram.
Þau byrjuðu á að fara í apótekið að kaupa töfraefni og tilraunaglös. Svo fóru þau í Harafnastöppuna að leita að seiðpottum, sjónaukum og látúnsvogum.
Þær keyptu sjónauka sem hægt var að brjóta saman, snotra látúnsvog og seiðpott.
Þegar þær voru komnar út á götu sagði Hermione
”Nú er bara herra Ollivander eftir.“
Þær gengu að búð með skilti fyrir utan sem á stóð: Herra Ollivander Höfum framleitt vandaða töfrasprota síðan 382 f. Kr. Þau gengu inn.
”Ahh, fröken Weasley, ég bjóst við þér, já og fröken Grover, gott gott,“ sagði lítill galdramaður ”Ég er herra Ollivander. Hvor vill byrja?“
”Ég skal bara,“ sagði Holly og brosti taugaóstyrk.
”Fínt fínt, fröken Grover. Ég man þegar pabbi þinn gekk hingað inn fyrir tuttugu árum að velja sér sinn fyrsta töfrasprota. Þrjátíu sentímetrar, mahónísproti með einhyrningshári innan í.“ Svo pabbi hennar hafði verið galdramaður. ”Þú skalt byrja á að prófa þennan tuttugu og átta sentímetrar hlynur og einhyrningshár.“ Hann rétti henni sprota. ”Sveiflaðu honum.“
Hún veifaði hendinni og gulir, rauðir og bláir neistar skutust út úr sprotanum.
”Þetta er sprotinn,“ sagði Ollivander og tók af henni sprotann, stakk honum í kassa og rétti henni ”Sjö galleon, takk.“ Hún borgaði og settist.
Svo var komið að Söruh. Hún prófaði 3 sprota áður en hún fann rétta sprotann, tuttugu og þrír sentímetrar, beykiviður og hjartarót úr dreka, sem hún borgaði sjö galleon fyrir. Svo fóru þau út.
”Viljið þið koma með okkur í Galdrabrellur Weasleybræðranna? Við þurfum að segja eitt orð við Fred og George,“ spurði Ron.
”Jájá,“ svaraði Stella og þau gengu af stað.
Þegar þangað var komið fóru stelpurnar í slag með platsprotunum en fullorðna fólkið fór að tala saman. Eftir stutta kvöddu þau og drifu sig út.
”Mamma get ég fengið uglu?“ spurði Holly.
”Já auðvitað, getið þið vísað okkur á uglubúðina?“ spurði hún Ron og Hermione.
”Auðvitað, ugluverslun Eeylops, fínn staður," sagði Ron og þau gengu af stað.
Korteri síðar snéri Holly þaðan út með eyruglu.
Svo gengu þau inn á Leka Seiðpottinn og kvöddust.
Þegar Holly og Stella komu heim var Ryan enn í vinnunni og John að horfa á sjónvarpið. Holly fór beint upp með dótið. Svo borðaði hún og síðan fór hún að sofa.