Hérna kemur 14.kafli en ég ætla láta endan á 13.kafla með

“Kurteis Ronald, kurteis.”
“Æji Herm, ojj hvað þú getur verið pirrandi.”
“Takk,” sagði Hermione sár og setti upp Ronald-Weasley-hlýddu-svipinn og sendi svo brennandi augnaráð til Rons. Svo lögðu þau af stað upp í kastala og skiptust á meiðyrðum. Þegar þau komu upp í kastala var maturinn að verða búinn svo þau flýttu sér að byrja svo þau fengju nú örugglega eitthvað.
Eftir matinn fóru þau svo upp í Gryffindorturn að taka til skóladótið og allt því að skólinn myndi byrja næsta dag. Þegar öllu því var lokið fóru þau að sofa.


14. kafli Söngurinn

Harry vaknaði í svitabaði, hann hafði dreymt um lykil sem Voldermort hélt á og eyddi heiminum með. Hann leit á Ron og sá að rúmið hans var autt. Svo leit hann á klukkuna og sá að hana vantaði 20 mínútur í 8 eða það voru 20 mínútur þangað til matartíminn byrjaði. Hann stökk úpp úr rúminu í skyndi og byrjaði að klæða sig. Þegar hann var að verða búinn kom Ron inn og sagði
“Eins gott að þú ert vaknaður, ég man ekki hvaða tímar eru í dag.”
Harry leit á stundarskrána og stundi.
“Tvöfaldur töfradrykkjatími klukkan 9-10 með Huffelpuff, Saga galdranna með Slytherin klukkan 11-12 og Jurtafræði með Slytherin klukkan 1-2.”
“Ha,” sagði Ron og leit á þetta. “Ertu alveg viss?”
“Já, og svo er líka Quidditch-leikurinn við Slytherin klukkan hálf fjögur.”
“Við erum með Slytherin í allan dag nema í töfradrykkjum og þar erum við með Snape, þetta gæti ekki verið verra,” sagði Ron og leit á Harry.
Harry umlaði eitthvað til samþykkis og svo drifu þeir sig í morgunmat. Eftir morgunmat röltu þeir ásamt Neville og Hermione í Töfradrykkjastofuna. Þegar þau komu var enginn annar mættur en Snape sem sagði
“Jæja, Harry Potter, ég er með bréf frá Lupin sem mun reynast þér áhugaverð lesning.” Hann tók sér stutta pásu en leit svo á hin og sagði “Út með ykkur, tíminn byrjar ekki fyrr en eftir 5 mínútur.”
Ron leit áhyggjufullur á Harry en dreif sig svo út.
“Jæja Harry,” sagði Snape þegar þeir voru orðnir tveir “Lestu þetta.” Hann otaði skítugum bréfmiða á Harry.
“Serverus Snape prófessor
Mig langar til að þú kennir Harry hughrindingu. Ég finn það á mér að hann dreymir ekki vel.
Lupin.”
Þegar Harry hafði lokið lestrinum leit hann á Snape eins og hann væri að biðja hann um að neita en Snape sagði aðeins
“Hvenær ertu á Quidditch-æfingum?”
“Klukkan 4 á fimmtudögum og mánudögum.”
“Okey þú mætir þá í 2 tíma frá 4-6 hina virku dagana. En ég set eitt skilyrði fyrir því að ég kenni þér. Þú segir mér hvað þig dreymir í hvert skipti sem þú kemur. Samþykkt.”
“Ohh, allt í lagi þá.”
“Hvað dreymdi þig í nótt?”
“Að bestu vinir mínir mundu breytast í Dursley fjölskylduna,” bullaði Harry og horfði út um gluggann. Harry vissi strax að hann myndi ekki trúa honum en klukkan var orðin 9 og tíminn átti að fara að hefjast.
Þó að Harry hefði lifað vonda tíma í þessari stofu var þessi sá versti, Draco Malfoy sem hafði átt að merkja boxin með efnunum (það var partur af straffinu) merkti öll vitlaust svo að drykkurinn hjá Harry var vitagagnlaus, þegar þau áttu að glósa var búið að stela fjaðurpennanum hans og Snape virtist vera að brjálast úr reiði.
Saga galdranna var ekki skárri því að Binns prófessor lét tvo og tvo vinna saman og Harry lenti með Malfoy.
“…og svo galdraði þið vitið hver og drap Lily og James Potter, en hetjan okkar, drengurinn sem lifði af hann Harry James Potter sendi hann burt. Komdu hingað Harry,” sagði Binns prófessor og Harry stóð upp, en þegar hann var á leiðinni að kennaraborðinu felldi Draco hann.
“Straff Mailou. Mættu klukkan 5,” sagði Binns og reisti Harry upp. “Jahá, þetta er drengurinn sem lifði af, hann hefur…” og svona hélt tíminn áfram.
Jurtatíminn var skemmtilegur(Harry var feginn því að hann þoldi ekki meira) og Hermione vann sér inn 20 stig, Harry 5 og Neville 40 því að það var fjallað um Mimbulus Mimbutónía. Auk þess veitti Spíra þeim þá ánægju að það var engin heimavinna (Hermione greip um höfuðið).
Eftir jurtatímann fór Harry upp í Gryffindorsetustofu að skrifa ritgerð um sjálfan sig fyrir prófessor Binns. Klukkutíma síðar lauk hann við ritgerðina. Þá flýtti hann sér að ná í Þrumufleyginn sinn og keppnisskikkjuna og hljóp svo niður í búningsklefa. Þegar hann mætti var enginn annar mættur svo hann klæddi sig bara í skikkjuna í rólegheitum. Þegar hann var tilbúinn gengu Fred, Ron, Katie og George inn. Rétt á eftir þeim komu svo Angelia og Alica.
Þegar allir voru tilbúnir sagði George Weasley
“Jæja við verðum að vinna þennan leik. Ég er með planið hjá Slytherin
Varnarmenn: Crabbe og Golye.
Sóknarmenn: Marcus, Pucey og Montague.
Gæslumaður: Mildred.
Leitari: John.
Jæja ég veit ekkert hvernig John er en mér er sama ég veit að Harry er betri, SÝNDU ÞAÐ!
Mildred er ekkert sérstök ég sá hana á æfingu og ég veit að Ron er betri, SÝNDU ÞAÐ!
Jæja af stað!”
Svo stóð George við dyrnar og sagði hverjum og einum hvar hann ætti að byrja. Þegar þau voru komin út stóð Slytherinliðið í þéttum hóp að tala saman. Það snarhætti þegar það sá Gryffidor liðið og fóru allir á kústana.
“Fyrirliðar takist í hendur,” sagði Hooch og ræsti svo leikinn.
“Jæja,” sagði Lee Jordan “ég biðst afsökunar á að hafa ekki lýst síðasta leik Gryffindor, því að ég var í sjúkraálmunni. En alla vegna Angelia Johnsson með boltann, víkur sér undan rotara frá Crabbe, kemst framhjá Marcusi, Pucey og Montague hún skítur og hún -o, Crabbe sendi rotara fyrir tromluna en alla vegna er Slytherin með boltan, Pucey, er komin framhjá öllum en er stöðvaður glæsilega af Ronald Weasley gæslumanni Gryffindor.” Hann tók sér kvíld til að anda og heyrði þá að Slytherin söng á fullu

