“Hvernig var í Beauxbatons?”

“Tjaa…hún Madamé Maxíné eiginlega hataði mig alltaf sko…Útaf ég skrópaði og reykti og drakk og svoleiðis..” Ég horfði út um gluggann þegar ég sagði þetta. Ég hafði aldrei sagt neinni manneskju svona mikið frá mér. Anya horfði stíft á mig. Það var frekar óþægilegt!
“…skrópaðir…” Endurtók hún hægt.
Já.. glæsilegt hjá þér Tammy! Þú hefur nú fælt frá þér 9690766598359 vinkonuna! Þegar ég kemst inn á klósett í þessum skóla ætla ég að hengja mig. Ég á aldrei eftir að eignast vinkonu, ég var ógeðslega heimsk að halda annað!

Ég leit aftur á Anyu, daufur roði litaði kinnarnar mínar. Mér til ótrúlega mikillrar furðu var Anya glottandi. Það fór henni ekki vel.
“Mér líkar vel við þig, Tammy” Sagði hún ennþá glottandi eins og hestur.
Ég reyndi að hlæja, það misheppnaðist aðeins, kom út eins og “Heeeeeeh” Ég er svo mikill fáviti! Get ekki einu sinni sagt “hehe” rétt. Ég er ömurlega aumkunarverð.
Anya Brosti. “Ég er í Slytherin! Það er laaaaaangbesta heimavistin. En samt finnst mér” hún lækkaði röddina niður í hvísl og ég hallaði mér nær henni. “…samt finnst mér Gryffinsor líka góð heimavist.” hún hallaði sér aftur í sætinu. “ekki samt segja NEINUM að ég sagði þér það! Ef þú gerir það þá drep ég þig áður en Snake drepur mig.” Ég kyngdi.
“auðvitað segi ég engum! Hver er annars Snake?”
“-Æ, hann er einn af aðalgaurunum í Slytherin-klíkunni. hann er svona eiginlega vinur minn…” Ég kinkaði kolli. Ég var að vingast við stelpu sem var virkilega í klíku! Vá hvað ég er ánægð með að hún sér eitthvað við mig.

Það var dimmt úti, alveg eins og einhver hefði dregið svart lak yfir himinninn. Stjörnurnar sáust vel. “Vá…” Sagði ég í lotningu. Anya hafði smeygt sér í svarta skólaskykkju á meðan ég glápti út.
“hérna…ætlarðu ekki að klæða þig, ungfrú Albínó??” Sagði hún og flissaði.
“Heyrðu!” Sagði ég og þóttist vera móðguð. Ég stökk á hana og kitlaði hana. hún öskraði (já, öskraði!) af hlátri. Ég flissaði. Anya var virkilega skemmtileg stelpa! Skrítið að mér skuli virkilega líka við einhverja manneskju…
Ég smeygði mér í svarta skólaskikkju og við gengum út úr lestarklefanum.
“…ég er svolítið stressuð…” Hálf hvíslaði ég. Það var ekki alveg satt. Það var HAUGAlygi! Mér leið eins og verið væri að draga mig fyrir dómstóla og refsingin væri að koma á þennan nýja stað, ókey, skóla og ég þyrfti að læra og haga mér eins og góða stelpan. Ég get það auðvitað ekki lesandi góður! Það væri hreinasta pynting.

“Ég skil þig vel, Tammy..ég skal heldur ekki segja neinum það.” Sagði Anya og blikkaði mig. Svo vafði hún olnboganum utan um minn og við gengum saman út. Úti var frekar dimmt og svolítill úði yfir öllu. Kvenmannsrödd hrópaði “fyrsta árs nemar hingað!” Ég ætlaði að ganga beint að kvensunni en Anya greip í mig og togaði mig til baka. “Áátsjh! hvað!? Ég er fyrsta árs nemi!!” Vældi ég og nuddaði sáran arminn. “Nei, fíflið þitt!” Sagði Anya hlæjandi. “Þú ert fimmta árs nemi! komdu…við eigum að fara í vagnana” Hún leiddi mig að fullt af vögnum sem flestir kölluðu “hestlausu vagnana” vandamálið var að þeir voru bara alls ekkert hestlausir. Anya sagði mér að maður þyrfti að sjá einhvern drepast til að geta séð Vákana. Mér finnst Vákar persónulega geggjuð dýr! töff í útliti og svo er ég (aldrei þessu vant) búin að kíkja í bók (hmm…það drap mig ekki!) og lesa um þá. Ég las samt ekkert mikið áður en ég sofnaði með bókina á nefinu.

