Weasley fjölskyldan! Weasley fjölskyldan er semsagt fjölskylda Ron's besta vinar Harry's. Hún er fjölmenn…þau eiga 7 börn. Hér er smá um þessa yndislegu fjölskyldu :D



Molly er húsfreyjan :) Hún er fædd Molly Prewett en tók upp nafnið Weasley eftir að hún giftist Arthur. Hún er sjö barna móðir og kenndi þeim öllum heima fyrir 11ára aldur þegar að þau byrjuðu í Hogwarts. Molly virðist vera ansi hörð og ströng móðir en í senn blíð og ástúðleg og henni þykir afskaplega vænt um börnin sín! Hún er “þétt” eins og ég vil kalla það :)


Arthur Weasley er fjölskyldufaðirinn. Hann er einn af 3 bræðrum. Það var í Hogwarts sem að hann kynntist konunni sinni. Hann vinnur í galdramálaráðuneytinu til varnar misnotkunar á muggaeigum ( guð er ég eitthvað að ryðga ? ég man ekki alveg hvort ég fari með rétt að starfið hans heiti þetta, fyrirgefið ef ég er að bulla :S) Hann er með æði fyrir öllu sem snertir mugga og muggahluti. Arhur er mildari en konan sín við börnin og frú Weasley siðar hann nokkuð oft til ;)

Bill er fyrstur í röðinni. (Samkvæmt J.K Rowling er hann fæddur 2 árum á undan Charlie) Á sínum tíma í Hogwarts var hann umsjónarmaður og nemendaformaður í Gryffindor, eins og Percy bróðir sinn. Hann er hávaxin með sítt hár bundið í tagl og með eyrnalokk sem líkist höggtönn. Hann vinnur hjá Gringott bankanum, sem álagabrjótur.



Charlie er annar sonur Weasley hjónanna. Hann var fyrirliði Quidditch liðs Gryffindor þegar hann var í skólanum og gegndi stöðu leitara. Hann var einnig umsjónarmaður. Hann vinnur með dreka í Rúmeníu og er með sigg á höndunum :)
(fyrirgefið að ég læt ekki mikið um hann)


Percy Ignatius er fæddur tveimur árum á eftir Charlie. Tvíburarnir njóta þess að stríða honum og ergja hann. Móðir hans er mjög stolt af honum og hann stefndi í að verða galdramálaráðherra áður en hann yfirgaf fjölskylduna sína í 5 bókinni :@. Hann var nemendaformaður og umsjónarmaður í skólanum. Nú er hann ritari Corneliusar Fudge. Hann var með Penelope Clearwater umsjónarmanni Rawenclaw, en ég veit ekki hvort hann er enn með henni :S býst ekki við því!


Fred og George eru tvíburar og voru fæddir tveimur árum á eftir Percy. Þeir eru fæddir 1. apríl ( kemur ekki á óvart!). Þeir eru vel þekktir fyrir að vera hrekkjalómar og prakkarar Hogwarts skóla og þeir luku skólagöngu sinni í Hogwarts á 7. ári með eftirminnilegu atviki þegar þeir hrekktu gribbuna hana Umbridge með ferðafeninu og flugu burt á galdrakústum. Fred og George eru já..hávaxnir og rauðhærðir blablabla…. :)Tvíburarnir stofnuðu Galdrabrellur Weasley bræðranna og eru til húsa í Skástræti nr. 93.


Ronald Bilius er sjötti og yngsti sonurinn, hann er fæddur 1. mars og er tveimur árum yngri en tvíburarnir. Næstum því allt sem hann á hefur verið notað af hinum bræðrunum 5. Hann byrjaði í skólanum í gömlu skikkjunni hans Bill's, með gamla sprotann hans Charlie's og rottuna hans Percy´s. Hann er varð umsjónarmaður á 5 ári og ég vil meina að hann sé bálskotin í Hermione Granger!!! Hann er besti vinur Harry's og síðan á fyrsta ári og þeir hafa gengið í gegnum margt saman! Hann leikur stöðu Varnarmanns í Quidditch liði Gryffindor! Ron er hávaxin og renglulegur , rauðhærður og freknóttur :)


Ginny (Ginevra) er eina stelpan í fjölskyldunni og mig minnir að ég hafi lesið á síðunni hennar Rowling að hún væri eina stelpan sem hafði verið fædd sem Weasley í margar kynslóðir…2 árið hennar fór í hass. Hún var andsetin af Voldemort og Harry bjargaði henni úr leyniklefanum þegar Trevor Dolgeme ætlaði að drepa hana. Hún var skotin í Harry en hætti því síðan. Hún er núna með Dean Thomas. Ginny held ég að hafi aldrei verið neitt sérstaklega lýst í bókunum ( allavega ekki svo að ég viti ) svo að það eina sem að ég get sagt um útlit hennar er að hún er með rautt hár eins og allir aðrir og freknur :)



Weasley fjölskyldan á heima í Hreysinu ( The Burrow )


Vona að ykkur hafi líkað þessi grein og ég biðst innilegrar afsökunar ef að einhverjar villur fyrirfinnast þarna!

kv. SiggaGrange