“Allt fer fram hjá Weasley inn,
hann þekkir ekki markhringinn.
Því syngjum við í Slytherin:
Weasley er kóngurinn.

Weasley er lítið vesælt skinn,
hann hleypir alltaf tromlunn' inn.
Hann tryggir sigur Slytherin,
Weasley er kóngurinn.

”Alica með boltann,“ æpti Lee yfir sönginn. ”Hún gefur á Katie, aftur á Alica sem gefur á Angeliu, Katie sleppur framhjá rotara og er komin í dauðafæri ef hún væri með boltann. Angelia sér það, steypir sér niður og gefur á hana og Katie og Katie skorar staðan 10-0 fyrir Gryffindor.“
Harry tók nokkrar dýfur í loftinu en byrjaði svo aftur að skima eftir eldingunni. Þarna sá hann hana beint fyrir ofan miðju markhringinn hjá Slytherin. Hann tók dýfu og steypti sér áfram.
”Hvað er í gangi þarna er Harry á fleygi ferð, nei bíðið við Angelia skítur og…og - NEI, Harry er fyrir,“ æpti Lee Jordan.
”Ég er með hana,“ stundi Harry upp og sýndi gylltu eldinguna. ”Bravó, við unnum.“
”Leiknum er lokið, hann endaði með stöðunni 160-0 fyrir Gryffindor,“ heyrði Harry Lee Jordan segja þegar hann gekk inn í klefann.
”Er allt í lagi Harry, hvar hæfði tromlan þig?“ spurði Angelia áhyggjufull þegar Harry kom inn.
”Í mag…“
byrjaði Harry í komst ekki lengra því hann ældi á gólfið.
”Guð hjálpi mér, McGonagall komdu,“ æpti Angelia og hljóp að ná í McGonagall.
Þegar þær komu leit McGonagall á hann, fór með töfraþulu og Harry hætti samstundis að æla og þakkaði henni fyrir en hún óskaði þeim til hamingju.
Þegar hún var farin lyftu Fred og George Harry upp á axlirnar á Angeliu og Alica og svo tóku þeir Ron líka upp. Þegar það var búið gengu þau saman út og sungu hástöfum

”Engu hleypir Weasley inn.
Hann alltaf passar markhringinn
svo ekki skori Slytherin.
Weasley er kóngurinn.

Weasley er kóngurinn,
Weasley er kóngurinn
hann hleypti ekki tromlunn' inn,
Weasley er kóngurinn.“

Á leiðinni upp í Gryffindor turn mættu þau Hermione og Amöndu.
”Til hamingju,“ sagði Hermione og rauk til þeirra.
”Já einmitt, ö hérna, ö, til hamingju,“ sagði Amanda vandræðalega.
”Takk,“ sögðu Harry og Ron einum rómi og stukku niður.
”Umm, hérna, heyrðu Ronald, getiði Harry aðeins komið,“sagði Amanda en bætti svo við ”Herm ætlar með,“ og uppskar þannig stingandi augnarráð frænku sinnar
”Okey komum þá," svaraði Harry og greip í Ron og dró hann með sér.