“Snake! Hæ..” Sagði Anya allt í einu glaðlega og veifaði sætum, dökkhærðum strák sem kom glottandi til okkar. Horfandi á mig. “Hæ stelpur” Sagði hann “Hver ert þú vinan??” Spurði hann mig og glotti til mín. “Ehm…Tammy Metzler, ég er úr beauxbatons..” Svaraði ég. “Töff!” Var svarið frá honum. Við settumst upp í einn “hestlausann” Og hann rann af stað.
“Af hverju sérð þú Vákana Tammy?” Spurði Anya mig. “Ég sá mömmu mína deyja…Við pabbi fengum að vera hjá henni þegar hún dó” sagði ég rólega. tekur á að ræða um svona, jafnvel þótt langt sé liðið frá atburðinum! “Ó…ég samhryggist.” sögðu Snake og Anya í kór. Ég kinkaði kolli. “Það er allt í lagi.” svaraði ég svellköld.
Við vorum nú komin upp að hinum mikilfenglega Hogwartskastala.
Mér finnst hann flottari en beauxbatons en ég segi ekkert meira um þann skóla þar sem ég má það ekki.
Ég komst að því í einni eftirsetunni á skrifstofu Madame Maxine (sem var örugglega númer milljón) að hún leggur álög á hvern einasta nemanda sem byrjar í skólanum og það er að ef maður segir frá Beauxbatons, eins og staðsetningu, þá brennur úr manni tungan. Þetta átti bara við um staðsetningu held ég en ég ætla ekki einu sinni að taka áhættuna takk fyrir! Tungunni minni líður ósköp vel á sínum stað.

Við komum út og gengum upp tröppurnar. Svona var þá Hogwartskóli! dýrlega flottur! “Vá…” hvísla ég í annað sinn í lotningu. Anya brosti. Snake fór að hitta aðra stráka í slytherin klíkunni svo við vorum bara tvær aftur. “Tammy Metzler! Eltu mig!” Var kallað. Ég leit upp. McGonnagall horfði á mig (þekkti hana frá því í sumar þegar pabbi ræddi við hana) “Anya Dimbles, jújú…þú mátt koma með ef þú vilt…” Anya brosti kaldhæðnislega. við eltum hana upp í lítið herbergi og þar rétti hún mér flokkunarhattinn. “Flýttu þér, settu hann á þig! Fólkið bíður eftir hattinum frammi!” Ég greip hattinn og renndi honum á mig. Hann rann niður að mínu allt of stóra nefi, í alvöru ég ætla að láta minnka á mér nefið með göldrum eða lýtaaðgerð eða eitthvað! Hata þetta nef.

“-Hmmm…maður þarf vart að hugsa með þig, væna mín! Ég set þig í Slytherin!” Og í því reif McGonnagall af mér hattinn. “fínt væna, komiði svo bara inn í Stóra sal…ég fer allavega núna” Svo greip hún hattinn og koll og nánast hljóp fram.
Anya leit á mig, glottandi þessu vampíruglotti sínu.

“Velkomin í Slytherin!” sagði hún og faðmaði mig.

Ég gat ekki að því gert, á meðan við föðmuðumst, rann lítið tár úr hægra auganu mínu og niður á kinn. Ég flýtti mér að þurrka það í burtu, auðvitað. Slytherinar gráta ekki

Aldrei.